Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 21 +- ftorip Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Fjárhagnr bæjar- sjóðs Hafiiarfiarðar Umræður hafa orðið um fjár- hagsstöðu bæjarsjóðs Hafn- arfjarðar hér á síðum blaðsins undanfarna daga. Annars vegar hefur Guðmundur Ámi Stefáns- son bæjarstjóri sagt, að eftir háannatíma ársins sé lausafjár- staða bæjarins ekki eins góð og skyldi og þess vegna sé nú nokk- ur yfírdráttur hjá viðskiptabanka og skipti hann tugum milljóna. Hins vegar hefur Ámi Grétar Finnsson dregið þessar skýringar á hinni erfíðu fjárhagsstöðu í efa og telur mikla óráðsíu ríkja í fjár- málastjóm bæjarsjóðs Hafnar- fjarðar. Deilumar um fráskilnað síðustu ríkisstjómar og viðleitni framsóknarmanna og alþýðu- flokksmanna til að kenna sjálf- stæðismönnum um allt sem mið- ur gekk hafa ekki farið fram hjá neinum. Á fyrstu vikunum eftir að skipt er um stjómendur er næsta auðvelt að halda uppi málflutningi af þessu tagi. Reynslan ein fær úr því skorið, hvort hann er á rökum reistur. Loftkastalamir sem Ólafur Ragnar Grímsson ijármálaráð- herra hefur smíðað í kringum fyrsta fjárlagafrumvarpið sitt lofa því miður ekki góðu um framhaldið. Ágreiningurinn um fjárhag bæjarsjóðs Hafnarfjarðar er ann- ars eðlis en þrætan um viðskilnað ríkisstjómarinnar. Nú em rúm tvö ár liðin frá því, að Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag tóku höndum saman um stjóm Hafn- arfjarðar. Ámi Grétar Finnsson bendir í Morgunblaðssamtali á þá staðreynd, að_ þegar Sjálf- stæðisflokkur og Óháðir borgar- ar létu af stjóm bæjarins 1986 hafí heildarskuldir bæjarfélags- ins verið 94 milljónir króna og þar af 60 milljónir langtíma- skuldir. Á hinn bóginn sýni bráðabirgðauppgjör frá 30. sept- ember sl., að heildarskuldir bæj- arsjóðs séu 340 milljónir og þar af lausaskuldir 148 milljónir. Á þeim tveimur árum sem skulda- staðan hafí versnað svo mjög hafí tekjur bæjarsjóðs árlega far- ið langt fram úr áætlun. Á síðasta ári greiddi Hafnarfjarð- arbær 50 milljónir króna í vexti og fjármagnskostnað og í ár er þessi kostnaður þegar kominn í 116% miðað við áætlun. Hvemig sem á málið er litið er ekki unnt að komast að ann- arri niðurstöðu en þeirri, að í stjómartíð Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags hafí verið illa haldið á fjármálum bæjarsjóðs Hafnarfjarðar. Skuldir hafa hlaðist upp og þær er ekki unnt að afsaka með því að vísa til framkvæmda á vegum bæjarfé- lagsins. „Þetta er mjög dapur- legt, þar sem bærinn stóð á mjög traustum fjárhagslegum gmnni í upphafí kjörtímabilsins, og var þá eitt best stæða bæjarfélag landsins," segir Ámi Grétar Finnsson réttilega. Listasafii Sigurjóns Olafssonar Listasafn Siguijóns Ólafsson- ar myndhöggvara var stofn- að árið 1984 með það að mark- miði að tryggja að hús Siguijóns og vinnustöfa á Laugamesi fengju að standa um ókomin ár og þar yrði góð sýningaraðstaða fyrir verk þau sem listamaðurinn lét eftir sig. Var safnið vígt og opnað almenningi á áttatíu ára afmæli listamannsins hinn 21. október síðastliðinn. Margir hafa lagt hönd á plóg- inn við að hrinda hugmyndinni um Listasafn Siguijóns Ólafs- sonar í framkvæmd. Þar hefur Birgitta Spur, ekkja listamanns- ins haft ömgga forystu. Fjár- hagsstuðningur hefur komið frá mörgum, til dæmis hefur Reykjavíkurborg keypt réttinn til að láta stækka myndina Grímu og á hún að rísa við Borgarleik- húsið. Er það rétt og skemmtileg ákvörðun hjá borgarstjóra. Fyrir- tækið O. Johnson & Kaaber stendur straum af kostnaði við að verkið Sköpun er unnið í stein og hefur Erlingur Jónsson höggvið myndina í marmara. Verður verkinu valinn staður í útigarði við listasafnið. Þannig mætti áfram nefna margvíslegan stuðning við safnið. Em menn sammála um, að prýðilega hafi tekist að búa um listaverkin í safninu á Laugar- nesi og þar sé nú að fínna nýtt aðdráttarafl fyrir alla sem vilja í senn njóta góðrar listar og nátt- úmfegurðar í hringiðu borg- arlífsins. Draumar 1Í nótt dreymdi mig einungis • lifandi menn. En það olli mér engum áhyggjum. Nöfnin ein skipta máli, það þóttist ég vita. Sagt er að Agústus keisara hafi dreymt mikið, einkum á vorin. En hugur hans var bundinn veraldlegum völdum og jarðneskum draumum svo hann átti erfítt með að uppiifa þau ævintýri sem búa í svefninum einum. Auk þess var hann guð í jarðneskum líkama og guði dreymir aðra drauma en dauðiega menn. Þó var hann einnig dauðlegur einsog aðrir samtímamenn hans sem fengu að upplifa hugsanir hans einsog hvem annan veruleika; stundum bitran, stundum álitlegan, sjaldnast þó spennandi eins og ævintýri. En líklega hefur guðunum ekki líkað samkeppni hans við þá og talið hana ofmetnað því þeir lögðu einatt á hann erfíðar draumfarir og þá hrökk hann upp með andfælum, stundum kófsveittur af þungbærri reynslu martraðarinnar, stundum kvíðinn og áhyggjufullur vegna þess draumamir urðu með ein- hveijum hætti hluti af hugsun hans og hugmyndaheimi og honum tókst ekki að hrista þá af sér. Þetta var einatt þungur kross að bera. Samt var Ágústus, þessi merkilegi arftaki Sesars og hönnuður rómverska keisaradæmisins, vinsæll maður og vel innrættur miðað við samtíð sína. Og guðimir þyrmdu honum að HELGI spjall mestu. En stundum þeg- ar vorið stóð í fullum blóma og sólin vitjaði laufsins einsog hugsun ástfangins manns snertir nývaknaða tilhlökkun annarrar manneskju, þá komu þyngri draumar og fleiri á þennan alvald rómverska ríkisins og hann gat ekki sofið en kallaði til sín sagnameistara að stytta nætumar með fróðleik og annarri skemmtun sem hafði ofan af fyrir honum. Þannig reyndi keis- arinn að flýja þá veröld sem stóð honum næst í raun og veru. óttað- ist hana, þessa dularfullu og óáþreifanlegu veröld tákna og goð- sögulegra atburða. Flýði af vígvelli yfírskilvitlegra atburða innf nokk- um veginn öruggt skjól vökunnar. ÉG VAR AÐ HUGSA UM ÞETTA og nöfnin sem mig hafði dreymt, Sigtrygg, Halldór og Guðmund. Sigtryggur og Guðmundur eru góð nöfn í draumi, ég veit ekki um Halldór, en það vekur mér góðar minningar úr sögu Snorrunga. Að dreyma lifandi fólk, það er einsog að fá óvænta heimsókn; eins konar franska vísit. Hún getur verið skemmtileg eða óskemmtileg eftir atvikum. Þetta var þægileg heim- sókn. Eins konar uppákoma án óþæginda. Heimsóknir Iifandi fólks í draumi eru einsog hugmyndir flögri úr eins manns huga í annars. Hugurinn í viðkvæmum stellingum, samt leið mér harla vel. Þar áður dreymdi mig Sigurð og Valtý. Þeir eru báðir dánir fyrir mörgum árum en samt voru þeir nálægari hugsun minni, eða eigum við að segja vit- und minni en Halldór, Sigtryggur og Guðmundur. Og þá líklega vegna þess þeir eru dánir. Fyrir bragðið voru þeir allir í draumnum. Upplifðu hann jafnvel sterkar en ég. Nú sé ég þá fyrir mér einsog útsýnið úr glugganum í hótel Executive þegar ég vakna á morgnana, dreg tjöidin frá og guðsgrænar hlíðar Monte Donato rísa yfír Bolonía, kirkja San Luca efst. Varða á leið til himins, eða: varða á leið okkar til guðs. Ekki til Ágústusar, heldur hans. SIGURÐUR ER GOTT NAFN í draumi, en Valtýr — ég veit það ekki. Líklega hermannsnafn úr heiðni. Ég vona þessi fyrirvaralausa heimsókn boði eitthvað gott. Kannski boðar hún sigursæla or- ustu. Þeir Sigurður og Valtýr brýndu mig alla nóttina. Þegar ég vaknaði mundi ég ekki til hvers. Svo nú er komin ný eyða í líf mitt. Nýr alvarlegur brestur. Síðan hefur mér liðið einsog ég þurfí að hnerra en ég get ekki hnerrað. Auk þess er hugur minn við ungan mann að landbúnaðarstörfum í Bretlandi. Ég sé hann fyrir mér. Saga hans sæk- ir á mig, kemur á mig einsog draumur. Ég upplifi hana einsog brot. Upplifí hana einsog mynd í mósaík. Einsog súrrealískan draum. M. (meira næsta sunnudag.) JTlorQunl TetiQdoj3'. 'W'eílaifioiy l^borninge Itilefni af 75 ára afmæli Morgun- blaðsins 2. nóvember sl. efndi stjóm Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, til hófe fyrir starfsmenn blaðsins' og maka þeirra á laugardag fyrir viku. Þar flutti Hallgrímur Geirsson, stjóm- arformaður Árvakurs hf., ræðu, sem ritstjórar Morgunblaðsins sjá ástæðu til að birta í heild hér í Reykjavíkurbréfí. í ræðu þessari er lýst grundvallarviðhorfum stjómenda Árvakurs hf. til útgáfu Morgun- blaðsins. Ræða Hallgríms Geirssonar fer hér á eftir í heild: „Gott Morgunblaðsfólk! F.h. Árvakurs hf., útgáfufélags Morgun- blaðsins, býð ég ykkur velkomin til þessa hófs, sem haldið er í tilefni af 75 ára af- mæli Morgunblaðsins. Á þessum tímamótum er stjóm og eigend- um Arvakurs hf. efst í huga þakklæti til ykkar og forvera ykkar í 75 ár, sem gert hafíð Morgunblaðið að þeim máttarstólpa, sem raun ber vitni. Á ykkur, sem búið út Morgunblaðið frá degi til dags, hvílir mikil ábjrrgð og miklar kröfur era til ykkar gerðar. Stjóm Árvakurs gerir sér þess vegna ljóst, að nú brennur á henni heitast að skapa ykkur öllum starfsskilyrði, sem hæfa mikil- vægu hlutverki. Tilgangur Árvakurs hf. með útgáfu Morg- unblaðsins var ákveðinn fyrir tæpum 70 áram og orðaður þannig: Að styðja frjálst viðskiptalíf og efla heil- brigðan hugsunarhátt í öllum þjóðfélagsmál- um og yfírhöfuð beita sér fyrir hveiju því, er miðar til sannra framfara í hvlvetna. í tæpa sjö áratugi hafa margir fremstu manna þessarar þjóðar, bæði sem ritstjórar og blaðamenn Morgunblaðsins, útfært þessa stefnu á síðum blaðsins, skýrt hana og fyllt í samræmi við þróun og viðgang samfélags- ins á öllum sviðum. «■ Á þessum arfí byggir Morgunblaðið nú styrk sinn og sjálfstæði, sem afl í þjóðmála- umræðu. Ég dreg enga dul á þá skoðun, að megin- forsenda áhrifa og útbreiðslu Morgunblaðs- ins er sjálfstæði þess í þjóðmálaumræð- unni, þar sem Morgunblaðið hefur leitast við að hefja sig yfír þröng flokkssjónarmið og hagsmuni einstakra þrýstihópa og látið hagsmuni þjóðarheildarinnar sitja í fyrir- rúmi. Á þessum tímamótum er það því ósk mín Morgunblaðinu til handa, að það verði hér eftir sem hingað til óháður málsvari frelsis, heilbrigðs hugsunarháttar og sannra fram- fara í hvívetna, allt í samræmi við upphaf- legan og sígildan tilgang. Gott Morgunblaðsfólk! Ég óska ykkur til hamingju með afmælið og jafnframt góðrar skemmtunar um leið og ég fel Haraldi Sveinssyni framkvæmda- stjóra Árvakurs alla stjórn hér á eftir." í sama hófí minnt- ist Matthías Jo- hannessen, rit- stjóri Morgun- blaðsins, Valtýs Stefánssonar, þess manns,.sem lengst allra hefur gegnt ritstjórastarfi á Morgunblaðinu, eða í um 40 ár og átti manna mestan þátt í að gera blaðið að því stórveldi í fjölmiðlaheiminum, sem það síðan hefur verið. í þessari ræðu sagði Matthías Jo- hannessen m.a.: „Ég leyfí mér að halda í þá hugmynd, að Valtýr hefði verið stoltur af þeirri þróun, sem orðið hefur á blaðinu, þótt ég þykist vita, að hann hefði haft ýmis- legt að athuga við sumt í starfi okkar. En hann talaði oft við mig um það hve nauðsynlegt væri að losa Morgunblaðið úr beinum tengslum við stjómmála- og hagsmunaöfl í þjóðfélaginu enda þótt hann legði ríka áherzlu á hlutverk þess sem málsvara frelsis og einstaklinga en legði jafnframt áherzlu á velferðarhug- sjónina, eða þá sjálfetæðisstefnu, sem Tengsl Morgnn- blaðsins við stjórnmála- og hags- munaöfl REYKJAYIKURBREF Laugardagur 5. nóvember ísr*- átak álutn gert hefur ísland að því skjóli, sem bezt hefur dugað í Qármannahríð samtímans. Ég ætla ekki að ágæta Valtý með hástemmdum orðum einum, þess gerist ekki þörf. Bendi á skrif hans og ritstjóm sem halda munu nafni hans á loft. En þá ekki sízt þau afrek, sem hann vann í þágu sagnfræði og samtímasögu og kalla til vitnis merka ævisögu Thors Jens- ens, þættina um sr. Friðrik og samtals- bækur hans að öðru leyti, sem eru fyrir löngu orðnar klassísk rit í íslenzkri blaða- mennsku, sumt raunar einnig í bók- menntum okkar einsog glitrandi samtöl hans við Tómas skáld Guðmundsson og Hafliða í Mýrarholti. Ástæða er nú að minnast þeirrar hug- myndar Valtýs Stefánssonar, að komið verði á fót kennarastóli við Háskólann í fögrum bókmenntum og ljóðlist sérstak- lega og yrði embættið tengt nafni Jónas- ar Hallgrímssonar. Vildi hann þannig efla íslenzka blaðamennsku enda er tungan það tæki, sem blaðamaðurinn þarf helzt á að halda og öðru mikilvæg- ara, að hann kunni nokkur skil á henni. Hún er forsenda allrar íjölmiðlunar hér á landi og sker úr um sérkenni okkar. Með þá vitneskju að leiðarljósi ákvað stjórn Árvakurs að efna til ljóðasam- keppni vegna 75 ára afmælis Morgun- blaðsins og fór vel á. Arfur okkar er skjólgott athvarf á við- sjárverðum tímum. Oft hefur verið nauð- synlegt að líta í eigin barm og þá ekki sízt nú þegar við eigum náttból undir exi útlendra gervitungla og tízku. Engum var betur ljóst en Valtý Stef- ánssyni að blaðamennsku læra menn ekki í skólastofum, heldur í starfinu sjálfu. En haldgóð meimtun er hverjum blaðamanni jafnframt mikilvægur stuðn- ingur. Hvort sem menn vinna að ritstörf- um eða öðrum þáttum blaðamennsku, hönnun, tækni eða annarri iðju er reynsl- an í daglegum erli sá eldur sem allt herð- ir. Sókrates minnir á, að nauðsynlegt sé að aga ótaminn hest við kunnáttu góðs tamningamanns en uxum þurfí að beita fyrir plóg og venja þá við akuryrkju. Þannig á einnig að búa blaðamenn undir starf sitt. En þá má líka bæta því við, að án upplags verður enginn foli að góð- um gæðingi. Og meira þarf til í hörðum skóla blaðamennskunnar en kunna að kveikja og slökkva á segulþandi. Enginn vissi það betur en Valtýr Stefánsson. Hitt er svo ekki síður íhygli vert að Aþen- ingum til foma var jafn tamt að nota sophiu, eða vizku, um hvert það starf sem krafðist kunnáttu og þekkingar en ekki einungis andlega iðju svo nefnda.“ Frásögn Matthíasar Johannessens af þeim skoðunum Valtýs Stefánssonar, að nauðsynlegt væri að losa Morgunblaðið úr tengslum við stjómmála- og hags- munaöfl og yfírlýsing Hallgríms Geirs- sonar, sem er fulltrúi þriðju kynslóðar í hópi stjómenda útgáfufélags Morgun- blaðsins, um Morgunblaðið sem óháðan fjölmiðil, sem leggi sjálfstætt mat á stöðu þjóðmála, sýnir svo ekki verður um villzt, að stefnumörkun núverandi ritstjóra blaðsins er í fullu samræmi við sögu Morgunblaðsins og hefðir og sjónarmið þeirra, sem á síðustu misserum hafa valizt til forystu um málefni blaðsins. Ástæða er til að vekja athygli á þessum gmndvallarsjónarmiðum í útgáfu Morg- unblaðsins nú, þegar blaðið á 75 ár að baki og þeim einhug, sem um þau hefur ríkt, bæði fyrr og nú. Breytingar á sunnu- dagsblaði Sunnudagsblað Morgunblaðsins tekur nú nokkmm breytingum. Segja má, að ár hvert sé unnið að einhveij- um breytingum á blaðinu, sem mega verða til bóta. Vetur- inn 1984 var þó lögð meiri vinna í að móta framtíðarútgáfu Morgunblaðsins en áður hafði verið gert a.m.k. um skeið. Þá vom þau tímamót framundan, að ný prentvél hafði verið keypt og unnið var að byggingu fyrsta áfanga hins nýja Morgunblaðshúss í Kringlunni, þar sem prentsmiðja blaðsins er nú til húsa. Fyrir- sjáanlegt var, að hin nýja prentvél mundi opna nýja möguleika í sambandi við útg- áfu blaðsins, sem ritstjómm þess var kappsmál að hagnýta til hins ýtrasta. Arni Jörgensen, einn af fulltrúum rit- stjóra blaðsins, sem jafnframt hefur ver- ið aðalútlitshönnuður þess um langt skeið, lagði þá, í samvinnu við ritstjóra Morgunblaðsins og framkvæmdastjóra, meginlínur um þá þróun, sem síðar hefur orðið með útgáfu nýrra sérblaða. Á tæp- um áratug hefur Árni Jörgensen endur- skipulagt Lesbók og íþróttablað og hann- að viðskiptablað, sem kemur út á fímmtu- dögum, Daglegít líf, sem kemur út á föstudögum og menningarblað, sem kem- ur út á laugardögum. Þessi nýsköpun hefur að sjálfsögðu farið fram í samvinnu við þá blaðamenn, sem unnið hafa við þessi sérblöð, og aðra starfsmenn, sem vinna blaðið, ekki sízt í auglýsingadeild og framleiðsludeild. Fyrir u.þ.b. ári var tekin ákvörðun um, að endurskipulagning sunnudagsblaðs yrði næsta verkefni af þessu tagi. Þá var ákveðið að ráða til samstarfs við Áma Jörgensen Áma Þórarinsson, sem hóf blaðamannsferil sinn á Morgunblaðinu fyrir hálfum öðmm áratug en hvarf síðan til annarra starfa. Ámi Þórarinsson hóf störf á ritstjóm Morgunblaðsins á ný sl. vetur og hafa þeir tveir einkum unnið að undirbúningi þeirra breytinga á sunnudagsblaði, sem nú sjá dagsins ljós. Til samstarfs við þá við útgáfu sunnu- dagsblaðs komu síðan nokkrir blaða- menn, sem unnið höfðu á ýmsum deildum ritstjómar. Auk þeirrar vinnu, sem að ritstjóm blaðsins sneri, lagði framkvæmdastjóm Morgunblaðsins í umtalsverðan kostnað til þess að skapa nýrri sunnudagsritstjóm viðunandi starfsskilyrði. Er nú svo kom- ið, að ritstjórn Morgunblaðsins starfar á þremur stöðum í miðborginni. Markmiðið með þeim lagfæringum á sunnudagsblaði, sem unnið hefur verið að er tvíþætt: Annars vegar að koma efni og auglýsingum fyrir á skipulegri og aðgengilegri hátt fyrir lesendur, hins vegar að efni sunnudagsblaðs verði íjöl- breyttara og þar verði fjallað í æ ríkara mæli um atburði líðandi stundar. Útgáfa dagblaðs í því umfangi, sem Morgunblaðið er nú orðið, er býsna flók- in, þótt nýr tækjabúnaður hafi að sumu leyti gert hana einfaldari en áður var. Á síðasta áratug hefur þróunin orðið sú á ritstjóm Morgunblaðsins, að hún hefur skipzt upp í margar deildir og sér hver um sig um ákveðinn þátt blaðsins. Jafn- framt hafa tengslin milli ritstjómar og framleiðsludeilda orðið nánari en áður var og starfssvið þessara aðila skarast að sumu leyti. —™— Að sumu leyti em Skorturá það öfT?fu fað ““ seg)a, að okkur Is- Storhug’ lendinga skorti stórhug. Uppbygg- ingin í landinu á undanfömum ára- tugum segir allt aðra sögu. Samt er það svo, að stundum skortir á stórhug, þegar hans er þörf. Það á t.d. við um fram- kvæmdir við Þjóðarbókhlöðuna. Þessi mikla bygging átti að verða eins konar afmælisgjöf þjóðarinnar til sjálfrar sín í tilefni af 1100 ára afmæli íslands byggð- ar. Framkvæmdir hafa hins vegar gengið hægt, stundum löturhægt. Þjóðarbókhlaðan hefur orðið bitbein ráðherra og ráðuneyta. Deilur um fjár- framlög til hennar hafa verið tíð og bók- hlaðan því verið alltof lengi í byggingu. Fyrir nokkmm ámm var ákveðið að leggja á sérstakan skatt til þess að flýta fyrir byggingu hennar en fyrr en varði kom upp deila milli ráðuneyta um það, hvort skattpeningar þessir skiluðu sér allir til framkvæmda. Nú sýnist sem ætlunin sé enn að draga úr framkvæmd- um við Þjóðarbókhlöðuna skv. hinu nýja fjárlagafrv. Þetta gengur ekki. Við eigum að sjá sóma okkar í að ljúka byggingu Þjóðar- bókhlöðunnar og taka hana í notkun. Við eigum að sýna þann stórhug, þótt árferði sé nú erfítt, að ljúka framkvæmd- um við þetta stórhýsi á skömmum tíma. Við höfíim sem þjóð vel efni á því að sýna stórhug á þessu sviði, þótt við drög- um saman seglin annars staðar. Því verður tæplega trúað að menn á borð við Ólaf Ragnar Grímsson, fjármála- ráðherra, og Svavar Gestsson, mennta- málaráðherra, ætli að láta kaffæra sig í þröngsýnum röksemdum skriffínnsku- kerfísins fyrir því að hægja eigi á fram- kvæmdum. Þjóðarbókhlaðan er vafalaust orðin dýr í byggingu og eins og öll hús af þessu tagi er áætlunargerð um kostn- að áreiðanlega ábótavant. En ekki er betra að láta þessa byggingu standa ónotaða árum saman. Nú á að ljúka við þessa framkvæmd, hvað sem öðru líður. „Markmiðið með þeim lag’færing'- um á sunnudags- blaði, sem unnið hefiir verið að er tvíþætt: Annars vegar að koma efiii og auglýsing- um fyrir á skipu- legri og aðgengi- legri hátt fyrir lesendur, hins vegar að eftii sunnudagsblaðs verði Qölbreytt- araogþarverði ljallað í æ ríkara mæli um atburði líðandi stundar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.