Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988
Þú nefnir uppa af minni kynslóð í forystu-
störfúm hjá flokknum. Það fer auðvitað
eftir því hvað átt er við, þegar talað er um
uppa. Ef verið er að ræða um ungan, frama-
gjaman mann, og þá á ég auðvitað einnig
við konu, samkvæmt staðlaðri uppskrift, þá
held ég að slíkt eigi tæpast við um forystu
Sjálfstaeðisflokksins. Þingflokkurinn er sá
elsti sem sögur fara af á Alþingi, sam-
kvæmt handbók Alþingis. Ég held að við
séum 7 árum eldri að meðaltali en næst
elsti þingflokkurinn, framsóknarmenn. Það
verður því ekki sagt um þingflokk Sjálfstæð-
isflokksins að þar séu uppar í meirihluta.
Þvert á móti getum við hrósað okkur af
Morgunblaðið/Rax
eldri þingflokki og meiri þingreynslu en
nokkur annar flokkur.
Formaður flokksins, varaformaðurinn og
borgarstjórinn i Reykjavík eru af yngri kyn-
slóðinni í flokknum. Eg tel það vera flokkn-
um til styrktar að ungir menn komi þar til
forystu. Flokkurinn hefur átt i ákveðnum
erfiðleikum, en sennilega er það meginstyrk-
ur hans að þrátt fyrir allt hafa ungir menn
komist þar til forystu.
Hvort menn eru líkir — einlitir uppar,
eins og þú orðar það. Ja, taktu menn eins
og mig og borgarstjórann í Reykjavík, Davið
Oddsson. Við erum jafnaldrar, slitum báðir
bamsskónum við Austurveginn á Selfossi
og erum báðir lögfræðingar, en þar með
líkur samlíkingunni. Við erum afar ólíkir
menn, að öllu upplagi og gerð. Það verður
ekki sagt að yngri mennimir í flokknum séu
allir steyptir i sama mót. Aðalatriðið er að
ólíkir menn í flokknum vinni vel saman."
— Forysta ykkar ungu mannanna á
undanfömum árum — hefur málflutningur
ykkar verið nógu sannfærandi — hrífandi?
Eruð þið fremur drifnir áfram af metnaði
til valda en ástriðunni að taka þátt í pólitík
og sijóma?
„Pólitík hefur verið mér ástríða frá blautu
bamsbeini. Ég finn kannski enga nautn í
völdunum sem slíkum, en hugsjónin er mér
mikið kappsmál."
rétt eins og hann standi og falli með þvi
hvort ég vilji meira kaffi. Þigg samt kaffið.
— Eitt þeirra atriða sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur verið gagnrýndur fyrir
undanfarin ár er að þar hafi valist til valda
og ábyrgðarstarfa mjög svo einlitur hópur
uppa af sömu kynslóð — þinni kynslóð.
Hafa prófkjör flokksins valið illa og þarf
að breyta prófkosningum á vegum flokks-
ins, eða jafevel að hætta þeim?
„Prófkjörin hafa ekki valið illa. Þau vom
mikil opnun í pólitik á sínum tima og Sjálf-
stæðisflokkurinn hafði um það forystu. Á
hinn bóginn er það rétt að það hefer ekki
verið hægt að tryggja með prófkosningum
og handahófskenndum niðurstöðum þeirra,
sömu breidd í framboðunum og áður — þá
breidd sem Sjálfstæðisflokknum er nauðsyn-
leg. Þar er megingallinn við prófkosningam-
ar að mínu mati. í annan stað hafa þær nú
á allra síðustu ámm þróast í það að yerða
mjög kostnaðarsamt fyrirtæki. Því kemu.-
auðvitað upp spumingin um það hvort menn
standi allir jafet að vígi til þess að fara í
framboð á vegum flokksins. Þetta em þær
áleitnu spumingar sem menn velta nú víða
fyrir sér. Það verður ekki horfið aftur inn
í einhveijar lokaðar flokksklíkur sem ráða
framboðunum, en við getum ekki annað en
velt þessum megingöllum fyrir okkur og
hvað sé til ráða.
Ekkert annaó
ímmumhuga
en að vinna al'
vaxandi
krafli fyrir
flokkinn
— Hefer ykkur í forystu flokksins tekist
að laða fram einkenni og sérstöðu flokksins
á þann veg að vera og starf í flokknum sé
eftirsóknarvert fyrir fólk af öllum gerðum
og stéttum?
„Ég hef litið þannig á að það séu tveir
burðarásar í sjálfstæðisstefhunni. Annars
vegar er baráttan fyrir einstaklings- og at-
vinnufrelsi og hins vegar skyldan við vel-
ferðarmál fólksins.
Utum aðeins til baka. Við höfem verið
fimm ár samfellt í ríkisstjóm og spyrjum
sjálf okkur hvemig hefur tekist til út frá
grundvallarsjónarmiðum Sjálfstæðisflokks-
ins. Á þessum fimm árum hafa verið stigin
stór og mikilvæg skref í framhaldi af því
sem gert var í upphafi Viðreisnar, til þess
að auka frelsi í efnahagslífinu. Á þessum
tíma höfðum við forystu í viðskiptaráðuneyt-
inu og nýttum hana til þess að koma þessum
umbótamálum fram. Við höfðum líka for-
ystu í heilbrigðis- og tiyggingaráðuneytinu,
svo og flármálaráðuneytinu. Þá forystu
nýttum við til þess að taka meir og betur
á bótamálum fyrir aldraða fólkið í landinu
— telgutryggingin var orðin hærra hlutfaU
af lágmarkslaunum en nokkru sinni fyrr,
eftir síðasta feril sjálfstæðismanna í þessum
ráðuneytum. Við keyrðum fram frumvarp
um lengingu fæðingaroriofs. Aðrir flokkar
hafa setið á skrafþingum um þetta efni, en
við einfaldlega framkvæmdum þetta.
Þetta eru aðeins örfá dæmi sem ég dreg
fram til að sýna fram á að flokkurinn hefur
I starfi sínu í ríkissljóm og verkum sýnt
að hann hefer verið trúr þessu tvíþætta
, hlutverki, að standa vörð um frelsi einstakl-
inganna og að treysta velferð fólksins.
Stjómarandstaða er að sönnu mikilvægt
lýðraeðislegt hlutverk. En markmið okkar
er auðvitað að sækja aukinn styrk, í þeim
tilgangi að fá völd til að koma stefeumálum
okkar í framkvæmd og gera þau að vera-
leika.“
— Fijálshyggja og frjálshyggjupostular
Sjálfstæðisflokksins era alkunn skammar-
yrði um flokkinn, ekki satt? Hvers vegna
hefer flokkurinn látið það viðgangast að
þessum neikvæða stimpli hefer verið klínt
á hann og komið honum út í hom og hvem-
ig getur hann afmáð hann úr hugum fólks?
Þarf fijálshyggja endilega að vera
skammaryrði eins og sumir þingmenn
flokksins virðast halda af ótta við áróður?
Formaðurinn er þögull um stund, en seg-
ir síðan:
„Sjálfstæðisflokkurinn er ekki úti í homi.
Það er mikill misskilningur ef menn halda
það. Sjálfstæðisflokkurinn hefer margoft
áður skipað sér sess í stjómarandstöðu og
jafean nýtt þau tímabil til þess að koma
öflugri til áhrifa á nýjan leik. Skoðanakann-
anir sýna að það sama er að gerast nú og
fyrr í þeim efeum.
Frjálshyggjan, hún er orð og orð verða
að hafa merkingu. Fijálshyggjan hefer ver-
ið notuð sem skammaryrði um allt milli him-
ins og jarðar. Þeir í Kreml hafa jafnan tal-
að um lýðræði þegar þeir hafa átt við stjóm-
arhætti í Sovét. Andstæðingar sjálfstæðis-
manna hafa misnotað orðið fijálshyggja
með sama hætti og Kremlveijar hafa mis-
notað orðið lýðræði. Stefea Sjálfstæðis-
flokksins stendur óhögguð þrátt fyrir þessar
árásir.
ÞAÐ ER HALDLÍTIÐ AÐ VITNA I
MENN SEM ekki móta stefnu eða störf
Sjálfstæðisflokksins, þegar verið er að nota
fijálshyggjuna sem skammaryrði um okkur.
Það sem gildir er að vitna til starfa þeirra
sem kjömir hafa verið trúnaðarmenn og
foiystumenn flokksins. Það má vel vera að
við höfem ekki staðist áróðursmeisturum
andstæðinga okkar snúning í því að sýna
fram á verk okkar. Kannski höfum við ver-
ið of uppteknir við að koma hlutum í verk
og eytt of iitlum tíma í málskraf."
— Staða þín sem formanns — því er
haldið fram að hún hafi aldrei verið veikari
en einmitt nú, eftir að rikisstjóm þín fór
frá. Hvemig metur þú sjálfur stöðu þína?
„Þegar flokkur verður fyrir kosningaá-
falli eins og við í fyrra þá hlýtur það óhjá-
kvæmilega að hafa áhrif á forystumenn
flokksins og stöðu þeirra. Ég lít hins vegar
á það sem skyldu mína að hafa foiystu fyr-
ir þvi að heija sókn flokksins á nýjan leik
í þeim tilgangi að auka afl hans og áhrif.
Ég geri mér grein fyrir því að það tekur
tíma að ná fullum styrk aftur. Við höfum
hægt og bítandi verið að auka fylgi okkar
frá síðustu kosningum. Samkvæmt síðustu
skoðanakönnun hefer flokkurinn nú tæplega
34% fylgi. Það miðar þvi i rétta átt.“
— Af þessum orðum þínum er ekki að
heyra að um neina uppgjöf sé að ræða hjá
þér, eða að þú sért að hætta í pólitik.
SJÁ BLS. 35.