Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 27
_____«MMVfltJ!«mA MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 í»<- 27 Sovétríkin: Gífurleg mengun í Angarsk Moskvu. Reuter. RÚMLEGA 1.000 manns í borg- inni Angarsk í Síberíu hafa leitað læknishjálpar vegna öndunarerf- iðleika sem raktir eru til mikillar mengunar á þessum slóðum. Að sögn sovésku fréttastofunnar Tass þurftu 140 manns á neyðar- hjálp að halda. Fréttastofan sagði að í síðari hluta októbermánaðar hefði mikil megun náð að safnast saman yfir borginni sökum lítils vindhraða og lágs loftþrýstings. Mengunin kæmi einkum frá olíu- hreinsistöðvum, iðnfyrirtækjum og lyfjaverksmiðjum en eitraðar loft- tegundir frá verskmiðju einni sem framleiddi vítamín hefðu þó „riðið baggamuninn". 200.00Ö manns búa í Angarsk. Að sögn Tass-fréttastofunnar dæla verksmiðjur í borginni allt að fimm sinnum meira af eitruðum loftteg- undum út í andrúmsloftið en leyfi- legt er samkvæmt opinberum reglu- gerðum. Danmörk: Steinbíts- roð í skó DANSKA dagblaðið Jyllands- postenskýrði nýlega frá því að fyrirtækið Dan-Cod í Esbjerg, sem aðallega hefiir fengist við saltfísksölu, hygðist koma á framfæri ýmsum vörum sem unnar væru úr roði nokkurra fisktegunda. Verða vörurnar, skór, töskur og mittisólar, fram- leiddar hjá vestur-þýsku fyrir- tæki og kynntar á tískuvörusýn- ingu í Flórens á Ítalíu seinna í þessum mánuði. Dan-Cod framleiðir og selur ár- lega saltfisk að andvirði 1.400 - 2.000 milljóna ísl. kr. fyrir Suður- Evrópumarkað. Roði af steinbít, laxi og vatnakarfa er venjulega fleygt sé það ekki notað í loðdýra- fóður. Forráðamenn Dan-Cods vona að fyrirtækjunum takist í samein- ingu að fá fólk til að kaupa vörur úr sérstaklega meðhöndluðu fisk- roði í staðinn fyrir dýran tískuvarn- ing úr skinni ýmissa dýrategunda sem sums staðar eru í útrýmingar- hættu þ.á m. ákveðinna krókódíla- og slöngutegunda. Danska fyrirtækið hefur eytt milljón danskra króna (6,8 milljón- um ísl.kr.) í hugmyndina og þýska fyrirtækið (heiti þess hefur enn ekki verið látið uppi) sem svarar tæpum tuttugu milljónum d.kr. (1.360 milljónum ísl.kr.) til að koma framleiðslunni á markað. Ítalía: Skattsvikun- um mótmælt Mílanó. Reuter. TUGIR þúsunda manna í Mílanó á Ítalíu lögðu á fimmtudag niður vinnu í þrjár klukkustundir til að mótmæla skattsvikum og krefjast þess, að stjórnin skeri upp herör gegn þeim. Tekjuskattur er óvíða hærri í Evrópu en á Ítalíu en jafnframt eru skattsvik mikil, einkum hjá þeim, sem eru með ýmiss konar rekstur og geta skammtað sér launin á skattskýrslunni. Hefur það valdið mikilli óánægju meðal launþega. Það, sem fýllti mælinn, var þó það, að ríkisstjórnin ákvað að gefa skatt- skuldurum upp sakir að nokkru leyti borguðu þeir hluta skuldarinnar. Hefur nú verið boðað til mikils mótmælafundar í Róm 12. nóvem- ber nk. FLUGLEIDIR -fyrir þíg- Vetrarfrí í austurrísku Ölpunum, á skíðum í heimsins bestu brekkum... það er sannarlega engu líkt! í hinum dýrlegu fjallabæjum er loftið tært og heilnæmt og þar muntu kynnast heillandi stemningu sem líður þér seint úr minni. Mayrhofen, Zell am See og Kitzbuhel eru staðirnir þrír sem Flugleiðir bjóða ferðir til í vetur. Beint áætlunarflug er til Salzburg vikulega, en þaðan er stutt til allra áfangastaða. Fararstjórar verða sem fyrr hinn góðkunni Rudi Knapp, sem er innfæddur Tíróli og íslenskumælandi, og Ingunn Guðmundsdóttir. Verð frá kr. 19.900 á mann. Miðað er við staðgreiðsluverð á vikuferð og fjóra saman í íbúð á Landhaus Heim. Brottför: 7/1, 14/1 og 21/1. Allar nánari uppiýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferða- skrifstofum. Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir í síma 25 100. P.S, Byrjandi eða meistari á skíðum - það eru allir jafnir í austurrísku brekkunum! AUK/SlA k110d2-245

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.