Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 17 það sem vekur oftast mestu athyg- lina hjá hinum venjulega manni eru hin sterku fjölskyldutengsl og frjálslegur máti þeirra að tjá sig. Og sá lúmski grunur læðist að manni, að það sé eitthvað í háttum og siðum ítala sem höfðar til okkar. í kvikmyndinni „Moonstruck", sem sýnd var í Bíóborginni sl. vor, segir frá ástum og lífi ítalskrar fjöl- skyldu í New York. Mörg bestu atriði myndarinnar gerast við mat- arborðið þegar ijölskyldan er öll saman komin og leysir þau vanda- mál sem upp koma. Auðvitað geng- ur það ekki hljóðalaust fyrir sig, því allir virðast eiga í basli með ástina nema afinn, en hin mikla samheldni fjölskyldunnar er heill- andi, og þegar tjaldið fellur sitja menn eftir með þá tilfinningu að þeir hafi farið á mis við eitthvað afar mikilvægt í lífínu. Og afinn tók af skarið Eftir því sem best verður séð, þá virðist ekkert innbyrðis pukur 210 manns læranú ítölskuí Reykjavík. Ennfleiri borðaálO ítölskum veitingastöð- um... ogflykkjast hundruðum samantil Ítalíu oft í viku, til að fá sér molakaffi. Nú vinna allir svo mikið og lengi að öll athafnasemi er í lágmarki að vinnudegi loknum. Sennilega varð þó mesta breytingin þegar konur hættu að vinna á heimilinu eingöngu, því svo sannarlega voru það þær sem lögðu mesta rækt við skyldmenni sín og gátu auk þess oft platað karlinn í heimsókn á kvöldin þótt þeir væru lúnir. En nú bíður þeirra önnur vinna þegar þær koma heim á kvöldin og því lítið um molakaffi með vinum og vandamönnum. Og kjamafjölskyldan sjálf á í vök að veijast því sambandsleysi innan fjölskyldunnar verður æ algengara og sameiginlegt borðhald með við- eigandi samræðum er sjaldgæft. Allir eru að flýta sér, og því er el- dað í flýti, borðað í flýti og talað í flýti. Svo kaupum við okkur ör- bylgjuofn í flýti til að hita upp matinn fyrir þann sem er að flýta sér. En gamli tíminn kemur ekki aft- vera á milli foreldranna, eða á milli bamanna, í ítölsku fjölskyldunni. Öll mál em fjölskyldumál og allir meðlimir hafa jafnan rétt, þótt meira örli á virðingu fýrir hinum eldri heldur en tíðkast hér á landi. Og menn tjá sig umbúðalaust, létta af sálinni og fá svo annað hvort skammir, eða styrk og hvatningu frá fjölskyldunni. íslensk ijölskylda rakst óvart inn í pizza-garð í litlum bæ á Norður- Ítalíu, og í þessum einkar fallega garði, sem var veitingahús undir bemm himni, söfnuðust heimamenn saman í kvöldkyrrðinni og snæddu pizzur og drakku rauðvín. íslendingamir settust þama nið- ur, pöntuðu sér hið sama og hinir, og þegar þeir höfðu rifið í sig mat- inn, fóra þeir að skima í kringum sig og skoða þessa „blóðheitu" þjóð sem sat allt í kringum þá. En ekki virtist mikill hiti í mönnum því þeir snæddu og drakku af stakri ró og virtust fremur vera að þessu til að gera sér eitthvað til dundurs, heldur en til að seðja hungur sitt. Þama sátu fjölskyldur saman og á næsta borði við norðanmenn sat átta manna fjölskylda, sem saman- stóð af mömmu, pabba, afa, ömmu, frænku og þremur bömum á öllum aldri. Þau kinkuðu vingjamlega kolli til íslensku vísitölufjölskyld- unnar sem var fremur fámenn, og í framhaldi af því fóra bömin að leika sér saman án nokkurra tungu- málaerfiðleika, enda hefur slíkt aidrei háð þeim aldurshópi. Leið svo frameftir kvöldi og af því að ítalimir virtust hafa allan heimsins tíma, þá sátu íslending- amir sem fastast og fylgdust af athygli með fjölskyldulífínu á næsta borði. Skildu vitanlega ekki stakt orð, en af andlitssvip, látbragi, pati og bendingum mátti ráða hvað væri á dagsskrá hveiju sinni. Stundum var hátt hlegið, en eitt sinn urðu mamman og amman svo æstar að lá við gráti, og beindu spjótum sínum að frænkunni, sem fékk rauða díla í kinnamar og sat með þijóskusvip þar til afinn tók af skarið og skammaði þær allar þijár. Varð þá allt gott á nýjan leik, þær tóku til við að hossa lilla litla til skiptis og íslendingamir vörpuðu öndinni feginsamlega. „Þetta er eins og heima í gamla daga,“ sagði íslenski pabbinn með eftirsjá í röddinni og leit á konu sína, sem vissi upp á hár hvað hann átti við. Lóa frænka hætt að koma Nú þykjumst við nú aldeilis búa við sterk fjölskyldutengsl, allir landsmenn meira og minna skyldir, en þrátt fyrir það era nú ýmsar væringar meðal skyldmenna sem benda til annars en góðra tengsla. Menn hafa verið svo kappsfullir að komast áfram í lífínu og hlaða í kringum sig fánýtum hlutum, að öllum gömlum siðum og venjum hefur verið varpað fyrir róða. Þeir sem muna eftir flölskyldulífí íslend- inga eins og það var fyrir þijátíu áram eða svo, finnst nú lítið til þess koma eins og það er í dag. Því það er af sem áður var þegar Lóa frænka, Halli mágur eða Sigga svilkona komu í heimsókn, stundum ur þegar mamma beið með matinn bæði í hádeginu og á kvöldin. Þó era allar þessar bameignir síðasta árið umhugsunarverðar. Um tíma þótti nú ekki æskilegt fyrir konur að vera með ungböm ef þær ætluðu að komast eitthvað áfram í atvinnu- lífinu. En nú virðast þær kæra sig kollóttar. Hafa þær komist að því að heim- ur karlanna var hreint ekkert spennandi eftir allt saman, eða er þetta dulin ósk um eðlilegt fjöl- skyldulíf og draumurinn um dekkað borð þar sem fjölskyldan safnast saman í friði og spekt og tengir böndin sem nú virðast víða vera að losna? „La bella luna“ En Ítalíuæði hefur gripið um sig, hvort sem sálrænar hvatir era að verki eða bara ein dellan í viðbót á ferðinni, því við eram jú með af- brigðum nýjungagjöm. En mikið er það nú samt skrýtið að hamingju- samasta þjóð í heimi skuli sífellt vera svona leitandi. En þótt Ítalía sé viðs fjarri þá er þó alltaf hægt að trítla inn á einn af ítölsku veitingastöðunum og komast í stemmningu, heyra jafnvel ítölsku talaða á næsta borði, því líklega era margir orðnir flínkir í henni núna. Eða gera bara eins og afínn í fyrrgreindri bíómynd, fara í kvöld- göngu með hundana og horfa á tunglið, því það er nefnilega _sama tunglið og þeir sjá niðri á Ítalíu. Andvarpa svo ofurlítið eins og sá gamli gerði og segja: La bella luna, la bella luna. SPORTVÖRU- UTSALA SPOR I Ul-augavegi49 -byrjar á morgun- KRUMPGALLAR Nr. XS-S-M-L-XL Verð 2.900,-til 4.900,- (áður 6.190,- til 9.990,-) Einniq barnastærðir. BÓMULLARGALLAR Allarstærðir. Verðfrákr. 1.490,- ADIDAS ORION Nr. 36-42. Kr. 1.290,- (áður kr. 2.200,-). ELDORADO körfuboltaskór Nr. 39-47 kr. 2.950,- (áður kr. 4.950,-). MARGARAÐRAR SKÓTEGUNDIR Lelkflmi- og aeróblkkfatnaóur Úr glansefni kr. 790,- (áður kr. 1.690 til 2.080,-). Úr bómull kr. 490,- Glansgallar í barna- og unglingastærðum. Stuttbuxur nr. 140 til 176 kr. 390,- (áður kr. 790,-). Stakar trimmbuxur kr. 990,- Stuttermabollr allar stærðir kr. 490,- Sundbollr barnastærðir kr. 390,- Barnaskfóasett kr. 1.490,- Kuldaskór flestar stærðir. Háskólabollr kr. 990,- (áður kr. 1.950,-) Póló skyrtur kr. 1.290,- Lúffur kr. 250,- (áður kr. 450,-). Töskur Karlmannaúlpur og margt margtfleira. l/fö rúllum boltanum tll ykkar. IMú er taaklfsarlð tllþoas að gora góð kaup. Ath! 10% afslátturaföllum öðrum vörum verslunarínnar meðan á útsölunni stendur. Sendum ípóstkröfu Vlsa og Euro þjónusta. SPORTVÖRUVERSLUNIN wmm LAUGAVEGI 49 SIMI 12024

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.