Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 35 úrá HOLSKEFLUNNI „Ég tók þetta mikla og miskunnarlausa starf að mér og það er engin uppgjöf í mér.“ — Ætlar þú að gefa kost á þér til endur- kjörs sem formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins næsta vor? „Já, það er ekkert annað í mínum huga en að vinna af vaxandi krafti og ástríðu ef þú vilt (!) fyrir hönd flokksins. Eg stóð við stýrið þegar holskeflan reið yfir og ég ætla að sigla út úr henni.“ — Er það persónulegur metnaður þinn sem ræður því að þú tekur svona ákvörðun? Væri það metnaðarlegt, póltískt skipbrot, ef þú ákvæðir að víkja af formannsstóli? „Það er þörfín fyrir að rækja þær skyld- ur sem ég hef tekist á herðar sem ræður ákvörðun minni. Éjg hef unnið ýmis önnur störf en pólitísk. Eg gæti vel hugsað mér að lifa lífí mínu án stjómmálaafskipta. Jafn- vel leitar sú hugsun oft á mann að geta lif- að öðru vísi fjölskyldulífí heldur en forystu- menn í stjómmálum eiga kost á. En ég er ekki að hætta afskiptum af stjómmálum. Ég á ólokið mörgum mikilvægum verkefnum á þeim vettvangi." — Eftir það sem er á undan gengið á síðustu mánuðum, á Sjálfstæðisflokkurinn samleið og möguleika á samstarfi í náinni framtíð við einhvem eða einhveija hinna stjómmálaflokkanna? „Við vomm auðvitað ekki tilbúnir að kaupa setu í ráðherrastólum því verði að hverfa áratugi aftur í timann til millifærslu og stóraiikinnar skattheimtu. Stefán Val- geirsson, hulinn vemdarkraftur hins nýja stjómarsamstarfs, taldi það vera höfuðverk- efni sitt að vera utan stjómarinnar en hafa puttann á sjóðunum. Þessi ríkisstjóm er að hverfa til gamla þjóðfélagsins, þar sem ein- staklingunum var ekki treyst, en stjómvöld tóku að sér að hafa forsjá fýrir fyrirtækjum og einstaklingum. Þegar okkur hefur tekist að auka afl okkar og styrk, sem flest bendir til að tak- ast muni, þá em engin persónuleg vand- kvæði af okkar hálfu' að starfa með öðram flokkum né forystumönnum þeirra. En þeir knýja okkur ekki frá þeirri gmndvallar- hugsjón sjálfstæðisstefnunnar að standa vörð um hag einstaklingsins, atvinnufrelsið og hag stéttanna. Sjálfstæðisstefnan er að minnsta kosti ekki skattastefna. Og ég vil benda á að forystumenn Sjálf- stæðisflokksins hafa beitt sér af öllu afli gegn pólitískum andstæðingum sínum, þeg- ar flokkurinn hefur verið í stjómarandstöðu. Ef einhver hefur haldið að Sjálfstæðisflokk- urinn tryggi möguleika sína til áhrifa með því að mjálma utan í vinstri stjómir, þá er það mikiíl misskilningur." — Þeir flokksformennimir og fyrram samstarfsráðherrar þínir, Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur Hermannsson, hafa löngum haft það orð á sér að vera vel að sér í pólitískum refskap, en þú hefur iðulega verið sagður ungur drengur úr Sjálf- stæðisflokknum sem værir of reynslulítill og saklaus til þess að hafa í fullu tré við þá. Ertu betur i stakk búinn nú til þess að takast á við þá? „Að svo miklu leyti sem um ref skap var að ræða af þeirra hálfu, þá var hann bæði mér og okkur sem í stjóminni voram, full- ljós. Refskapur er óheiðarleikaeinkunn. Ég sækist ekki eftir að standa mig í slíku prófí. En auðvitað er reynsla alltaf dýrmæt og af henni dregur maður sinn lærdóm. Ég hygg á hinn bóginn að forystumenn Alþýðuflokks og Framsóknar ættu fremur að hafa áhyggjur af því hvort þeir era, eins og nú er ástatt fyrir þeim, hæfir til heiðar- legs samstarfs um fíjálslynda umbóta- stefnu. Þeir ættu að draga lærdóm af því sem gerðist." — Stækt Framsóknarhatur hefur löngum loðað við ákveðinn hluta Sjálfstæðisflokks- ins. Er ekki líklegt að slíkt hatur hafí bloss- að upp á nýjan leik, við það að svo fór sem fór, þegar ríkisstjóm þín fór frá völdum? „Það er ekki til hatur í mínum huga, og vonandi ekki annarra. Baráttan fyrir stefnu- málum Sjálfstæðisjflokksins er mér aftur á móti efst í huga. Ég er reiðubúinn að beij- ast af alefli gegn andstæðingum flokksins, r en ég held ég myndi ekki treysta mér að taka þátt í pólitík, ef ég ætti að sofna á kvöldin og vakna á morgnana með haturs- hug í garð þeirra sem ég er að vinna með eða á móti. Sjáífs mín vegna vil ég fremur fyrirgefa mönnum sem ég reiðist, en hatast við þá. Þannig líður mér betur." Húnavallaskóli í A-Húnavatnssýslu: Lífogflör á frjálsum dögum Blönduósi. INNRAS inn í hversdagsleikann er nauðsynleg endrum og eins ef tilgangurinn er að lífga og auðga hina breysku sál manns- ins. Þessi tilgáta sýndu nemend- ur Húnavallaskóla í Austur- Húnavatnssýslu að er sönn. Fjóra daga samfleytt undirbjuggu nemendur skólans stórkostlega dagskrá sem flutt var í skólanum sl. fóstudagskvöld. Þegar komið var í hlaðið á Húna- völlum þetta föstudagskvöld þá tóku á móti gestum Grettir og Glámur svo og „lítil tröll“ sem teymdu námshest um skólalóðina. Til að gera umhverfið sem ævin- týralegast bárast eyram manna ískyggileg veðurhljóð, sjálfsagt líkust þeim er Grettir glímdi við Glám á sínum tíma. Strax og kom- ið var inn í skólann tóku á móti gestum bókaormar í iðandi kös í einu homi anddyrisins. Áður en haldið var í íþróttasal skólans hlýddu viðstaddir á oddvita- fund sem nemendur höfðu sett á svið. Þóttust sumir kenna þar ein- kenni oddvita þeirra sveitahreppa seni að skólanum standa en um það skal ekki frekar fjölyrt. í íþróttasal skólans var síðan aðaldagskráin flutt og kenndi þar ýmissa grasa. Leikþáttur um sögu skólamála í sýslunni var skemmtilega útfærður og einnig fluttu ljóðavinir framsam- in ljóð með tilheyrandi látbragðs- leik. Það vakti einnig athygli að í hléi var Húnavallaskóli og allt hans nánasta umhverfi borðaður en bök- uð hafði verið heljarstór terta í líki skólans. Dansinn sem tjáningar- form var áberandi í dagskránni og að öðram dansatriðum ólöstuðum þá vakti útfærsla nemenda á ball- ettinum Svanavatnið hvað mesta athygli. Eftir því sem á ballettinn leið þá var það ljóst að svínin höfðu náð yfirhendinni og Svanavatnið varð að Svínavatni. Þessi þróun á ballettinum er ef til vill ekki alveg út í hött því Húnavallaskóli stendur við vesturenda Svínavatnsins. Aðal- leiðbeinandi nemendanna á Húna- völlum á þessari fíjálsu viku var þúsundþjalasmiðurinn Örn Ingi frá Akureyri. í vetur stunda um hundrað nem- endur nám við Húnavallaskóla og hefur þeim farið fækkandi á und- anförnum áram. Skólastjóri Húna- vallaskóla er Arnar Einarsson. Jón Sig. Álnabær og Z-gardínubrautir hafa sameinast og bjóða nú gardínubrautir eftir máii úrval af köppum í mörgum litum. Við framleiðum pli-SOl plíserui máli fyrir alla vandamálaglugga Einnig framleiðum við ; máli. rimlagluggatjöld sérsniðin eftir Við höfum sérhæft starfslið með góða vöruþekkingu sem er ávallt til þjónustu við val á réttri vöru fyrir þig, máltöku og uppsetningu ef óskað er. Verið velkomin, við höfum ávallt eitthvað við þitt hæfi Sendum í póstkröfu um land allt URVAL- GÆÐI- ÞJONUSTA SIÐUMULA 32 REYKJAVIK SIMI31870 TJARNARGÖTU 12 KEFLAVÍK SÍMI 92-12061

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.