Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 40
SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Jólabónus- inn verður rýrari í ár STAÐGREIÐSLA skatta mun rýra launauppbót, sem starfs- menn allmargra fyrirtœkja og stofnana fá að venju í desember- mánuði. Af þessari launauppbót er nú tekinn 35,2% staðgreiðslu- skattur, þannig að uppbótin er einungis um 65% af því sem hún hefði annars orðið. Skattlagning desemberuppbótar á laun er engin nýjung, en áður fyrr á meðan skattar voru greiddir eftir á kom uppbótin óskipt til greiðslu í desember. í fyrra var hún skattfrjáls eins og aðrar venjulegar launatekjur. Sem dæmi má nefna, að ef jólabónus er 50.000 krónur, koma ekki nema 32.400 krónur í umslagið. 18.000 fískar úr einu vatni EITT gjöfulasta veiðivatn sumarsins er Hvammslón við Hvammsvík i Hvalfirði þar sem komið hafa á land um 18.000 silungar á þessu ári. Laxalón setur silung f vatnið og selur síðan veiðileyfi í það. Þetta hefúr reynst vinsælt meðal veiðimanna enda veiðin oft með afbrigðum góð. Dæmi eru um að 1.300 silungar hafi veiðst á einni helgi. í fyrra var leyfð veiði í vatn- inu fram í desember og verður svo einnig í ár. Undir lokin er dorgað gegnum ís á vatninu og voru margir er sóttu í þá veiði í fyrra. Fimmtángrun- aðir um ölvun Fimmtán ökumenn voru grunað- ir um ölvun við akstur, að kvöldi föstudags og aðfaranótt laugar- dags, á svæðinu frá Keflavík til Akraness. Níu þeirra voru stöðv- aðir á svæði Reykjavíkurlög- reglu og Qórir í Kefiavík. Lögregla átti fremur annasama laugardagsnótt á höfuðborgar- svæðinu. Mikið var um útköll vegna ölvunar og í Reykjavík voru fanga- geymslur fullar að morgni. Ekki var vitað um slys. Gunnólfsvík: Lending á þyrlu- paliinum STARFSMENN á Gunnólfsvíkur- Qalli á Langanesi hafa nýlokið við gerð þyrlupalls við 'ratsjár- stöðina á Qallstindinum. Sigurð- ur Baldursson vígði pallinn með "v ’ því að stökkva úr 6.000 feta hæð. „Þetta var nú aðallega sýning fyrir starfsmennina, sem tóku á móti mér með lófataki,“ sagði Sig- urður. „Ég fékk flugvél frá Þórs- höfn til að fljúga með mig. Það var mjög gott veður þegar ég stökk, en annars er hreinasta veðravíti þama á §allinu.“ Stökkið á pallinn var 850. stökk Sigurðar. Morgunblaðið/Þorkell Vetrarímynd Með hvítköld augu koma bílamir yfir hæðina og veturinn situr und- ir stýri. Nú er sumarið falið að fjallabaki, en það finnst aftur, þeg- ar bílarnir hafa farið hjá. Þorsteinn Pálsson : „Ætla að sigla út úr holskeflunni“ ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, staðfestir í samtali við Morgunblaðið í dag að hann muni gefa kost á sér til endurkjörs sem formaður flokksins á landsfúndi næsta vor. „Ég var við stýrið þegar holskeflan reið yfir og ég ætla að sigla út úr henni,“ segir Þorsteinn. Formaðurinn segir það hafa komið á daginn að sumir atvinnu- rekendur í Sjálfstæðisflokknum hafi talið hann of hlynntan launþega- sjónarmiðum í haust, þegar hann hafi tekið ákvörðun sem hafí verið í samræmi við mat verkalýðsarms flokksins. Vísar Þorsteinn hér til þeirra deilna sem áttu sér stað þeg- ar stjómmálamenn og fulltrúar at- vinnulífsins Ieituðu leiða til lausnar á efnahagsvanda fyrirtækja í landinu, og niðurfærsluleiðinni svo- nefndu var hafnað. Varðandi möguleikana á sam- starfí Sjálfstæðisflokksins við aðra stjómmálaflokka, eftir að ríkis- stjóm hans fór frá segir Þorsteinn: „Ég hygg að forystumenn Al- þýðuflokks og Framsóknar ættu fremur að hafa áhyggjur af því, hvort þeir eru, eins og nú er ástatt fyrir þeim, hæfír til heiðarlegs sam- starfs um frjálslynda umbótastefnu. Þeir ættu að draga lærdóm af því sem gerðist." Sjá samtal við Þorstein Páls- son á bls. 14 og 15. Enginn atvinnu- rekstur í Höfnum ENGINN atvinnurekstur er nú í Höfnum. Þau fyrirtæki sem þar hafa starfað hafá stöðvast, sum gjaldþrota. Aðeins eru þijár konur á atvinnuleysisskrá, aðrir hafa fengið vinnu í næstu byggðarlögum. Atvinna er ótrygg á mörgum stöðum, sérstaklega vegna erfíðrar stöðu sjávarútvegsfyrirtækja. Nefna má sem dæmi: í Sandgerði er útlit fyrir að frystihúsin þrjú sem þar starfa stöðvist um áramót. Á Akranesi er atvinnuleysi hjá verka- konum og starfsfólk tveggja fyrir- tækja hafa undanfama daga fengið uppsagnarbréf sem taka gildi um áramót. 100 manns eru á atvinnu- leysisskrá á Húsavík. Vegna sölu á fískiskipum missa Grindvíkingar um 3 þúsund tonna þorskkvóta úr byggðarlaginu. Á Akureyri eru fyr: irtæki að draga saman seglin. í Reykjavík voru 174 á atvinnuleysis- skrá um mánaðamótin á móti 54 á sama tíma í fyrra og yfírvinna hef- ur einnig minnkað. Hraðfrystihúsið á Patreksfírði er lokað. 100 manns eru atvinnulausir á Ólafsfirði vegna lokunar frystihúsanna. 2-3 bætast daglega á atvinnuleysisskrá í Kópa- vogi. Staðan er betri á ýmsum öðmm stöðum. Til dæmis vantar fólk til starfa víða á Austurlandi og Vest- fjörðum. Sjá fréttir um atvinnuástandið i blaði D: Atvinnu/rað- og smáauglýsingar. Bjóða hlut- laust mat SELJENDUR lóðarinnar Að- alstræti 8 hafa skrifað kaup- endum og boðið að fram fari hlutlaust mat á tjóni vegna stöðvunar framkvæmda. Að sögn Friðriks Pálssonar, forstjóra SH, var lóðin seld í góðri trú og telja seljendur sig ekki ábyrga fyrir tjóni Byggða- verks. Kröfu um riftun kaup- samnings hefur verið hafnað. Seljendur töldu þó rétt að reyna að leysa málið án þess að það þyrfti að fara fyrir dómstóla. Verður Sambaudið bút- að niður í hlutafélög ? Tap SÍS yfír 600 milljónir fyrstu níu mánuði ársins. Jj“!"h^ðGuðJóni B ólafs eftir Agnesi BragadAttur RÓTTÆKAR breytingar á rekstrargrundvelli Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS) gætu orðið niðurstaða nefiidar þeirrar sem nú vinnur að tillögugerð um endurskipulagningu þess. Talið er að nefndin muni klofiia: annars vegar verði róttækt álit meiri- hluta og hins vegar álit minnihluta, sem vill ganga skemur. Stjórn Sambandsins fjallar um málið á næstunni. Taprekstur SÍS á þessu ári er orðinn yfír 600 milljónir króna, og er það ein ástæða þess að for- ráðamenn SÍS íhuga, hvort breyta beri samvinnufélagsforminu í hlutafélagsform. Staða Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra SÍS myndi veikjast veru- lega, ef horfíð yrði til þess að bijóta SÍS upp í sjálfstæðar rekstrareiningar í _ hlutafelags- formi. Þannig gæti SÍS orðið eign- arhaldsfyrirtæki fyrir sjálfstæð hlutafélög eins og sjávarafurða- fyrirtæki, iðnaðarfyrirtæki og skipafyrirtæki, sem öll hlytu nafn- bótina hf. Ákveðnir menn innan SÍS telja að Valur Amþórsson, formaður Sambandsstjómar, vilji eindregið hrinda þessum breytingum I fram- kvæmd áður en hann hverfur frá SÍS í stól Landsbankastjóra um áramótin. Sumir túlka þennan ákafa Vals þannig, að með þessu Um Guðjón heyrist sú gagn- rýni, að hann hafí ekki helgað sig forstjórastarfinu að fullu, vegna þess að hann hafi í raun aldrei hætt að vera forstjóri Iceland Seafood. Nánustu samstarfsmenn hans segja þetta hreinan óhróður. Guðjón hafí tekið við erfíðu búi og hann sé á réttri leið, þó enn sé mikið ógert til að snúa rekstrar- dæminu við. Sjá á bls. 10: Sambandið sundur?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.