Morgunblaðið - 06.11.1988, Page 16

Morgunblaðið - 06.11.1988, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 eftir Kristínu Marju Baldursdóttur ítalska er alveg einstaklega skemmtilegt tungumál, það er að segja þegar ítalir tala hana. Þá eru menn svona lifandi, lyfta oft öxlum, nota augu og hendur, og tóna setningarnar þannig að þær f ara hátt upp, en hrynja svo mjúklega niður í endanum. Dálítið f rábrugðin íslenskunni sem er ætíð töluð í þessum værðarlega tóni, hvort sem menn eru að tjá ást sina eða tala um veðrið. Og ekki er mikið um hreyf ingar og látbragð hjá f slendingum, þvi þeir hafa oftast hendur í vösum og horf a í suður og austur þegar þeir tala við náungann. Menn F ekki aldir upp við það hér á landi að vera með einhvem kjánaskap og tilburði þeg- ar talast er við. Enda fer maður alveg hjá sér þegar fólk er að flíka tilfínningum sínum svona hvers- dagslega. Því er það mikið undrunarefni að ítalskan skuli eiga svona miklum vinsældum að fagna hjá þessari stillilegu þjóð. Það er ósköp eðlilegt að menn skuli vera orðnir hundleiðir á ensk- unni enda enginn friður fyrir henni, og danskan ekkert sérlega spenn- andi, nema að fólk vilji ganga með kartöflu í kokinu svona dags dag- lega til að ná framburðinum. Þýsk- an ætti kannski að henta íslensku- mælandi fólki vel, en sá er gallinn, að henni fylgja engar handahrejrf- ingar eða söngl sem er nauðsynlegt þegar menn vilja vera ástríðufullir. En þessi skyndilegi áhugi íslend- inga fyrir ítölskunni, og reyndar öllu sem ítalskt er, vekur undmn manna. ítalska er nú kennd við átta skóla í borginni, og teljast nemendur vera samtals 210, en auk þess verður hún kennd á námskeiðum við Há- skóla íslands eftir áramót. En að- sókn var mjög góð sl.vor, stunduðu þá 40 nemendur ítölskunám og komust færri að en vildu. Skólastjóri Tómstundaskólans, Vilborg Harðardóttir, segist hafa spurt nemendur skólans sem stunda nám í ítölsku hvers vegna þeir hefðu þennan áhuga fyrir málinu, og kom í ljós að margar ástæður lágu þar að baki, en þó bar hæst aukin við- skipti milli landanna. En Ítalía hef- ur verið mikið í sviðsljósinu í sam- bandi við hönnun og stjómun fyrir- tækja, sagði Vilborg, og fólk kannski áttað sig á því að það gæti komið sér vel að tala málið. Einnig væri ítalska vinsæl hjá fólki sem hefði áhuga fyrir söng. Pizzur o g pasta Það er ekki einungis hið hljóm- fagra og tilfínningaríka tungumál ítala sem á vinsældum að fagna meðal íbúa norðursins, hin suðræna matargerðarlist hefur hrifíð þá svo, að soðna ýsan og súrmaturinn beij- ast nú hart fyrir tilverurétti sínum. En sú hrifning er vel skiljanleg, þvi helmingur íslensku þjóðarinnar er að drepast í maganum og má þar að sjálfsögðu kenna streitu um, en saltkjötið, bjúgun, kótilettumar og hamsatólgin eru líka sökudólg- ar. Því höfum við gripið ítalska matinn fegins hendi, sem er léttur og góður og þar að auki ódýrari. Svo erum við miklu fljótari að elda hann sem er mikill kostur, því hér á landi gildir það að vera snöggur. Nú munu vera um tíu veitingahús í borginni sem sérhæfa sig í þessum sígilda ítalska mat, og segja kunn- ugir að þar sé fullt út úr dyrum bæði kvölds og morgna. Þar sitja sem sagt menn í þessu notalega andrúmslofti og borða pizzur, pasta og núðlur, og dreypa á rauðvíni um leið og þeir horfast í augu yfir kertaljósi og ljúfri tónlist. Þá verður hjartað meyrt og menn reyna að segja eitthvað fallegt til að falla betur inn í umhverfíð. En það eru ekki allir sem sætta sig við svona þykjustu umhverfí, því íslendingar flykkjast hundrað- um saman til Ítalíu, og frá Sam- vinnuferðum/Landsýn fóra til að mynda tólf hundrað íslendingar þangað með leiguflugi sl. sumar. Sagði Tómas Tómasson sölustjóri hópferða, að Ítalía væri nú land múmer tvö á óskalistanum hjá þeim, aðeins Spánn hefði ennþá vinning- inn. Og til Ítalíu sælq'a helst fjöl- skyldur, og fólk sem vill skoða hina frægu staði sem sagan fjallar um. Tómas sagðist álíta margar ástæður fyrir þessum mikla áhuga fyrir Ítalíu, en þar væri nú einu sinni nafli heimsins og bæði saga og menning heillandi og spennandi, auk þess sem ítalir væra bæði skemmtilegir og miklir smekkmenn. Angiirvært útlit í Austurstræti Hinn látlausi glæsileiki ítalskrar hönnunar virðist líka falla íslend- ingum vel í geð, hvort sem um húsgögn eða fatnað er að ræða. Sérstaklega er fatnaðurinn vinsæll hjá fólki á öllum aldri og mörg ítölsk merki vel þekkt hér á landi. Stundum hvarflar að manni að sjálft ítalska útlitið sé ekki síður vinsælt, því varla er hægt að fletta tískublaði án þess að rekast á þessi þungu, dökku, dreymandi augu ít- ala og þennan angurværa svip sem minnir á fyrri tíma og fær menn til að klökkna. Svo er bara orðið mjög algengt að sjá þetta angur- væra útlit í miðju Austurstræti, þótt augun séu kannski blá og nef- ið aðeins rauðara í norðanáttinni. En viðskiptin við ítali hafa auk- ist jafnt og þétt undanfarin fimm til tíu ár að sögn Ragnars Borg aðalræðismanns Itala á íslandi, og kæmi þar einkum til gott' vöruverð og hönnun, ásamt greiðari flutning- um, styttri flutningstíma og lægri flutningsgjöldum. Sagði hann að þar mætti ef til vill finna_ skýringu á þessum áhuga fyrir Ítalíu, en benti þó á að hér væra mörg atriði sem legðust á eitt með að gera land og þjóð svona áhugaverð. Töluverður skyldleiki er með ítölum og íslendingum í sambandi við viðskipti, pg líkar mönnum vel að versla við ítali þegar þeir kynn- ast þeim, sagði Ragnar. Hann sagð- ist þó ráðleggja þeim sem hygðust stofíia til viðskipta við ítali, að fara í eigm persónu og tala við þá, því ítalir vilja sjá þá menn sem þeir versla við, svo þeir geti skoðað þá og dæmt. Italir byggja viðskipti sín á öðr- um granni en við og ganga eignir og fyrirtæki í erfðir og haldast því oft innan fjölskyldunnar þar sem tengsl era sterk, og benti Ragnar t.d. á langan kvöldverð sem senni- lega ætti sinn þátt í að styrkja fjöl- skylduböndin. Því má skjóta hér inn í að sér- fræðingar í viðskiptaheiminum hafa komist að raun um að þeim þjóðum vex sífellt ásmegin á efnahagssvið- inu þar sem fjölskyldubönd era sterkasta stoðin í samfélaginu. En ítalskar kvikmyndir og sjón- varpsþættir njóta nú sífellt meiri vinsælda, og sagði Ragnar, að það sem við sjáum af lífi Itala þar, sé einfaldlega líf þeirra í hnotskum. Heillandi samheldni En hvers vegna skyldu nú íslend- ingar sækjast eftir að tala tungu- mál þar sem þeir geta notað augu og hendur og tónað af tilfínningu? Er það eingöngu til að geta verslað við ítali, eða er norræna blóðið eitt- hvað að hitna? kynnumst við lífi ítala í gegnum bækur og kvik myndir, og í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.