Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 Ljúfur en fylginn sér „Ljúfmennska hefur einkennt hann, gleði í starfí og mikill dugnað- ur, stundum svolítið þrár, en fyrst og fremst fylginn sér. En yfirleitt ákaflega gaman og gott að vinna með honum,“ sagði sr. Siguður Guðmundsson vígslubiskup um hr. Pétur Sigurgeirsson biskup, sem lýsti því yfir í vikunni að hann myndi láta af því embætti um mitt næsta ár. Morgunblaðið/Sverrir Herra Pétur Sigurgeirsson biskup. Myndin var tekin í síðustu viku í lok Kirkjuþings. Ikirkjunnar starfí hefur ávallt verið áberandi löngun séra Pét- urs til þess að virkja safnaðarfólk- ið sem mest í starfí kirkjunnar, útbréiða þá skoðun að hver ein- staklingur hafí hlutverki að gegna innan kirkjunnar. Hann hóf mjög öflugt æskulýðsstarf innan kirkj- unnar á Akureyri 1947, vann sáð- mannsstarf á því sviði og lagði á það áherslu meðal æskufólks að fermingin væri ekki burtfarar- próf, heldur staðfesting á inn- göngu í kirkjuna og frekara starfí þar. „Ég veit ekki hvort það er til- viljun," sagði séra Úlfar Guð- mundsson prestur á Eyrarbakka, „að Menntaskólinn á Akureyri hefur sent guðfræðideildinni fleiri presta en aðrir menntaskólar á landinu, en ekki er mér grunlaust um að æskulýðsstarf séra Péturs spili þar inn í. Hans fræga ljúf- mennska hefur valdið því að það er ákaflega erfítt að neita honum, jafnvel bankastjórar hafa gefið eftir. Séra Pétur ætlaði einu sinni að taka láh vegna æskulýðsstarfs- ins og spurði bankastjórann hvort hann gæti fengið víxil, en banka- stjórinn sagði að hugsanlegt væri að fá vaxtaaukalán sem þýddi hærri vexti. Eftir nokkrar umræð- ur um mismuninn tekur séra Pét- ur af skarið og segir: „Ég ætla þá bara að fá þennan víxil." Og víxilinn fékk hann, vissi hvað hann söng. í eðlilegum ágreiningi á fundum okkar presta hefur séra Pétur alltaf komið fram sem sáttasemjari ogtil málamiðlunar." Séra Pétur hefur lagt áherslu á að undirstraumurinn í þjóðlífinu er byggður á kristindómnum þótt hann berist ekki alltaf upp á yfir- borðið, að þjóðin sé trúuð í hjarta sínu, enda fái fólk styrk í trúnni þegar það lítur á vandamál heims- ins í dag og sjái ekki aðra stofnun en kirkjuna sem unnt sé að leita til í óvissu þjóðmála og bjagaðri heimsmynd. SVIPMYNP eftir Ama Johnsett „Það hefur einkennt allt sam- starf við séra Pétur að hann vill hvers manns vanda leysa, hlustar, tekur tillit og vill vera réttsýnn og leggur oft mikið á sig persónu- lega til þess að reynast vel,“ sagði séra Sigurður Sigurðarson prestur á Selfossi, formaður Prestafélags íslands. Undir þessi orð tók séra Magnús Guðjónsson biskupsritari. Stærstur hluti af starfí prest- anna er unninn í kyrrþey, sálu- sorgarstarfið, mannlega hand- takið í orði og verki, trúnaðurinn við þann sem á brennur, en út á við hefur Pétur verið forgöngu- maður í kirkjulega æskulýðsstarf- inu. Ég dáðist mest að einlægni hans og dirfsku í þeim málum," sagði séra Ólafur Skúlason vígslu- biskup, „en ég kynntist séra Pétri fyrst á Akureyri þegar ég starfaði sem æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkj- unnar, og aldrei sá séra Pétur þá erfiðleika í æskulýðsstarfinu sem ekki væri hægt að yfírstíga. Þessi einlæga löngun til að ná árangri hefur einkennt hann og hans bisk- upsdóm." Morgunblaðið/Sverrir Tæknigarður á Háskólalóðinni vestan Suðurgötu var opnaður formlega á föstudaginn. Tæknigarður merk nýjung - segir háskólarektor TÆKNIGARÐUR á Háskolalóðinni vestan Suðurgötu var opnaður formlega á föstudaginn og sagði dr. Sigmundur Guðbjarnason, há- skólarektor, við opnunina að garðurinn væri merk nýjung í íslenskri rannsókna- og þróunarstarfsemi. Tæknigarður 'var reistur af sam- nefadu hlutafélagi en að því standa Háskóli íslands, Reykjavíkur- borg, Félag íslenskra iðnrekenda, Iðntæknistofiiun íslands, Þróunar- félag íslands og Tækniþróun hf. Húsið er á þrem hæðum, um 2.600 fermetrar alls. Af því á Tæknigarður hf. um 1.500 fermetra sem verða leigðir fyrirtækjum og einstaklingum sem vinna að rann- sókna- og þróunarverkefnum í til dæmis upplýsinga- og tölvutækni. Auk Tæknigarðs munu Reikni- stofnun Háskólans, hluti af starf- semi Raunvísindastofnunar íslands og fleiri aðilar hafa aðsetur í húsinu. ístak hf. vann verkið sem alverk- taki og annaðist alla hönnun og framkvæmdir. Fyrirtækið skilaði húsinu tilbúnu til notkunar innan eins árs frá undirritun verksamn- ings. Heildarkostnaður verkkaupa með opinberum gjöldum og stjóm- unarkostnaði er um 125 milljónir króna. Arkitekt hússins er Ormar Þór Guðmundsson. í stjóm Tæknigarðs hf. em Ragnar Ingimarsson, sem jafn- framt er formaður stjómarinnar, Hákon Bjömsson, Jóna Gróa Sig- Ragnar Ingimarsson, formaður stjórnar Tæknigarðs hf., opnaði garðinn formlega. urðardóttir, Jafet Ólafsson og Rögnvaldur Ólafsson. HvaJablástur og annar blástur EKKI er einungis blásið út af hvölum á hinu háa Alþingi þessa dagana. Blástur ákveðinna þing- manna, sljórnarliða sem sljórn- arandstæðinga breyttist í eins- konar hvalablástur eftir að þeir börðu Qárlagafrumvarp Ólafs Ragnars Grímssonar augum. Það er ekki að ófyrirsynju að frum- varpið er eignað Qármálaráð- herranum einum, þar sem ráð- herrar ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar höfðu ekki séð frumvarpið í heild þegar það fór til prentunar í Gutenberg ríkis- prentsmiðjuna. Slíkt mun næsta fátítt í stjómarsamstarfí, þrátt fyrir fiillyrðingar Ólafs Ragnars um hið gagnstæða. Kratar og framsóknarmenn á Alþingi segja að það sé margt sem þeim komi á óvart, nú þegar þeir hafi ritsmíð fjármálaráðherrans í höndum. Engu sé líkara en sumir kaflar ritsmlðarinnar hafí orðið til ■h DAGBÓK wmmm stjórnmAl eftir Agnesi Bragadóttur í einangruðum fílabeinsturni. Sat kannski „Moby Dick“ við skriftir í hvalbeinstuminum, með það að leið- arljósi að finna hvalrekann? Hver á svo hvalrekinn að vera spyija píndir stjómarliðar og hlæja að því sem nefnt hefur verið 1.7 milljarða happdætti Ólafs Ragnars — öðru nafni fjára. Það liggur fyrir að þingflokkar krata og framsóknarmanna munu ekki fallast á annað tekjuskatts- þrep. Fjármálaráðherra telur að hér sé um misskilning samstarfsmanna sinna að ræða. Ekkert sé ákveðið í frumvarpinu um annað tekju- skattsþrep, heldur sé einungis nefndur sá möguleiki í greinagerð. Þá spyija þeir sem ekki vita: Til hvers að athuga möguleikann á þvi sem ljóst er að verður ekki sam- þykkt, hvorki af stjómarliðum, (Al- þýðubandalagið að sjálfsögðu und- anskilið ) né stjómarandstæðing- um? Þingmenn Sjálfstæðisflokksins benda á að nú kveði við nýtt hljóð hjá „talsmönnum þeirra sem minna mega sín“, þ.e.a.s. fjármálaráð- herra og þingmönnum Alþýðu- bandalagsins þegar það sé orðinn sjálfsagður og eðlilegur hlutur að skattleggja þær tekjulindir sem íþróttahreyfíngin, fatlaðir og Há- skóli íslands hafa fengið að njóta óskertra fram til þessa. Þar með vísa þeir til þess að fjármálaráð- herra hyggst skattleggja happ- drætti í landinu með 12% söluskatti. „Þetta er nú bara áróður," segir Ólafur Ragnar. „Það er engin vísbending um að tekjulindir þeirra muni skerðast, því það er ekkert sem bendir til þess að sala happ- drættismiða muni dragast saman þó lagður verði á smávægilegur skattur." Hvalamálið og átök utanríkisráð- herra við bandarísk stjómvöld hafa eiginlega horfíð í skugga fjárlag- anna í liðinni viku, en þingmenn margir hveijir telja þó að til tíðinda geti dregið innan skamms á þessum vettvangi. það eru neytendur, almenningur,- grasrótin sem ræður þessu máli nú, segir einn þingmaðurinn og bætir við: „Við verðum öll að gera okkur ljóst, að þó við viljum ekki trúa því, þá er það staðreynd, engu að síður, að í alltof mörgum tilvikum hljómar það þannig að „helvítis pupullinn" ræður.“w Bætt hafii- araðstaða í Ólafsvík Óla&vlk. MIKLAR hafiiarfram- kvæmdir hafa staðið yfir í Ólafsvík undanfarnar vikur. Það er Köfunarstöðin sem annast framkvæmdimar að mestu. Hefir verið rekið niður stálþil og áætlað er að ganga frá stálþilskantinum með pöll- um og stigum. Öll aðstaða mun stórbatna í höfninni þegar þessum fram- kvæmdum lýkur. - Helgi Morgunblaðið/Bjöm Guðmundason Unnið hefiir verið við að reka niður stálþil i höfiiinni í Ól- afsvík og mun það bæta hafiiaraðstöðuna til muna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.