Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 13 talað er um að stofna á grunni þeirrar starfsemi sem nú er í Sam- bandinu, yrði yfirbyggingin og stjómunarbatteríið minna eða ár- angursríkara en núverandi yfír- stgom Sambandsins. Afstaða manna kynni að breytast, teldu þeir sig hafa tryggingu fyrir því að svona breytingar myndu skiia sér í markvissari rekstri og einfald- ari boðleiðum en nú. Fær aðalfundur SÍS ekki að Qalla um breytingarnar? Verði grundvallarbreytingar á skipulagi Sambandsins samþykktar í stjóm SÍS, þá nægir það að mati ákveðinna fylgismanna breyting- anna til þess að ráðist verði í fram- kvæmd þeirra, þar sem aðatfundur Sambandsins þyrfti ekki að leggja blessun sína yfir slíka uppstokkun. Nefna þeir sem dæmi, máli sínu til stuðnings, að ullariðnaði Sam- bandsins hafi á sínum tíma verið steypt saman í hlutafélag með Ála- fossi, án þess að aðalfundur fjallaði sérstaklega um þá ákvörðun. Þeir sem eru andvígir þeirri bylt- ingarkenndu uppstokkun sem nú er rædd, eða ftillir efasemda um ágæti hennar telja það á hinn bóg- inn af og frá að Sambandsstjóm ein geti ákveðið gjörbreyttan rekst- ur og gmndvöll alls samvinnustarfs í landinu, án þess að aðalfundur Sambands íslenskra samvinnufé- laga flalli um slíkar breytingar og taki afstöðu til þeirra. „Hvað svo sem lög Sambandsins segja til um, þá tel ég það félagslega mjög óeðli- íegt að stjómin ákveði slfkt ein. Ég teldi eðlilegt að aðalfundur tæki afstöðu til slíkra breytinga, ef tillög- ur um þær kæmu fram,“ sagði einn efasemdarmaðurinn. Um þetta atriði segir Valur Am- þórsson: „Það á eftir að íjalla um það, en það verður gert ef svona tillögur koma fram og verða sam- þykktar. Það liggur f augum uppi að Sambandsstjóro hefur víðtækt vald til þess að grípa til nauðsyn- legra ráðstafana á hveijum tíma til þess að tryggja reksturinn. En ég ítreka að það á algjörlega eftir að leggja mat á hvemig farið verður með hugmyndir að nýju skipulagi Sambandsins ef þær koma fram." Gífurlegur taprekstur og versnandi eiginfjárstaða Það er ekki af tilefnislausu sem ráðamenn innan Sambandsins em uggandi um hag þess, því taprekst- ur fyrirtækisins á þessu ári, verður geysilega mikill. Pyrir liggur að tap Sambandsins fyrstu 8 mánuði þessa árs var um 575 milljónir króna og eftir fyrstu 9 mánuðina var afkom- an enn verri, en þá var tapið komið yfir 600 milljónir króna. Valur Am- þórsson sagðist ekki geta áætlað hver afkoma Sambandsins yrði síðasta hluta ársins, en hann benti á að tapreksturinn fyrstu 8 mánuð- ina væri ámóta og gengistap SlS var fram að þeim tíma. Geftgistap Sambandsins á þessu ári er fyrst og fremst vegna mikilla erlendra skulda. Heimildir herma að um ára- bil hafi SÍS tekið mikil erlend lán, til þess að fjárfesta í því sem síðar reyndust vera óarðbærir hlutir. Rangar ákvarðanir hafi nú leitt til gífurlegs gengistaps og ekkert bendi til þess að þar verði breyting á, í næstu framtið. Það muni taka mörg ár fyrir Sambandið að vinna sig út úr þeim erfiðleikum sem það eigi í núna. Valur benti á að vaxtakostnaður nú færi lækkandi svo og verðbólga og kvaðst hann því binda vonir við það að heildarhallinn á árinu yrði ekki meiri en hann væri nú þegar. Aðrir telja þó að engin ástæða sé til bjartsýni um að afkoma SÍS verði nokkm betri sfðustu þijá mánuði ársins og telja margt benda til þess að hún skáni lítið sem ekkert. Eig- infjárstaða Sambandsins hefur versnað um nokkur hundmð millj- ónir á þessu ári. Nú er svo komið að eiginfjárstaðan er um 23% (eigið fé er eignir fyrirtækis umfram skuldir). Forsvarsmenn fyrirtækja miða oft við að lágmark sé 25%, en reyna miðað við núverahdi vaxtakostnað í þjóðfélaginu að halda eiginflárstöðu um eða yfir 30%. Því telja margir að eigið fé Sambandsins sé komið niður á hættulega lágt stig og ekkert sé til ráða annað en sala fyrirtækja og uppstokkun og breyttur rekstur annarra. Eignir Sambandsins em þrátt fyrir þetta geysilegar og Val- ur Amþórsson sagði að eigið fé fyrirtækisins næmi rúmum tveimur milljörðum króna. Talsmenn róttækra breytinga em þeirrar skoðunar að jafnvel þótt slík uppstokkun kostaði líf ákveð- inna þátta Sambandsins, þá sé það í raun betri kostur en að allur rekst- urinn sigli í strand. Benda þeir á að Sambandið sem slíkt þjóni sem eins konar þak fyrir mismunandi rekstrarþætti þess og þegar illa ári, geti þeir sem tapi leitað skjóls undir þessu þaki. Þetta muni breyt- ast ef hver rekstrareining sé ein- ungis ábyrg gagnvart sjálfri sér. Þá verði viðhorfið það að hver þátt- ur um sig njóti ávaxtanna ef vel gangi, en verði jafnframt einn að taka á sig erfiðleikana þegar syrti í álinn. Með slíku fyrirkomulagi yrði einnig að þeirra mati von á meiri arðsemi í einstökum rekstrar- þáttum, þar sem þá féllu niður ákveðnar hlutfallsgreiðslur af hagnaði til Sambandsins. Hið dýra yfirsfjómarbatterí sem sé hjá SÍS sé í rauninni tímaskekkja og það standi enginn undir slíku lengur. Raunar ganga hugmyndirnar að breytingum svo iangt að næðu þær fram að ganga, þá væri hin mikla yfírbygging Sambandsins að miklu leyti lögð af. Samvinnaum tapreksturinn, hlutafélög um gróðavonina? Talsmerm breytinganna sem spurðir eru hvað ætti þá að binda saman samvinnuhreyfínguna í landinu ef Sambandið í núverandi mynd yrði Iagt niður svara á þann veg að kaupfélög landsins myndu tengjast í sameiginlegu verzlunar- sambandi, búvörusalan yrði í sam- vinnusambandi í eigu sláturfélag- anna. Þá yrðu stofnuð hlutafélög um skipareksturinn, sjávarafurða- deildina og iðnaðardeildina. Þessar deildir yrðu sjálfstæð fyrirtæki, sem heyrðu ekki lengur undir Samband- ið, en enn væri spuming hvort Sam- bandið ætti að eiga ákveðinn hlut í þessum fyrirtækjum. Fræðslumál- in yrðu síðan sameiginlegt verkefni allra. Fylgismenn breytinganna verða hálfgramir við spumingu sem þess- ari og segjast orðnir langþreyttir á því að reyna að sannfæra fólk um að samvinnuhreyfingin á íslandi sé alls ekki það sama og Sambandið. Samvinnuhreyfingin sé hreyfing fólks sem starfí í kaupfélögunum og Sambandið sé þjónustutæki þess fólks. Ef það þjóni samvinnuhreyf- ingunni best að leggja Sambandið niður í núverandi mynd, þá sé það fullkomlega í anda samvinnuhug- sjónarinnar. Segja þessir menn að nú séu breyttir tímar og að for- svarsmenn SÍS sem aðrir verði að horfast í augu við þá staðreynd og haga rekstrinum I framtíðinni í samræmi við það. Það skipulag sem Sambandið hafi byggt á undanfarin ár og áratugi hafi áður hentað því vel og byggt upp þá samvinnuhreyf- ingu sem hafi blómstrað í landinu. Það verði hjns vegar ekki horft framhjá því að allar forsendur í þjóðfélaginu til atvinnureksturs hafi gjörbreyst og því sé ekki hægt að halda í gömlu hugmyndafræðina, hugmyndafræðinnar einnar vegna. Er Sænska sambandið fyrirmyndin þegar rætt er um breytingar? Helstu talsmenn 'róttækrar uppstokkunar Sambandsins segja að það sé ekkert einsdæmi að rekstri samvinnufélaga sé umbylt. Vísa þeir m.a. til samvinnuhreyfíng- arinnar í Svíþjóð sem fyrir nokkmm ámm var brotin upp í smærri sjálf- stæðar einingar og um þær allar vom stofnuð hlutafélög með sjálf- stæðri stjóm og sérstökum for- stjóra, en sænska sambandið er nú eignarhaldsfélag hlutafélaganna. Guðjón segir að erfítt sé að bera saman samvinnurekstur í Svíþjóð og hér á landi. Sænsku samvinnufé- lögin séu fyrst og fremst neytenda- félög. Sænska samvinnusambandið reki heildsölu og síðan séu þar starf- andi sjálfstæð kaupfélög eins og hér. Loks eigi Sænska samvinnu- sambandið nokkrar verksmiðjur sem að nokkm leyti séu tengdar heildsöluþjónustunni fyrir sína með- limi og að nokkm leyti selji þær á almennum markaði sína framleiðslu bæði í Svíþjóð og til útlanda. Þess- um fyrirtækjum hafí öllum verið breytt í hlutafélög og þau starfi eins og almenn hlutafélög, en séu þó öll að meirihluta og sum alfarið í eigu Sænska sambandsins. Þetta sé því talsvert ólík starfsemi þeirri sem Samband íslenskra samvinnu- félaga stundi. Sú starfsemi sé mik- ið fólgin í innflutningi, útflutningi, skiparekstri, heildsöludreifingu og síðast en ekki síst útflutning á fisk- afurðum sem sé nánast helmingur- inn af heildarsölu Sambandsins. Starfsemin sé því mun blandaðri hér. Því virðist mega álykta sem svo að íjölmargir Sambandsmenn hafi komist að þeirri niðurstöðu að sam- vinnufélagsformið sé ekki lengur heppilegt rekstrarform í islénsku atvinnulífí og til þess að bregðast við þeirri staðreynd sé ekki um annað að ræða en hverfa til hlutafé- lagsformsins. Verði talsmenn rót- tækra breytinga hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga ofan á í Sambandsstjóm, er allt eins líklegt að SÍS-skútan sigli ekki áfram imd- ir samvinnufánanum, ef hún þá siglir ekki í strand. Þú nefnir það— IBM S/36 Norsk Data Bankalína Bunaðarbankans Novell IBM 9370 MSDOS Gaenabankar —mt £ 1 t 3- -r4 -r* w* ■¥** t* ir saE WANG h 1 I Gasnanet Pósts og síma fc ^110!M,e og við tengjum Nú er ekki lengur neitt mál aö tengja Macintosh tölvuna þína við önnur tölvukerfi, þannig aö þú notar hana sem vinnustöð, en getur engu aö síöur notaö öll forrítin þín með hinu vingjamlega Macintosh skjáumhverfi. Einnig geturöu tengst Ijölda gagnabanka, hvort sem er hér á landi eða eriendis. Já, er ekki kominn tími til að tengja...? SKIPHOLTl 19 SIMI 29800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.