Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 18
18 ■' 'r—T/.”' .1 T'OAcnr/.’wjATWnflOV 4i MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 Á BREYTINGA- SKEIÐI Mogginn sjötíu og fimm! Ég trúi þvi varla. Bara 15 árum eldri en Steingrímur. Hvor finnst ykkur nú bera aldurinn betur, forsætisráðherrann sívinsæli eða blað allra landsmanna? Hvað um það. Mogginn er búinn að vera fastur punktur í hversdagstilveru kynslóðanna lengur en forsætisráðherrann og mun að öllum líkindum lifa hann. Pólitíkusar koma og fara en stofnanir bliva. Og Mogginn er stofnun, kannski þjóðarstofhun eins og hinar stofhanirnar, sem byija á þjóð: þjóðleikhús, þjóðminjasafii, þjóðarbókhlaða, þjóðskjalasafn og þjóðar-hvaðeina. Telst til þjóðminja. Samt hefur hann nú þótt misjafhlega þjóðlegur á ýmsum æviskeiðum. Var hann ekki einhvem tfma kallaður danski Moggi? Þar að auki er hann alþjóðlegur á forsíðunni. Það þarf meiri háttar náttúruhamfarir til þess að ryðja erlendum fréttum af forsíðunni. Enda er þetta stærsta blað i heimi miðað við fólksfjölda. Það er ekki að fúrða þótt hann líti stórt á sig og telji sig í tölu heimsblaða eins og New York Times, Le Monde og — má ég segja það — Prövdu. Mitt fólk hefur í meira en hálfa öld haft sérstakt samband við Moggann. Það byijaði með Finn- boga Rút föðurbróður mínum. Fyrir hálfri öld storkaði hann þeim Moggamönnum með því að gera Alþýðublaðið jafn stórt Mogganum að útbreiðslu og mun heimsboig- aralegra í sniðum. Hann var með neimsfréttimar á forsíðunni frá sér- legum fréttariturum Alþýðubiaðs- ins f helstu heimsborgum, á sama tíma og Mogginn héit sig enn við dánartilkynningar og jarðarfarir. Ætli við frændur eigum ekki óbeint sök á því að Mogginn rak af sér slyðruorðið og endaði sem þjóðar- stofnun? En við kunnum nú ráð við þessu. „If you can’t beat them join them.“ Þegar hallaði aftur á Al- þýðublaðið gerðum við einn af kven- kostum ættarinnar út af örkinni; hún krækti sér bara í einn af rit- stjórum Morgunblaðsins. Sá sýnir ekki á sér neitt fararsnið og gæti þess vegna haldið áfram að vera ritstjóri fram á næstu öld. Og orðið eins konar þjóðarstofnun sjálfur. Og haldið þessu öllu innan flölskyld- unnar, svo sem vera ber í ættarsam- félaginu. Fjölskyldunnar — vel á minnst. Ég ætlaði eig- inlega að hugsa upphátt um breytingaskeið ein- staklinga og stofiiana; um samhengið í lífi kyn- slóðanna. Þegar ég kom heim til mín síðla hausts, eftir 14 mánaða útvist í fjármálaráðu- neytinu, tók ég eftir því að eitthvað hafði breyst. Mér fannst eins og kyrrð og ró hefði færst yfir heimilið, jafn- vel að þögnin væri orðin ærandi. Allt í einu átt- aði ég mig á því að bömin vora öll á bak og burt. Hjákona mín til 14 mánaða Madame Finance, var líka á bak og burt; í staðinn var ég nú gestur föngulegrar eiginkonu á besta aldri, sem sat fyrir framan tölvuskjá með rauðhærðri karrier- stelpu úr sjónvarpinu, gömlum nem- anda okkar, og sýslaði við æviminn- ingar. Ég hafði það sterklega á til- finningunni að mér væri ofaukið í þessari kvennadyngju. Sennilega væri ég kominn á breytingaskeið. Ætli grái fíðringurinn komi nú jrfír mig aftur, þessi sem ég upplifði fyrir tvítugt — áður en ég upplifði Bryndísi? Hvað var orðið af bömun- um mínum? Eftir kibbutzrispu f ísrael var elzta dóttirin komin á leiklistarskóla í London. Ætli sjmd- ir mæðranna komi ævinlega niður á dætranum? Strákurinn farinn að iæra tölvutrikk og sölumennsku í Chicago. Næsta stelpa komin í tiskubransann í París og farin að afla gjaldeyris eins og lítill frysti- togari. Yngsta dóttirin — litla bamið — var orðin að skiptinema í Napólí og skrifaði heim sólgylhan ástaróð til Bellu ítalfu. 011 farin. Hver er ég þá? Einhvers konar munaðarleysingi á gamals aldri, gestur heima hjá mér? Og hinn fasti punktur tilver- unnar sl. 14 mánuði, § ármálaráðunejtið, komið í hendur vanda- lausra. Þetta hlaut að vera byrjunin á brejrt- ingaskeiðinu. Era þetta þá dekur- böm velferðarríkisins, sem hún Bryndís hefur verið að ala upp sl. 20—30 ár? Hafa þau lif- að öðra og ljúfara lífí en við á uppvaxtaráranum? Ég held ekki. Þeim hefur fyrir löngu lærzt að meta að hafa fengið að alast upp á bryggjusporðunum á ísafirði. Þar lærðu stelpumar að vera físki- freyjur, §áðar, framtakssamar og forkar duglegar. Litia bamið vann frá morgni og fram yfír miðnætti í allt sumar í malbikunargengi með .hraustum strákum og safnaði fé til Ítalíuferðar. Sýningardaman las gamla MR utan skóla um leið og hún halaði inn meiri gjaldejri en faðir hennar, ármálaráðherrann. En hvað með strákinn? Þegar ég hitti hann f New York um daginn fór ég með hann að skoða nýjan fiskmarkað á Manhattan til þess að koma honum í skilning um, hvar markaðsfræði væra reynd f praksis. Eftir á að hyggja finnst mér þetta fólk veraldarvanara og bráðþrosk- aðra en mig minnir að foreldrar þeirra hafí verið á þeirra aldri. Það rifjast upp fyrir mér að á þeirra aldri skiptum við bræður með okkur heimsálfunum. Amór varð fyrstur manna frá vestrænum ríkjum til að útskrifast úr sovéskum háskóla eftir fimm ára vist við þröngan kost í hinum sveltandi sós- falisma Stalíns. Og las heimspeki. Ólafur gerðist marxisti af því að upplifa öfgár allsnægta og örbirgð- ar hins vesturheimska kapítalisma; seinast spurðist það samt til hans að hann væri orðinn formaður Sjálf- stæðisfélags Ketildæla. Sem segir að vísu fátt um það, hvar hann kann að hasla sér völl f pólitík, sbr. HUGSAD UPPHÁTT í dagskrifarJón Baldvin Hannibals- son,formaiur Alfýóuflokksins. BBMHruskál ar Verð kr. 1.595,- Klingjandi kristall - kærkomin gjöf KOSTABODA KRINGWN KBIMeNH Sími 689122 Bankastræti Sími 13122.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.