Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐEÐ VEROLD/HLAÐVARPIIMN SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988
HÚSGANGAR
okkar á tnilli . ..
M BANDARÍSKI blaðamaður-
inn Russel Hoy hefur verið til-
nefiidur „Lygari ársins 1988“.
Hann bjó til frétt í sumar um
kaþólskan prest sem var svo mið-
ur sín vegna þurrkanna í Banda-
rikjunum að hann reyndi að
breyta víni í vatn!
Fréttin birtist í dreifbýlisblaði
og Hoy hefur fengið inngöngu í
Félag lygara.-ab.
■ ÍBÚAR á eyju einni í frönsku
Pólýnesíu I Kyrrahafi höfðu um
nokkurt skeið orðið fyrir miklu
ónæði af leðurblökum. Ekki það
að leðurblökurnar ofsóttu
eyjaskeggja eða yllu þeim
líkamlegum áverkum. Nei,
vandamálið var að
leðurblökurnar létu með
eindæmum hátt að uæturlagi og
héldu fyrir fólki vöku. Ekki
kunnu eyjaskeggjar á þessu
neinar skýringar, en eitt var víst
— við svo búið var ekki hægt að
una. Þeir treystu sér ekki til
þess að hefja útrýmingarherferð
gegn leðurblökunum og var því
í staðinn ákveðið að kalla til
sérfræðinga til að rannsaka hina
undarlegu hegðan þeirra.
Niðurstaðan kom öllum í opna
skjöldu. Leðurblökurnar þjáðust
ekki af neinum sjúkdómi heldur
höfðu þær tekið upp þann sið að
bíta gat á stofiia pálmatijáa sem
algeng eru á syjunni og sjúga
úr þeim safa. Gallinn var sá að
safinn góði var áfengur og höfðu
leðurblökurnar ánetjast honum.
Það voru því drykkjulæti þeirra
sem héldu fyrir eyjaskeggjum
vöku. -ss
IBIÐROD HEm
OG BIÐRÖD ÞAR
Fró Áma Þór
Sigurðssyni í
Að vera útlendingur í Moskvu
er að sumu leyti auðveldara
en að vera innfæddur, en að flestu
leyti erfiðara, sem út af fyrir sig
er ekkert markvert. Útlendingum
er spillt með alls kyns yfirstéttark-
ræsingum sem fara bölvanlega í
skapið á þeim sem mestan áhuga
hafa á hinni sovésku þjóð sjálfri,
lífi hennar og kjörum, starfi og
menningu. Hvum fj. .. varðar mig
um að vestur-þýskir hafí opnað
bjórbúllu á þriðjudögum, Ástralir á
föstudögum og Bretar sitt hallæris-
lega diskótek á laugardögum. Að
ekki sé minnst á Kanana sem bjóða
Lenska
frá landnámi
Sagt er í Egilssögn að það hafi verið trú manna að Úlfur
hafi getað skipt um ham á kveldum og því hafi hann verið
nefndur Kveld-Úlfur. Eins hafi verið með Grím Úlfsson,
hann hafi snemma orðið sköllóttur ogþví kallaður
Skalla-Grímur. Sennilega hafa Mýramenn jafiit og aðrir
landsmenn viðhaldið þessari hefð að uppnefiia menn eða
gefa þeim viðurnefiii, allt fram á þennan dag. Á
höfuðborgarsvæðinu hefiir trúlega dregið úr þessari áráttu
varðandi allan almenning en stjórnmálamenn og aðrir
frammámenn þjóðfélagsins fá enn sinn skerf, samanber
nöfiiin Denni og Gvendur Jaki.
Fró Theodór Þórdarsyni í
BORGARNESI 'Sr
Eg hef oft velt fyrir mér hvað
liggur á bak við einstök viður-
nefni eða uppnefni. Oftast liggur
skýringin í augum uppi en stundum
er erfítt eða algjörlega ómögulegt
að finna nokkra jialdbæra skýringu
á nafngiftinni. í þessum pistli og
tveimur næstu ætla ég einvörðungu
að halda mig á heimaslóðum og
fjalla um nafngiftir sem heyrst hafa
í Borgamesi á síðastliðnum tuttugu
til þrjátíú árum eða svo. Það skal
tekið fram að ég er einn af innfædd-
um.
Yfir Halldóru
Við Borgnesingar þökkum flestir
Halldóri E. Sigurðssyni fyrrverandi
samgönguráðherra fyrir að Borgar-
fjarðarbrúin varð að veruleika.
Halldór var alltaf kallaður Halldór
Eee og Borgaifyarðarbrúin var fljót-
lega nefnd eftir honum og kölluð
Halldóra eða Dóra. Stundum kemur
upp sú spuming hvort að hægt sé
að komast yfir Halldóru þegar
þannig viðrar. Kvikmyndaleikarinn
Sveinn M. Eiðsson hefur aldrei ver-
ið kallaður annað en Sveinn ungi í
Borgamesi. Þessi nafngift er senni-
lega tilkomin vegna þess hve Sveinn
er og hefur lengi verið ungur í anda
Loksins, loksins, loksins gat hin þunglamalega sovéska
utanríkisþjónusta, sem svo sannarlega veitti ekki af
dágóðum skammti af glasnost og perestrojku, samþykkt
að hleypa mér inn í landið þó margar vikur séu liðnar frá
því að opinbert boð barst þar um. Þar með er þeirri
baráttunni lokið og sú næsta tekin við.
upp á hamborgara og kók þegar
menn síst þurfa. Ekki svo að skilja
að ég hafi aldrei fallið fyrir freist-
ingunni og látið sjá mig í félags-
skap vestur-evrópskra „besserwiss-
era“ í Kremlógíu. Öðru nær. Það
getur verið ágæt afslöppun þegar
lunginn úr deginum hefur farið í
viðureign við sovéska skrifræðið,
þar sem hver blókin á fætur ann-
arri vísar á félaga sinn, svoleiðis að
í lokin er maður kominn heilan
hring. En sem betur fer heyrir slík
viðureign til undantekninga.
Ég ætlaði víst að segja frá þeirri
baráttu, ef baráttu skyldi kalla, sem
tekur við þegar maður loksins er
kominn til lands hinna jöfnu. Nefni-
lega að verða sér úti um alla skap-
aða hluti. Þar standa útlendingar
innfæddum vitanlega langt að baki.
Ég tala auðvitað ekki um þá tegund
útlendinga, sem fá öll þau þægindi
sem þeir kjósa gegnum vörulista frá
Finnlandi eða öðru „kapitalísku"
landi. Já, vel á minnst, Sovétmenn
hafa kosið að skipta þjóðum heims
í þijá flokka, nefnilega sósíalísk
lönd, „kapitalísk" lönd og þróunar-
lönd — bara svo það sé á hreinu.
Það hefur stundum hvarflað að
mér að allar Moskvufjölskyldur
hljóti að hafa það sama í matinn,
því vöruúrvalið í matvöruverslunum
er af svo skomum skammti. Oftast
nægir að athuga hvað leynist í körf-
um þeirra sem þegar eru komnir
að kassanum, til að ganga á fljót-
legan hátt úr skugga um hvaða
vörur eru á boðstólum þann daginn.
En hafi eitthvað gómsætt borist og
þú farir í biðröð eftir því, er allt
eins víst að það sé uppselt þegar
röðin er komin einmitt að þér. Þrátt
fyrir vöruskort í verslunum er yflr-
leitt gnægð matar af ýmsu tagi
þegar komið er inn á sovésk heim-
ili. Mér verður stundum á að spyija
hvar bananamir séu nú til sölu, eða
hvað annað sem maður hefur ekki
rekist á í verslunum. Og sjaldan
stendur á svörum. Það er bara að
koma sér fyrir í einhverri biðröðinni
og vera þolinmóður. Til að byija
með skorti mig alla þolinmæði til
að standa í biðröðum, enda vom
kílóin fljót að fjúka, en nú er þetta
orðinn einn af föstu liðunum. Víða
tíðkast einskonar biðraðaklíkur, líkt
og getraunaklíkur, þannig að einn
úr hverri klíku fer í biðröð þennan
daginn en einhver annar hinn dag-
inn. Ég er vitaskuld ekki með í
neinni slíkri og því verð ég alltaf
að fara sjálfur í biðraðimar. Engan
þarf að undra að atvinnuleysi mæl-
ist ekki í Sovétríkjunum þegar stór
hópur fólks sem skráður er í vinnu
eyðir fjöldamörgum vinnustundum
í biðröðum. En allt um það. Sjálfs-
bjargarviðleitni Sovétborgara er
mikil og leikni þeirra í þeirri list
aðdáunarverð. í rauninni má segja
að það krefjist bæði útsjónarsemi
og þekkingar á kerfínu að búa í
höfuðborg stærsta ríkis veraldar,
og eins og vænta má getur það
reynst útlendingum fjötur um fót,
að minnsta kosti fyrstu misserin.
Halldór Eee.
og útliti. Annars tók Sveinn ungi,
sem heitir fullu nafni, Sveinn Magn-
ús Eiðsson, upp á því um tíma að
skrifa nafn sitt SVl M Eiðsson.
Er hann var inntur eftir því af
hveiju hann væri farinn að rita
nafn sitt með þessum hætti svaraði
hann því til að í vinnunni í slátur-
húsi Kaupfélagsins hefði hann
fundið stimpil sem á stóð SVl sem
stæði fyrir, Svín fyrsti flokkur.
Héríhöllin
Sum viðumefni -eru tilkomin
vegna einhverra orða eða orðatil-
tækja þess sem nafnið hlýtur. Þann-
ig hlaut maður sem sagði oft er
hann ræddi við menn „héma hér
í“ viðumefnið Jón Hérí og stórt hús
sem hann byggði hlaut nafnið Hérí-
höllin. Annar var sá sem vildi láta
verkin ganga hratt fyrir sig og
hafði þá gjaman á orði að það
þyrfti að gerast í einum „drullu-
hvelli", hann hefur síðan verið
nefndur Drulluhvellur. Undirritaður
Trausti Öbbu.
var um tíma starfandi í leikdeild
Ungmennafélagsins Skallagríms og
tókst þá á hendur að leikstýra
nokkrum verkum. I hita og þunga
leikstjómarinnar var ég farinn að
segja í tíma og ótíma, jafnt við
karla sem konur, ókei sör, þar sem
oftast hefði nægt að segja Já“ eða
„er það ekki“. Eg var því fljótlega
kallaður Theodór ókeisör og hélst
sú nafngift um tíma. Þá var það
maðurinn sem notaði óspart orðatil-
tækið væni minn er hann ræddi við
menn, hann hefur oft síðan verið
nefndur Væniminn.
ímat Úrmat
Eitt sinn var ungur maður, þétt-
ur á velli og nokkuð þungur á sér.
Hann vann úti í Brákarey og labb-
aði heim til sín í mat og að heiman
í vinnuna. Fannst mörgum hann
fara snemma úr vinnunni í mat og
seint úr mat í vinnuna, hlaut hann
því uppnefnið ímat Úrmat. Hljómar
nokkuð arabískt finnst ykkur ekki?
Sveinn ungi, eða SVl M Eiðsson.
Smiður einn hafði iðulega á orði
er komið var með verkefni til hans
að „þetta væri nú enginn vandi",
hann var fljótlega kallaður Jón
Enginnvandi. Annar maður lenti í
vandræðum í snjóföl í Bröttubrekku
á jeppanum sínum sem var á sumar-
dekkjum og rann jeppinn aftur á
bak, langleiðina niður brekkuna.
Hann hlaut nafnið Einar Brekkan.
Maður var nefndur Herbergur eftir
að hann hafði sótt stíft að fá til
umráða herbergi í húsi sem var í
smíðum. Sigurður hét maður sem
át lítið annað en súkkulaðikex um
tíma, hann var nefrtdur Siggi refa-
kex. Annar Sigurður þótti digur og
dijúgur með sig, hann nefndist
Siggi sósubelgur. Maður sem eitt
sinn vann við húfuverksmiðju varð
eins og Skalla-Grímur snemma
hárlítill og var því kallaður Húfu-
skalli. Einn talaði mikið um byssur
og skotfæri og hlaut nafnið Þriggja-
tommu Dobul Magnúm.