Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐH)
<>•’'< iUtl íf P "il I M-BBlW mnt kti/iimoam
m m_____*
FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988
33
Brúðhjónin
Jóhannes Kári
Kristinsson og Ragný
Þóra Guðjohnsen.
hátíðleikann í Langholtskirkju og
ánægjulega samverustund með
gestunum um kvöldið. Þetta var
sannkallaður hamingjudagur".
—Hvað með framtíðina?
Ragný: „Við stundum bæði
nám við Háskóla íslands, Jóhann-
es er í læknisfræði og ég í lög-
fræði. Eftir námið hér heima
munum við halda utan til fram-
haldsnáms. Við höfum þó ekki
ákveðið hvert við förum".
—Bameignir?
Jóhannes: „Við hlökkum bæði
mjög til að eignast böm. Tíminn
verður þó að leiða í ljós hvenær
það verður“.
Ljósmyndastofa Þóris
BRUÐHJON
VIKUNNAR
Víldutn vinna okkar
heit í Guðshúsi
Jóhannes Kári Kristinsson og
Ragný Þóra Guðjohnsen voru
gefín saman í Langholtskirkju
þann 1. október af Sigurði
Hauki Guðjónssyni. „Fólk í
fréttum“ hitti þau nýgiftu að
máli og spurði þau út úr, m.a.
um aðdraganda hjónabandsins.
Hjónabandið er í okkar huga
staðfesting á ástinni og er
langt síðan við fómm að hlakka
til og undirbúa bruðkaupsdaginn.
Ástæðan fyrir því að við giftum
okkur í kirkju er einfaldlega sú
að við erum bæði trúuð og vildum
vinna okkar heit í Guðshúsi".
—Hvenær kynntust þið og
hvemig?
Jóhannes: „í rauninni kynnt-
umst við fyrst þegar við vomm
tíu ára gömul í ferðalagi með for-
eldrum okkar úti á Spáni. Við
heilluðumst ekki beinlínis af hvort
öðm þá, henni þótti ég vera frem-
ur óspennandi, lesandi bækur inni
á hótelherbergi daginn út og inn
og mér þótti stelpur einfaldlega
hálfþreytandi. Síðan lágu leiðir
okkar saman í 5. bekk Mennta-
skólans í Reykjavík, haustið 1984
þegar ég varð svo stálheppinn að
sitja fýrir aftan hana“.
Ragný: „Fyrstu kynnin við Jó-
hannes þennan vetur hófust á
þann veg að okkur var sett fyrir
það verkefni í enskutíma að skrifa
bréf. Ég skrifaði til Davíðs Odds-
sonar borgarstjóra, en Jóhannes
skrifaði ástarbréf til mín, sem
fékk þá umsögn hjá kennaranum:
„This letter was so hot that I had
to use gloves" (þetta bréf var svo
heitt að ég varð að nota hanska).
Ekki leið svo á löngu þangað til
við vomm orðin par. Við trúlofuð-
um okkur síðan sumarið eftir og
bjuggum í foreldrahúsum þar til
eftir brúðkaupið".
—Brúðkaupsdagurinn?
Ragný: „Hann var okkur
ógleymanlegur, bæði hvað varðar
Þau sem gifltu sig
I Jóhannes Kári Kristinsson
og Ragný Þóra Guðjohnsen
H Sigurður Sigurðarson og
Halldóra Kristín Guðjónsdóttir.
H Pálmi Hinriksson og
Ásgerður Ingólfsdóttir.
H Magnús Ingólfsson og
BjörgJónsdóttir.
H Skúli Hersteinn
Oddgeirsson og Hallfríður
Vigfúsdóttir.
H Guðmundur Guðmundsson
og Sigríður Stefánsdóttir.
H Ámi Þormar Baldursson og
Valgerður Fjóla Baldursdóttir.
H Þórir Bjartmar Harðarson
og Sigrún Sigurðardóttir.
H Öm Valdimarsson og
Guðbjörg María Jónsdóttir.
Ætlunin er að sunnudög-
um verði hér í dálknum birt-
ur listi með nöfiium brúð-
hjóna og stutt spjall við ein
hjón af þeim lista. Hér með
er óskað eftir innsendum
nöfiium þeirra sem gengið
liafa í hjónaband nýverið.
Sendið upplýsingar um nöfii
brúðhjóna, brúðkaupsdag og
hvar athöfiiin fór fram, í lok-
uðu umslagi, merkt „Fólk í
fréttum", Tryggvagötu 26,
101 Reykjavík.
Pú getur fengið
7,25% vexti
umfram verð-
tryggingu næstu
15 mánuðina
ef þú leggur
strax inn á
Afmælisreikning
Landsbankans.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
■