Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988 17 Gullskip- ið fundið - eftirÁrmann Kr. Einarsson KOMIN er út hjá forlaginu Vöku-Helgafell barna- og ungl- ingabókin Gullskipið fiindið eftir Armann Kr. Einarsson. Þessi bók er sú sjöunda í hinum vinsæla bókaflokki Ævintýraheimur Ár- manns og er sjálfstætt framhald af bókinni Leitin að gullskipinu sem kom út fyrir síðustu jól. Þessar bækur eru byggðar á skráðum heimildum um eitt mesta sjóslys sem sögur fara af hér við land. Á kápusíður segir meðal ann- ars: „Árið 1667 strandaði á Skeið- arársandi hollenska kaupfarið Het Wapen van Amsterdam. í farmi skipsins var gull og ýmis önnur verðmæti sem ekki varð bjargað. Margir hafa freistað þess að finna skipið, en engum tekist. Þó hefur sagan um týnda gullskipið lifað og orðið hluti af seiðmagnaðri undra- veröld sandanna. í þessari bók segir frá strákunum Óla og Magga þegar þeir halda öðru sinni út á sandinn í leit að gullskipinu. Þeir fínna bæði skipið og gullið, en óvænt atvik leiða til ýmiss konar ævintýra og spennandi viðburða." Gullskipið fundið kom fyrst út fyrir tuttugu árum. Hin nýja útgáfa er aukin og endurbætt og prýdd nýjum teikningum eftir ungan myndlistarmann, Arthúr Ragnars- son. Bókin er 144 blaðsíður að stærð og unnin í Prentstofu G. Benedikts- sonar. Bókfell hf. annaðist bókband. Ráðstefina um byg-g-ingii íþróttahúsa RÁÐSTEFNA um byggingu iþróttaliúsa verður haldin á Hót- el Loftleiðum föstudaginn 11. nóvember nk. Þar munu fjórtán fyrirlesarar fjalla um hönnun, byggingu, loftræstingu, lýsingu, hljómburð og rekstur Qölnota íþróttahúsa, svo og nýjar leiðir í fjármögnun þeirra. Ráðstefnustjóri verður Jón Hjaltalín Magnússon verkfræðing- ur. Þátttaka í þessari ráðstefnu er heimil öllum áhugaaðilum um bygg- ingu og rekstur íþróttahúsa og til- kynnist til skrifstofu JHM verkefna- stjómunar. Siglugörður: Mjög goU fiskirí Sig’lufirði. MJÖG gott fiskirí hefur verið hjá togurunum að undanförnu norður og norðaustur af Horni. Stærstu hölin hafa verið 60 tonn í flottrollið og virðast sumir vera orðnir f vandræðum með að losna við fiskinn. Stálvíkin kom inn um helgina með 140 tonn og hér er allt fullt af físki. Geiri Péturs ÞH kemur inn á þriðjudag og því var ekki hægt að verða við óskum frá öðru skipi um löndun. Sjómenn segja mikið af smáloðnu vera á svæðinu. Matthías Hugleiðing vegna fréttar í Morgunblaðinu Ármann Kr. Einarsson eftir Sigurð Sigmjónsson í frétt er birtist í Morgunblaðinu sunnudaginn 6.11.’88, er haft eftir Friðriki Pálssyni, að nú sé verið að kanna að fá hlutlaus mat á tjóni vegna stöðvunar á framkvæmdum á lóðinni Aðalstræti 8. Þessi tillaga Friðriks Pálssonar er ekki að koma fyrst núna upp á yfírborðið, því í bréfi Byggðaverks hf., frá 5.10.’88, er boðið upp á þennan möguleika ásamt fjölda- mörgum öðrum tillögum til lausnar á þessu máli. En það skal ítrekað að við höfum aldrei borið Friðriki Pálssyni hjá SH né öðrum sem stóðu að sölu lóðarinnar, að þeir hefðu ekki selt okkur lóðina Aðalstræti 8 í þeirri góðu trú að við fengjum að byggja hús eftir þeim samþykktu teikning- um er við keyptum af SH ásamt lóðinni á sínum tíma, en seljandi getur aldrei skorast undan seljanda ábyrgð. En það sem er alvarlegast í þessu máli í dag er allur þessi tími, sem farið hefur í þref, þar sem nú fer vetur að ganga í garð og allra veðra er von og allt getur orðið stopp út af frosti og snjó. Eg hef verið að reyna að ná síma- sambandi við Friðrik Pálsson síðan seinni part síðustu viku, en þá var hann ekki í bænum, en lagði inn skilaboð um að hafa samband við mig og mun ég óska eftir fundi með honum um þessi mál og vil ég ekki tjá mig meira um þetta mál, fyrr en eftir fund með Friðriki Páls- syni. Höfundur er stjórnarformaður Byggðaverks hf. 8AALBACH/HINTERELEMM - Einungis fyrsta flokks skíðasvæði Aðalskíðastaðirnir í ár, Sölden og Saalbach/Hinterglemm, hafa fyrir löngu skipað sér sess á meðal allra bestu skíðalanda Evrópu. Fjölbreyttir möguleikar í gistingu, vel staðsett hótel og vandaðir gististaðir ásamt fyrsta flokks skíðaaðstöðu og fullkomnum aðbúnaði til leikja og hvíldar eru dýrmæt trygging fyrir hnökralausri ferð. BROTTFARARDAGAR 77L SÖLDEN: 17. desember - 2 vikur- JÓLAFERÐ 18. mars -13 nætur - PÁSKAFERÐ BROTTFARARDAGAR TIL SAALBACH/HINTERGLEMM: 4. febrúar - 2 vikur 18. febrúar - 2 vikur 4. mars-2vikur Verð frá kr. 45.700* * Verð m.v. 2 vikur án fæðis i Saalbach, 5 í íbúð m/2 svefnherb., brottför4. mars, staðgr. DRAUMAMAISMZBURG Hér er sannkallað ævintýri á ferðinni; skíða- og listaferð til Salzburg. Þú býrð á glæsilegu 4ra stjörnu hóteli í Salzburg og skíðar á mörgum nafntoguðustu skíðasvæðum Austurríkis milli þess sem þú stundar listina að lifa í háborg tónlistar og menningar! BROTTFARARDAGAR TIL SALZBURG: 4/2,18/2,4/3 og 18/3. Verð kr. 38.600* * Verð m.v. gistingu i tvibýli á Hótel Winkler í viku ásamt morgunverðarhlaðborði, staðgr. og gengi 10.10.88. Innifaldar eru ferðir til og frá flugvelli erlendis og 6 dagsferðir með fararstjóra á einhver bestu skíðasvæði austurrisku Alpanna. Samvinnuferdir - Landsýn oggengi 10.10.88. Austurstræti 12 • Sími 91 -69-10-10 • Suðurlandsbraut 18 • Sími 91 -68-91-91 Hótel Sögu við Hagatorg • Sími 91 -62-22-77 • Skipagötu 14 • Akureyri • Sími 96-2-7200 Nú er skíðaáætlun vetrarins tilbúin hjá Samvinnuferðum-Landsýn. í ár skíðum við enn hærra en áður og kynnum aðeins toppskíðastaði, sem sannað hafa gildi sitt aftur og aftur. Með í hverri ferð er íslenskurfararstjóri, sem sértil þess að allir eigi ánægjulegadvöl og skemmti sér sem best jafnt að degi sem kvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.