Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988 19 Menntamálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga: Ráðstefna um félags- starf og æskulýðsmál Menntamálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga gang- ast fyrir ráðstefhu um æskulýðsmál og félagsstarf undir yfirskrift- inni „Til fi-amtíðar“ i Borgartúni 6 næstkomandi föstudag. Ráðstefn- an er opin öllum sem hafa áhuga á þátttöku í félagsstarfi æsku- fólks. Flutt verða tíu erindi um er varða ungt fólk. Framsögumenn svara fyrirspurnum. Að erindum loknum verður þátttakendum skipt í umræðuhópa. Farið verður í heimsóknir í aðsetur íþróttasambands íslands, Ungmennafélags íslands og Skátahúsið, segir í fréttatilkynn- ingi í ræðustólnum við hlið hans er Kjartan Gunnarsson, formaður SVS, Davíð Bjömsson, formaður Varðbergs, og Gylfi Siguijónsson, stjórnarmaður í SVS. SPENNIÐ SPENNIÐ NPA'EN SEAS ill_Ka i(RA\r ri.A^ig Sir Jock Slater flotaforingi: Fagnar auknum hlut Islands innan NATO BRESKI flotaforinginn Sir Jock Slater flutti fyrirlestur um varaar- stefiiu Breta innan vébanda Atlantshafsbandafagsins á fimdi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs síðastliðinn laugardag. Lagði fyrirlesari sérstaka áherslu á mikilvægi íslands fyrir vamir á Norður- Atlntshafi og siglingaleiðanna yfir hafið, sem væm lífæðar Atlantshafs- bandalagsins (NATO). Sagði hann það sérstakt fagnaðarefni, að íslend- ingar hefðu aukið hlut sinn í hermálasamstarfinu innan NATO með þátttöku í fiindum hermálanefndarinnar og kjamorkuáætlananefiidar- innar. í upphafi fyrirlestursins rakti Sir Jock Slater þær breytingar, sem nú væru að gerast á stjómarháttum í Sovétríkjunum. Við mat á áhrifum þeirra yrðu menn meðal annars að líta á sovéska herstyrkinn og hvort hann minnkaði eitthvað, þess yrði síður en svo vart. Við núverandi að- stæður gætu NATO-ríki ekki leyft sér að draga úr vamarviðbúnaði sínum. Gerði hann grein fyrir endur- bótum á breska hemum og hvemig honum væri beitt í þágu sameigin- legra vama NATO bæði í Vestur- Þyskalandi og á Norður-Atlantshafi auk þess sem sérstakar sveitir væm þjálfaðar til að halda uppi vömum í Noregi og annars staðar þar sem nauðsynlegt væri að sýna sameigin- legan styrk. í svari við fyrirspumum fundar- manna sagði Sir Jock Slater, sem er yfirmaður flotavama í Skotlandi og Norður-írlandi og yfirmaður flotastöðvarinnar í Rosyth í Skot- landi, að skipum hefði fjölgað jafnt og þétt í sovéska flotanum undanfar- in 15 til 20 ár. Hann taldi ekki líklegt að sovéskum skipum fjölgaði svo mjög á næstu ámm heldur yrði lögð áhersla á að bæta gæði þeirra og búnað og sæjust þess þegar merki, til dæmis yrðu sovéskir kafbátar sífellt hljóðlátari. Hann taldi að vam- ir NATO væm það öflugar bæði á miðhluta vamarsvæðisins í Evrópu og á norðurhlutanum, að Sovétmenn legðu ekki til atlögu á þeim slóðum. Á hinn bóginn væri þess að gæta, að hinn öflugi herfloti veitti Sovét- mönnum tækifæri til að láta að sér kveða um heim allan og væri nauð- synlegt að snúast gegn þeirri hættu. Flotaforinginn taldi að yfirlýsingar um kjamorkuvopnalaus svæði væm haldlausar til að tryggja öryggi þjóða og ríkja. mgu. Ráðstefnan hefst með ávarpi Svavars Gestssonar menntamála- ráðherra. Erindi á ráðstefnunni flytja Sigríður Ingvarsdóttir héraðs- dómari og formaður Barnaverndar- ráðs íslands, Pétur Þorsteinsson skólastjóri á Kópaskeri, Páll Kr. Pálsson forstjóri Iðntæknistofnun- ar, Halldór Kristjánsson verkfræð- ingur, dr. Jón Ottar Ragnarsson sjónvarpsstjóri, Krisín Sigfúsdóttir framhaldsskólakennari á Akureyri, Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræð- ingur og íþróttaþjálfari, Brynja Guðjónsdóttir skátaforingi, Gunnar Jónsson formaður æskulýðsráðs Akureyrar og Jóhanna Leópolds- dóttir, skrifstofustjóri. Ráðstefnunni slítur Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ráðstefnustjórar verða Elís Þór Sigurðsson íþrótta- og æskulýðs- fulltrúi á Akranesi og Guðjón Amgrímsson fréttamaður. Skrán- ing þátttakenda og afhending gagna hefst í Borgartúni 6 klukkan 12.30 á föstudaginn, segir í frétta- tilkynningunni. Starfsfólk Fiskiðju- samlagsins endurráðið Húsavík. Atvinnuástand á Húsavík batn- aði skyndilega á þriðjudag, því allt starfefólk, sem sagt var upp hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur, hætti vinnu 26. október og fór þá á atvinnuleysisskrá, hefúr nú verið kvatt til starfa og vinna er komin í fúllan gang að nýju. Vegna þess hve mikið er að gera í sambandi við vinnslu síldar og loðnu á Austfjörðum landa ekki tveir togarar afla sínum í heima- höfn heldur hér. Annar þeirra, tog- ari frá Norðfirði, landaði á þriðju- dag og síðar í vikunni landar hér togari frá Vopnafirði. Von er svo á Kolbeinsey eftir 7 eða 10 daga svo að ástandið nú er betra en útlit var fyrir. - Fréttaritari <Ö>t orenco HEILDSÖLUDREIFING Laugavegi 16, simi 24057. SÍNK ULTRAlotusbaby SEVEN seas VÍTAMÍN DAGLEGA GERIÐ GÆÐA SAMANBURÐ FRANSKUR RENNILAS Nýja ULTRA LOTUS bleyjan er með frönskum rennilás, sem gerir hana einstaklega meðfærilega. Rú getur fest hana og losað aftur og aftur án nokkurra vandræða. ULTRA LOTUS bleyjan er dún- mjúk, þunn og fyrirferðarlítil, með hámarks rakadrægni og að sjálfsögðu ofnæmisprófuð. ULTRA LOTUS - ný og fullkomin bleyja - auðvitað frá LOTUS. LOSIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.