Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988 ttciA/yw „Bg sagé>\ þér ab leigja ekki þesso.." »■ * Ast er ... .. .að meta litla gjöf jafht hinni stóru. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved c 1988 Los Angeles T imes Syndicate :o>2 Það er skylda mín að að- vara þig. Þessu svæði hef- ur verið lokað af Hafrann- sóknastofnun, maður minn . .. Allt sem ég segi þér virðist fara inn um annað eyrað og út um hitt. \ t r l HÖGNI HREKKVtSI pvaroM STALO/VN ag> fÁ KATTAÚTKASTARA " Leseftii fyrir æsku landsins Til Velvakanda. Eg vil nota tækifærið og óska Morgunblaðinu til hamingju með 75 ára afmælið. Sér í lagi finnst mér ánægjulegt að blaðið skyldi efna til verðlaunasamkeppni um ljóð í tilefni þessara tímamóta. Hin geysimikla þátttaka í samkeppninni sýnir svo að ekki verður um villst að íslendingar unna og iðka ljóðlist í ríkum mæli. Eg sendi verðlauna- höfunum bestu ámaðaróskir. Á þessari hávaðasömu fjölmiðla- öld er gleðilegt til þess að vita hve margir, jafnt yngri sem eldri, gefa sér tóm til að staldra við og festa hugsanir sínar á blað, hvort sem er í formi ljóða eða sagna. Sagt er að allir íslendingar séu skáld og eflaust talsvert til í því. Einkum er það Til Velvakanda. Á fjórða landsfundi um slysa- vamir sem haldinn var í Reykjavík nýverið að tilhlutan landlæknisemb- ættisins, lögreglunnar og íslenskra tryggingafélaga, sagði Brynjólfur Mogensen, bæklunarlæknir, að kostnaður vegna slysa á árinu 1987 væri yfir 10 milljarðar, sem íslenska þjóðin þyrfti að axla. Þama talar maður dýrkeyptrar reynslu en ekki „fanatískur bindindismaður" eins og við emm afgreiddir af þeim sem aldrei þola að heyra sannleikann og láta sem allt sé í lagi á þessum vettvangi. Hve oft erum við hugsandi menn búnir að benda á að einar bestu, varanlegustu og dýrmætustu siysa- varnir á landi voru eru þær að út- rýma allri vímu úr landinu. Og hvað ætli áfengis- og vímubölið kosti þjóðina fýrir utan mannslífin sem aldrei verða metin til fjár. Það skyidi þó ekki vera sama upphæð og kostnaður við slysin. Hvað gera landsfeður vorir í því að stugga við þessum vímuvágesti? Þeir Qölga unga kynslóðin sem við lítum til vonaraugum. Hennar er framtíðin. I sambandi við þessar hugleiðing- ar langar mig til að vekja athygli á Verðlaunasjóði íslenskra barna- vínveitingastöðum út um allar triss- ur. Þeir standa fyrir vímuefnaveisl- um til að freista saklausra unglinga og koma þeim á bragðið. Þeir láta eiturefnasala ganga lausa við að koma börnum og unglingum á bragðið, jafnvel fyrir framan nefið á sér og svo hið háa Alþingi sem sér það vænst til vinnings andlegs siðgæðis að innleiða bjórinn sem ryður brautina úr veikari vímu til hinnar hrikalegustu og þar á kven- þjóðin sinn ömurlega þátt í og þá ekki síst núverandi forsetar samein- aðs þings svo fagurt sem það er. Það er talað um forvamir. Hvað er það á máli þeirra þingmanna sem að því stóðu að veita bjórnum braut- argengi? Hvenær fara forvarnir þeirra að sjá dagsins ljós? Eða er þetta bara blaður sem enginn má taka mark á? Ef svo er, hvar er þá virðing Alþingis? En það er ekki glæsilegt um að litast í þjóðlífi voru í dag, þess bera válegar fréttir dag- blaðanna á hveijum degi skýrast vitni. Árni Helgason bóka, sem var stofnaður 1985. Meginmarkmið sjóðsins er að stuðla að auknu framboði á vönduðu íslensku lesefni fyrir æsku landsins. I þessu skyni efnir sjóðurinn árlega til sagnakeppni og hyggst þannig örva fólk til að skrifa bækur fyrir börn og unglinga. Þess má geta að í öll skiptin sem Islensku barnabókaverðlaunin hafa verið veitt hafa verðlaunabækurnar jafnframt verið fyrstu bækur höf- undanna. Árið 1986 hlaut Guðmundur Ól- afsson verðlaunin fyrir bók sína Emil og Skundi, Kristín Steins- dóttir 1987 fyrir bókina Fransk- brauð með sultu og nú í vor var verðlaunahafinn Kristín Loftsdóttir, 19 ára stulka úr Hafnarfirði. Bók hennar heitir Fugl í búri. Væntanlegum þátttakendum í samkeppninni um íslensku barna- bókaverðlaunin skalt bent á að ekki em sett nein takmörk varðandi lengd sagnanna og einungis við það miðað að efnið hæfi börnum og unglingum, Fjórða sagnakeppni Verðtauna- sjóðs íslenskra bamabóka stendur nú yfir og er frestur til að skila handritum í keppnina til 31. desem- ber 1988. Handrit skulu send til bókaútgáfunnar Vöku-Helgafell, Síðumúla 29, Reykjavík. Mér er kunnugt um að nokkur handrit hafa nú þegar borist. Ef að líkum lætur má vænta nýrrar úrvals bama- og unglingabókar á næstu vordögum. Ármann Kr. Einarsson Hvað kostar áfengis- og vímubölið þjóðina? Yíkveiji skrifar V inur Víkveija sem hefur næmt auga og eyra fyrir íslensku máli benti eitt sinn á það, hve ein- kennileg nöfn hefðu oft valist á íslenskar hárgreiðslustofur. Væri engu líkara en aðstandendur þeirra teldu það auka viðskipti að hafa sem framandlegust nöfn á klippistöðv- unum, eins og Víkverji leyfir sér stundum að nefna hárgreiðslu- og rakarastofur. Umræðumar um þetta komu upp í huga Víkveija, þegar hann leit yfir listann hér í blaðinu á laugardag í könnun verð- lagsyfirvalda á verðlagningu þess- ara fyrirtækja. Á listanum má sjá heiti eins og: Art, Bardó, Carmen, Cleo, Deila & Samson, Desirée, Effect, Feima, Gresika, Hár-Expó, Hár-Gallerí, Hár-Star, Manda, Papilla, Perma, Pílus, Píróla, Salon a Paris, Salon Nes, Salon VEH, Salon-Ritz, Dandy, Cortex og Hárflikk. Hér er sem sé staldrað við nöfn 24 fyrirækja af 127 sem eru á lista Verðlagsstofnunar. Sumum finnst líklega ástæðulaust að gera nokkrar athugasemdir við þetta og aðrir kynnu að staldra við fleira en Víkveiji gerði. Hitt er ljóst af þess- ari litlu athugun, að flest fyrirtækj- anna í þessari grein velja sér heiti sem standast málfarslega gagnrýni. N ú í vikunni verða nokkur þáttaskil í fréttastreymi frá út- löndum, eftir að Bandaríkjamenn hafa gengið að kjörborðinu til að velja sér nýjan forseta. Kosning- arbaráttan í Bandaríkjunum stend- ur í langan tíma. Raunar má segja að George Bush hafi verið í barátt- unni allt frá því að hann keppti við Ronald Reagan í forkosningum fyr- ir átta'árum. Fyrirþá sem utan Bandaríkjanna eru hafa efnisþættir kosningabar- áttunnar oft farið fyrir ofan garð og neðan. Nöfn mannanna sem í eldlínunni eru þekkja flestir, hitt vita færri, hvaða stefnu þeir fylgja eða hvað það er, sem skilur á milli þeirra. Til þess að átta sig á því þurfa menn að búa við stöðugt áreiti bandarískra ijölmiðla og þá ekki síst sjónvarps, en notkun á þeim miðli ræður hvað mestu um árangur í stjórnmálabaráttunni. Samkeppni í sjónvarpsrekstri hér hjá okkur hefur áreiðanlega haft áhrif á vinnubrögð stjórnmála- manna, þótt þeir séu tregir til að viðurkenna það berum orðum. I Bandaríkjunum hefur keppnin eftir að komast á sjónvarpsskjáinn stuðl- að að því, að stjómmálamenn leggja sig fram um hnyttinyrði og jafnvel hæðnisleg ummæli um andstæðinga sína í þeirri von, að í krafti þeirra komist þeir á sjónvarpsskjáinn. xxx F ramganga í sjónvarpinu skipt- ir miklu fyrir stjómmálamenn og í Bandaríkjunum hafa þeir nýtt sér tæknina til hins ítrasta í því skyni að auðvelda sér milliliðalaus samskipti við áhorfendur. í því skyni notar Reagan til dæmis að jafnaði sérstakan búnað sem gerir honum kleift að lesa texta án þess að áhorfendur verði þess varir. Umræðurnar á Alþingi á fimmtu- dag um stefnuræðu forsætisráð- herra eru ekki hið kræsilegasta sjónvarpsefni meðal annars fyrir þá sök, að ræðumenn eru bundnir við blöðin sín og þar af leiðandi ekki nægilega fijálsmannlegir. Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, stóð sig best að þessu leyti. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem hann flytur ræðu með þessum hætti í sjónvarpi, en framganga hans var þó sérstaklega eftirminnileg þetta kvöld, einkum í samanburði við þá, sem Víkveiji sá og voru allir beygð- ir yfír blöðin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.