Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988 Sjóvá og Almenn- ar í viðræðum um sameiningu VIÐRÆÐUR fara nú fram milli forsvarsmanna Sjóvátryggingafé- lags íslands og Almennra trygginga um samstarf eða sameiningu félaganna. Niðurstaða er ekki fengin i þessum viðræðum en fullur vilji er fyrir þvi af hálfii beggja félaganna að freista þess að ná samkomulagi í þessu efhi. „Ég get staðfest að stjómir bæði Sjóvátryggingafélagsins og Al- mennra trygginga hafa veitt for- ráðamönnum þeirra fullt umboð til viðræðna um hugsanlegt samstarf eða sameiningu þessara tveggja félaga," sagði Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjóvá í viðtali við Morgunblaðið. „Það er hins veg- ar talsvert óunnið í þessum málum og það skýrist tæpast fyrr en eftir nokkrar vikur hvort grundvöllur reynist fyrir því að fara þessa leið. Engar ákvarðanir verða hins vegar teknar í þessu efni nema með sam- þykki hiuthafa beggja félaganna og þeir munu því eiga síðasta orðið um málið." Einar kvaðst vilja taka fram, að þessar viðræður væru ekki til komn- ar vegna þess að félögin ættu í erfiðleikum heldur væri margvisleg hagkvæmni í því fólgin að steypa félögum tveimur saman. Ekki væri heldur um það að ræða að annað félagið ætlaði sér að gleypa hitt, því að viðræðumar fæm fram á fullum jafnréttisgrundvelli. „Það má segja að það er jákvæður andi ríkjandi í þessum viðræðum, að hugur beggja standi til að reyna til þrautar að ná samkomulagi." „Menn sjá ýmsa möguleika í þessu ef af getur orðið," sagði Ólaf- ur B. Thors forstjóri Almennra trygginga. „Það þarf auðvitað að fara í gegnum ótal tæknileg atriði og leysa ýmis innbyrðis mál. Að því gefnu að það takist sjá menn þetta sem fýsilegan kost í hagræð- ingu og sem skref í þá átt að stækka einingamar héma á þessu góða landi.“ Ólafur sagðist ekki geta sagt hve stór hlutur Almennra yrði í hinu sameinaða fyrirtæki ef af verður. Hann kvað koma til greina að Al- mennar ykju við hlutafé sitt i því skyni að stækka sinn hluta. Ólafur sagði niðurstaðna vart að vænta fyrr en í desember. „Og síðan er hugsanlegt að halda hluthafafund fljótlega upp úr áramótum þar sem málið yrði lagt fyrir." Ólafiir var spurður hver væri helsti hagurinn af sameiningunni. „Ég held að einingamar í íslensku viðskiptalífi séu of litlar, það sé verulegt hagræði í því að stækka þær. Og það er mjög ríkt í mínum huga að menn þurfa að styrkja sínar einingar til þess að standa vel að vígi hér innanlands með augun á því hvað er að gerast úti í hinum stóra heimi. 1992 nálgast og við skulum ekkert halda að við verðum einhveijir eyjabúar til eilífðar fyrir utan allt og alla. Útlendingar munu örugglega horfa hingað og hugsan- lega leita eftir áhrifum í íslensku viðskiptalífí og þá er eins gott að íslensku féiögin sem starfandi em séu nægilega stór til að mæta slíku,“ sagði Ólafur B. Thors. • ............................-• . ..................................... ' . Morgunblaðið/Sverrir Kolbeinn Gunnarsson, Brandur Guðmundsson og Þorgeir Pálsson með sjálfvirkt tilkynningatæki fyrir skip. SjálfVirkt tílkynningakerfi „TILRAUNIR með sjálfvirkt tilkynningakerfi fyrir íslensk skip eru komnar á lokastig," sagði Þorgeir Pálsson, verk- fræðingur hjá Verkfræðistofn- un Háskólans, i samtali við Morgunblaðið. Hann og Brand- ur Guðmundsson, sem einnig er verkfræðingur hjá stofiiun- inni, hafa unnið að þessu kerfi síðan árið 1983. „Við settum nýlega tæki í Akraborg, Heijólf og Aðalbjörgu RE sem gefa upplýsingar um stöðu, stefnu og hraða þeirra. Smíðuð hafa verið 5 tilraunatæki og við ætlum að fá rafeindafyrir- tæki hérlendis til að smíða fyrir okkur 20 tæki í endanlegri mynd á næstunni. Við höfum sett upp landstöð í Háskólanum og Blá- fjöllum og á næstunni setjum við upp landstöðvar í Vestmannaeyj- um og á Snæfellsnesi,“ sagði Þor- geir Pálsson. „í sjálfvirka tilkynningakerfinu er hægt að notast við fjarskipta- stöðvar Pósts og síma en setja þarf upp sérstakt tæki í hverri stöð,“ sagði Þorgeir. „Fjarskipti í tilraunakerfinu fara fram á metrabylgjunni. í þessu kerfi er notast við Loran-C-kerfið. Strand- stöðvamar kalla upp skipin hvert af öðru með mest 15 mínútna millibili samkvæmt sjálfvirkri skipun frá tölvumiðstöð. Örtölva í viðkomandi skipi tekur við Lor- an-C-mælingum og setur þær, ásamt skipaskrámúmeri skipsins, í svarskeyti sem sent er um fyl- stöð til strandstöðvar sem sendir skeytið áfram til eftirlitsstöðvar. Aðaltölvan í eftirlitsstöðinni vinn- ur síðan úr skeytinu og setur nið- urstöðumar fram á skjá. Þannig má fá fram myndræna framsetn- ingu líkt og á ratsjárslqá," sagði Þorgeir Pálsson. Stíórn Byggðastofiiunar: Samþykkt að lána Fiskiðju Sauðárkróks 35 milljónir Beiðni forsætísráðherra og allra þingmanna Reykjaneskjördæmis um frestum málsins var hafiiað ö STJÓRN Byggðastofhunar samþykkti á fimdi sínum í gær heimild til forstjóra stofnunarinnar til að lána Fiskiðju Sauðárkróks allt að 35 milljónum króna. Lánveiting þessi er ætluð til gera möguleg skipti á tveimur togurum Hraðfrystihúss Keflavíkur og frystitogara Útgerðarfélags Skagfirðinga. Ákvörðun stjómar var tekin þrátt fyrir beiðni frá forsætisráðherra og öllum þingmönnum Reykjanes- kjördæmis um að afgreiðslu málsins yrði frestað meðan unnið væri að því að þessi viðskipti færu ekki fram. í stjóm Byggðastofnunar eiga Norðurlandskjördæmis vestra. INNLENT sæti sjö þinglqömir fulltrúar. Fjórir greiddu fyrst atkvæði gegn því að afgreiðslu málsins yrði frestað og síðan með því að lánsheimild yrði veitt, Ragnar Arnalds, þingmaður Davíð Aðalsteinsson, fyrrverandi þingmaður í Vesturlandskjördæmi, Ólafur Þ. Þórðarson, þingmaður Vestfírðinga, og Stefán Valgeirs- son, þingmaður Norðurlandi eystra. Eimskipafélagið tekur við tveimur nýjum skipum Gengistap fyrirtækisins 230 milljónir á árinu EIMSKIPAFÉLAG íslands hefiir veitt viðtöku tveimur nýjum skip- um, sem leysa munu af hólmi Qögur af skipum félagsins. I gær var Brúarfoss afhentur í Rotterdam, en í síðustu viku var Laxfoss af- hentur í Riijeka í Júgóslaviu. Skipin eru svokölluð 700 gáma skip, en þau voru smiðuð í Vestur-Þýskalandi fyrir tíu árum. Skipin eru nú á leið til Danmerkur þar sem gerðar verða á þeim breytingar. Fyrstu tíu mánuði ársins hefur Eimskipafélagið orðið fyrir gengis- tapi sem nemur 230 milljónum króna, að sögn Harðar Sigurgestsson- ar forstjóra. Aðspurður sagði Hörður að enn sem komið er væri staðan á árinu þó jákvæð þegar á heildina væri Iitið. Nýju skipin koma í stað fjögurra unni. I Brúarfoss verður sett nýtt skipa sem nú eru í siglingum til Stóra-Bretlands og meginlands Evrópu, en það eru Alafoss, Eyrar- foss, Dorato og Tinto. Dorato og Tinto eru þýsk leiguskip sem verður skilað þegar nýju skipin koma til landsins, en stefnt er að því að selja Álafoss og Eyrarfoss. Brúarfossi og Laxfossi verður breytt í skipasmíðastöðinni Fred- rikshavn Værft á Jótlandi á næst- millidekk svo skipið verði betur fall- ið til bílaflutninga, en auk þess verður legu gáma á veðurdekki breytt þannig að þeir verða fram- vegis langsum en ekki þversum eins og nú er. Jafnframt er verið að gera ýmsar aðrar breytingar og Iagfæringar á skipunum og ganga frá farþegarými í þeim, en í hvoru skipi verða sex tveggja manna klef- ar. Að sögn Harðar Sigurgestssonar forstjóra hafa samtals verið flutt 836 þús. tonn á vegum Eimskipafé- lagsins á fyrstu tíu mánuðum þessa árs. Flutningar á fyrri hluta ársins voru meiri en á sama tíma í fyrra, en síðan á miðju sumri hafa flutn- ingamir farið minnkandi, og eru þá minni en á sama tíma í fyrra. Flutningamir á fyrstu tíu mánuðum ársins em þó meiri en á sama tíma á árinu 1986. Hörður sagði að flutn- ingar á árinu 1987 hefðu á vissan hátt verið óeðlilega miklir, en þá var sérstaklega mikið um flutning á bflum til landsins. Hörður sagði að afkoma Eim- skipafélágsins hefði verið viðunandi á fyrri hluta þessa árs, en á síðari hluta þess hefur afkoman versnað mjög verulega vegna aukins kostn- aðar innanlands og minni flutninga. Á móti voru Halldór Blöndal, þing- maður Norðurlandi eystra, Matt- hías Bjamason, þingmaður Vest- firðinga og Elín Alma Arthursdótt- ir, Vestmannaeyjum. í bókun þeirra þriggja segjast þau hafa talið rétt að verða við beiðni um frestum málsins, afstöðu þeirra megi því ekki endilega skilja sem svo að þau séu á móti lánveitingunni. Starfsfólk Hraðfrystihúss Keflavíkur hefur áður sent frá sér mótmæli vegna skipaskiptanna, sem felast í því að frystitogarinn Drangey fari frá Sauðárkróki í skiptum fyrir togarana Aðalvík og Bergvík. Útgerðarfélag Skagfírð- inga á nú auk Drangeyjar togarana Hegranes og Skafta. I greinagerð frá starfsmönnum Byggðastofnun- ar um málið kemur eftirfarandi meðal annars fram: „Neikvæð áhrif í Keflavík eru að það fólk sem unnið hefur í fisk- vinnslu í Hraðfrystihúsi Keflavíkur missir vinnuna. Fram hefur komið að erfítt hefur verið að manna vinnsluna. Einungis 8 Suðumesja- menn hafa verið á skipunum tveim- ur, en flestir sjómennimir em af höfuðborgarsvaeðinu. Miðað við reynslu af frystiskipum ættu Suður- nesjamenn í áhöfn frystiskips að geta verið fleiri en nú eru á togurun- um tveimur og þeir verða tekju- hærri en þeir sem fyrir eru. Eigend- ur frystihússins munu eiga það nær skuldlaust og telja mikla hagræð- ingu af þessari ráðstöfun. Neikvæð áhrif fyrir Sauðárkrók og Hofsós eru að þaðan ér selt burt skip af þeirri tegund, sem hag- kvæmast hefur verið að reka á undanfömum misserum. Jákvæð áhrif fyrir staðina er að hráefnisframboð verður meira og jafnara (ef öllum fjórum skipunum verður stjómað af einni hendi). Eins og er er það of lítið til að geta haldið uppi vinnu í húsunum þrem- ur. Útgerðarfélag Skagfirðinga léttir á skuldum sinum um rúmlega 100 milljónir án þess að um tekju- tap verði að ræða. Jákvæð áhrif fyrir þjóðfélagið er að ísfiskskip eru flutt á svæði þar sem hægara er að reka þau og vinna úr afla þeirra. Neikvæð áhrif fyrir þjóðfélagið eru að samkvæmt þeim, reglum sem gilda um skipasölur milli landshluta eykst veiðikvóti samtals án þess að forsendur séu. til þess." Enní ferjuflugi CHASE S. Osborne, ferju- flugmaður, lenti flugvél sinni „Moony" i Reykjavík. í gœr- kvöldi. Þetta er fyrsta feiju- flug Osboraes eftir slysið i sumar er tvær vélar r&kust saman. Þá laskaðist vél Os- boraes, en hann lenti eigi að siður heilu og höldnu. Hin vélin fórst og flugmaður hennar. Myndin er tekin við tollafgreiðslu í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.