Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 48
 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Vatns- laus bær VATNSLAUST varð um mest- an hluta HafnarQ arðar í gær. Aðalæð sem flytur kalda vatnið til bæjarins sprakk um þijúleyt- ið í fyrrinótt. Hægt var að veita vatni til nauðþurfta um tak- markaðan hluta bæjarins, en allmörg fyrirtæki og stofinanir urðu fyrir óþægindum, auk heimila. Búist var við að við- gerð lyki I nótt. Aðalæðin sprakk þar sem hún liggur efst í Oldugötu ojg er ekki vitað um orsakir þess. I gær var hægt að veita vatni um grennri pípur í suma bæjarhluta. Svo dæmi séu tekin um erfíðleikana þá þurfti Sfid og fískur að koma kjötvörum í kæligeymslur utan bæjarins, þar sem kælamir þurfa ferskvatn. Hjá Hvaleyri var unnið við að bjarga físki frá skemmdum og þangað var flutt vatn á tank- bfium. Starfsfólk var sent heim fyrr en venjulega. Hrafnista fékk vatn með slöngu frá nærliggjandi þjónustuíbúðum aldraðra í landi Garðabæjar og dugði það til mat- seldar. Morgunblaðið/Sverrir Starfsmenn Hefnarfjarðarbæjar við biluðu vatnsleiðsluna. Ekki varð tjón af vatnsaga. Á innfelldu myndinni sjást þau Jóhanna Guðmundsdóttir og Jón Friðjónsson í Hvaleyri fá sér kafifí lagað úr hitaveituvatni. A bak við þau sést í auðan vinnslusal Hvaieyr- ar hf. Sameinað þing: Forsetarnir flar- verandi í næstu viku ALLIR þrír forsetar sameinaðs þings verða Qarverandi í næstu viku vegna fiunda erlendis. Friðrik Ólafsson skrifstofusljóri Alþingis seg- ir, að þingstörf muni ekki raskast mikið af þessum sökum, en færa þarf til einn fund í þinginu. Guðrún Helgadóttir forseti sam- einaðs þings og Valgerður Sverris- dóttir varaforseti fara utan til að sitja aukaþing Norðurlandaráðs og Salóme Þorkelsdóttir fer til að sitja fund Norður-Atlantshafsbanda- lagsins í Hamborg. Þar sem forseti og báðir varaforsetar sameinaðs þings verða fjarverandi samtímis, verður ekki hægt að halda þing- fundi á meðan. Af þeim sökum hefur fundi sem átti að vera í sam- einuðu þingi næstkomandi mánu- dag verið flýtt til föstudags. Áður hafði verið felldur niður fundur sem átti að vera fimmtudaginn 17. nóv- ember. Fundir munu því ekki falla niður vegna fjarveru forsetanna. Friðrik Ólafsson var spurður hvort fordæmi væri fyrir því, að allir forsetar sameinaðs þings væru fjarverandi samtímis. Hann kvaðst ekki hafa upplýsingar um það. Varamenn verða ekki kallaðir til Alþingis vegna fjarveru forsetanna að þessu sinni. F orsætisráðherra um skipasölu frá Suðumesjum: Trúi ekki öðru en aðSambandið hugsi sinn gang Sjálfstæð fyrirtæki segir Sigurður Markússon „ÉG TRÚI ekki öðru en að Sambandið hugsi sinn gang áður en kvótinn er fluttur þarna á milli, frá einu byggðarlagi til annars,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Hann hefiur lagst gegn sölu togaranna Aðalvíkur og Bergvíkur frá Keflavík í skiptum fyrir frystitogarann Drangey frá Sauðárkróki. Póstur og sími: Tekjuliðir vanreikn- aðir um 650 milljónir Þýðir greiðslujöfnun og aukna flárfestingarmöguleika TEKJULIÐIR Pósts og síma voru vanreiknaðir um 650 miHj- ónir króna í Qárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem lagt var fram á dögunum. Miðað við for- sendur Qárlaga á Póstur og simi að ná að jaftia greiðsluhalla sinn í lok næsta árs og hafa að auki nokkur hundruð milljónir til aukinna Qárfestinga. „Þessar 650 milljónir sem voru vanreiknaðar í tekjustofnum gera það að verkum að við höfum veru- lega meira svigrúm til fjárfestinga á næsta ári auk greiðslujöfnunar, það er að segja ef forsendur §ár- laga standast," sagði Guðmundur Bjömsson, aðstoðar póst- og síma- málastjóri, í samtali við Morgun- blaðið. Ástæðan fyrir því að 650 millj- ónir króna komu fram í dagsljósið eftir að fjárlagafrumvarpið var lagt fram er sú að ekki hafði ver- ið reiknað með 15% gjaldskrár- hækkun frá 16. júlí síðasta sum- ar. Launa- og rekstrargjöld Pósts og síma höfðu verið reiknuð upp til verðlags, en tekjustofnamir ekki. Póstur og sími sendi inn sín gögn í vor, á venjulegum tima fyrir gerð fjárlaga, en gleymst hafði að taka hækkunina með við gerð fjárlagafrumvarpsins, sam- kvæmt upplýsingum Guðmundar Bjömssonar. Sambandið á meirihluta í útgerð Keflavíkurtogaranna. Steingrímur og aðrir þingmenn Reyknesinga fóru fram á að afgreiðslu lánsbeiðni hjá Byggðastofnun yrði frestað, en við því var ekki orðið og stofnunin afgreiddi í gær heimild um 35 millj- óna króna lán til Skagfirðinga. „Við viljum að Suðumesjamenn fái tækifæri til að ná vopnum sínum og geti tryggt það að togaramir fari ekki burt og að sjálfsögðu beitt sér fyrir því um leið, að rekstur fyrirtækisins verði í lagi. Við teljum það alvarlegt að þegar er búið að flytja 18 þúsund tonn af kvóta frá kjördæminu á síðustu þremur árum," sagði Steingrímur. Sigurður Markússon hjá sjávar- afurðadeild Sambandsins sagði að þetta væri mál stjóma fyrirtækj- anna. „Þama eru tvö sjálfstæð fyr- irtæki með sínar stjómir og ég held að Sambandið muni ekki skipta sér af þessu eftir að stjómimar hafa tekið sína ákvörðun. Þetta er skil- yrðislaust meiriháttar hagræðing og það er það sem verið er að tala um í þjóðfélaginu." Matthías Bjamason formaður stjómar Byggðastofnunar var spurður hvort til greina hafí komið að taka málið af dagskrá stjómar- fundar Byggðastofnunar. Matthías greiddi atkvæði með frestun máls- ins í stjóminni og gegn lánveiting- unni. „Ég tel það ekki lýðræðisleg vinnubrögð ef formaður í einhverri stjóm tekur mál af dagskrá. Erindi þingmannanna barst fyrst rétt áður en fundur hófst. Það er ekki a vald- sviði formanns að segja: Ég hef ákveðið að þetta mál verði ekki tekið fyrir.“ Sjá ennfremur á blaðsíðu 2. Hætta á smiti virðist fæla fólk frá námi í meinatækm AÐEINS Qórir nemendur hófiu nám í meinatækni við Tækniskóla Islands í haust. Nemendur í meinatækni hafa aldrei verið ferri, en þegar aðsókn var mest sóttu um eitt hundrað um inngöngu að hausti. Mest eru teknir 16 nemendur inn á hveiju ári, en að- sókn byijaði að fialla fyrir þremur árum. Skýringin á fallandi aðsókn er talin lág laun og ótti við smithættu, einkum eyðni. Brynja R. Guðmundsdóttir, menn. Ástæðuna fyrir minnkandi meinatæknir, er deildarstjóri í meinatækni við Tækniskólann. Hún sagði í samtali við Morgun- blaðið, að nám í meinatækni hefði verið starfrækt í 20 ár og 16 nem- endur komið inn árlega þar til 1986. Þá hefðu nemendur verið 12 eða 13 og 8 í fyrra. Alls hefðu því rúmlega 300 nemendur út- skrifazt og þar af 6 eða 7 karl- aðsókn að náminu sagði hún lág laun og ótta við smithættu mest áberandi. „Meinatæknar hafa held ég hvorki betri né verri laun en aðrir ríkisstarfsmenn. Gætu verið þar um miðjan skalann, sem auðvitað er of lítið, sérstaklega með tilliti til verksviðs þeirra að loknu nárni," sagði Brynja. Hún sagðist binda vonir við, að launin hækkuðu nú eftir að meinatæknar hefðu fengið samningamálin í eig- in hendur. „Þá virðist óttinn við smithætt- una fara vaxandi og þá helzt við eyðni, en sú hætta er nánast eng- in. Sem stendur vantar meina- tækna til starfa, þrátt fyrir að starfíð sé fjölbreytt, skemmtilegt og vinna næg. Það er hart að ástæðulaus ótti við smithættu hafí þessi áhrif," sagði Brynja R. Guðmundsdóttir. Bjami Kristjánsson, rektor Tækniskólans, segir að svona dræm aðsókn torveldi kennsluna nokkuð. Þegar umsóknarfrestur hefði runnið út, hefðu 11 stað- festar umsóknir um nám í meina- tækni legið fyrir, en aðeins helm- ingurinn hefði skilað sér. Hvað röntgentækna varðaði hefði dæm- ið verið alveg öfugt, þar hefðu umsóknir verið íjórar, en nemend- ur orðið 6. Því væri nemendum þessara deilda samkennt á jrfír- standandi önn. Ásókn í menntun innan heilbreigðisgeirans færi minnkandi nema í læknisfræði. Vel gæti verið að ótti við smit- hættu og launamál réðu þessu, en hann treysti sér ekki til að fullyrða að svo væri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.