Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988 Honda 80 Accord Sedan 2,0 EX FORSETAKOSNINGARNAR I BANDARIKJUNUM Verð frá 1053 þúsund, miðað við staðgreiðslu á gengi 1. nóv. 1988 NÝ AFBORGUNARKJÖR ÁN VAXTA OG VERÐBÓTA E) VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 ESAB RAFSUÐU TÆKI,VÍR 0G FYLGI' HLUTIR FORYSTA ESAB ER TRYGGING FYRIR GÆÐUM OG ÞJÓNUSTU = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER ESAB Skoðanakann- anir og úrslit Hér má sjá hvemig gengið hefur til í forsetakosningum i Bandarikjunum allt £rá árinu 1948. Grái kvarðinn fylgi frambjóðenda í ágúst- mánuði en sá svarti lokaúr- slitin. = HEÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER Sá hlær best... Á síðustu dögum kosningabarátt- unnar höfðu demókratar orð á, að nú skyldu þeir endurtaka leikinn frá 1948 þegar þeir tókust á, demó- kratinn Harry S. Truman og repú- blikaninn Thomas E. Dewey. Allt frá miðju sumri hafði Dewey verið spáð auðveldum sigri og því var skoðanakönnunum hætt þremur vikum fyrir kjördag. Ritstjórar Chicago Daily Tribune voru svo vissir í sinni sök, að þeir höfðu ekki fyrir að bíða eftir niðurstöð- unni en sögðu í fyrirsögn, að Dew- ey hefði sigrað. Það var hins vegar Truman, sem sigraði, og hér sést hann hampa þessu fræga blaði. Kjörfundur í 110 sekúndur í Dixville Notch í New Hampshire var kjörstaðurinn aðeins opinn í tæpar tvær mínútur, nánar tiltekið í 110 sekúndur, og höfðu þá allir, sem á lq'örskrá voru, 37 manns, neytt atkvæðisréttar síns. Úrslitin voru mikill sigur fyrir George Bush, sem hlaut 34 atkvæði á móti þrem- ur fyrir Michael Dukakis. Sá síðar- nefndi getur þó kannski vel við unað þrátt fyrir allt því að skoðana- kannanir höfðu' aðeins spáð honum einu atkvæði en á kjördag þrefal- daði hann fylgið. Frá árinu 1960 hafa íbúar í Dixville ávallt verið fyrstir til að senda frá sér endanleg- ar kosningatölur en í kosningunum það ár fékk Richard Nixon níu at- kvæði en John Kennedy ekkert. Reuter Eimiig* kosið um alnæmi, fóst- ureyðingar og* flárhættuspil Intemational Herald Tríbune Bandarískir kjósendur kusu um fleira en nýjan forseta í kosningun- um i gær. í fjölmörgum rikjum tóku þeir einnig afstöðu til ýmissa mála, sem geta haft áhrif á afkomu þeirra og hversdagslegt lif. f Kalifomíu gátu kjósendur valið á milli fimm tillagna, sem allar stefndu þó að þvi að lækka bifreiða- gjöld og -tryggingar og breyta þeim reglum, sem gilt hafa um ákvörðun þessara gjalda. í Michigan var tekist á um fóstureyðingar en andstæðing- um þeirra tókst að koma fram tillögu um að ríkið hætti að greiða fóstur- eyðingar fyrir fátæklinga. Árið 1986 samþykktu Kali- fomíubúar tillögu um að enskan yrði opinbert mál og í gær var komið að kjósendum í Florida, Colorado og Arizona að gera upp hug sinn til þess sama. Oll eiga þessi ríki það sameiginlegt, að þar hefur spænsku- mælandi fólki fl'ölgað mikið. í Oregon var kosið um víðtækasta bann við reykingum, sem um getur í Bandaríkjunum, og hafi tillagan verið samþykkt verður bannað að reykja víðast hvar á almennum sam- komustöðum. í Kalifomíu var því einnig vlsað til kjósenda hvort ríkið ætti að hækka skatta á vindlinga- pökkum úr 4,70 ísl. kr. í 16,40 kr. í Idaho, Kentucky og Minnesota lá fyrir tillaga um að lögleiða ríkis- lottó en í Suður-Dakota voru kjós- endur spurðir hvort aftur ætti að leyfa flárhættuspil í Deadwood, bæn- um þar sem Villti Bill Hickok var skotinn við pókerborðið fyrir 112 ámm. Kalifomíubúinn Paul Gann, sem átti meginþátt í því fyrir áratug, að samþykkt var tillaga um lægri fast- eignaskatta, barðist nú fyrir annarri tillögu, sem skyldar lækna og hjúk- runarfólk til að skýra yfirvöldunum frá því hverjir eru sjúkir af alnæmi eða líklegir til að vera það. í Oregon hefur verið bannað að mismuna fólki eftir því hveijar eru kynferðislegar tilhneigingar þess en í gær var kosið um tillögu um að upphefja þetta bann og í Fort Collins í Colorado um tillögu, sem gekk í þveröfuga átt. Kosningabaráttan oft verið harðvítugri: Var Cleveland vanur að berja konu sína? Intemational Herald Tríbune Kosningabaráttan í Bandaríkjunum þótti óvenju illskeytt að þessu sinni og voru báðir frambjóðendur sakaðir um að vilja fremur koma höggi á andstæðinginn en að ræða um það, sem máli skiptir. í þessum eíhum sem öðrum er þó ekkert nýtt undir sólinni og vegna þess hafa verið riQaðar upp nokkrar sögur úr fyrri forsetakosningum. Grover Cleveland forseti bauð sig svikari. Um allt þetta mátti lesa í Viðtalstímar alþingismanna Sjálfstæðisflokksins Alþingismenn Sjálfstæðisflokksins efna til viðtalstíma í Val- höll, Háaleitisbraut 1, í nóvember. Allir eru velkomnir. Jafnframt er unnt að ná sambandi við alþingismennina í síma 91-82900. Viðtalstimar dag, miðvikudaginn 9. nóvember, eru sem hér segir: Ki. 10.00-12.00 Geir H. Haarde, þingmaður Reykvíkinga Eyjólfur K. Jónsson, þingmaður Reykvíkinga. fram til endurkjörs árið 1888 en hann átti við ramman reip að draga. Þeim sögum hafði nefnilega verið komið á kreik, að hann notaði kvöld- in til að beija konu sína, að hann ætti launson og hefði borgað öðrum manni til að gegna fyrir sig her- þjónustu í þrælastríðinu. Cleveland gerði hvað hann gat til að hrekja þessar upplognu ásakanir en samt áttu þær mikinn þátt í, að hann tap- aði kosningunum að þessu sinni. Þeir, sem nú hneykslast á óviður- kvæmilegum ummælum frambjóð- enda og stuðningsmanna þeirra, ættu að kynna sér kosningabarátt- una á síðustu öld. Þá var oft einskis svifist. Andstæðingar Andrews Jack- sons forseta höfðu til dæmis þau orð um móður hans, að hún væri vændis- kona og konan hans „bersyndug og lastafull léttúðardrós", og um Abra'- ham Lincoln var sagt, að hann væri óskilgetinn, kominn af svörtum þræl- um að hluta og konan hans drottins- blöðunum og kunnasti andstæðingur Lincolns, Stephen Douglas, fékk líka sinn skammt vel útilátinn. Fullyrt var, að hann hefði lotið svo lágt að kyssa fætur páfans og kostaði það hann ekki ófá atkvæði. Theodore Roosevelt var eiturlyfja- sjúklingur; Franklin Roosevelt var í raun gyðingur að nafni Rosenfeldt; Herbert Hoover studdi Þjóðveija í fyrri heimsstyijöld; sérkennilegur höfuðburður James Buchanans staf- aði af þvi, að hann hafði reynt að stytta sér aldur; Martin Van Buren gekk í kvenmannslífstykki og Barry Goldwater hafði svarist í fóstbræðra- lag við fasista í Bæjaralandi. Spyija má hvaða afstöðu fjölmiðl- amir hafí haft til þessara „kosninga- mála“. Reyndu þeir að forðast skítkastið og hafa heldur það, sem sannara reyndist? Nei, ekki aideilis. Þessar sögur urðu margar til hjá þeim sjálfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.