Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988 27 Á Kópaskeri. Kópasker: Uttekt Byggðastofimimr send forsætisráðherra Ríkisspítalar; Niðurskurður tillagiia skerðir ekki þjónustu SKÝRSLA um úttekt Byggða- stofnunar á erfiðleikum í at- vinnulífi á Kópaskeri var lögð fram á fundi stjórnar Byggða- stofnunar í gær og sfðan send forsætisráðherra sem bað um úttektina. Sýslumaður Þingeyj- arsýslu hefur ekki úrskurðað í máli Sæbliks hf., en stjórn fyrir- tækisins óskaði eftir því á mánu- dag að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Halldór Krist- insson sýslumaður segir að enn vanti gögn með gjaldþrotabeiðn- inni en þau séu væntanleg á hverri stundu. f gærkvöldi áttu starfsmenn útibús Byggðastofii- unar á Akureyri fúnd með hreppsnefnd Presthólahrepps um málið. Presthólahreppur er í ábyrgð fyr- ir Sæblik fyrir um 28 milljónum kr. og á rúmlega 6 milljónir kr. í hluta- fé. Hluti skuldanna er með veði í skipi fyrirtækisins, Áma á Bakka, og hluti með veði í rækjuverksmiðj- unni. Ingunn St. Svavarsdóttir odd- viti Presthólahrepps segir að tap hreppsins sé ekki ljóst. Verið sé að bíða eftir úrskurði um gjaldþrota- skipti og síðan ráðist tapið af niður- stöðum skipta, meðal annars af þvi hvemig til takist með sölu eigna. Hún segir þó ljóst að tap hreppsins verði verulegt, talað hafi verið um að 14 milljónir falli á hreppinn, en það samsvarar árstekjum sveitarfé- lagsins. Einnig tapast allt hlutafé hreppsins. Ingunn sagði að þetta væri alvarlegt áfall fyrir hreppinn en spuming um hvaða leiðir yrðu famar til lausnar. í rækjuverksmiðju Sæbliks hafa verið '11-18 starfsmenn og 5 sjó- menn á Áma á Bakka. Varðandi atvinnumöguleika fyrir þetta fólk sagði Ingunn að íbúar Oxafjarðar horfðu mjög til fiskeldisins með það. Nú væri verið að stækka eldis- stöð Árlax hf á Kópaskeri og myndi það skapa 7 ársverk árið 1990. Einnig væri verið að byggja nýja stöð, Silfurstjömuna hf., við Öxar- fjörð og væri áætlað að þegar hún kæmist í fullan rekstur veitti hún 20 manns atvinnu, en uppbyggingin tæki langan tfma. Hreppamir við Öxaifyörð em hluthafar í Silfur- stjömunni ásamt Byggðastofnun og Fiskeldisþjónustunni sf. Þá sagði Ingunn að vonir stæðu til að inn- fjarðarækjustofninn væri að ná sér og einhveijar veiðar á henni hæfust væntanlega næsta haust. Ingunn sagði að hreinar gjald- eyristekjur vegna framleiðslu við Öxarfjörð hefðu verið 270 milljónir kr. á sfðasta ári. íbúar svæðisins em 565 og samsvara gjaldeyristekj- umar þvf tæplega hálfri milljón kr. á íbúa. Rækjuvinnslan skilaði rúm- um 44 milljónum kr. þó hún væri ekki rekin nema hálft árið að sögn Ingunnar, laxeldið 69,5 milljónum og kindakjötsframleiðslan 120 milljónum, svo stærstu liðir séu teknir. „ÞAÐ ER kannski ekki rétt að segja að varaþingmenn hafi truflað þingstörfin en það er þó ekki hægt að loka augunum fyr- ir þvi að þeir hafa haft ákveðinn forgang til að tala fyrir sínum málum,“ sagði Ólafiir G. Einars- son, formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins. Hann sagðist halda að forsetar þingsins hefðu nú þegar tekið ákvörðun um að breyta reglunum þannig að vara- „ÞAÐ má segja að það hafi kannski verið full mikið af því að þingmenn kalli inn vara- menn,“ sagði Eiður Guðnason, formaður þingflokks Alþýðu- flokksins. Hann sagðist hafa fiir- ið fram á það við þingmenn Al- þýðuflokks að þeir kölluðu ekki inn varamenn vegna ferðalaga eða veikinda nema menn forföl- luðust í tvær vikur eða lengur. „Það er vel hægt að draga úr þessu og það þýðir þá minni kostnað fyrir þinghaldið.*1 Eiður sagði að menn hefðu ekki leyfi til þess að víkja af þingi til þess sérstaklega að gefa varaþing- manni tækifæri til að sitja á Al- þingi. Regla Kvennalistans þess efnis, svo og „samviskuförfoU", væru fráleit. Eiður var spurður hvort utan- ferðir þingmanna, sem eru ástæðan fyrir 60% af forföllum, væru óeðli- lega miklar miðað við til dæmis danska þingmenn, sem kalla sjaldan á varamenn. Eiður sagði að íslensk- ir þingmenn væru hálfgerðir heim- alningar miðað við starfssystkini sín á Norðurlöndum, en bar kölluðu PÉTUR Jónsson, framkvæmda- stjóri Qármálasviðs Ríkisspítal- anna, segir að þjónusta stofhunar- innar muni ekki skerðast frá þvf sem nú er þótt svo að Qárlaga- frumvarpið geri ráð fyrir að starfsmönnum fjölgi um 11 en ekki 131 eins og tillögur forsvars- manna höfðu gert ráð fyrir. Ósk- að hafði verið eftir 64 stöðum til óbreyttrar starfeemi en 67 vegna nýjunga f rekstrinum. Pétur segir að stjómendur stofhunarinnar hafi jaftian lagt höfuðáherslu á að halda útgjöldum innan ramma fjárlaga og skeiki þar einungis 1-2% á þessu ári. Þvf séu það von- brigði að fjárveitingar til K-álmu Landsspftalans séu hvergi nærri þvf sem telja verði nauðsynlegt. „Ef við hefðum rokið í byggingu eins og þekkst hefur og farið kannski á annan tug prósenta fram úr fjár- lögum, væri húsið tilbúið með öllum búnaði. Það er því ljóst að aðhalds- semi í rekstri virðist ekki ætla að skila okkur neinu," sagði Pétur. Meðal þess sem beiðnin um 131 stöður tók til voru stöður skrifstofu- manna í launadeild, þar sem álag hefur aukist vegna staðgreiðslu skatta að sögn Péturs, starfsfólks við Blóðbanka vegna aukinna um- svifa þar, starfsfólks við nýja göngu- deild unglingageðdeildar og annarra geðdeilda. Einnig vegna legudeildar krabbameinssjúklinga og flutnings geislameðferðar til að bætt nýting fengist á nýuppsettum línuhraðli. Öllum þessum beiðnum var synjað. Stöðumar ellefu, sem samþykktar þingmenn geti lagt fram mál en hafi enga tryggingu fyrir að geta talað fyrir þeim eða rekið á eftir að þau verði afgreidd. „Ég tel að það eigi að stemma stigu við þessum mikla fjölda vara- þingmanna sem fara inn á þing hvert ár. Það er of mikill losara- bragur á þessu, það er svo auðvelt fyrir þingmenn að fá leyfí, hvort sem er vegna opinberra erinda eða af persónulegum ástæðum. Það á menn kannski síður til varaþing- menn þó að þeir brygðu sér út fyr- ir landsteinana. „ÉG GET vel skilið sjónarmið Kvennalistans og var hlynnt þvf. Við f Alþýðubandalaginu, einkum landsbyggðarþingmenn, höfum rætt þann möguleika að fara tfmabundið af þingi til að koma varamönnum að. Hins vegar skil sjónarmið þingsins vel Ifka og ég fellst fyllilega á rök forseta þingsins," sagði Margrét Frímannsdóttir, formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins. „Síðastliðið ár var töluverður fyöldi af varaþingmönnum og það hefur verið rætt meðal forseta og formanna þingflokka að reyna að tnkmarka betta hannitr að hað Irnmi voru, eru að yfirgnæfandi meirihluta stöður aðstoðarlækna og sérfræð- inga, helsta undantekning er stöður við nýja neyðarmóttöku Landssspft- alans. Lýst eftir vitni UM kl. 4 aðfaramótt sfðastliðins sunnudags var ráðist á stúlku, sem var á gangi á Sóleyjargötu, milli Njarðargötu og Skothús- vegar. Maður kom stúlkunni til hjálpar og er hann beðinn um að gefa sig fram við Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Suðurnes; Brotist inn fyrir bruna Keflavík. FULLVÍST er talið að brotist hafí verið inn f Kaupfélag Suðumesja við Hafiiargötu sem brann að morgni sunnudags. Rannsóknarlögreglan f Keflavík telur sig sjá greinileg merki eftir innbrot því rótað hafi verið í hillum á lager verslunarinnar. Grunsemdir eru því uppi að tengsl séu á milli brunans og innbrotsins og er lögregl- an að kanna vísbendingar sem hún hefur fengið. BB að breyta reglunum, ekki bara að taka upp nýjar verklagsreglur, held- ur verður að breyta þingsköpum í þá veru að þingmenn geti ekki tek- ið inn varamenn af þeirri ástæðu einni að þeir séu að fara í opin- berum erindagjörðum f tvo eða þijá daga, sem hefur oft gerst. Ef þing- maður vill samt gera þetta á hann að missa launin. Svo er spuming hve lengi varamaður eigi að sitja ef hann kemur inn. Reglan nú seg- ir hálfan mánuð hið minnsta. Ef þetta væri stytt yrði flæðið ennþá meira, en afrek þeirra sem kæmu inn yrðu líka minni." ólafur sagði að sér fyndist að það ætti að ná samstöðu meðal þingflokksformanna um að fram- fylgja reglum Alþingis. Sér fyndist sú regla Kvennalistans fráleit að þingmenn vikju úr sætum sínum tfmabundið til að gefa varaþing- mönnum tækifæri til að sitja þar, á sama hátt og honum fyndist það fráleitt að Kvennalisti skipti þing- mönnum út á miðju Iqortímabili. ekki inn varamenn án þess að um forföll vegna opinberra erinda eða veikinda sé að ræða. Ég er þvf fylli- lega sammála," sagði Margrét. Hún sagði að hver þingmaður yrði að eiga það við sig hvemig hann hagaði þessum málum. For- menn þingflokka ættu ekki að hafa afskipti af málinu á annan hátt en þann að bera tilmæli forseta til þingmanna síns flokks. Margrét sagðist aðspurð ekki ætla sérstak- lega að brýna málið fyrir Skúla Alexanderssyni, sem hefur sagst ætla að kalla til varamann sinn í mikilvægum málum sem hann styðji plrUi fil nfl vAria ctiÁmino -fQlli Flskverð ð uppboðsmörkuðum 8. nóvember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) ' verð (kr.) Þorskur 45,00 30,00 44,80 7,582 339.675 Þorskur(óst) 45,00 30,00 44,79 5,863 262.626 Undirmál 15,00 15,00 15,00 0,036 548 Ýsa 70,00 35,00 56,45 4,984 281.359 Ýsa(ó8l.) 62,00 60,00 61,59 2,668 164.325 Undirmálsýsa 14,00 13,00 13,20 0,494 6.526 Karfi 18,00 16,00 17,40 0,440 7.663 Koli 38,00 38,00 38,00 0,007 285 Lúða 150,00 150,00 150,00 0,015 2.325 Samtals 48,22 22,092 1.065.332 Selt var aðallega úr Stelnunni SH, Sigurjóni Arnlaugssyni HF, Guðrúnu Björgu ÞH og frá Sundi sf. I dag verða meðal annrs seld 26 tonn af þorski, 2,5 tonn af ýsu, 0,5 tonn af keilu og 0,5 tonn af löngu úr Ljósfara HF og óákveðið magn, aðallega af þorski og ýsu, úr Stakkavfk ÁR og fleiri skipum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 46,00 30,00 44,60 72,329 3.225.832 Þorskur(ósL) 41,00 30,00 39,15 0,469 18.360 Þorsk.(dbl.ósL) 20,00 20,00 20,00 0,411 8.220 Ýsa 52,00 35,00 51,61 1,686 87.015 Ýsa(ósL) 60,00 60,00 60,00 1,295 77.700 Undirmálsýsa 15,00 15,00 15,00 0,105 1.575 Ufsi 22,00 22,00 22,00 2,265 49.834 Hlýri 27,00 27,00 27,00 2,388 64.483 Grálúöa 15,00 15,00 15,00 0,432 6.480 Samtals 43,49 81,381 3.539.499 Selt var úr Ásgeiri RE og fleirum. I dag verða meöal annrs seld 80 tonn af þorski úr Ásbirni RE og Páli Pélssyni IS og karfi úr Gylli IS. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 42,00 41,50 41,63 10,000 416.250 Ýsa 55,00 55,00 55,00 1,500 82.500 Karfi 9,00 9,00 9,00 0,424 3.810 Síld 7,60 7,43 7,58 34,080 258.379 Samtals 16,54 46,004 760.949 Selt var úr Eldeyjar-Boöa GK og Kópi GK. I dag verða meðal annrs seld 45 tonn af þorski og 6 tonn af ýsu úr Eldeyjar- Hjalta GK. Einnig verður selt úr dagróðrabátum ef á sjó gefur. VARAMENN A ALÞINGI Ólafiir G. Einarsson: Varaþingmenn haík haft forgang Eiður Guðnason: Tveggja vikna forföll þingmanna lágmark Margrét Frímannsdóttir: Skil Kvennalistann en fellst á rök forseta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.