Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988 Gæjarog glanspíur diskódúndrið í Broadway föstudags- og laugardagskvöld Miöaverö meö glcesilegum kvöldveröi aÖeins kr. 2.400- EH50AIDWAT MiÖasala og borðapantanir i síma 77500 „Freek out“,“Saturday night fever“, „Just the wayyou are“,„Careless Wisper" ásamt syrpum af vinsælustu diskólögum í gegn um tíðina. Söng- vararnir Bjarni Ara, Arnar Freyr, Richard Scoby, Anna Mjöll, Elín Ól- afsdóttir og Shady Owens, ásamt átta dönsurum í skrautlegustu diskó- sýningu sem sett hefur verið upp. frT—~.\ ~i ~ '• 1 Ódýrarhelgarrispur Flug - gisting á Hótel Borg. Kvöld í sérflokki á Broadway og Hótel ís- P_ landi. Stórsýningarnar Gæjar og glanspíur og Rokkskór og bítlahár. Vertu með í fjör- inu. Fáðu uppfýsingar hjá okkur. í- FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR % AÐALSTRÆTI 16, Sl Ml 621490. Afinæliskveðja: Baldur Bjarnason bóndi í Vigur I dag, 9. nóvember, verður sjö- tugur fyrrverandi bóndi í Vigur í ísafjarðardjúpi, Baldur Bjamason. Óþarft er að rekja í þessum fáu orðum í tilefni afmælisins ætt hans og uppruna, svo sem oft er gert við slík tækifæri; forfeður hans kunnir áður í Djúpi og Skagafirði. Þess skal þó getið að síra Sigurður í Vigur Stefánsson, lengi þingmað- ur hér um víkur og nes, skörungur, var afi hans, faðir Bjarna föður Baldurs, en móðir afmælisbamsins, Björg Bjömsdóttir frá Veðramóti í Gönguskörðum, merk kona á alla grein. í Vigur ólst Baldur upp og í eyj- unni hefur hann búið að kalla alla sína tíð, unglingur í föðurhúsum, bóndi síðar og í skjóli sona og tengdadóttur rúm 3 ár. Kemur það engum á óvart er komið hefur í Vigur á sumartíð, þótt hann hafi eigi leitað búsetu á öðmm stöðum, heldur kosið að lifa og starfa á jörð forfeðra sinna, hefur enda búið myndarbúi þar rúm þrjátíu ár, tók við búi 1953 ásamt konu sinni, Sigríði Salvarsdóttur, er hann gekk að eiga 1951. Er alkunna hve skemmtilegt andrúmsloft leikur um híbýli í Vigur hjá þeim hjónum og óvíða hygg ég að gamall og nýr tími mætist svo sérkennilega sem þar. Húsið sjálft, vottur gamallar byggingarhefðar, hlýlegt og mann- eskjulegt með stofur sínar og þil er geyma gripi og myndir frá menn- ingarskeiði og atvinnuháttum þeim er tíðkuðust öldum saman við Djúp, svo og á annan bóg smekkvísi Bald- urs og Sigríðar, virðing fyrir hinu gamla, skilningur á hinu nýja. Ýmis störf hlóðust snemma á Baldur Bjamason og er það eigi að ófyrirsynju. Hann hafði, eftir gagnfræðapróf frá MA 1937, kennt á ýmsum stöðum, mest á Vestíjörð- um og veit ég af nemendum hans að honum fórst það starf vel úr hendi, enda ekki haldinn neinu því er komið gæti fram í kjánalegum strangleik. Lipurð ogjafnvægi hafa Afinælískveðja: * stuðlað að farsæld í starfí svo og ríkur vilji til að sjá árangur verka. En þessi vist hans víða í byggðum hefur óhjákvæmilega aukið honum víðsýni og gert hann hæfari til að sinna málefnum sveitar sinnar, hinnar fögru og skemmtilegu Ögur- sveitar; af raunsæi og gert hann hæfari til að hafa uppi rétt segl á siglingu, sem oft var erfíð litlum sveitarfélögum, en nokkuð í húfi að vel væri stýrt. Þannig hefur hann setið í sveitarstjóm nær ijóra áratugi og verið oddviti lengst af þeim tíma. Pundir þeir sem hann hefur mætt á eru ófáir orðnir á þessum fundaglöðu tímum. Hefur hann góð áhrif jafnan og er skemmtilegur fundarmaður, léttur að eðlisfari og kemur að marki eft- ir beinni línu fremur en krákustíg- um, kemur á fundi til þess að heyra aðra og segja sína meiningu, kepp- ist ekki við að þegja, hefur alla burði til að gera mönnum vel skilj- anlegt við hvað hann á og má undir- ritaður minnast með gleði margra slíkra funda og veit ég að ég mæli hér fyrir margan mann. Ögurkirkja er sá vettvangur er við Baldur Bjamason hittumst oft- ast á, en þar er hann bæði með- hjálpari og forsöngvari. Farast þau störf honum vel úr hendi. Hann hefur hlotið góða sönggáfu í vöggu- gjöf svo sem fleira af Veðramóts- fólki og Heiðar. Fyrir þessa hluti færi ég nafna mínum og svila hinar beztu þakkir mínar og safnaðarins. Óskir um gott líf og góða líðan eiga að fylgja þessum fáu orðum frá okkur hér í Vatnsfirði. Heill þér og öllu þínu húsi. Vatnsfirði á tveggja postula messu 1988, síra Baldur Vilhelmsson. í dag, 9. nóvember, er sjötugur Baldur Bjamason í Vigur. Langar mig af því tilefni að minnast hans með fáeinum orðum, enda á sá A Olafiir J. Olafsson endurskoðandi Sjötíu og fímm ára er í dag Ólaf- ur J. Ólafsson, löggiltur endurskoð- andi, Dalbraut 20, hér í borg. Hann fæddist á Patreksfirði 9. nóvember 1913. Foreldrar hans voru Jón A. Ólafsson, verzlunarstjóri þar, síðar fjölritari í Reykjavík, og kona hans Anna Erlendsdóttir. Ólafur braut- skráðist úr Verzlunarskóla íslands 1934. \ Ólafur vann við verzlunar- og skrifstofustörf á Siglufirði 1934 til 1941. Ólafur var einn stofnenda og í fyrstu stjóm Leikfélags Siglufjarð- ar árið 1936. Lék hann þar nokkur hlutverk. Hann var í karlakómum > G> H0TBL ítm Ljúffengir pastaréttir meö súpu, brauði og kaffi á aðeins 490 kr. Frítt fyrir börn innan 6 ára aldurs og hálft gjald fyrir börn innan 12 ára. Slepptu eldamennskunni af og til og iíttu inn í Lindina. Þar færðu fullkomna máltíö á frábæru verði. Hótel Lind er staður fyrir alla fjölskylduna. RAUÐARÁRSTÍG 18 Sími 623350 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.