Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MEMKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988 ípRÚmR FOLX ■ FRÉTTIR er blað sem kemur út tvisvar í viku í Vestmannaeyjum og í því eru oft margar áhugaverð- ar fréttir. Ein þeirra fjallar um stofnun Stuðningsmannafélags ÍBV á íslandi! Þá er ekki átt við landið allt heldur Reykjavík! Það væri gaman að vita hvaða landi Vestmannaeyjar tilheyra. ■ SIGURÐUR Gunnarsson mun þjálfa lið ÍBV í 1. deild í hand- knattleik og liðið hefur þegar sigrað í sínum fyrsta leik gegn Gróttu. En samkvæmt Fréttum hefur Sig- urður ekki enn fengið vinnu. „Nú er svo komið að ef ekki rætist úr verða þau hjónin að fara héðan... „Ef Sigurður verður að fara héðan spilar hann eingöngu með liðinu og fjarstýrir æfingum úr Reykjavík og allir sjá að slíkt gengur ekki,“ sagði Friðrik Már Sigurðsson, formaður handknattleiksráðs ÍBV í samtali við Fréttir. ’■ SÆVAR Jónsson, landsliðs- maður í knattspymu, hefur verið dæmdur í eins leiks bann í HM fyr- ir að hafa verið rekinn af leikvelli í leik gegn A-Þýskalandi. HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNIN FH-ingar mæta IHF-meisturunum frá Rúmeníu Valsmenn leika gegn Amicitia frá Zúrich í Sviss FH-ingar fengu erfiða mótherja í annari umverð IHF-bikar- keppninni í handknattleik. Þeir mæta IHF-meisturum frá Rúm- eníu Baia Mare, sem lögðu sovéska liðið Krasnodar í úr- slitum sl. vetur, 21:20 og 23:20. Einn mesti handknattleikssnill- ingur heims, hinn fölhæfi Voinaea, leikur aðalhlutverkið hjá Baia Mare og á hann örugglega eftir að verða FH-ingum erfíður. FH-ingar leika fyrri leik sinn í Rúmeníu á tímabilinu 5-11. desem- ber, en seinni leikurinn fer fram á tímabilinu 12-18. desember. Valsmenn drógust einnig gegn sterku liði í Evrópukeppni meistara- liða. Þeir mæta svissneska meist- araliðinu Amicitia frá Zúrich. Eins Evrópukeppni meistaraliða Steaua (Rúmeníu) — Kolding (Dan.) Ortigia (Ítalíu) — íMlippos (Grikkl.) Amicitia (Sviss) — Valur Reykjavík Magdeburg — Nimes (Frakkl.) Gummersbach — Barcelona (Spáni) Drott (Svíþjóð) — Vadas (Ungveijal.) Dukla (Tékkósl.) — Wybrzeze (Pól.) Minsk (Sovétr.) — Metaloplastica og hjá Val, þá leika Qölmargir landsliðsmenn með svissneska lið- inu, eða alls fímm leikmenn. Valsmenn leika fyrri leik sinn í Zúrich. Evrópukeppni bikarhafa Opmolps (Grikkl.) — Stavanger Helsingör (Dan.) — Essen (V-Þýskal.) Emmen (Holl.) — Elgorriaga (Spáni) Dinamo (Rúmeníu) — ZSKA (Sovétr.) Redbergslid — Empor (A-Þýskal.) Veszprem (Ungveijal.) — Pfadi (Sviss) Crvenka (Júgósl.) — Tatran (Tékkósl.) Vogel (Austurr.) — Creteil (Frakkl.) íslandsmótið í handknattleik 1988 Heimaleikurá Hlíðarenda í kvöld kl. 18.15 leika Valsmenn sinn annan leik í íslandsmótinu í handknattleik gegn frísku liði Fram. Það verður um hörkuleik að ræða þar sem hraði og kraftur ráða ríkjum. Fjölmennum á leikinn og hvetjum okkar menn. P.s. Eftir leikinn leika „grænmetisbumburnar“ ífyrsta flokki Vals gegn K.R. í 3. deild. STOD7VO SKOSALAN LAUGAVEGI1 acohf »hummeP3? SPORTBÚÐIN EGILLÁRNASONHF. PARKETVAL SKEIFUNNI 3. SÍMI 91-82111 ■l steinprýði Verslun veiðimannsins KJÖLUR SF. AIIK1.IG4RDUR MARKAÐUR VID SUND Volnea, einn flölhæfasti leikmaður heims. Evrópukeppni félagsliða Ystads (Svíþ.) — Vorwárts (A-Þýskal.) Politehnica (Rúmen.) — Otmar (Sviss) Deportivo (Spáni) — Initia (Belgíu) Pelister (Júgósl.) — Nanik (Tékkósl.) Gagny (FYakkl.) — Hellerup (Dan.) Minaur Baia Mare (Rúmen.) — FH Dússeldorf — Benfica (Portúgal) Krasnodar (Sovétr.) — Vín (Austurr.) HANDBOLTI 1. deild kvenna hefsl íkvöld Fjórirleikirverða í 1. deild karla Fyrstu leikir vetrarins í 1. deild kvenna verða í kvöld. FH og Víkingur ríða á vaðið er þau mætast í Hafnarfirði kl. 19.00 og Fram mætir Stjörnunni í Laugardalshöll kl. 21.15. II. deild karla verða fjórir leikir í kvöld. Víkingar fá Eyjamenn í heimsókn í Laugardalshöll kl. 20.00. Þar mætir Sigurður Gunn- arsson, núverandi þjálfari ÍBV, sínum gömlu félögum. FH og KA leika í Hafnarfirði kl. 20.15, Valur og Fram leika að Hlíðarenda kl. 18.15 og Breiðablik og Grótta mætast í Digranesi kl. 20.00. Einn leikur verður í 2. deild. Selfoss og UMFA mætast á Sel- fossi kl. 20.00. FRJALSAR Aðalfundur frjálsíþrótta- deildar ÍR Fijálsíþróttadeild ÍR heldur aðal- fund sinn miðvikudaginn 16. nóv- ember kl. 20.00 í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Venjuleg aðalfundar- störf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.