Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR B 257. tbl. 76. árg. MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum klukkan 2 í nótt: George Bush talinn hafa unnið ótvíræðan sigur George Bush gefur sigurvissu sína til kynna með því að beina þumalfingri upp er hann kemur á kjörstað í Houston í Texas-riki í gærmorgun. Fyrstu kosningatölur bentu til að hann myndi vinna öruggan sigur á keppinaut sínum, demókratanum Michael Dukakis. Hafði tryggt sér atkvæði 256 kjör- manna en Michael Dukakis aðeins 76 GEORGE Bush, frambjóðanda Repúblíkanafiokksins, var spáð sigri í forsetakosningunum sem fram fóru í Bandaríkjunum í gær. Þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt þótti sýnt að Bush hefði tryggt sér atkvæði 256 kjörmanna samkvæmt spá CBS-sjónvarps- stöðinni. Til að ná kjöri sem 41. forseti Bandaríkjanna þurfti hann stuðning 270 lgörmanna. Michael Dukakis, frambjóðandi Demó- krataflokksins, hafði á hinn bóginn tryggt sér atkvæði 76 kjör- manna. Næðu þessar spár fram að ganga yrði Bush fyrsti varafor- seti Bandaríkjanna í 152 ár til að ná kjöri sem forseti. í janúar á næsta ári tekur lætur Ronald Reagan, sem er orðinn 77 ára og hefúr gegnt forsetaembættinu í tvö kjörtímabil, af embætti og mun næsti forseti sveija embættiseið 20. janúar. Bush naut vin- sælda Reagans í kosningabaráttunni og segist munu fyigja svip- aðri stefiiu og Reagan. Michael Dukakis, ríkisstjóri Massachu- setts, frambjóðandi Demókrataflokksins, hafði ekki viðurkennt sigur Bush, þegar Morgunblaðið fór í prentun. George Bush, sem er 64 ára gamall, fylgdist með talningu at- kvæða í hótelíbúð í heimaborg sinni Houston í Texas. Hann var sigurviss þegar hann greiddi at- kvæði með eiginkonu sinni Bar- böru í gærmorgun. Hið sama mátti segja um Michael Dukakis, sem er 55 ára gamall, þegar hann kom á kjörstað með eiginkonu sinni Kitty í bænum Brookline í Massac- husetts. Hann taldi sig geta fetað í fótspor Harrys Trumans og unn- ið sigur þrátt fyrir að skoðana- kannanir væru honum andstæðar. Fréttaskýrendur eru sammála um að kosningabarátta þeirra tveggja hafí verið rekin á neikvæð- um nótum og ekki verið til þess fallin að vekja eldmóð meðal þjóð- arinnar. Mjög dræmri kosninga- þátttöku hafði verið spáð en frá árinu 1930 hefur hún mest orðið rétt rúm 60 prósent, árið 1960. 183 milljónir Bandaríkjamanna eru á kosningaaldri en talið er að tæplega 100 milljónir hafí farið á kjörstað. Því hefur verið haldið fram að dræm þátttaka endur- spegli þá skoðun Bandaríkja- manna að þeir búi við öryggi, frið og góðan efnahag. Samkvæmt bandarískum kosn- ingalögum fær forsetaframbjóð- andi stuðning allra kjörmanna í einstöku ríki fái hann einfaldan meirihluta atkvæða í viðkomandi ríki og síðan nægir einfaldur meiri- hluti kjörmannanna. Kjörmennirn- ir eru alls 538 og eiga ríkin þar fulltrúa í samræmi við fólksfjölda. Er skiptingin milli ríkja svipuð og í fulltrúadeild Bandaríkjaþings þar sem þingmenn eru 435, en kosið var til hennar í gær. Þótti einsýnt að demókratar héldu meirihluta sínum í deildinni. Einnig voru kjömir 33 af 100 öldungardeildar- þingmönnum. Þá voru kjömir 12 ríkisstjórar og greidd atkvæði um ýmis málefni í einstökum ríkjum. Ronald Reagan fylgdist með talningu atkvæða í Hvíta húsinu. Samkvæmt lögum mátti hann ekki bjóða sig fram í þriðja sinn, en hann hefur á 8 ára forsetaferli sínum notið einna mestra vinsælda af þeim sem embættinu hafa gegnt. Taki varaforseti hans, Ge- orge Bush, við af honum verður það í fyrsta sinn sem slíkt gerist síðan 1836, þegar Martin van Buren tók við af Andrew Jackson. Sjá ennfremur fréttir á bls. 20. Reuter Setuverkföll í Gdansk: Ungir verkamenn virða boð Samstöðu að vettugi Lech Walesa hótar að segja af sér breiðist mótmælaaðgerðir þeirra út Gdansk, Varsjá. Reuter. MÖRG hundruð félagar í Sam- stöðu, hinum bönnuðu verkalýðs- samtökum í Póllandi, efiidu til setuverkfalls í stórum slipp í Gdansk í gær. Lech Walesa, Færeysku kosningarnar: Stjómin tapaði meirihlutanum SAMSTEYPUSTJÓRN Sjálfstýrisflokksins, Framsóknarflokksins, Þjóðveldisflokksins og jafhaðarmanna undir forystu lögmannsins, Atla Dams, tapaði meirihluta sínum á færeyska lögþinginu i kosn- ingunum sem fram fóru i gær. Ekki er ljóst hvaða flokkar mynda næstu stjórn og er talið að stjórnarmyndun geti orðið erfið. Stjórn- arflokkarnir höfðu áður samanlagt 17 þingsæti en fengu nú 15. Að sögn færeyska blaðsins Jafnaðarmenn fengu að þessu Dimmalætting var kjörsókn meiri sinni 6230 atkvæði og sjö menn en nokkru sinni fyrr í kosningum til lögþingsins. Nákvæmar tölur lágu ekki fyrir um miðnætti I nótt en tálið að hún hefði verið sú mesta frá upphafí, nálægt 90%, enda þótt veður væri slæmt í Færeyjum nær allan daginn. kjömá, höfðu átta. Þeir töpuðu einum á Nyrðri-Straumey. Þjóð- veldisflokkurinn fékk 5517 at- kvæði og sex menn kjöma, hafði sex. Sjálfstýriflokkurinn fékk nú 2092 atkvæði og tvo þingmenn, hafði tvo. Framsóknarflokkurinn fékk 611 atkvæði og engan mann kjörinn, hafði einn. Fólkaflokkurinn fékk nú 6692 atkvæði og átta menn kjöma, vann eitt sæti í Klakksvík. Sam- bandsflokkurinn fékk 6115 at- kvæði og sjö menn kjöma, óbreytt- an þingsætafjölda. Kristilegi fólkaflokkurinn fékk 1580 at- kvæði og tvo menn kjöma, hafði einn. Flokkurinn vann mann í Þórshöfn. Þijár konur vom að þessu sinni kosnar á lögþingið en þar var aðeins ein fyrir. formaður Samstöðu, hafði fyrr um daginn hvatt félaga sína í Lenín-skipasmíðastöðinni til að hætta við verkföll þar. Sagði hann að beita yrði öðrum að- ferðum til að knýja fram viður- kenningu á Samstöðu og kveða niður áform stjórnvalda er segj- ast ætla að loka stöðinni þar sem 11.000 manns starfa. Á frétta- mannafúndi hótaði Walesa að segja af sér formannsstöðu í Samstöðu ef ungu uppreisnar- mennimir létu sér ekki segjast. í stómm slipp, þar sem 5.800 menn vinna, sendi framkvæmda- stjórinn starfsmenn í tveggja daga leyfí er bera tók á verkfallshótun- um. Walesa skýrði frá því að um 500 menn hefðu orðið eftir í slippn- um og hefðu efnt þar til setuverk- falls. Um 900 manns starfa í Wisla-skipasmíðastöðinni í útjaðri Gdansk-borgar. 30 ungir Sam- stöðumenn hengdu borða með nafni Samstöðu utan á aðalhlið stöðvar- innar og kynntu sex kröfur þar sem m.a. var heimtað að Samstaða yrði lögleidd á ný og hætt við að loka Lech Walesa Lenín-stöðinni. „Ég er ekki ánægður með þetta. Það ríkir agaleysi. Þeir virðast líta svo á að mér hafí mis- tekist að knýja fram pólitíska lausn [í deilum við ríkisstjóm- ina],“ sagði Walesa á fréttamanna- fundinum. „Ef verkföllin breiðast út er ég reiðubúinn að segja af mér. Hlýði þeir mér ekki merkir það að ég sé að missa tökin,“ bætti hann við. Hann sagði að fulltrúi frá Gdansk-deild Samstöðu hefði farið á fund verkfallsmanna en ekki haft erindi sem erfiði. Ungu mennimir vildu beijast og þeir væm bitrir vegna árangurslausra samnin- gaumleitana Walesa og stjómvalda að undanfömu. Walesa sagði félögum sínum í Lenín-stöðinni að þetta væri ekki rétti tíminn til verkfalla; yfírvöld gætu kveðið mótmælin niður með því að loka fyrir rafmagn til vinnu- staðanna og Samstaða réð ekki yfír miklu fjármagni til verkfalls- baráttu. Auk þess tæki tvö ár að loka stöðinni og á þeim tíma gæti margt gerst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.