Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988 Morgunblaðið/Árni Sæberg íslenska Ólympíuliðið í skák ásamt fararstjóra og liðsstjóra. Frá vinstri: Þráinn Guðmundsson, forseti Skáksambands íslands, sem verður fararstjóri, Margeir Pétursson, Helgi Óia&son, Karl Þorsteins, Þröstur Þórhallsson, Jón L. Árnason, Jóhann Hjartarson og Kristján Guðmundsson, liðs- stjóri. Ólympíuskákmótið: * Sterk skáksveit Islands TUTTUGASTA og áttunda Ólympíuskákmótið verður haldið i Þes- saióniku í Grikklandi dagana 12. til 30. nóvember næstkomandi, og er þetta i annað sinn sem Ólympíumótið er haldið þar. íslenska Ólympiuliðið heldur utan á morgun, fimmtudag, en það er skipað sömu keppendum og á siðustu tveimur Ólympiumótum, að þvi undan- skildu að Guðmundur Siguijónsson verður ekki þeirra á meðal, þar sem hann hefur dregið sig út úr keppnisskák um sinn. Þeir keppendur sem skipa íslenska Ólympfuliðið að þessu sinni eru: Jóhann Hjartarson, Jón L. Ámason, Margeir Pétursson og Heigi ólafsson, en varamenn eru þeir Karl Þorsteins og Þröstur Þór- hallsson, sem nú tekur í fyrsta sihn þátt í Ólympíumóti. Er þetta sterk- asta lið sem til þessa hefur tekið þátt f Ólympíuskákmóti fyrir ís- íands hönd. Liðsstjóri verður Dr. Kristján Guðmundsson, en hann hefur stjómað liðinu á tveim sfðustu Ólympíumótum með góðum árangri. Liðið er nú betur undir- búið en oftast áður, en það dvald- ist nýlega í æfíngabúðum með Boris Spassky, sem miðlaði fslensku keppendunum af reynslu sinni af Ólympíuskákmótum. ís- lensku keppendumir munu hafa meðferðis tölvuforrit sem hefur meðal annars að geyma gagna- grunn með öllum skákum sem helstu skákmenn heims hafa teflt. Með aðstoð þess tekur aðeins örfá- ar mfnútur að kalla fram um 24 þúsund skákir, og hægt er að fara mjög hratt yfír skákir þekktra and- stæðinga. Auðveldar þetta allar skákrannsóknir verulega og sparar mikinn tíma. íslensku keppendumir telja raunhæft að stefna að því að lenda í einu af tíu efstu sætunum á Ólympíumótinu, en sem kunnugt er lenti liðið í fímmta sæti á sfðasta móti, sem haldið var í Dubai. Erfið- istu andstæðingamir verði að sjálf- sögðu Sovétmenn og Bretar, en Ungverjar, Júgóslavar, Banda- rfkjamenn, Búlgarar, V-Þjóðverjar, Hollendingar, Kúbumenn, Svíar, Tékkar og Spánverjar verði einnig erfíðir viðureignar. Búist er við að rúmlega 100 þjóð- ir sendi keppendur á Ólympíumótið að þessu sinni, en á síðasta móti mættu keppendur frá 108 þjóðum og var það metþátttaka. Nú mæta sterkar þjóðir til leiks, sem ekki tóku þátt í mótinu sem haldið var í Dubai 1986 af pólitfskum ástæð- um, og má þar nefna Hollendinga, Svía, Dani og Norðmenn. Aðstaða á mótstað er öll hin besta, og eru íslensku keppendum- ir vel kunnugir henni fi-á því þeir tefldu þar á Ólympíumótinu árið 1984. Teflt verður í miklum ráð- stefnu- og sýningarhöllum, og hefj- ast skákimar kl. 13 að íslenskum tfma og lýkur kl. 19, en biðskákir verða tefldar daglega kl. 8—10. Teflt verður eftir Monrad-kerfi. Seinni hluta nóvember verður þing FIDE haldið og er búist við að það komi til með að einkennast af deilum foiystu FIDE og Stór- meistarasambandsins. Forseti Skáksambands íslands, Þráinn Guðmundsson, verður fararstjóri ólympíuliðsins og fulltrúi Skák- sambandsins á þinginu, en einnig mun Jón Rögnvaldsson, varaforseti Sí sitja þingið. Rykgrímur fyrir allar aðstæöur ÁRVÍK AHMÚLP 1 -HÉYKJAVÍK - SlMI 067222 -TELEFAX 6872Í5 Skreiðarsala til Nígeríu: Þurfum 50% hærra verð en þeir greiða TIL ÞESS að það borgi sig fyrir okkur að selja skreið til Nígeríu þurfiim við að fá 50% hærra verð fyrir hana en Nfgeriumenn vilja greiða,“ sagði Ólafur Björnsson, stjórnarformaður Samlags skreiðar- framleiðenda. í fyrra seldum við Nígeríumönnum skreið frá 1983 og ’84. Birgðir frá þessum árum eru hins vegar búnar og það hefiir lítið sem ekkert venð selt af ski Nígeríumenn hafa greitt okkur smám saman f nairum það sem þeir skulda okkur fyrir skreið og það tekur ugglaust nokkum tíma að fá þessum peningum skipt í al- vöru gjaldeyri," sagði Ólafur Bjömsson. „Þó em aðstæður þannig núna að menn gera ekki annað með keilu og lakari ufsa en hengja þann físk upp og selja til Nígeríu," sagði Ólaf- ur. „Það er búið að selja alla skreið sem framleidd var í ár. Við seljum skreið aðallega til ítalfu og smáveg- is til Júgóslavíu, Frakklands og Bandaríkjanna. Það hefur gengið vel að selja skreið til Ítalíu undan- uð til Nígeríu á þessu ári. farin ár og íslendingar hafa selt þangað svipað magn á þessu ári og í fyrra, eða 800 til 1.000 tonn. Verð á skreið til ítalfu er mjög hátt miðað við verð á öðmm físki. ítalir greiða 600 til 700 krónur fyr- ir kílógrammið af besta físki. Nú getur hver sem er selt skreið og hausa og það þarf að vera stjóm- un á þessum útflutningi. íslending- ar em búnir að tapa óhemju fjár- hæðum á innbyrðis samkeppni íslenskra skreiðarframleiðenda og vegna hennar em þeir búnir að gefa Nígeríumönnum skreið fyrir hundmð milljóna króna," sagði Ólafur Bjömsson. Davíð Scheving sýkn- aður vegna millj- ónustu dósarinnar KVEÐINN hefiir verið upp dómur í máli sem ákæruvaldið höfðaði á hendur Davíð Scheving Thorsteinssyni, framkvæmdastjóra Solar hf. Davið var gefið áð sök að hafa brotið gegn lögum um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, með því að hafa staðið fyrir auglýsingum þar sem heitið var 100 þúsund króna fimd- arlaunum þeim sem fyndi milljónustu dósina af Sólgosi. Dómari sýknaði Davíð hins vegar af ákærunni. I 31. grein laga um verðlag, sam- keppnishömlur og óréttmæta við- skiptahætti er lagt bann við því að bjóða neytendum kaupbæti eða eitt- hvað það, sem jafna má til kaup- bætis og enn fremur að auglýsa slfkan kaupbæti. í niðurstöðu dóm- ara er bent á, að í auglýsingum Davíðs var aðeins einum neytanda, þeim sem hreppti milljónustu dós- ina, boðin rífleg fjárhæð í „fundar- laun“ og tilviljun réði því hver hreppti hana. Því sé tæpast hægt að líta svo á að um kaupbæti hafí verið að ræða í almennum skilningi þess orðs. Þá sé að auki á það að líta að í 33. grein laganna sé lagt bann við því að úthluta vinningum til þess að örva sölu á vöru, þjón- ustu eða öðru, með hlutkesti, í formi verðlaunasamkeppni eða á annan hátt, þar sem tilviljun ræður að öllu leyti eða að hluta, hver niðurstaðan verður. Því þyki mega gagnálykta út frá þessu ákvæði og telja, að „fundarlaunin" umræddu séu ekki kaupbætir í skilningi 31. greinar, en allan vafa í því efni yrði auk þess að skýra ákærða í hag. Því yrði að sýkna hann af broti gegn 31. grein. Varðandi meint brot gegn 33. grein laganna benti dómarinn á, að „fundarlaununum" var ekki úthlut- að, þar sem dósin fannst ekki, og var heldur ekki ákært fyrir það. Ekkert bann væri að fínna í grein- inni við þvf að auglýsa slíka vinn- inga og eins og málinu væri háttað kæmi ekki til álita hvort ákærði hefði gerst sekur um tilraun til þess að úthluta vinningi til að örva sölu á vamingi Sólar hf. Því bæri að sýkna hann af broti á 33. grein. Loks kom til álita hvort Davíð hefði gerst sekur um brot á al- mennu ákvæði 26. greinar laganna, þar sem lagt er bann við því að aðhafast nokkuð það í atvinnustarf- semi, sem bijóti í bága við góða viðskiptahætti, sem tíðkaðir eru í slíkri starfsemi eða sé óhæfilegt gagnvart neytendum. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að laga- grein þessi væri svo almennt og óljóst orðuð, að hún geti ekki talist viðhlítandi refsiheimild í málinu. Davíð Scheving Thorsteinsson var því sýknaður af ákæru og sak- arkostnaður allur lagður á ríkissjóð. Pétur Guðgeirsson, sakadómari, kvað upp dóminn. íþróttahús fatlaðra: Rúmlega 2,7 milljónir komnar inn SÖFNUNIN fyrir íþróttahúsi fatlaðra gengur vel. Þegar eru komnar inn 2,7 miHjónir en búið er að senda út giróseðla upp á 4,4 milljónir. Að sögn Geirs Björgvinssonar hjá íþróttafélagi fatlaðra hafa borist loforð fyrir framlögum upp á 6,2 milljónir en hann átti ekki von á að það skilaði sér fyrr en eftir miðj- an mánuðinn. Morgunblaðið/G.T.K. Brandt og Jón Baldvin Wiliy Brandt, fyrrum kanslari Vestur-Þýskalands, og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra á Ieiðtogafiindi evrópskra sósía- lista og sósíaidemókrata, sem lauk á mánudag. Með þeim á mynd- inni er Howald konsúll íslands í Vestur-Berlín. mamjmnmuu2jm Innifalið: Flug Kefiavík—Edinborg — Kefiavík, matur og drykkir um borð, akstur milli flugvallar og hótels, kanna af góðu skosku öli á hótelinu. Gisting á Holiday Inn **** £ 22.00 pr. nótt. Næstu brottfarir sunnud. 13., 20., 27. nóv. og 4. des. SKOTFERÐIR SUÐURLANDSBRAUT 4 • 108 RVK • SlMI 686680 • TELEFAX 687535 •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.