Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988
31
Þaö býr í okkur
bítlarokk
Bítlavinafélagið og fslensk bítlalög
BftlavinafélagiA er fólagsskapur sem gert hefur víðreist um
landið á liðnum misserum og leikið fyrir baligesti. Uppistaðan í
tónleikadagskrá sveitarinnar hefur oftar en ekki verið tónlist sem
telja verður í eidri kantinum; það sem menn kalla bftlatónlist.
Sveitarmeðlimir hafa lýst þvi
yfir að þeir hafi á þvt fullan hug
að rifja upp fyrir fólki bítlatónlist-
ina íslensku, sem fallið hefur í
skuggann af linnuiausri dægur-
lagaframleiðslu síðustu ára.
Segja má að nú hafi Bítlavinafé-
lagið stigið stórt skref í þá átt
með því að gefa út plötu á hverri
eru tólf íslensk bítlalög. Rokksíð-
an hitti tvo Bítlavini, þá Jón Ólafs-
son og Rafn Jónsson, að máli.
Finnst ykkur að það só fyrir
hendi nægur áhugi á bftlatónlist
til að rifja upp þessi lög?
Það er fullt af hljómsveitum
sem eru í dag að spila bítlatón-
list, þó þær séu ekki að spila
bítlalög. Þæ eru iðulega að leika
frumsamin lög, en breytingarnar,
eða framfarirnar, hafa ekki orðið
það miklar að tónlistin sé grein-
anleg frá bítlatónlist. Við erum
þó kannski eina hljómsveitin sem
gerir í því að leika tónlist frá bítla-
árunum, og það er ekkert gróða-
sjónarmið í því, því menn leika
bara vinsælustu iögin ef þeir
ætia að græða. Upphaflega var
þetta bara viðleitni í þá átt að
lifa á tónlist, en til þess verða
menn ao stunda ballmarkaðinn
og það er í lagi að gera það ef
maður er að spila tónlist sem
maður hefur gaman af.
Okkur finnst þessi tími,
bítlatíminn, kannski frumlegasta
tónlistartímabilið í íslensku popp-
sögunni, ef pönktímabilið er und-
anskiiiö, og áhrifin koma því það-
an. Maður heyrir það líka í dag
úti í heimi að það eru alitaf að
spretta um hljómsveitir sem
sækja innblástur aftur í tímann.
Stranglers stæla Doors, R.E.M.
stæla Byrds og þar fram eftir
götunum. Við höfum kannski ekki
enn náð að sýna okkar rétta and-
lit í frumsömdu efni, þaö sem
hefur komið frá okkur af slíku
hefur verið mjög létt og þá
kannski meira í grínformi en hitt.
Það býr hinsvegar í okkur bítla-
rokk sem við förum að láta heyr-
ast frá okkur innan skamms.
Hvað réð lagavalinu?
Það er náttúrulega endalaust
hægt að rífast um það hvaða lög
séu best frá þessum árum, en
við völdum um fjörutíu lög á spól-
ur og tíndum síðan úr því lög sem
var búið að gera góö skil með
hinum og þessum og komu því
ekki til greina, en við spáðum líka
mikið í það hvaða lög væru fáan-
leg í dag.
Það má segja að Rúnar Gunn-
arsson ráði nokkrum ríkjum á
plötunni, því hann á á henni fjög-
ur lög. Okkur finnst líka að hann
hafi verið yfirburða maður á
þessum árum, hann samdi fram-
úrskarandi lög, sem ekki hafa
verið endurflutt að ráði og okkur
fannst að það væri kominn tími
til að unglingar ættu þess kost
að kynnast þeim.
Við erum ekki að reyna að
bæta um betur með útsetningar
á lögunum, enda finnst okkur a
það sé ekki hægt, upprunalega
útgáfan er alltaf best. Það hefur
verið of mikið gert af því að taka
upp gömul lög og eyðileggja þau
með einhverjum tölvugraut. Við
höfum reynt að hafa þetta allt
sem líkast upprunalegri útsetn-
ingu og sem dæmi má nefna að
söngurinn hefur eiginlega allur
verið tekinn upp í einum rykk,
þannig að þú getur fundið feilnót-
ur á plötunni ef þú leitar, en okk-
ur er sama ef andrúmsloftið nær
í gegn, því það skiptir mestu
máli aö lögin fái aö heyrast.
Það er þá hugsjón f útgáf-
unni.
Þetta er eiginlega eingöngu
hugsjón, því upphaflega ætluð-
um við að gefa plötuna út í febrú-
ar, en útgefandinn taldi okkur á
að bíða með hana.
Hvernig hefur gengið að spila
þessi lög á tónleikum og böll-
um?
Það hefur gengið mjög vel þó
viö séum oft að spila fyrir krakka
sem voru ekki fæddir þegar þessi
lög voru vinsæl, en þeir kunna
þau oftast utanað. Við erum líka
með dansdagskrá með gömlum
erlendum slögurum og þeir hafa
líka fallið vel í kramið, en við erum
sennilega með um 200 lög æfð.
Verður platan kynnt með
hljómleikahaldi?
Við höfum verið að spila þessi
lög út um allt og höldum því eitt-
hvað áfram. Stærstu tónleikarnir
hér í bænum verða á Hótel Borg
1. desember. Það eru allir aö
benda okkur á það að vera í
Hótel íslandi, en það næst aldrei
stemmning af viti þar. Þá er betra
að vera á Borginni á litlu sviði
með áheyrendur ofan í sér.
Hvaða vonir gerið þið ykkur
með þessa plötu?
Það sem skiptir mestu máli
er að útgefandinn komist vel frá
þessu, því hann hefur staðið svo
vel að öllu gagnvart okkur, en
það skiptir engu meginmáli hvort
hún seljist í 3.000 eða 10.0000
eintökum. Það væri þó gaman
að fá gullplötu, en það er ekkert
markmið í sjálfu sér. Við eigum
þó eins von á því að platan eigi
eftir að seljast vel, enda höfðar
hún til breiðs áheyrendahóps.
Það fer þó kannski mest eftir því
hvernig okkur tekst að ná til
krakkanna.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar I
íbúð óskast!
Óskum eftir stórri íbúð, „penthouse", eða
einbýli frá og með 1. des. Góð greiðslugeta.
Meðmæli. Vinsamlegast hringið í síma
680443 og 42969.
atvinnuhúsnæði
Verslunarhúsnæði
til leigu á Barónsstíg 20. Húsnæðið er 50
m2 að stærð og laust nú þegar.
Upplýsingar í símum 14118 og 37680 í dag
og næstu daga.
Laugavegur
í þekktu húsi við Laugaveg er til sölu ca 225
fm 3. hæð í góðu nýl. steinh. Lyfta. Eign sem
hentar fyrir tannlækna, lækna, arkitekta og
fleiri. Framtíðareign. Laus fljótl.
Fasteignamiðlun,
sími 687768.
nauðungaruppboð
Nauðungaruppboð
Aö kröfu Rúnars Mogensen, hdl., verður ósamsett stálgrindarhús
af Butler-gerð, talin eign Viko hf., selt á nauðungaruppboði sem fram
fer í Austurmörk 16-18, Hveragerði, þriðjudaginn 15. nóvember
1988 kl. 14.00. Greiðsla við hamarshögg.
Selfossi, 7. nóvember 1988.
Uppboðshaldarinn i'Árnessýslu.
Nauðungaruppboð
Að kröfu Landsbanka fslands, Helga V. Jónssonar, hrl., Ævars Guð-
mundssonar. hdl., Guðjóns Ármanns Jónssonar, hdl., verður jarðýta
International TD-15 , eign Fossverks sf., seld á nauðungaruppboði
sem fram fer í Súluholti, Villingaholtshreppi, mlövikudaginn 16. nóv-
ember 1988 kl. 14.00. Grelðsla við hamarshögg.
Selfossl, 7. nóvember 1988.
Uppboðshaldarinn I Árnessýslu.
Perestrojka í Kína?
Stjórnmálaþróunin í
Rauða Kína
Dr. Amór Hannibalsson dósent í heim-
speki við Hákóla fslands kemur á fund
fimmtudagskvöld 10. nóvember kl. 20.30
f Valhöll.
Amór, sem við fraeðistörf á síöasta ári, mun
fara nokkrum oröum um þróunina frá sósfal-
isma til aukins frelsis, og þá staöreynd að
menn eru i auknum maeli að átta sig á þvi
að félagshyggjan í þessu stærsta alræöisriki
veraldar gengur ekki upp.
Allt áhugasamt sjálfstæðisfólk velkomlð.
Utanrikismálanefnd SUS.
Vetrarfagnaður
íHlégarði
f samvinnu við SUS stendur FUS Mosfellsbæ fyrir stórdansleik
laugardaginn 12. nóvember i Hlégarði f Mosfellsbæ. Sætaferðir verða
frá Valhöll kl. 21.00. Boðiö veröur upp á Ijúffengan málsverö og siöan
taka við frábær skemmtiatriðl. Hin landsfræga eftirherma Jóhannes
Kristjánsson skemmtir gestum, Árni Johnsen tekur lagið og margt
fleira. Hljómsveitin Kátir piltar leikur fyrir dansi. Aögöngumiði gildir
sem happdrættismiði og vinningar í forml utanlandsferða.
Verð aðgöngumiða er kr. 1.500,-
Sláðu til, þvf ekki veitir af að lyfta sér aðeins upp á þessum síöustu
og verstu timum vinstri stjórnar.
Allt sjálfstæðisfólk velkomiö.
Miðasala og nánari upplýsingar f Valhöll, sfml 82900.
Fjölmennuml
Málfundafélagið Óðinn
Aðalfundur
Aðalfundur Málfundafélagsins Óðins verð-
ur haldinn miðvikudaginn 9. nóvember f
Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 20.30, f kjallara-
sal.
Gestur fundarins verður Sólveig Péturs-
dóttir, varaþingmaður.
Dagskrá fundarins:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Gestur fundarins.
3. Almennar umræður.
Félagsmenn eru hvattlr til að mæta á fundinn.
Stjómin.
Sauðárkrókur
- sjálfstæðiskonur
Fundur f Sæborg fimmtudagskvöld 10. nóvember kl. 20.30.
Fundarefni:
1. Fréttir af kjördæmisþingi á Siglufirði 29.-30. okt.
2. Vetrarstarfið.
Kaffi á könnunni.
Stjómin.
F.U.S. Njarðvík
Aðalfundur
Aöalfundur Félags ungra sjálfstæðismanna i Njarövfk veröur haldinn
miðvikudaginn 9. nóvember i Sjálfstæðishúsi Njarðvíkur kl. 20.30.
Dagskrá fundarins:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Almennar umræöur.
Stjómin.
Skóga- og Seljahverfi
Aðalfundur
Félag sjálfstæðismanna i Skóga- og Seljahverfi heldur aöalfund miö-
vikudaginn 16. nóvember, í Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. önnur mál
Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn.
Stjómin.