Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988 47 KNATTSPYRNA Hlakka til að leika með Val - segir Bjami Sigurðsson sem gekk í raðirValsmanna í gær „ÉG hlakka til að koma heim og leika með Val nœsta keppnistímabil," sagði Bjarni Sigurðsson, landsliðsmark- vörðurinn snjalli í knatt- spyrnu, eftir að hann hafði tekið ákvörðun um að leika með bikarmeisturum Vals nœsta keppnistímabil. Bjami hefur verið besti mark- vörður íslands undanfarin ár og hefur átt fast sæti { íslenska landsliðinu. Hann hefur leikið með norska félaginu Brann frá Bergen í fjögur ár. Áður en hann hélt utan 1985 lék hann með ÍA. „Mér líst vel á Valsliðið og þá góðu aðstöðu sem félagið hefur. Eg þekki vel til Harðar Helgason- ar, þjálfara Vals, þar sem hann þjáifaði ÍA-liðið I tvö ár meðan ég var á Skaganum. Ég treysti honum 100 prósent og það á sinn þátt í því að ég fer til Vals. Einn- ig spilar það inní að atvinnumögu- leikar mínir, þar sem ég get nýtt Bjaml Slgurðsson kemur til með að vetja mark Valsmanna næsta sumar. mér menntun mína, eru meiri í Reykjavík en úti á landi," sagði Bjami. Hann sagði að þessi fjögur ár með Brann hafi verið góður og lærdómsríkur tími sem hann hefði ekki viljað missa af. „Það hefur verið gott að búa í Bergen og ég hef eignast marga góða vini. En ég hef alitaf haft svolitla hehnþrá og það verður spennandi að ieika í 1. deildinni heima á ný.“ Bjami flyst heim til íslands ásamt Qölskyldu sinni um miðjan desember og hyggst byrja að æfa með Val strax eftir áramótin eftir að hann hefur komið sér fyrir. Valsmenn hafa nú fengið-mik- inn liðsstyrk frá því á siðasta sumri. Halldór Áskelsson, Þór Akureyri og Heimir Karisson, sem lék með og þjálfaði Víði Garði, hafa báðir ákveðið að ganga til liðs við Hlíðarendaliðið. Valsliðið verður að teljast til alls lfklegt í sumar með þessa nýju leikmenn innanborðs. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI Fjarvera Amórs er mikil blóðtaka fyrir Anderlecht Ásgeir og félagar leika gegn Dinamo Zagreb í Stuttgart ípRÚmR FOLX ■ HÖRDUR Hilmarsson hefur verið ráðinn þjálfari 2. deildarliðs Selfoss í knattspymu fyrir næsta keppnistímabil. Hörður hefur feng- ist áður við þjálfun, var aðstoðar- maður Ian Ross hjá Val og einng var hann aðstoðarmaður hjá Inga Birni Albertssyni hjá FH. Hörður tekur við Selfossliðinu af Magnúsi Jónatanssyni sem þjálfar Þrótt í 3. deild. ■ PETER Shilton, markvörður Derby, var ekki valinn í enska landsliðshópinn fyrir landsleikinn gegn Saudi Arabíu í næstu viku. Shilton, sem á 102 iandsleiki að baki, hefur átt fast sæti í enska landsliðinu undanfarin ár og kemur því þessi ákvörðun Bobby Robson, landsliðseinvalds, því nokkuð á óvart. Chris Woods, Glasgow Rangers, sem hefur verið vara- markvörður er heldur ekki í náðinni hjá Robson að þessu sinni. Hann valdi Dave Beasant, Newcastle og Daved Seaman sem markverði í þeirra stað. Gary Stevens, Terry Butcher, Tony Dorigo og Mick Hardord em heldur ekki i hópnum. Enska landsliðshópurinn er skipað- ur eftirtöldum leikmönnum: Mark- verðir. Beasant og Seaman. Vam- armenn: Mel Sterland, Paul Park- er, Stuart Pearce, Tony Adams, Des Walker, Gary Pallister og Michael Thomas. Miðvallarleik- menn: Paul Gascoigne, Bryan Robson, Steve Hodge og David Rocastle. Framheijar: Peter Be- ardsley, Tony Cotte, Gary Line- ker, Alan Smith, John Barnes, Chris Waddle og Brian Marwood. ■ E VERTON gerði j afntefli við Oldham, 1:1, á heimavelli sínum í 3. umferð enska deildarbikarsins í gærkvöldi. Liðin verð því að leika aftur á heimavelli Oldham. Einn leikur var í 2. deild. Ipswich sigr- aði Walsall, 3:1. ■ BORIS Becker, vestur-þýski tenniskappinn, getur ekki tekið þátt í sterku móti sem fram á að fara í Stuttgart um helgina. Hann er meiddur á fæti og verður frá keppni í minnst 10 daga. Asgeir Sigurvinsson verður í sviðsljósinu í kvöld þegar Stuttgart fær Dinamo Zagreb frá Júgólsavíu í heimsókn í UEFA- •■■■■■ bikarkeppninni. Frá Bjama Möguleikar Ásgeirs Markússyni og félaga á að kom- iBelgiu ast áfram em miklir, þar sem þeir unnu, 3:1, í fyrri leik liðanna. Amór Guðjohnsen verður aftur á móti illa fjarri góðu gamni þegar KNATTSPYRNA Bremen áfram WERDER Bremen gerði marka- laust jafntefli viö Glasgow Celtic í síðari leik liðanna í Evr- ópukeppni meistaraliða i Bremen í gærkvöldi. Bremen fer því áfram í 3. umferð þar sem liðið sigraði Celtic, 1:0, í fyrri leiknum. Werder Bremen var betra liðið í gærkvöldi og fékk nokkur góð marktækifæri. Besta færið fékk Karlheinz Riedle er hann átti hörku- skalla sem var bjargað á línu í fyrri hálfleik. Stuttu síðar varð Pat Bonner, markvörður Celtic, að taka á honum stóra sínum til að bjaga þrumuskoti frá Mirko Votava. Eina færi Celtic fékk Mark McGheee er hann átti skot af 20 metra færi sem smaug stöngina utanverða. Ujpest Dozsa úr lelk Bordeaux lék siðari leik sinn gegn Ujpest Dozsa, andstæðingum ÍA í 1. umferð, í Evrópukeppni félags- liða í gær og sigraði 1:0. Sigur- markið gerði Jean Marc Ferreri á 73. mínútu úr vítaspymu. Frakk- amir unnu fyrri leikinn með sömu markatölu á útivelli. Anderlecht og Mechelen í Evrópu- keppni bikarhafa í Brussel. „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur að leika án Amórs, því að með krafti sínum og hraða skapar hann usla í hvaða vöm sem er. Við verðum því að finna aðra lausn til að bijóta Mechelen á bak aftur," sagði Rym- ond Goethals, þjálfari Anderlecht í viðtali við „La Demiere Hieure" í gær. Marc Wilmots, sem skoraði sigur- mark, 1:0, Mechelen, í fyrri leik lið- anna, sagði í riðtali við „Le Soir“ að Mechelen hefði tvöfalt forskot á Anderlecht — í fyrsta lagi eitt mark og í öðm lagi að Guðjohnsen léki ekki. „Það er erfítt fyrir Anderlecht að fínna mann í stað hans, því að Guðjohnsen hefur þá hæfileika að geta snúið tapaðri stöðu Anderlecht { sigur," sagði Wilmots. KNATTSPYRNA Guðmundur Baldursson. Ætla að hugsa málið -segirGuðmundur Baldursson markvörðurw.. KNATTSPYRNA / BELGIA Þjálfari Genk rekinn Emst Kunnecke, vestur-þýski þjálfarinn hjá belgíska íiðinu Genk sem Guðmundur Torfason leikur með, var í gær rekinn frá félag- inu. Ástæðan er sú að gengi liðsins hefur ekki verið upp á marga físk- ana í vetur. Genk, sem er i neðsta sæti deildarinnar, hefur aðeins unnið einn af síðustu 14 leikjum sínum á timabilinu. Jef Vliers, sem er belgískur, hefur verið ráðinn til að taka við liðinu af Kunnecke. Eg var nú bara að heyra þetta rétt áðan að Bjami væri að koma. Ég hef bara ekki ákveðið hvað ég geri næsta sumar og ætla að taka mér svolitinn tíma í að hugsa málið," sagði Guðmundur Baldursson, markvörður Vals í sam- tali við Morgunblaðið. „Valsliðið verður mjög sterkt næsta sumar. Bjami, Halldór og Heimir eru góðir leikmenn og ég geri ráð fyrir að við höldum þeim leikmönnum sem fyrir em. En hvað mig varðar þá ætla ég ekki að ákveða neitt fyrr en að vel athug- uðu máli,“ sagði Guðmundur. HANDKNATTLEIKUR Leik FH og KA frestað? Sættir náðust ekki í „Viggósmálinu" DÓMARARNIR þrettán standa við þá ákvörðun sfna að dæma ekki leiki hjá þvf félagi sem Viggó Sigurðsson stjórnar. Þetta var niðurstaða fundar hjá dómurunum 13 í gærkvöldi. En eins og áður hefur komið fram hafa átt sér stað allsnörp orðaskipti milli Viggós og dómara sem dæma M.deild. Dómaranefnd HSÍ hélt fund með Viggó Sigurðssyni og fleimm og freistaði þess að ná sáttum í „Viggósmálinu" svokall- aða. Niðurstaða fundarins var sú að reyna að láta málið niður falla. Farið var með yfírlýsingu frá Viggó Sigurðssyni inn á fund með dómumnum sem skrifuðu undir skeytið sem sent var Viggó á sunnudaginn. Þar vom dómaram- ir ákveðnir í að standa á sinu og málið því óleyst. FH og KA eiga að leika i kvöld ' í Hafnarfirði og seint í gærkvöldi hafði ekki tekist að útvega dóm- ara á leikinn. GunnarKjartansson og Rögnvaldur Erlingsson vom upphaflega settir á þennan leik, en þeir hafa neitað að dæma. „Ef mér tekst ekki að útvega dómara fyrir hádegi verður honum frest- að. Við reynum allt sem við getum til að leysa þetta mál,“ sagði Gunnar K. Gunnarsson, formaður dómaranefndar HSÍ, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.