Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988 15 Ókei! Bæ! eftir Hjörleif Guttormsson Fyrir einni öld lá stríður straum- ur Islendinga vestur um haf til nýrra heimkynna. Þetta fólk var að flýja óblíð kjör og landþrengsli heima fyrir í von um betra líf á sléttum Norður-Ameríku. Það fór með fátæklegar pjönkur sínar og hímdi ofan þilja í velkingi yfir haf- ið. Einar Kvaran dró upp mynd af þessum flóttamönnum í sögu sinni Vonir. Halldór Laxness móðgaði næstu kynslóð Vestur-íslendinga með því að riija upp veruleika þessara allslausu landnema í sög- unni Nýja ísland. Einn fjársjóð höfðu þó þessir dúðadurtar úr norðri, karlar og kerlingar, með sér vestur: íslenska tungu. A vörum þeirra lá alþýðu- mál, í huga þeirra bjó hrafl af sög- pm, rímum og ljóðum, sem enginn gat frá þeim tekið. Fyrsta kynslóð þessara útlaga lagði mikla rækt við þennan fjársjóð, sem birtist okkur í ljóðum Stefáns G.: Fjærst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín ... Síðan fór að halla undan, eins og hjá öðrum þjóðarbrotum. Ruben Nilson og Magnús Asgeirs- son minna okkur á það í Ameríku- bréfi, sem hinn síðamefndi þýddi: Já, nú vil jeg rita heim to you eitt lítið letters bréf, því mig langar til að segja eitt við þig... Vertu sæl. Ég bið að heilsa Aðeins hundrað ár eru liðin frá því afabræður okkar og ömmu- systur stóðu við landganginn og kvöddu tárvot þá sem fylgt höfðu þeim til skips. Vertu sæl! Ég bið að heilsa heim! Þessar kveðjur og heitstrengingar um að varðveita tengslin runnu saman við fjöllin sem sigu í sæ þegar skútan fjar- lægðist. Nú' eru íslendingar velmegandi og telja sig gjaldgenga meðal þjóða. Velklæddar kynslóðir streyma til útlanda tugþúsundum saman á hverju ári, ékki til að nema nýtt land heldur sér til skemmtunar og heilsubótar eða til að sækja þekkingu til að flytja heim á ný. Leiðin liggur um glæsta flugstöð sem Bandaríkjamenn tryggðu sér aðgang að þá henta þykir, þar sem kóka-kóla auglýs- ing heilsar mönnum við heim- komu. Finnist fólki taka því nú til dags að fýlgja kunningjum úr hlaði suð- ur á völl hjómar að skilnaði annað- hvort bless, bless! eða líklega oftar bæ, bæ!, og það er sosum engin ástæða til að tárast: See you soon, darling! Ókei ma! Það vakti nokkra athygli fyrir einum tveimur áratugum, þegar þjónustuliði á skrifstofum og í verslunum höfuðborgarinnar var kennt á örskömmum tíma að svara þakkarorðum viðskiptavina (t.d. „þakka þér fyrir!“) með: Gjörðu svo vel! Sveitamenn eins og undir- ritaður hrukku við við slíka kveðju, höfðu vanist því í fásinninu að svarað væri: Ekkert að þakka! eða jafnvel fyrirgefðu! Það síðara e.t.v. Hjörleifur Guttormsson „Það vakti nokkra at- hygli fyrir einum tveimur áratugum, þeg- ar þjónustuliði á skrif- stofum og í verslunum höfðuðborgarinnar var kennt á örskömmum tíma að svara þakkar- orðum viðskiptavina (t.d. „þakka þér fyrir!“) með: Gjörðu svo vel! Sveitamenn eins og undirritaður hrukku við við slíka kveðju, höfðu vanist því í fá- sinninu að svarað væri: Ekkert að þakka! eða jafiivel fyrirgefðu! Það síðara e.t.v. frá áhrif- um úr dönsku.“ frá áhrifum úr dönsku. Hér hafði viðskiptaheimurinn hins vegar þvegið af sér afdalamennskuna og fundið splunkunýja íslenskun á enska frasanurri You are welcome! Enn í dag fínnst mér eins og blaut- ur klútur sé settur fýrir vit mér, þegar þessi uppfínning berst mér í eyru. Allt er þetta þó vesöl byijun miðað við það hagræði sem nýjast er af nálinni og leyst hefur mikinn vanda óþjállar íslensku, en það er ókei! Á örfáum árum hefur þetta stutta, þjála og meiningarlausa orðskrípi lagst í munn íslendinga, bama og fullorðinna, sem nota það af mikilli leikni og hugkvæmni. Það leysir af hólmi durgsleg og klúr orðatiltæki eins og t.d.: Allt í lagi! Ágætt! Fínt! Gott er nú það! Það er vel! að ógleymdu alls konar hiksti og stami til uppfyll- ingar: „Héma! Hvað vildi ég sagt hafa! Hm! Jamm! Hvarvetna getur þetta fjögurra stafa orð passað inn í mál vort: í upphafi máls, inni í miðri setningu og svo í lokin, jafn- vel sem kveðja: Ókei! Bamfóstmr segja mér að litlu krílin komi með þetta af heimilun- um áður en þau losna við bleyjum- ar og foreldramir mæla þetta fyrst orða, þegar þau vitja afkvæma sinna. Er allt ókei? Já, ókei ma! Þú mikli eilífi andi_____ Það er dálítið broslegt, að á sama tíma og lærðir menn og leik- ir hamast við að íslenska erlend heiti á tækninýjungum og fræði- orðum af öllu hugsanlegu tagi skuli þjóðin gera sér lítið fyrir og losa sig við á einu bretti við marg- háttuð óþægindi og ambögur, sem liðnar kynslóðir og við, þessi mið- aldra, höfum verið að dragast með, — og setja í staðinn þjált og nútímalegt orð: Ókei. Ég minnist þess hvað mér þótti ungum gaman að fara með kvæði Steins Steinars Hudson Bay, þar sem síðasta erindið er svona: I nótt mun ég krókna úr kulda í kofa við Hudson Bay. Þú mikli eilífi andi. Ó Key. Það skyldi þó ekki vera að íslensk tunga eigi á hættu að krókna og það við sjálfan Faxa flóa. Þannig renna Nýja ísland og Gamla ísland óðfluga saman í eitt. Ókei? Á allraheilagramessu 1988. Bæ! Bæ! Höfundur er einn afalþingis- mönnum Alþýðubandalags. í Kaupmannahöfn F/EST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Liggja peningamir þínir undir shemmdum? SKAMM TÍMABRÉF Þú ert ef til vill meðal þeirra, sem bónar bílinn þinn reglulega og heldur húsnæðinu þínu vel við. Á það sama við um þeningana þína'? Kannski tilheyrir þú þeim hópi sem er í biðstöðu á fasteignamarkaðnum og hefuryfir fjármagni að' ráða eða átt von á greiðslu. Heldur því að þér höndum, vilt ekki bindaféð en geymir það ofan í skúffu eða bara á tékkhefíinu. Á þennan liátt er því eldii vel við haldið. Skammtímabréf Kauþþings er bœði hagkvœm og örugg ávöxtunarleið sem á sérlega vel við í lilfellum sem þessum. Þau fást í einingum sem henta jafnt einstaklingum sem fyrirlœkjum með mismunandi fjárráð; frá 10.000 til 500.000 króna. Þau má innleysa svo til fyrirvaralaust og án alls innlausnarkostnaðar. Bréfin eru fullkomlega örugg. Fé sem lagt er í Skammtímabréf Kaupþings er eingöngu ávaxtað í bönkum, sparisjóðum og hjá opinberum aðilum. Ávöxtun Skammtímabréfa er ácetluð 8-9% umfram verðbólgu, eða alll að fjórfalt hcerri raunvextir en fengjust á venjulegum bankareikningi. Haltu peningunum þínum vel við, með Skammtímabréfum. KAUPÞING HF Húsi verstunarinnar, sími 91-686988 Kaupþing Norður/ands, Ráðhústorgi 5, Ahureyri, simi 96-24700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.