Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988 Bretland: Dómsmálaráðherrann rekinn úr söfhuði sínum St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MAGKAY lávarði, dómsmálaráð- herra i ríkisstjóm Margaretar Thatcher, var vikið úr skosku öldungakirkjunni siðastliðinn fostudag fyrir að hafa sótt ka- þóiska sálumessu. Mackay er æðsti yfírmaður skoska dómskerfisins og hins enska, en þau eru aðskilin. Hann var dómari í Skotlandi, áður en hann tók sæti í ríkisstjóm Thatch- ers á síðasta ári, þegar Havers lá- varður varð að láta af störfum vegna heilsubrests. Breski dóms- málaráðherrann tekur ekki form- legan þátt í störfum ríkisstjómar- innar, né ber hann á þeim ábyrgð, þótt har.n sitji ríkisstjómarfundi. Ástæðan er aðskilnaður dómsvalds og framkvæmdarvalds. Mackay er meðlimur í Öldunga- kirkjunni í Skotlandi, sem hefur um 7000 skráða meðlimi. HÚn klofnaði úr skosku fríkirkjunni í lok síðustu aldar. Trúarkenning hennar er kalvínsk og mjög ströng. Öldunga- kirkjufólkið verður að halda hvfldar- daginn heilagan, má ekki lesa dag- blöð á sunnudögum, horfa á sjón- varp, elda mat eða vinna nokkur önnur verk. Kenningin var sett fram 1643 og þessi kirkja hefur ekki viljað víkja frá henni í neinu. Kenningin kveður á um, að Jesús Kristur sé eini yfírmaður kirkjunnar, og páfínn sé andkristur, sem helji sig upp innan kirkjunnar á kostnað Krists. Filippseyjar: Tugir manna taldir af Manila, Brilssel. Reuter. Þar segir einnig, að kaþólsk messa sé níðingsverk gegn fóm Krists. Mackay sótti kaþólska sálumessu til minningar um Wheatley lávarð, dómara og starfsfélaga sinn, sem haldin var síðastliðið sumar. Réttur öldungakirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu, að Mackay hefði brotið gegn kenningunni og skyldi víkja sem öldungur kirkjunnar í sex mán- uði og fengi ekki að þiggja sakra- menti í þann tíma. Safnaðarstjóm öldungakirkjunn- ar í Edinborg, þar sem Mackay býr, hefur áfrýjað dómnum til kirkjuþings, sem haldið verður næsta vor. Einn prestur hennar hefur gagnrýnt ákvörðunina og segist styðja Mackay. Búist er við, að honum verði vikið frá störfum um hríð. Iran-Irak: Reuter Hrapaði niðurá ibúðnrhús Stél indverskrar orrustuþotu af gerðinni MIG-21 í rústum íbúðar- húss i Nýju Delhí. Bilun kom upp í þotunni í gær og hrapaði hún niður á húsið með þeim afleiðingum að níu manns slösuðust. Flug- maðurinn komst hins vegar út áður en þotan skall til jarðar og bjargaðist í fallhlíf. Hann slapp ómeiddur. seven SEAS VÍTAMÍN DAGLEGA GERIÐ GÆÐA SAMANBURÐ ÖEVEN ('rrnno i.u JÁRN (y)torenco HEILDSÖLUDREIFING Laugavegi 16, simi 24057. ÞÚSUNDIR Filippseyinga flúðu heimili sin þegar fellibylurinn Skip geisaði í Filippseyjum í fyrradag. Talið er að rúmlega 30 manns hafl farist af völdum Blikur á lofti í Mðar- Japan: Blóðþrýst- ingur keisar- ans lækkar Tókýó. Reuter. HEILSU Hirohitos Japanskeis- ara hrakaði enn í gær og hefur blóðþrýstingur hans t.a.m. ekki verið lægri frá þvi hann veiktist 19. september sl. Samkvæmt upplýsingum tals- manns keisarahirðarinnar féll blóð- þrýstingur keisarans í gær. Svoköll- uð efri mörk lækkuðu úr 126 f 68 og neðri mörk úr 60 í 30. Fyrir veikindin voru efri og neðri mörkin 130/65. Ennfremur jókst hjartslátt- ur hans úr 80-90 slögum á mínútu í 120. Jafnframt þrýstingslækkuninni hækkaði líkamshiti keisarans úr 36,5 gráðum í 39. Tapaði hann einnig nokkru blóði og fékk því 0,6 lítra blóðgjöf. í gær dró nokkuð af keisaranum, sem er 87 ára. Hann heldur þó enn meðvitund, að sögn talsmanns hirð- arinnar. Kóngamyndir fínnast Reuter Fimm þúsund áður óþekktar myndir af bresku konungsQöIskyldunni hafa nú komið upp á yfirborð- ið. Myndirnar voru faldar í baðkari f húsi hertogans af Windsor í Frakklandi en hann afsalaði sér krúnunni til að ganga að eiga Wallis Simpson. Vinstra megin sjást hertoginn og hertogaynjan af Jórvík, síðar Georg konungur VI og drottning hans. Hægra megin er hertogaynjan, móðir Elísabet- ar drottningar, reykjandi pípu. fellibylsins, sem olli miklum flóð- um og skriðuföllum. Skriða féll á fjallaþorp og jarð- skjálfti, sem mældist 5.5 stig á Richter-kvarða, varð á eyjunni Mindanao. Ekki bárust fregnir um mannfall af völdum jarðslqálftans. Fellibylurinn fór yfír Manila, höf- uðborg Filippseyja og stefndi til Suður-Kínahafs í gærmorgun eftir að hafa valdið miklum flóðum og skemmdum. 30 þúsund manns héldu til í kirkjum og skólum í fyrra- dag þegar fellibylurinn geisaði með 175 kflómetra hraða á klukkustund um Camarines Sur og Cebu. Þetta var annar mesti fellibylur- inn á Filippseyjum á tveimur vikum. Framkvæmdastjóm Evrópubanda- lagsins skýrði frá því í gær að hún myndi veita 500.000 ecu (27,3 millj- ónum ísl. kr.) til hjálparstarfsins vegna fellibylsins Ruby sem geisaði á Filippseyjum fyrir tveimur vikum. 112 manns fórust, hundruð manna slösuðust af völdum fellibylsins. viðræðum ríkjanna Genl Reuter. LÍTIÐ miðaði i samningaviðræðum írana og íraka i Genf á mánu- dag. Sagði Ali Mohammed Besharati, aðstoðarutanríkisráðherra ír- ans, við fréttamenn i gær að viðræðurnar gætu staðið i mörg ár en litlar horfur væru þó á því að til styijaldar drægi á ný. Aðstoðar- utanríkisráðherrann er á ferðalagi um Iönd bandamanna íraka við Persaflóa og sagði hann að viðræður væru hafriar á milli írana og Saudi-Araba um að taka upp stjómmálasamband að nýju. Saudi- Arabar slitu stjórnmálasambandi við írani síðastliðið sumar i kjölfar ásakana um að íranir hefðu staðið að baki blóðugum eijum í helgum moskum múhameðstrúarmanna i Mekka. í viðræðunum milli írana og ír- aka í Genf á mánudag sættust aðil- ar á að skiptast á sjúkum og særð- um stríðsföngum. Utanríkisráð- herra íraks, Tereq Aziz, fól forseta Alþjóða Rauða krossins fram- kvæmd málsins. Enn er þó langt í land með að þjóðimar uppfylli ályktun Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna um brott- flutning heija og gagnkvæm stríðsfangaskipti. íranir vilja ekki að frekari fangaskipti fari fram fyrr en írakar hafa yfirgefíð íranskt landsvæði.Áætlað er að um 100.000 stríðsfangar séu enn í haldi í hvoru landinu. Samningaviðræðumar í Genf á mánudag, sem utanríkisráðherrar landanna, Ali Akbar Velayati og Tereq Aziz, tóku þátt í stóð yfír í 5 klukkustundir. Að honum loknum sagði Ali Akbar Velayati að fundur- inn hefði verið langur en árangurs- laus. Tereq Aziz, utanríkisráðherra ír- aks, sagðist hafa sagt viðræðu- nefnd írana að írakar hræddust ekki hótanir írana eftir átta ára styijöld og átti hann við hótun leið- toga byltingarvarða í íran, Mohsen Rezaei, á sunnudag um að íranir myndu senda aukinn liðstyrk að landamærum ríkjanna verði ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé virt að vettugi. Jan Eliasson, sáttasemjari á veg- um Sameinuðu þjóðanna, sagðist ekki hafa fengið um það upplýsing- ar frá friðargæsluliðum að vopna- hléið hefði verið brotið. Hann hvatti deiluaðila til að gæta stillingar og halda vopnahléið sem undirritað var 20. ágúst síðastliðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.