Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988 29 Kvenfélag Seljasóknar: Rætt um fiárhagslegt sjálfstæði kvenna YFIR 200 konur sóttu firæðslu- og skemmtifiund hjá Kvenfélagi Seljasóknar í kirkjumiðstöðinni á þriðjudag í fyrri viku þar sem rætt var um fjármál kvenna. Þetta var mun meiri aðsókn en búist var við og var fúndurinn fluttur úr fúndarsal inn í sjálfa kirkjuna til að allir kæmust fyrir. Yfirskrifit fúndarins var „Fjárhagslegt sjálfstæði kvenna“. Til að ræða efnið bauð kvenfélag- ið starfsmönnum Búnaðarbankans, þeim Dóru Ingvarsdóttur, útibús- stjóra Seljaútibús, Eddu Svavars- dóttur, skipulagssstjóra og Elínu Sigfúsdóttur, viðskiptafraeðingi á fundinn. Dóra Ingvarsdóttir flutti framsöguerindi, en síðan voru fyrir- spumir þar sem gestir fundarins sátu fyrir svörum. Rætt var um vaxtamál, verðtryggingu, ábyrgð fjárskuldbindinga, viðskiptavild í bönkum, bankaþjónustu og fleira. Tilgangurinn var að gera konur meðvitaðar um stöðu þeirra í fjár- málum fjölskyldunnar og sam- ábyrgð hjóna og sambýlisfólks á fjárskuldbindingum, skattamálum og fleira. í frétt frá Kvenfélaginu segir að dæmi séu um að konur hafi staðið frammi fyrir því að heim- ili þerirra væm komin að nauðung- aruppboði án þess að þær hafi haft vitneskju um það. Kvenfélag Seljasóknar hefur nú starfað á áttunda ár og félagskonur eru um 150 að viðbættum 26 konum sem gengu í félagið á þessum fundi. Tilgangur félagsins er að vinna að málefnum safnaðarins og hvers konar öðrum menningar- og líknar- málum og auka félagslíf í hverfinu. Félagið hefur aðstöðu í kirkjumið- stöð Seljasóknar og félagsfundir eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann. Lottósparnaður: Mikilvægara að tryggja eðlilega ávöxtun sparifjár - segir bankastjóri Verslunarbankans „ÉG HEF litla trú á þessum lottóreikningum. Sparnaður er merki um ráðdeildarsemi, sem á að vera andhverfan við happdrætti,“ sagði Tryggvi Pálsson bankastjóri í Verslunarbankanum. Morgunblaðið ieitaði álits hans á lottósparnaði, sem sagt var firá á viðskiptasíðu blaðsins í gær. Lottósparnaður er leið sem farin hefiur verið til dæmis í Svíþjóð til þess að auka sparnað. Lögð er ákveðin upphæð mánaðarlega á sérstaka reikninga sem um leið eru eins konar lottó. Sé heppnin með, er hægt að fá vinning. Tryggvi segir ekki skorta á sparnað hér á landi, vandinn felist fremur í of miklum fjárfesting- um. Áhugi sparifláreigenda beinist fremur að því að tryggja eðli- lega ávöxtun, en að taka þátt í happdrætti með vextina. Tryggvi sagði aðrar aðstæður vera á Norðurlöndum, þar sem lottóreikningar hafa verið í notkun og til umræðu. Þar er sparifé skatt- lagt og á undanförnum árum hefur margt verið reynt þar til að örva spamað. í Danmörku eru um þessar mundir miklar umræður um að taka upp þetta spamaðarform. „Að því marki sem fjárfestingar eru meiri en innlendur sparnaður eru þær fjármagnaðar með erlendu lánsfé. Erlendar lántökur hafa verið mjög miklar hjá Dönum og hjá þeim hef- ur verið halli á viðskiptum við út- lönd síðastliðin 25 ár. Þess vegna ætti að vera vilji til að auka innlend- an spamað þar,“ sagði Tryggvi. „Ég tel að í samanburði við út- lönd þá sé spamaður hér mikill. Vandamál okkar er að fjárfestingar hafa verið meiri og oft á tíðum hefur verulegur hluti þeirra verið óarðbær. Fjárhagslegur spamaður, til dæmis innlán og verðbréfaeign, hefur farið vaxandi. Á undanförn- um fjórum árum hafa verið sköpuð skilyrði til þess að fólk geti ávaxtað sitt sparifé vel og eignaupptaka fyrri ára er að baki. Aðalatriðið er að styðja þennan spamað og í því efni er mikilvæg- ara að ekki sé hróflað við láns- kjaravísitölunni og að skref til skattlagningar á sparifé séu stigin varfæmislega. Sú trygging sem felst í lánskjaravísitölunni og skattaleg meðhöndlun spariijár er mikilvægari en lottó. Lánskjaravísitalan og þeir vextir sem reiknaðir eru ofan á hana veita öruggar upplýsingar, bæði lánveit- endum og lántakendum, um stöð- una á markaðnum. Ef vísitalan verður afnumin eða ef þær verða margar í gangi, þá er verið að búa til lottó þar sem spumingin er hverj- ir tapa og hve miklu þeir tapa,“ sagði Tryggvi Pálsson bankastjóri. Lagt tíl að starfsheiti fóstra verði lögvemdað1 Finnur Ingólfsson (F/Rvk) mælti i gær fyrir frumvarpi um lög- verndun á starfsheiti og starfsréttindum fóstra. Sagði hann frum- varpið hafa fengið jákvæðar umsagnir allra aðila annarra en embætt- ismanna Reykjavíkurborgar og vitnaði í því sambandi í harðorð ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þá og borgarstjórann í timaritinu Veru. Sólveig Pétursdóttir (S/Rvk) og Albert Guðmunds- son (B/Rvk) mótmæltu þessum ummælum harðlega. Finnur sagði tilgang lögvemdun- arinnar vera að gefa bömum kost á að njóta handleiðslu sérmenntaðs fólks á dagvistarstofnunum og stuðla að viðurkenningu á menntun og störfum fóstra. Skilyrði fýrir því að fá starfsréttindi ætti að vera próf úr Fósturskóla íslands eða sambærilegt nám erlendis. Heimilt skuli þó að ráða ófaglærða, ef fóstr- ur fást ekki til starfa. Finnur sagði frumvarpið hafa fengið jákvæðar viðtökur hjá öllum umsagnaraðilum nema embættis- mönnum Reykjavíkurborgar. Hann vitnaði síðan í harðorð ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Kvenna- listans, um. embættismennina, Davíð Oddsson borgarstjóra og Sjálfstæðisflokkinn. Þar sagði hún meðal annars, að embættismennim- ir væru hollir Sjálfstæðisflokknum og gæfu stundum yfirlýsingar eftir pöntun frá flokknum. Spurði Finn- ur, hvort verið gæti að umsagnimar í þessu máli stöfuðu af andstöðu borgarstjórans við frumvarpið. Sólrún Pétursdóttir sagði að Finnur hefði greinilega misskilið hlutverk sitt í þingsölum. Hann hefði frekar átt að bjóða sig fram til borgarstjómar. Albert Guð- mundsson mótmælti ummælum Finns einnig og sagði að þau 16 ár, sem hann hefði setið fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í borgarstjóm, hefði hann aldrei kynnst því sem Ingi- björg Sólrún lýsti í þessu viðtali. Sagðist hann því efast um sann- leiksgildi orða hennar. Albert sagð- ist að lokum frábiðja sér ummæli af þessu tagi, þótt Borgaraflokkur- inn styddi frumvarpið. Frumvarp um breytt húsnæðislánakerfí: Fjármagnsflutning- ur til höfuðborg- arinnar stöðvaður I gær var frumvarp til laga um breytingu á lögum um Hús- næðisstofúun ríkisins til fyrstu umræðu i neðri deild. Fyrsti flutningsmaður, Matthías Bjarnason (S/Vf), sagði að meg- inefini þess væri, að útlán Bygg- ingarsjóðs skiptust milli kjör- dæma á sama hátt og greitt er til lífeyrissjóðanna, sem kaupa skuldabréf af Húsnæðisstofiiun. Skyldusparnaður búvöruft’amleiðenda Framleiðslugjald verði fellt niður Egill Jónsson (S/Al) mælti fyrir tveimur firumvörpum um land- búnaðarmál í efri deild Alþingis í gær. Fjallar annað um breytingar á lögum um Stofidánadeild landbúnaðarins en hitt um greiðslur til framleiðenda sauðQárafúrða. í frumvarpinu um Stofnlánadeild er meðal annars gert ráð fyrir því að framleiðslugjald verði fellt niður sem tekjustofn deildarinnar en bú- vöruframleiðendur verði skyldaðir til að greiða 2% af söluverði afurða sinna inn á stofnfjárreikninga hjá Stofnlánadeild. Það fé verði síðan notað til greiðslu á fjármagnskostn- aði af lánum eigenda reikninganna hjá deildinni. í greinargerð með frumvarpinu segir, að niðurfelling framleiðslu- gjaldsins þýði auknar tekjur til framleiðenda, en lögbundinn spam- aður á stofnijárreikningum muni auðvelda bændum að standa í skil- um við Stofnlánadeildina. Egill flutti þetta frumvarp á síðasta þingi, en það hlaut ekki afgreiðslu þá. Hitt frumvarpið, sem Egill mælti fyrir, var einnig flutt á síðasta þingi. Var því þá vísað til ríkis- stjómarinnar, þar sem það náði ekki fram að ganga. Frumvarpið felur í sér þá breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, að sérákvæði um gjalddaga og greiðslur fyrir sauð- fjárafurðir verði felld niður. í grein- argerð með frumvarpinu kemur fram, að tilgangur breytingarinnar sé að tryggja greiðslur til framleið- enda sauðfjárafurða með markviss- ari hætti en nú er gert. Núverandi húsnæðislánakerfí hefði haft i för með sér mikinn tilflutning fjármagns til höfúð- borgarsvæðisins. í máli Matthíasar kom ennfremur fram, að gert væri ráð fyrir því í frumvarpinu, að Byggingarsjóð skyldi ávaxta í peningastofnunum víðs vegar um land. Breytingamar hefðu einnig í för með sér, að lána mætti fyrirtækjum til byggingar leiguhúsnæðis fyrir starfsmenn sína. Matthías sagði að lokum, að landsbyggðin ætti i vök að veijast og byggingarframkvæmdir þar hefðu dregist mjög saman. Breyt- ingin væri þýðingarmikið hags- munamál íbúa landsbyggðarinnar og auk þess væri til mikils að draga úr þenslu á höfuðborgarsvæðinu. Margir þingmenn tóku til máls og lýstu flestir yfir stuðningi við meginmarkmið frumvarpsins. Þó voru gerðar nokkrar athugasemdir við ýmis framkvæmdaratriði.' Kristin Einarsdóttir (Kvl/Rvk) taldi til dæmis að með breytingunni yrði húsnæðislánakerfið enn flókn- ara en það er og því fylgdi meiri skriffínska og Hreggviður Jóns- son (B/Rn) sagðist óttast, að breyt- ingin hefði í för með sér að fólk yrði bundið átthagafjötrum. Taldi hann að hugmyndir Borgaraflokks- 4 ins um Húsnæðisbanka væru betri og réttlátari aðferð til að ná mark- miði frumvarpsins. Jón Sæmundur Siguijónsson (A/Nv) vísaði því á bug, að frumvarpið legði átthaga- fjötra á fólk, því þar væri gert ráð fyrir því, að skipting útlána milli kjördæma miðaðist við búsetu um- sækjenda. STUTTAR ÞINGFRETTIR Beiðnir um skýrslur Birgir ísleifúr Gunnarsson (S/Rvk) og fleiri þingmenn Sjálf- stæðisflokks hafa lagt fram beiðni til menntamálaráðherra um skýrslu um undirbúning og efni aðalnámskrár fyrir grunnskóla. Skýrslan komi til umræðu í Sam- einuðu þingi. Pálmi Jónsson (S/Nv) hefur óskað eftir skýrslu frá forsætis- ráðherra um starfsemi Þróunarfé- lags íslands hf. Skýrslan tíundi ársreikninga félagsins, hve miklu fé félagið hafi varið til að örva nýsköpun í atvinnulífi og hvaða fyrirtæki hafi hlotið fyrirgreiðslu frá félaginu. Skýrslan komi til umræðu í Sameinuðu þingi. Þórhildur Þorleifsdóttir (Kvl/Rvk) og fleiri þingmenn hafa óskað eftir skýrslu frá menntamálaráðherra um stöðu list- og verkmenntagreina, heimil- isfræða og íþróttakennslu í skól- um landsins og menntun kennara í þessum greinum. Skýrslan komi til umræðu í Sameinuðu þingi. Tillögur til þingsályktunar Skúli Alexandersson (Abl/Vl) flytur tillögu til þingsályktunar um áætlun um vegaframkvæmdir á Vesturlandi umfram þá langtímaáætlun sem er í gildi. Áætlunin miðist við uppbyggingu vega með bundnu slitlagi á næstu sex árum í Borgarfirði, á Mýrum, Snæfellsnesi og Dölum þar sem umferð er komin yfir 100 bíla meðaltals dagsumferð á ári. Ingi Björn Albertsson (B/Vl) flytur ásamt fleiri þingmönnum tillögu til þingsályktunar um rannsókn á tíðni og umfangi kyn- ferðislegrar misnotkunar á böm- um. Starfshópur, sem sinni þeirri rannsókn, geri jafnframt tillögur um samræmdar aðgerðir til að spoma gegn slíku atferii. Sami þingmaður flytur tillögu um aðgerðir til að koma í veg fyrir innflutning á vömm á fölsuð- um upprunaskírteinum. Tillagan kveður á um skipun nefndar til að kanna leiðir og gera tillögur í þessu efni. Sami þingmaður flytur einnig tillögu til þingsályktunar, sem felur í sér áskomn til mennta- málaráðherra um að „fella brott síðasta málslið 2. málsgreinar 6. greinar reglugerðar nr. 70/1986 um útvarp samkvæmt tímabundn- um leyfum, þannig að kynning og endursögn þular þurfi ekki að fylgja efni sem dreift er viðstöðu- laust um gervihnött og sýnir at- burði sem gerast í sömu andrá“. Asgeir Hannes Eiriksson (B/Rvk) hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar sem felur í sér áskomun Alþingis til heilbrigðis- ráðherra, þessefnis, að hann „undirbúi nauðsynlegar ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir inn- flutning eða framleiðslu, sölu og dreifingu hér á landi á pillum eða öðm efni og búnaði til að eyða fóstri i móðurkviði, nema um sé að ræða viðurkenndan búnað fyr- ir sjúkrahús þar sem aðgerðir fara fram undir læknishendi".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.