Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988
Guðlaug Sigmunds
dóttir - Kveðjuorð
Látin er hún amma mín, Guðlaug
Sigmundsdóttir.
Margar ólíkar tilfínningar bærast
í sál minni við fráfall hennar og svo
er eflaust um fleiri. Ég á margar
ljúfar minningar um ömmu, bæði
úr bemsku og einnig frá þeim tíma
er brotakennd unglings- og fullorð-
insár tóku við. Ekki ætla ég að
tíunda þær minningar hér og læt
öðrum eftir að rekja lífssögu ömmu.
Þó langar mig að geta þess sem
ég tók hvað best eftir í hennar fari;
hún átti til að bera þann innri styrk
sem fáum er gefinn. Svo sterk var
hún og virtist aldrei láta að sér
hvarfla að bugast, hvað sem brim-
rót lífsins færði henni af erfiðleikum
og sorg.
Skömmu áður en hún lést heim-
sótti ég hana þar sem hún hvíldi á
hvítum beð. Er ég hafði setið
nokkra stund hjá henni greip hún
þéttingsfast um hönd mína og
mælti þau orð sem ég á aldrei eftir
að gleyma: „Steinunn, vertu sterk
fyrir mig, fyrir þig og okkur báð-
ar.“ Mér þótti sem hún vildi láta
+
Maðurinn minn,
BJARNI MARKÚSSON
matsveinn
frá Rofabœ, Meðallandi,
Laugarnesvegi 76,
lést í Landspítalanum 5. nóvember.
Lilja Sigurðardóttir
og dætur.
allan sinn styrk streyma til mín.
Ef til vill hef ég aldrei fyrr en nú
gert mér grein fyrir hversu dýrmæt
þessi kona var. mér, þolgæði henn-
ar, seigla og áhrifamáttur. Orð
hennar munu fylgja mér allt mitt
líf og vonandi einnig sá styrkur sem
hún vildi miðla til mín.
Guð blessi elsku ömmu mína.
Líkaminn var hennar hús en eftir
þessi vistaskipti er hún okkur hulin
en þó nálæg. Blessuð sé minning
hennar um alla tfð.
Steinunn Ásmundsdóttir
t
Útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
ÓLAFS NORÐFJÖRÐ KARDAL,
Rauðagerði 12,
fer fram frá Bústaöakirkju föstudaginn 11. nóvember kl. 15.00.
Helga Stefánsdóttlr Kárdal,
Jónina Ó. Kárdal, Anna Marfa Kárdal,
Sylvia May Peiluck, Anthony Peiluck
og barnabörn.
Leiðrétting
í grein um íslenskar nunnur,
sem birtist í C-hluta sunnudags-
blaðs, misritaðist nafn einnar
þeirra. Var Steinunn Bjarnar-
dóttir, ranglega sögð Bjarnadótt-
ir. Morgunblaðið biðst velvirð-
ingar á þessum mistökum.
Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálf-
stæðisflokksins á Norðurlandi vestra:
Þorgrímur Daníels-
son kjörinn formaður
Skoðanakönnun um frambjóðendur
fer fram fyrir næstu þingkosningar
ÞORGRÍMUR Danielsson var
kjörinn formaður kjördæmisráðs
Sjál&tæðisflokksins í Norður-
landskjördæmi vestra á aðalfimdi
þess, sem haldinn var á Siglufirði
29.-30. október. Þorgrimur er frá
Tannastöðum i Hrútafirði. Hann
er aðeins 24 ára gamall; einhver
yngsti maður, sem gegnt hefur
embætti formanns kjördæmisráðs
í Sjálfstæðisflokknum og þar með
einn yngsti miðstjórnarmaður
flokksins einnig.
Á aðalfundinum var samþykkt álit
frá undirbúningsnefnd vegna al-
þingiskosninga, þar sem lagt er til
að ekki verði efnt til prófkjörs er
' sjálfstæðismenn í kjördæminu velji
frambóðendur sína fyrir næstu kosn-
ingar, heldur verði skoðanakönnun
meðal flokksmanna, þar sem leitað
verði eftir frambjóðendum. Tvöfalt
iqórdæmisráð (aðalmenn og vara-
menn) geri síðan tillögu um skipan
framboðslista.
Þorgrímur Daníelsson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að hann legði
höfuðáherslu á þrjú atriði í starfi
lqórdæmisráðsins. I fyrsta lagi vinn-
una við val á framboðslista, í öðru
lagi málefnavinnu fyrir landsfund
flokksins á næsta ári, og loks eflt
flokksstarf í kjördæminu. Þorgrímur
sagði að hann teldi æskilegt að und-
irbúa landsfund betur heima í kjör-
dæmi, til dæmis með stefnuskrárráð-
stefnu á borð við þá sem sjálfstæðis-
menn í Reykjavík héldu fyrir
skömmu. „Það er mjög heilbrigt og
Morgunblaðið/Þorkell
Þorgrímur Daníelsson
gott að koma saman og ræða um
afstöðuna til ýmissa mála fyrir lands-
fund; menn koma þá betur undirbún-
ir til landsfundar og stefnan verður
væntanlega markvissari," sagði
hann.
Þorgrímur gat þess að starf ungra
sjálfstæðismanna í kjördæminu hefði
verið mjög öflugt að undanfömu. í
fyrrasumar stofnuðu þeir eigin kjör-
dæmissamtök, sem mikil gróska er
í að sögn Þorgríms. Þá hafa ungir
sjálfstæðismenn hafið útgáfu blaðs,
Fálkans, sem áætlað er að komi út
einu sinni I mánuði.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Hverfafélagið í
Smáíbúða-, Bústaða- og
Fossvogshverfi
Félagar vinsamlega greiðið heimsenda gíróseðla fyrir árgjaldið 1988
sem fyrst.
Stjórnin.
Mosfellsbær
Viðtalstími bæjarstjórnarmanna
Sjálfstæðisflokksins
Helga Richter og
Hilmar Sigurðsson
bæjarstjórnarmenn
verða til viðtals í
fundarsal Hlégarðs
(uppi) frá kl. 17.00-
19.00 fimmtudaginn
10. nóv nk.
Allir velkomnir með
fyrirspurnir um bæj-
arstjórnarmál
Sjálfstæðisfólag Mosfellinga.
Sjálfstæðiskvennafélag
Borgarfjarðar
heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 15. nóv-
ember kl. 9.00 i Sjálfstæðishúsinu i Borgar-
nesi.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Gestur fundarins verður Sturla Böðvars-
son, bæjarstjóri í Stykkishólmi.
3. Vetrarstarfið rætt.
Kaffiveitingar.
Félagskonur mætið vel og stundvíslega.
Stjórnin.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Pípulagningarvinna s: 675421.
□ Helgafell 59889117 VI -2
I.O.O.F. 7 = 1711198V2 S MK
I.O.O.F. 9 = 17011098A = S'h
Menning.kv. Fl. K.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindialns.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
□ GLITNIR 598811097 - 1
I.O.G.T. stúkan Einingin
nr. 14
Fundur i kvöld kl. 20.30 i Templ-
arahöllinni við Eiríksgötu. Mál-
efnanefnd sér um dagskrána.
ÆT.
Framhaldsaðalfundur
Skíðafélags Reykjavíkur verður
haldinn mánudaginn 14. nóv-
ember nk. kl. 21.00 á skrifstofu
félagsins á Amtmannsstíg 2.
Fundarefni: Kosningar og önnur
mál.
Stjórn Skíðafélags
Reykjavikur.
Freeportklúbburinn
Fundur verður haldinn i félags-
heimili Bústaðakirkju fimmtu-
daginn 10. nóvember kl. 20.00.
Kalt borð. Skemmtiatriði. Bingó.
Þátttaka tilkynnist Baldri
Ágústssyni í símum 31615 og
31815 fyrir miðvikudagskvöld.
Stjórnin.
Útivist, 0,0..
Fimmtudagur 10. nóvember
kl. 20.30
Hornstrandamyndakvöld
Myndakvöld verður í Fóst-
bræöraheimilinu Langholtsvegi
109 og hefst kl. 20.30. Mætiö
stundvíslega. Myndefni: Sýnt
verður frá Hornstrandaferðum i
sumar. 1. Hornstrandlr -
Hornvík 7.6„2. og 15. júlf. Lov-
ísa Christiansen og Þráinn Þór-
isson skýra myndirnar og segja
frá ferðunum. Gott tækifæri til
að kynnast ferðum Útivistar á
Hornstrandir. Frábærar kaffi-
veitingar kvennanefndar í hléi.
Allir velkomnir meðan húsrými
leyfir. Munið aðventuferð Úti-
vistar í Þórsmörk 25.-27. nóv-
ember. Sjáumst!
Útivist, ferðafélag.
Hvítasunnukirkjan
Ffladelfía
Almennur biblíulestur í kvöld kl.
20.30. Ræðumaður Garðar
Rangarsson.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11798 og 19533.
Myndakvöld
Næsta myndakvöld F.l. verður
miðvikudaginn 9. nóv. og hefst
stundvíslega kl. 20.30. Gérard
R. Delavault sýnir og segir frá
litadýrð og jarðfræðiundrum
þjóögaröanna ( suðvestur- og
vestur-hluta Bandaríkjanna m.a.
í Yellowstone, Bryce Canyon,
Zion, Canyonland, Crater Lake
og Steinbogaþjóðgörðum. Enn-
fremur sýnir hann myndir frá
Indíánalandi í Arizona, Yosem-
ite-dalnum í Californíu og fjall-
göngum í Washington- og Oreg-
on-fylkjum.
Einstakt tækifæri að sjá með
augum ferðamannsins nátt-
úrufegurð í Bandarfkjunum.
Myndakvöldið verður í Sóknar-
salnum, Skipholti 50a.
Aðgangur kr. 150.00. Veitingar
í hléi.
Ferðafélag Islands.
Sálarrannsóknarfélagið
í Hafnarfirði
heldur skyggnilýslngarfund
með Þórhalli Guðmundssyni,
miðli nk. fimmtudagskvöld kl.
20.30 í Góötemplarahúsinu. Allir
velkomnir meöan húsrúm leyfir.
Stjórnin.