Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988
I
Akstur iyrir stjórnarráðið:
Of mikill afsláttur hjá BSR
segja forstjórar hinna stöðvanna
VIÐ HÉRNA á stöðinni, sem er stofiiuð 1921, höfum haft nærri því
allan akstur hjá ráðuneytunum síðan, svo að skiljanlega er maður
ekki að kasta frá sér vinnu sem maður er búinn að stunda í ára-
tugi,“ sagði Eggert Thorarensen framkvæmdastjóri BSR. „í þessu
tilfelli bauð bílstjóri á Hreyfli 30%, svo að ekki mátti ég vera mikið
lægri.“ Morgunblaðið ræddi við framkvæmdastjóra þriggja leigubila-
stöðva í Reykjavík, BSR, Hreyfils og Bæjarleiða og spurði þá hvort
þeir teldu þróunina vera i þá átt, að fyrirtæki og stofnanir muni
bjóða út allan leiguakstur sem þau nota. Tilefhið er, að BSR bauð
33% afelátt á allan akstur fyrir stjórnarráðið nýlega, eins og fram
kom i frétt Morgunblaðsins á sunnudag. Bílstjórar stöðvarinnar
hafa mótmælt þessu og telja sig hlunnfaraa, enda hafi ekkert sam-
ráð verið við þá haft.
„Þetta býður kannski upp á það að
bflstjórafélagið geri eitthvað í mál-
unum og fái bflstjórana og stöðv-
amar til að standa saman um að
vera ekki að taka þessu. Auðvitað
er þetta ekkert annað en að verið
er að plokka verkamenn, þó að
þeir séu á bflum. Það er einstakur
dónaskapur af stjómvöldum að vera
að rífa í peninga hjá mönnum sem
vinna fyrir þau og hafa unnið í alla
þessa áratugi.
Innkaupastofnun ríkisins byrjaði
á því fyrir sex árum að bjóða út
akstur fyrir ríkisspítalana. Þá var
reynt allt sem hægt var á milli
stöðvanna að gera þetta ekki og
enginn ætlaði það. En, Bæjarleiðir
buðu þá að ég held 22% afslátt og
þeir hafa haldið þessum viðskiptum
síðan," sagði Eggert Thorarensen.
Hann sagði þijá bflstjóra hafa yfir-
gefið stöðina, líklega vegna þessa
máls, en bjóst ekki við að fleiri færu.
Einar Geir Þorsteinsson fram-
kvæmdastjóri Hreyfils kvaðst ekki
hafa orðið var við að fyrirtæki knýi
í auknum mæli á um afslátt. „Eg
hef ekki trú á að þetta hafí áhrif
á slíkt. Hitt er annað mál að þegar
svona útboð eru gerð og tilboð eru
af þessu tagi, taxtar boðnir niður
um 33%, þá er ekkert óeðlilegt að
stærri fyrirtæki fari að hugsa sitt
ráð og láti bjóða í sína vinnu. í
þessu sambandi nefni ég Morgun-
blaðið og Reykjavíkurborg. Það er
ekkert óeðlilegt þegar svona niður-
boð koma að fyrirtæki hugsi sér
að bjóða út.“ Hann sagði þetta
hafa verið í fyrsta sinn sem Hreyf-
ill hefur boðið í akstur samkvæmt
útboði. „Annars hefur það verið
stefna okkar að bjóða ekki í akst-
ur. Þegar þessi útboð koma, eins
og þetta nú, þá fer maður að spyija
sjálfan sig, á að láta eina stöð hirða
af sér alla vinnuna? Hitt er annað
mál að ég viðurkenni að það er allt
of mikið að bjóða þetta niður um
33% og það er of mikið líka að bjóða
þetta niður um 25%,“ sagði Einar.
Hallkell Þorkelsson fram-
kvæmdastjóri Bæjarleiða sagði
reynsluna verða að leiða í ljós, hvort
aksturinn verði í ríkari mæli sam-
kvæmt útboðum. „Þetta er ekkert
nýtt. Það hafa verið gerð svona
stór útboð áður,“ sagði hann. Tilboð
BSR um 33% afslátt sagði hann
þó vera meiri afslátt en tíðkast
hefur. Bæjarleiðir buðu Borg-
arspítalanum fyrir skömmu 15%
afslátt frá taxta. Hallkell sagði
þann afslátt allan vera tekinn af
hlut bflstjóranna í ökugjaldinu.
Allir töldu framkvæmdastjórarn-
ir að erfitt væri að segja til um
hvemig þessi mál þróuðust og vildu
ekki segja fyrir um viðbrögð við
.frekari útboðum. Þeir sögðu að það
verði að meta hveiju sinni.
NÁMSMENN
ATHUGIÐ!
Ný hraðvirlc, létt og
handhæg TA
Triumph-Adler skrif-
stofuritvél á verði
skólaritvélar.
UmboBsmenn um land allt;
Bókabúð Keflavíkur, Keflavík, Bókabúð Olivers Steins,
Hafnarfirði, Bókabúðjn Grima, Garðabæ, Grifill, Reykjavik,
Hans Árnason, Reykjavík, Jón Bjarnason, Akureyri,
Kaupf. V-Húnvetninga, Hvammstanga, Kaupf. A-Skaftf.,
Hornafirði, M:M. búðin, Selfossi, PC tölvan, Akranesi
Penninn, Reykjavík, Rás s.f., Þorlákshöfn, Stuðull s.f.,
Sauðárkróki, Sameind, Reykjavík, Skrifvélin, Reykjavik,
Tölvuvörur hf., Reykjavík, Traust, Egilsstöðum.
Sendum í póstkröfu
• Prenthraði 13 slög/sek
• ”Lift off” leiðréttingar-
búnaður fyrir hvern staf eða
orð.
• 120 stafa leiðréttingarminni
• Sjáifvirk: miðjustilling
undirstrikun
feitletrun
• Handfang og lok.
auk ýmissa annarra kosta sem
prýða eiga ritvél morgun-
dagsins.
Komdu við hjá okkur eða
hringdu og fáðu frekari
uppiýsingar.
Einar J. Skúlason hf.
Grensásvegi 10, sími 686933
Morgunblaðið/SigurðurH. Þorsteinsson
Sigurður R. Guðmundsson flytur mál sitt. Nemendur og kennar-
ar frá skólunum á Hólmavík, Broddanesi, Drangsnesi og Klúku
sjást á myndinni.
Hólmavík:
Námskeið í félags-
starfi í skólum
Laugarhóli, Bjamarfirði.
NÁMSKEH) fyrir kennara og nemendur úr skólum í Strandasýslu
var nýlega haldið á Hólmavik. Var þetta námskeið í félagsstarfi i
skóltim. Sóttu námskeiðið nemendur og kennarar úr öllum nema
tveim skólum sýslunnar. Námskeiðið var haldið af Sigurði R. Guð-
mundssyni hjá skólamálaskrifstofu menntamálaráðuneytisins, og
sóttu það yfir 20 manns. Þótti það i alla staði vel heppnað og var
námskeiðshaldara þakkað í lokin, bæði af nemendum og kennurum.
Sigurður R. Guðmundsson boð-
aði í ágúst sl. til námskeiðshalds á
Hólmavík fyrir nemendur og kenn-
ara í skólunum í Strandasýslu,
haustið 1988. Var til þess boðað
með ítarlegri dagskrá. Gefin var
út mappa í níu köflum er nefnist
„Félagsmál í skólum" með miklu
innihaldi til stuðnings fyrir þá er
að félagsmálum vinna. Er þetta
bæði þægileg handbók og hug-
myndabanki fyrir félagsmálastarf-
ið.
Meðal þess efnis er tekið var
fyrir var að finna þætti um hlut-
verk nemdendaráða, kennslu í
framkvæmd hinna ýmsu félagslegu
þátta, svo sem bekkjarkvöld, kvöld-
vökur, samkomur, dansleiki, dans-
kennslu, söng, leiklist og klúbba-
starf, svo nokkuð sé nefnt. Þá var
farið í saumana á hvemig gera
skal áætlanir um félagsstarf, und-
irbúa þætti þá sem taldir hafa ver-
ið hér að ofan og framkvæma.
Rætt var fyrst við nemendur og
svo við kennara, meðan nemendur
unnu, um almenna félagsmála-
fræðslu, þar sem námsefni var
kynnt. Almennt var rætt um fé-
lagsstörf í skólum, fundi og skipu-
lag, fjármál, aðstoð og aðstöðu,
nýtingu húsnæðis í og utan skóla
og það sem kannski mestu máli
skiptir, góð samskipti.
Ræddu kennarar með sér á eftir
að hér væri gamla ungmennafé-
lagsstefnan í framkvæmd, aðlöguð
breyttum aðstæðum.
Loks var svo farið yfir áætlanir
þær sem nemendur höfðu gert og
nemandi frá hveijum skóla látinn
gera grein fyrir því sem nemendur
skólans höfðu unnið með. Þá var
rætt um leikvelli og skólabúðir.
Að síðustu var svo Sigurði R.
Guðmundssyni þökkuð heimsóknin.
- SHÞ
Honda 89
Civic
Shuttle 4WD
116 hestöfl
AUMA
Verð frá 919 þúsund,
miðað við staðgreiðslu á gengi 1. nóv. 1988
NÝ AFBORGUNARKJÖR
ÁN VAXTA OG VERÐBÓTA.
ÍHONDA
VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SlMI 689900
Vogar:
Seljajarðir
til að bæta
fjárhaginn
Vatnsleysustrandarhreppur hef-
ur auglýst fimm jarðir og jarð-
hluta til sölu. Vilhjálmur
Grímsson sveitarstjóri segir að
með þessu sé ætlunin að reyna
að bæta lausafjárstöðu hrepps-
ins. Nú skortir um 5-10 milljónir
króna til að hún sé viðunandi.
Að sögn Vilhjálms er hér um að
ræða jarðir sem ekki hafa nýst
hreppnum á neinn hátt hingað til
og fyrirsjáanlega munu þær ekki
gera slíkt í náinni framtíð.
„Þessar jarðir má nýta til dæmis
undir sumarhús, eða sem bæki-
stöðvar fyrir laxeldi. Svo má nefna
að ein jörðin liggur fyrir ofan
Keflavíkurveginn og þar má koma
upp ýmiskonar starfsemi sem hægt
er að reka í tengslum við stórborg-
arsvæðið. Þaðan er aðeins um 20
mínútna akstur í miðbæ Reykjavík-
ur,“ segir Vilhjálmur.
Jarðir þær sem hér um ræðir eru
Hlöðunes, Halldórsstaðir, Breiða-
gerði, Grund og Brekka. Þær eru
allar án húsa og hafa ekki verið f
ábúð undanfama áratugi.