Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988
Sólrún Bragadóttir Jónas Ingimundarson
Sólrún Bragadóttir
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Sólrún Bragadóttir sópran-
söngkona hélt sína fyrstu ein-
söngstónleika í íslensku óper-
unni sl. mánudag með aðtoð
Jónasar Ingimundarsonar píanó-
leikara. A efnisskránni voru
söngverk eftir Mozart, Schubert,
Verdi, Chausson, Bizet, Duparc
og Delibes. Lagaflokkurinn Lög
handa litlu fólki, eftir Þorkel
Sigurbjömsson, var eitt
íslenskra söngverka en fjögur
lög eftir Gerswin og eitt eftir
Lloyd-Webber vora þama full-
trúar þeirrar listgerðar á sviði
tónlistar, er teljast til dægra-
styttingar og skemmtunar.
Sólrún hefur gengið í gegnum
góðan skóla og sú mikla vinna
sem þar liggur að baki skilar
henni verkkunnáttu er gefur
henni afl til að takast á við það
erfiða verk að verða góð söng-
kona. Hún hefur þegar sýnt að
hún stendur vel að verki en auk
þess kemur fram í söng hennar
sterk og persónuleg túlkun og
það, að undirstaðan er hlaðin
úr sterkri skapgerð er kemur
glöggt fram í því, að söngur
hennar er ekki aðeins flutningur
á fallegri tónlist, heldur fær
hann þann svip sem er sjálf
manneskjan að baki söngsins.
Sólrún sýndi frábæra leikni í
Mozart, Verdi og Delibes, ljóð-
ræna og blæbrigðaríka túlkun í
Schubert og frönsku lögunum
og flutti dægurlög Gerhswins
og Lloyd-Webbers sérlega fal-
lega. í lögum Þorkels var flutn-
ingur hennar svo góður að þessi
litlu lög fengu nýtt inntak og
léku við manni. Undirleikari var
Jónas Ingimundarson píanóleik-
ari og átti hann stóran þátt í
þessum glæsilegu tónleikum.
Með þessum tónleikum hefur
Sólrún Bragadóttir slegið í gegn
og nú er það tíminn og vinnan
sem mun gefa henni nafnbótina
stórsöngkona, því til þess hefur
hún alla burði, kunnáttu og list-
ræna hæfíleika.
Einleiksselló
Erling Blöndal Bengtsson hélt
sína þriðju tónleika í Norræna
húsinu sl. sunnudag og flutti
einleiksverk eftir Britten, J.S.
Bach og Kodály. Einleiksverk
Brittens var þriðja svítan op. 87.
Verkið er í níu samtengdum
þáttum, þar sem bragðið er upp
ýmiss konar vinnuaðferðum er
eiga sér hugmyndafræðilegar
rætur í eldri tónlistarhefðum,
eins og t.d. fúgu, passacaglíu
og recitativi, án þess um sé að
ræða bergmál líðins tíma. Vefn-
aður svítunnar hefst á djúpa
c-inu og eftir margvísleg átök
hnígur tónvefnaður til upphafs-
ins og endar hljóðlátlega á upp-
hafsnótunni. Leikur Erlings
Blöndals Bengtssonar var stór í
sniðum, yfírvegaður, jafnvel
stórlátur en umfram allt glæsi-
legur.
Þriðja svítan í C-dúr eftir J.S.
Bach var meistaralega flutt. Þar
mátti í raun heyra tvo meistara,
Bach og Bengtsson, sem með
undariegum hætti slá saman
þann galdur, sem fáum er fært
að magna fram með svo tærum
hætti en er sem leikur hjá
Bengtsson.
Það er merkilegt, að mörg þau
verk sem samin hafa verið fyrir
einleikshljóðfæri, búa yfír slíku
tónmáli og þeim túlkandi krafti
að þau era meðal stórbrotnustu
tónverka sögunnar, er merkir,
að það er tónvefnaðurinn sem
Erling Blöndal Bengtsson
skiptir máli en ekki ytri umbún-
aður og tilstand. Einleiksverkin
eftur Bach era einmitt af þeirri
gerðinni og sellósónatan op. 8
eftir Kodály. Einleikur Erlings
Blöndals Bengtssonar var yfír-
þyrmandi glæsilegur, þar sem
bæði stórbrotnu tónmáli verks-
ins og viðkvæmum tónhending-
um vora gerð slík skil, að aðeins
er á valdi snillings, sem um
langa stund hefur setið í fagn-
aði með listagyðrjunum og fengið
frá þeim til farar sinnar þann
gimstein í tryggðarpant, er aldr-
ei slær á folva eða glatast þeim,
sem fengið hefur hann að gjöf.
Lj óðaþýðingar
Békmenntir
ErlendurJónsson
Jóhann Hjálmarsson: í
SKOLTI LEVÍATANS. Ljóða-
þýðingar. 113 bls. Örlagið.
Reylqavík, 1988.
Jóhann Hjálmarsson fer að dæmi
eldri íslenskra ljóðaþýðenda og leit-
ar víða fanga. í skolti Levíatans er
ijórða safn hans með ljóðaþýðing-
um. Hin fyrri era: Af greinum
tijánna (1960), Hillingar á strönd-
inni (1971) og Þrep í sjóndeilar-
hring (1976). í skolti Levíatans
getur skoðast sem framhald fyrri
þýðingarstarfa. Norræn ljóðlist
skipar mikið rúm í öllum söfnunum.
Sama má segja um skáld frá Suð-
ur-Evrópu. Þá koma suður-amerísk
skáld sem Jóhann hefur lagt sér-
staka rækt við í seinni tíð, auk að
sjálfsögðu skálda frá ýmsum lönd-
um nær og fjær sem skipa mismik-
ið rúm í söfnunum. Jóhann hefur
og gert sér far um að kynna tyrkn-
eska ljóðlist. Þýskri ljóðlist hefur
hann líka gert rækileg skil í fyrri
söfnum. Það era einkum skáld sem
ratt hafa brautina fyrir nýjungum
í ljóðlist, hvert í sínu landi, sem
Jóhann velur til þýðingar. Því era
norrænu skáldin í safni þessu að
jafnaði yngri en Suður-Evrópu
skáldin sem helgast af því að mod-
emisminn varð til í suðrinu en var
síðan nokkum tíma að berast norð-
ur á bóginn; setti ekki veralegan
svip á norræna ljóðlist fyrr en eftir
seinna stríð. í safni þessu eru nor-
ræn skáld fædd um og eftir 1940.
Yngstur þriggja franskra skálda í
safninu er hins vegar René Char,
fæddur 1907. Og meistarinn i bók-
inni, César Vallejo, var í heiminn
borinn 1892 en lést í París 1938.
Hér eru áttatíu og átta ljóð eftir
þijátíu og tvö skáld frá fímmtán
löndum (sextán ef Samaland er
talið sérstaklega). Safnið ber sterk-
an heildarsvip. Því veldur hvort
tveggja: persónulegur tjáningar-
máti þýðandans; en ekki síður, hygg
ég, val skáldanna sem mun vera
síður en svo tilviljunarkennt. Því
er nærtækt að bera hér saman ljóð-
list frá hinum ólíkustu þjóðum og
menningarsvæðum. En aðstæður í
löndum þeim, sem ljóðin eru valin
frá, hafa að sjálfsögðu verið og eru
enn harla sundurleitar. Norræn
skáld búa ekki við stjómmálalegar
þrengingar, svo dæmi sé tekið, þótt
þau leitist við að fínna til í stormum
sinna tíða og fái stundum lánuð
vandamál frá öðram vegna þurrðar
heima fyrir. Meðan skáld í fjarlæg-
um löndum háðu sín frelsisstríð
varð uppreisn norrænna skáld-
bræðra mest á bókmenntasviðinu:
andóf gegn eldri hefð. Austur-
evrópsk skáld þurfa ekki að hverfa
til framandi landa í leit að baráttu-
málum, þau era næg heima fyrir.
Reiner Kunze, austur-þýskur, veit
t.d. hvað það gildir fyrir nemanda
í tíu ára bekk að teikna mynd af
Lenín með gleraugu og sítt hár.
Og frá Póllandi eru hér hvorki fleiri
né færri en sautján ljóð eftir þijú
skáld. Þar hafa skáldin líka um
fleira að hugsa en form og orðav-
al. Heiti bókarinnar er tekið upp
úr ljóðinu Svo fátt eftir pólska
skáldið Czeslaw Milosz.
Tyrknesk skáld þurfa ekki heldur
að ganga yfír sjó og land til að fínna
kröftum sínum viðnám. Spennan
liggur þar í loftinu. í hálfkæringi
yrkir Orhan Veli ættjarðarljóð sem
ber slétt og fellt yfírskriftina Fóst-
urjörðin og minnir á hvert hlut-
skipti skálds getur orðið þar í landi:
Hvað höfum við ekki gert
fyrir fóstuijörðina?
Sumir okkar hafa dáið
aðrir haldið ræður.
í skandfnavfskri ljóðlist er brodd-
ur af þessu tagi fremur sjaldgæfur.
Norræn skáld bera þyngri svip og
alvarlegri og er sjaldan lagið að
, bregða svona á leik með alvörumál-
1 in. En þó svo að til sé léttari ljóð-
list en skandínavísk ber okkur vit-
anlega að rækja tengslin við frænd-
ur vora. Þangað munum við halda
áfram að sækja fyrirmyndir og
uppörvun eins og hingað til. Sænsk
og fínnsk ljóðlist hefur haft veruleg
áhrif á íslenska ljóðlist síðustu ára-
tugina. Einnig dönsk og norsk þó
áhrifín þaðan séu minna áberandi.
Hér eru ljóð frá öllum Norðurlönd-
um, einnig frá Færeyjum. Þaðan
hefur Jóhann valið til þýðingar
nokkur smáljóð eftir Christian
Matras. En Matras var ekki aðeins
lærður maður heldur líka fágað ljóð-
skáld með víðan sjónhring, sann-
menntaður rithöfundur. Og laus við
þann hefðarsvip sem mönnum með
prófgráður þykir stundum ómiss-
andi. Er ekki óhætt, svo dæmi sé
tekið, að gefa þessu litla ljóði nokk-
uð margar stjömur?
Þennan morgun vil ég drekka
augu min
full af hafí.
Og lifa.
Við lauslega yfírsýn kem ég hér
auga á einungis eitt skáld sem einn-
ig er að fínna í fyrsta safni Jó-
hanns Hjálmarssonar: Pablo
Neruda. Þegar Af greinum tijánna
kom út var Neruda langþekktastur
allra suður-amerískra ljóðskálda.
Neruda var mælskur og pólitískur.
Vinstri menn sáu því um að kynna
hann vítt og breitt of veröld alla.
þó kynning sú væri stundum reist
á hæpnum forsendum átti Neruda
lofið skilið; ljóð hans voru meira en
pólitísk herhvöt. Síðar tók Jóhann
að þýða César Vallejo frá Perú.
Vallejo er nú almennt viðurkenndur
sem eitt af stórskáldum aldarinnar.
Kaldhæðni hans minnir stundum á
Stein Steinarr þótt ólíkum sé ann-
ars saman að jafna. Vallejo var
vissulega mótaður af modemisma;
eða réttara sagt einn þeirra sem
ruddu modemismanum brautina í
suður-amerískri ljóðlist. En hann
hafði líka talsvert að segja, og því
fleira því víðar sem hann fór og því
lengra sem leið á ævina. Þeir, sem
sjá ekki annað en ragl í nútímaljóð-
listinni, ættu að lesa Vallejo. Þung-
ur undirstraumur er í ljóðum hans.
Líka minna þau á að Vallejo lifði
og dó á viðsjálum tímum. Ætli hann
hafí ekki sjálfur verið sá sem hafði
»ekki enn verið í mestum háska
staddur,« svo vitnað sé til ljóðs sem
birtist í safninu Þrep í sjóndeildar-
hring? Fjögur ljóð era eftir Vallejo
í þessu safni en mættu vera fleiri.
Heiðurssætið í bókinni skipar svo
Jorge Luis Borges með ljóðinu
Regnið.
Borges hlýtur að teljast vera
okkur nákominn vegna áhuga síns
á íslenskum fombókmenntum og
skrifum um þær; kraftmikið skáld
sem metinn er að verðleikum þótt
hann gerði ekki út á vinsældir.
Anders Jósephsson er fæddur og
uppalinn í Svíþjóð þar sem hann
hóf söngnám 14 ára að aldri. Hann
fluttist til íslands 1980 og hefur
stundað söngnám við Tónlistarskóla
Kópavogs og síðar við söngdeild
Tónlistarskólans í Reykjavík þaðan
sem hann lauk einsöngvaraprófí sl.
vor. Kennari hans var Elísabet Erl-
ingsdóttir. Hann hefur komið fram
á kammertónleikum og sem ein-
söngvari með íslensku hljómsveit-
inni og árið 1985 söng hann hlut-
Jóhann Hjálmarsson
Þegar bækur hans urðu kunnar tók
bókmenntafólk að horfa til Arg-
entínu.
Fyrsta þýðingasafn Jóhanns
Hjálmarssonar var prýtt kápumynd
eftir Alfreð Flóka. Þegar maður
lítur á kápumyndina á þessari bók
kann maður að hugsa sem svo á
að þar hljóti að vera á ferð einhver
súrrealistinn frá tuttugustu öld. En
myndin erreyndar máluð snöggtum
fyrir daga súrrealismans, og isma
yfírhöfuð, því hún er eftir hollenska
málarann Hieronymus Bosch sem
uppi var um 1500.. Fljótt á litið
kann fantasían í myndinni að leiða
hugann að hugarfluginu í sumum
verkum Flóka og hans líka.
En það er fleira í safni þessu sem
minnir á Flóka. Eitt ljóðið í bókinni
er gagngert til hans ort, Flóki eftir
Ulf Gudmundsen. Það birtist upp-
haflega í sýningarskrá með Flóka-
sýningu. Má ef til vill skoða það
sem útfærslu á því skáldlega hug-
myndaflugi sem birtist í myndlist
Flóka. En Flóki höfðaði mjög til
ljóðskálda, enda má segja að hann
væri sjálfur skáld — í myndum
sínum; ímyndunarafl hans átti sér
fá takmörk.
Ég hef hyllst til að skoða þessa
bók með hliðsjón af fyrri þýðinga-
söfnum Jóhanns Hjálmarssonar.
Þar sem í bókunum öllum er um
mjög samstæða heild að ræða þyk-
ir mér tími til kominn að þeim verði
steypt saman og heildarsafnið allt
gefíð út í einni bók. Sá, sem hefði
þá bók í höndum, ætti að geta gert
sér nokkuð glögga grein fyrir því
sem er að gerast og gerst hefur í
modemískri ljóðlist umheimsins á
þessari öld. Að snúa ljóði af einni
tungu á aðra er, eins og þráfaldlega
hefur verið bent á, aðeins á færi
skálds. Og sem ljóðaþýðandi er
skáld í raun og vera í tvöföldu hlut-
verki. í skolti Leviatans minnir
úþrykkilega á þá staðreynd.
ar.
Anna Guðný Guðmundsdóttir
lauk burtfararprófí frá Tónlistar-
skólanum í Reykjavík og stundaði
framhaldsnám við Guildhall School
of Music and Drama í London. Hún
hefur tekið virkan þátt í íslensku
tónlistarlífí auk þess sem hún kenn-
ir við söngdeild Tónlistarskólans_í
Reykjavík.
Háskólatónleik-
ar á miðvikudag
ANDERS Josephsson baríton og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó-
leikari koma fram á þriðju háskólatónleikum haustmisseris sem
haldnir verða í Norræna húsinu í dag, miðvikudaginn 9. nóvember
kl. 12.30. Á efnisskránni verða „Dýrabókin eða fylgdarlið Orfeifs"
eftir Poulenc og „Úr visum Eiríks konungs" eftir Ture Rangström.
verk nautabanans í Carmen eftir
Bizet í uppfærslu íslensku óperann-
(Fréttatilkynning)