Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988
35
sómamaður það áreiðanlega inni
hjá_ mér.
Á vorin þegar æðarfuglinn úaði
á spegilsléttu ísafjarðardjúpinu og
snjóa tók að leysa úr Snæfjalla-
strönd, lá leið mín ævinlega inr. í
Vigur. Þar dvaldist ég með frænd-
um og vinum yfir sumartímann.
Maður var eins konar farfugl; kom
snemma á vorin þegar lundinn tók
að hreiðra um sig í eyjunni grænu
og fór seint á haustin að afloknum
göngum. Það var gott fyrir ungan
mann að vera í eynni. Þar lærði
maður að umgangast dýrin með
virðingu, þekkja fuglana, fara með
bát og ótal margt annað, sem til-
heyrir eyjabúskapnum. Alltaf var
nóg að starfa í eynni, þeir bræður
Baldur og Bjöm sáu fyrir því. Þama
í paradís fugla og manna upplifði
ég ógleymanlegar stundir við starf
og leik og upplifi reyndar enn, því
aldrei hefur liðið það sumar að ég
hafi ekki heimsótt eyna mína og
frændfólk mitt sem þar býr.
Baldur Bjarnason er fæddur í
Vigur árið 1918. Foreldrar hans
voru Bjami Sigurðsson í Vigur og
Björg Bjömsdóttir frá Veðramóti í
Skagafirði. Baldur á fimm systkini
og eru þau öll á lífi. Elstur þeirra
systkina er Sigurður Bjamason,
fyrrverandi alþingismaður og sendi-
herra, næstur í röðinni Bjöm sam-
bóndi Baldurs í Vigur, Þorbjörg
fyrrv. skólastjóri Húsmæðraskólans
á ísafirði, Þórunn kennari og Sigur-
laug kennari og fyrrum alþingis-
Vísi á Siglufírði og í stjóm hans
um skeið. Hann var einnig í stjóm
Verzlunarmannafélags Siglufjarð-
ar. Ólafur kvæntist Stefaníu Páls-
dóttur, bónda á Olduhrygg í Svarf-
aðardal, Hjartarsonar og konu hans
Filippíu Þorsteinsdóttur, 16. júlí
1938.
Mér.er bæði ljúft og skylt að
minnast þessara tímamóta í
lífshlaupi þessa mæta manns. Ólaf-
ur J. Ólafsson er meðal ökkar elstu
í okkar starfsgrein. Hann er þekkt-
ur fyrir hæfni í starfi og má ekki
vamm sitt vita í neinu tilliti. Um
Ólaf má segja að hann sé sómi
sinnar stéttar. Hann hefur ætfð
unnið sín störf á þann veg að ná-
kvæmni og samviskusemi ásamt
snyrtimennsku hefur hann haft að
leiðarljósi. Ólafur var um nokkurt
árabil í stjóm okkar stéttarfélags
og einmitt á þeim árum er okkar
fámenna félag réðst í það að kom-
ast í eigið húsnæði. Átti hann veru-
legan þátt í því að láta þann draum
rætast. Ég átti því láni að fagna
kona. Baldur er hamingjusamlega
kvæntur Sigríði Salvarsdóttur frá
Reykjarfírði í ísafjarðardjúpi og búa
þau enn í Vigur, þó að búið sé nú
í góðum höndum sona þeirra, Sal-
várs og Bjömsj /
Baldur og Sigríður hafa alið upp
fimm böm, Björgu, Ragnheiði,
Bjama, Salvar og Bjöm, en þeir
tveir síðastnefndu hafa nú tekið við
búskap í Vigur og búnast þar vel
eins og ætla mátti — rausn og
myndarskapur í hvívetna. Salvar
er kvæntur Hugrúnu Magnúsdóttur
frá Kvígindisfelli í Tálknafirði og
eiga þau hjónin þijá unga syni.
Baldur er sérlega ljúfur og
skemmtilegur maður. Hvar sem
hann kemur er hann hrókur alls
fagnaðar og drengur góður. Ekki
man ég eftir því að hann hafi nokk-
um tíma hallað á mig orði, þó að
oft fremdi maður ýmis strákapör í
sveitinni góðu. Hann talaði við
mann af festu og rósemd þannig
að skildist; slíkir uppalendur em
vandfundnir í þjóðfélagi hraðans.
Og Baldur var lunkinn við að virkja
mann til ýmissa starfa og snún-
inga. Hann þoldi illa að sjá unga
stráka athafnalausa og oft fékk
maður þann starfa að taka til í
útihúsunum, brjóta spímr af kart-
öflum, mála grindverk, moka flór
eða annað sem þurfti að vinna á
búinu og litlar hendur gátu unnið.
Það var manni gleði að vinna fyrir
Baldur, því ef maður vann verkið
vel fékk maður ætíð notalegt klapp
á kollinn og ærlega gullhamra fyrir
vel unnin störf. Þannig fannst
manni maður vera stórkostlega
mikilvægur hlekkur 1 þeirri keðju
tilvemnnar sem gerði Vigurbýlið
að stórbýli, þar sem snyrti- og
glæsimennska ríkti alltaf og gest-
risni var í hávegum höfð.
Á sínum yngri ámm var Baldur
kennari. Hann lauk gagnfræðaprófi
frá Menntaskólanum á Akureyri
árið 1937. Baldur kenndi um fimm
ára skeið víða um land en aðallega
á Vestfjörðum. Ég þykist vera viss
um að Baldur hefur verið góður
kennari og til marks um það hef
ég mína eigin reynslu af þessum
blíðlynda og góða manni.
Það er mér sérlega minnisstætt
þegar ég fékk að fara í sjóferðir
með Baldri á mótorbátnum Gesti,
en það var einn fyrsti mótorbátur-
inn við Djúp og hvílir hann nú á
sjóminjasafninu á ísafirði. Oftast
fyrir rúmum 40 ámm að verða
hans starfsfélagi. Hann hafði það
fram yfír okkur hina, sem vomm
nemar í endurskoðun, að hann hafði
öðlast dýrmæta reynslu sem af-
bragðs bókhaldari hjá þekktu fyrir-
tæki. Það kom því af sjálfu sér að
þótt Ólafur teldist nemi, þá varð
hann jafnframt kennari okkar
hinna, sem höfðum komið beint úr
skóla til þessa framhaldsnáms. Það
var ekki heiglum hent, þá frekar
en nú, að komast í gegn um þau
nálaraugu sem mæla áttu hæfni
manna til þess að öðlast starfsrétt-
indi í okkar fagi. Við Ólafur urðum
samferða í gegn um þá eldraun, sem
þessu fylgdi haustið 1956. Við lás-
um saman að vemlegu leyti undir
próf. Ég fæ seint fullþakkað þá
aðstöðu og athvarf sem ég naut þá
hjá þeim ágætu hjónum Stefaníu
og Ólafi, sem þá bjuggu að Lang-
holtsvegi 97, Reykjavík. Ég minnist
þess ekki að nokkm sinni hafi fall-
ið skuggi á okkar vináttu í þá rúma
fjóra áratugi sem við höfðum átt
samleið, fyrst í námi og starfi og
hin síðari ár við ýmiss tækifæri
eftir að við hófum sjálfstæðan at-
vinnurekstur, hvor í sínu lagi.
Skaphöfn Ólafs er á þann veg
að léttleiki hans og skopskyn gerir
það að verkum að öllum líður vel í
návist hans, hvort sem _er í starfi
eða á góðra vina fundi. Ólafur hef-
ur borið gæfu til þess að vera lengst
af heilsuhraustur þrátt fyrir erfitt
starfshlutverk og hefur það áreið-
anlega hjálpað honum að hann lítur
oftar til bjartra hliða mannlífsins,
heldur en þeirra dekkri.
Það er ósk mín og afmæliskveðja
til Ólafs J. Ólafssonar að hann
megi synda áfallalaust inn í næstu
árin með bros á vör, undir merki
heiðarleika og jákvæðra viðhorfa
okkur hinum til eftirbreytni.
Gunnar R. Magnússon
vom þetta styttri ferðir; farið var
að ná í gesti upp í Ögur eða út í
Súðavík. í þessum ferðum var mik-
il upplyfting. Þá fékk maður að
fara í kaupstað og stússið við bát-
inn var alltaf skemmtilegt. Baldur
leyfði manni að stýra bátnum og
hnotabitaðist dálftið út í mann ef
stefnan var ekki rétt: „Hættu nú
að elta lambær, strákur," átti hann
til að segja og þá reyndi maður af
öllum kröftum að einbeita sér að
stýrimennskunni. Hann kunni líka
margar sögur af hinum og þessum
körlum í héraðinu og náttúmfyrir-
bæmm og atburðum er gerst höfðu
í nágrenninu. Þessar sögur fékk
maður að heyra á lqamgóðri
íslensku. Og eins og góðra sagna-
manna er siður, kunni Baldur að
krydda sögumar með því að leika
hinar fjölmörgu sögupersónur, sem
þá birtust manni ljóslifandi. Ef hann
sagði manni ekki sögur í þessum
sjóferðum, sat hann við stýrið og
raulaði, eða horfði angurvæmm
augum á sléttan sjóinn og allt sem
á honum hrærðist; báturinn, sjórinn
og maðurinn, notalegt tifið í vélinni
og gutlandi öldumar við kinnung-
ana; þannig var tilfinningin fyrir
umhverfinu. Já, þetta vom svo
sannarlega ævintýraférðir.
Baldur er músíkalskur og oft sat
hann í viðhafnarstofunni í Vigur
og æfði sálma og sönglög á orgel-
ið. Ég man vel eftir því. Baldur
hefur alltaf verið mikill athafna-
maður og ég man aldrei eftir honum
öðmvísi en sívinnandi. Hann vann
oft við ritstörf og reikningshald
langt fram á nótt eftir lýjandi dags-
verk í heyskap. Baldur var oddviti
Ögurhrepps frá 1962 og sýslu-
nefndarmaður að auki. Alla tíð hef-
ur Baldur verið virkur í stjómmála-
og félagsstarfí. Hefur hann einnig
ritað margar greinar í blöð og tíma-
rit því hann er vel ritfær maður.
Þeim Sigríði, konu Baldurs og
Bimi bróður hans, búnaðist vel í
Vigur, enda jörðin rík að kostum
og hlunnindum. Samkomulagið
milli þeirra bræðra var alltaf með
afbrigðum gott og Sigríður Salvars-
dóttir lét ekki sitt eftir liggja til að
allt færi vel á heimilinu. Hún er og
verður gæðakona og á ég henpi
margt að þakka.
Baldur og Bjöm tóku við búi af
foreldmm sínum árið 1953. Þeir
vom ótnílega samhentir í búskap
sínum og famaðist vel. Nú þegar
hægjast tekur um hjá þeim bræðr-
um og synir Baldurs em teknir við
búskap í Vigur vil ég nota tækifær-
ið og þakka fyrir mig. Ég veit að
allir sem dvalist hafa í Vigur, undir
handaijaðri þeirra bræðra og
Sigríðar, taka undir þá kveðju mína.
Það var mér ómetanlegt að fá að
kynnast fólkinu í Vigur; slík frænd-
semi og vinátta er mætir manni
alltaf þar er ómælanleg. Hjartan-
legar hamingjuóskir á sjötugs af-
mælinu, kæri frændi. Megi efri árin
verða þér björt og hamingjurík.
Bjarni Brynjólfsson
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki em
tekin til birtingar fmmort ljóð
um hinn látna. Leyfílegt er að
birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3
erindi og skal þá höfundar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er birt-
ur. Meginregla er sú, að minn-
ingargreinar birtist undir fullu
nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins era
birtar greinar um fólk sem er
70 ára eða eldra. Hins vegar em
birtar afmælisfréttir með mynd
í dagbók um fólk sem er 50 ára
eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð
að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.
, HVER
BYÐUR BETUR?
Leiguflug til Skotlands á aðeins 12.000 krónur
Skotferðir hafa náð mjög hagstæðum samningum við British
Midland um beint leiguflug til Edinborgar. Flogið er með nýjum
Boeing-þotum 737-300 og allur aðbúnaður um borð er fyllilega
sambærilegur við betri farrými alþjóðlegra flugfélaga.
Þægindin sitja (fyrirrúmi; langt á milli sæta
og matur og drykkur á leiðinni er ókeypis.
Við bjóðum vikuferðir til Skotlands alla sunnudaga,
fyrsta sinn 13. nóvember.
Eftirfarandi þættir eru innifaldir:
Flug til Edinborgar • Akstur milli flugvallar og hótels • Gisting á
fjögurra stjörnu Holiday Inn-hóteli í Edinborg
eða Glasgow • Aðgangskort og ferð í heildsölumarkaðinn
Makro I Glasgow.
>y\3fC Allt þetta fyrir aðeins 22.900 krónur.
Þeir sem vilja, geta valið aðra gistingu, jafnvel enn lengri ferð
eða haldið áfram eitthvað annað og kostar þá flugfarið
aðeins 12.000 krónur.
2000
■\^c&Aay S>
Skotferðir bjóða einnig ferðir á einstaklega hagstæðu verði á ýmsa
áfangastaði frá Skotlandi um víða veröld,
Falcon
til dæmis til Spánar, eða Ameríku.
Dæmi: Glasgow - Malaga - Glasgow, kr. 8.000,-
Glasgow - Florida - Glasgow, kr. 16.000,-
Það borgar sig að tala við okkur ef þú vilt komast í ferð
til útlanda á hagstæðum kjörum.
TWICKENHAM
HÓPAFSLÁTTUR
SKOTFERÐIR
SUÐURIANDSBRAUT 4 • 108 RVK
• SlMI 686680 • TELEFAX 687535 •