Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.11.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1988 43 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS MOULiL Þessir hringdu . . K Meðalmennskan lofsungin Á.Á. hringdi: „Kristinn skrifar bréf í Velvak- anda sl. sunnudag þar sem hann lýsir undrun sinni yfír að Ingólfur Guðbrandsson sé ekki velkominn í stjórn Listahátíðar. Ingólfur er afburðamaður á sínu sviði og þess vegna ofsóttur hér í landi þar sem meðalmennskan er lofsungin. Mér fannst ósmekklegt af Mórgun- blaðinu að birta klausu í sama blaði úr viðtali sem tekið var við Ingólf fyrir löngu og þar sem hann segist ætla að hætta sem söngstjóri. I hvaða tilgangi var þetta birt? Við getum öll verið ánægð með að Ingólfur hætti við að hætta. Megi hann starfa sem lengst að músíkmálum hér á landi.“ Ekki aðalbraut Okumaður hringdi: „Ætli ökumenn geri sér al- lleggju- lomar ÍPressunnarl mennt ljóst að þjóðvegur eitt er ekki aðalbraut í kringum landið. Vestur í Kjós er síðasta biðskyldu- merkið en eftir það gildir varúð til hægri. Eg held að ökumenn viti þetta ekki nærri allir og aki veginn eins og hann væri aðal- braut. Þetta veldur víða slysa- hættu og vildi ég því vekja um- ræðu um þetta mál.“ Ósmekkleg ofbeldismynd Kona hringdi: Mér ofbauð laugardagsmynd sjónvapsins, Gleðileg jól, Lawrence. Ég veit ekki til hvers er verið að sýna svona ofbeldis- myndir. Kvikmyndirnar sem sjón- varpið sýnir eru ákaflega illa vald- ar því það er nóg til af góðum kvikmyndum. Það er alltaf verið að hækka afnotagjöldin, sjón- varpið verður að fara að taka sig á sýna betri kvikmyndir áður en allir gefast upp á því.“ Kerrusvunta Ljósgræn kerrusvunta tapaðist í Hólahverfi sl. föstudag. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 43167 eða síma 73361. Jakki Fóðraður, grænn sumarjakki tap- aðist á tjaldstæðunum við íþrótta- völl Stykkishólms í sumar. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma'93-81470. Filma Átekin fílma fannst að Hlíða- renda í Fljótshlíð. Upplýsingar í síma 74581. Sólgleraugu - lyklar Vönduð blá sólgleraugu í brúnu hulstri ásamt bíl- og húslyklum gleymdust á læknastofu fyrir nokkru. Sækist að Bræðraborg- arstíg 26, Holtsgötu megin, milli kl. 13 og 16. AlúÖarþakkir til ykkar allra, vina og vanda- manna, sem glödduö mig meÖ heimsóknum, gjöfum og skeytum á 90 ára afmceli mínu 3. nóvember sl. og gerÖuÖ mér þessi timamót ánœgjuleg. BiÖ guö aÖ launa ykkur alla velvild í minn garÖ. Krístbjörg Guðmundsdóttir frá Bakka, Droplaugarstöðum, Reykjavik. OVIÐEIGANDIHATTALAG Ágæti Velvakandi. Það læra bömin sem fyrir þeim er haft, segir einhvers staðar og þá sérstaklega þegar þau eru hvött með sýnikennslu. Eg var úti í Foss- vogskirkjugarði að vitja leiðis for- eldra minna, þegar ég veitti at- hygli konu með þijú böm á aldrin- um 6 til 10 ára. Hún var að safna saman einhverjum gróðri, blómum og laufi og óð með bömin beint af augum upp á leiðin til að slíta það sem hún hafði áhuga á. Þetta var í elsta hluta garðsins þar sem leiðin eru uppsteypt og afmörkuð. Mér leist nú ekkert á aðfarirnar og gat ekki orða bundist svo ég nefndi við konuna að þetta þætti mér ein- kennilegt háttalag af fullorðinni manneskju og fullkomið virðingar- leysi fyrir hinum látnu. En hún brást hin versta við og sagði að það væri ekkert sem jafnaðist á við að ganga í garðinum á góðviðrisdög- um. Ég var svo sem sammála að allt væri í fínu lagi að ganga um garðinn en að vaða um í hópi upp á leiðin væri allt annar handleggur. Hún lét sem hún heyrði þetta ekki og hélt bara áfram að teyma böm- in með sér upp á leiðin í leit að því sem hana vantaði. Ég trúi því varla að ástvinir hinna látnu hefðu látið þetta óátalið. Við .vitum öll að oft er hinu og þessu stolið af leiðum og ef til vill hefur þetta fólk alist upp með svona fýrir- mynd, hver veit. Sem betur fer bera flestir virðingu fyrir dauðanum og hinum látnu skal sýnd virðing. Ein hneyksluð. Pantið jólagjafirnar núna Þú þarft ekki að fara til London. Verslið fyrir farseðilinn (sambærilegt verð). Full búð af vörum Opið frá kl. 9-6, laugardag kl. 10-12. Síðasti móttökudagur jólapantana er 21. nóvember. W pöntunarlistinn, Hólshrauni 2, Hafnarfirði. Sími52866. , HEILRÆÐI Hjólreiða- o g bif- hjólamenn Hafíð öryggisbúnað hjólanna í fullkomnu lagi. Munið ljósabúnaðinn og endurskinsmerkin. Klæðist ávallt yfirhöfnum í áberandi lit með endurskinsmerkjum. SVISSNESKU GÆÐAÞVOTTAVÉLINA OKKAR KÖLLUM VIÐ BARU - STÁLBELGUR - ÖFLUG OG STILLANLEG VINDING - 16 ÞVOTTAKERFI - SÉR HITASTILLING - EINFÖLD í NOTKUN - TÖLVUPRÓFUÐ FYRIR AFHENDINGU (Computer approved) - STERK - SVISSNESK - ÓDÝR VEGNA HAGSTÆÐRAINNKAUPA ER VERÐIÐ AÐEINS 38.211. SAMAVERÐ UM stgr. ALLT LAND (Sendum án aukakoslnaðar) ’SEs KRINGLUNNIS. 685440

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.