Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 1
267. tbl. 76. árg. SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bæjarkallari á köldum klaka London. Reuter. KALLARI nokkur, John Berry, í bæn- um Newton Abbot á Vestur-Englandi hefur valdið skelfilegri hneykslun. Berry var rekinn úr samtökum kallara fyrir að hafa hringt bjöllunni sinni inni á hóteli í nærbrókum einum klæða, fyrir að hafa formælt bæjar- stjóranum og loksins gerst sekur um sjálfa dauðasynd allra kallara — að hafa notað hátalara. Palestínumenn í allsherjarverkfell Jerúsalem. Reuter. LEIÐTOGAR Palestínumanna á hern- umdu svæðunum hvöttu í gær til alls- herjarverkfalls i minningu þeirra, sem fallið hafa í andófsaðgerðum gegn ísraelum. Israelar reyna nú að sporna við því, að fleiri ríki viðurkenni sjálf- stætt ríki Palestínumanna en þau eru orðin 29 talsins og 30 ef Sovétmenn eru taldir með. Selveiðar bannaðar Kaupmannahöfh. Frá N. J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. DANIR, Vestur- Þjóðverjar og Hollendingar hafa náð sam- komulagi um algert bann við selveiði við strendur landanna. Er vonast til, að með þessu móti megi endurreisa selastofiiinn. Reuter Sovétlýðveldi V olgu-Þj óðverja? Bonn. Daily Telegraph. MÍKHAÍL Gorbatsj- ov, leiðtogi Sovétríkj- anna, ætlar á næst- unni að skýra frá stofnun nýs Sovétlýð- veldis tveggja millj- óna Volgu-Þjóðverja. Kom þetta fram í vestur-þýska dagblað- inu Frankfurter AII- gemeine Zeitung föstudag en eftir innrás Þjóðveija í Sovétríkin árið 1941 var Sovétlýðveldi Volgu-Þjóð- veija afiiumið og þjóðarbrotið flutt til Síberíu og Kazakhstan. Milljón Serbar flykkjast á mótmælafund í Belgrad Krafist umráða Serbíustjórnar yfir héruðunum Kosovo og Vojvodínu Belgrad. Reuter. MÖRG hundruð þúsund Serbar úr öllum héruðum Júgóslavíu flykktust í gær til höfúðborgarinnar, Belgrads, þar sem stefiit var að þvi að halda stærsta mótmælafund í sögu landsins. Verður þar krafíst að ríkisstjórn Qölmennasta sambandsríkisins, Serbíu, fái meiri ráð í sjálfstjórnarhéruðunum Vojvodinu og Kosovo, en í þvi síðarnefiida hafa Albanir, sem eru í miklum meirihluta, verið sakaðir um illa meðferð á serbneskum minnihluta. Skipuleggjendur mótmæl- anna sögðust gera ráð fyrir milljón þátttakendum. saman á útifundi í fyrradag og heimtuðu að tveir flokksleiðtogar héraðsins, sem vikið var úr stöðum sínum, tækju aftur við þeim. Að sögn erlendra fréttamanna voru herlögreglu- menn reiðubúnir að halda inn í héraðshöfuð- borgina Pristínu ef mannfjöldinn hyrfí ekki á brott að loknum fundinum. Margir mótmælendanna kyijuðu ættjarð- arsöngva og veifuðu fánum. „Hver seg- ir að Serbía sé lítil? Serbía er mikið ríki!“ hrópuðu nokkrir. Umferð var bönnuð í helm- ingi borgarinnar og lögregluþyrlur sveimuðu jrfír henni. Talsmenn mótmælenda sögðu að Slobodan Milosevic, leiðtogi kommúnista- flokks Serbíu, myndi ávarpa mannfjöldann, en Milosevic hefur sætt harðri gagnrýni ýmissa annarra leiðtoga í Júgóslavíu, er saka hann um að notfæra sér misklíð þjóðernis- minnihluta til eigin framdráttar. Hann hefur krafist breytinga á stjómarskránni til að tryggja Serbum meiri réttindi. Hundrað þúsund Albanir í Kosovo komu Mulroney fær byr í seglin Toronto. Reuter. Sljómarflokkurinn í Kanada, íhaldsflokkurinn, er í fyrsta sinn í margar vikur kominn með gott forskot á höfúðandstæðing- inn, Fijálslynda flokkinn. Kanadamenn ganga að kjörborðinu á mánudag. í könnun, sem birt var í gær, fær Ihaldsflokkur Brians Mulro- neys forsætisráðherra 43% at- kvæða en Fijálslyndi flokkurinn aðeins 33%. Fylgi Nýdemókrata- flokksins breytist lítið frá fyrri könnunum og fær hann 23%. Bendir þetta til vaxandi fylgis við fríverslunarsamninginn milli Kanada og Bandaríkjanna. Sjá „Tekist á um...“ á bls. 4. Brian Mulroney hefúr rétt hlut sinn. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.