Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988
LINDA PÉTLRSDÓTTIR,
AÝHJÖRIA DHGFRÍI HEIMLR
Hún
uppsker
eins og
hún sáir
HÚN HEFUR unnið í sjoppu, í fiski, geng'ið um
beina á hóteli og eitt sumarið vann hún við að
mála togara. Hún fæddist á Húsavík, flutti tíu ára
til Vopnafjarðar, lauk grunnskólaprófi á Laugum
í S-Þingeyjarsýslu og var byrjuð í Armúlaskólanum
þegar ævintýrið hófst. Það var þegar hún var kjör-
in Fegurðardrottning íslands síðastliðið vor. Linda
Pétursdóttir er óskabarn íslensku þjóðarinnar um
þessar mundir, eftir glæsilegan sigur í alheims-
fegurðarsamkeppninni í London á fimmtudags-
kvöld. Linda verður 19 ára 27. desember næstkom-
andi og næstu tólf mánuðina verður hún á ferð
og flugi um heimsbyggðina að safna fé handa
bágstöddum bömum, fúlltrúi æsku og fegurðar
og um leið fúlltrúi Islands. Islendingar hafa hreykt
sér af minna tilefiii.
Sjálf er Linda hins vegar
lítið fyrir að hreykja sér
eða trana sér fram ef
marka má ummæli þeirra
sem þekkja til hennar. Hún virðist
vera hógværðin uppmáluð, en er
ákveðin og föst fyrir ef henni finnst
á sig hallað. Hún er sólgin í sæl-
gæti og helsti veikleiki hennar er
að henni hættir til að fitna yfir
rassinn og lærin ef hún passar sig
ekki í mataræði. „Hún hefur aldrei
verið fyrir að sýna sig eða látast
og aldrei reynt að vera einhver
skvísa. Hún hef-
ur komið sér
áfram á hóg-
værðinni," segir
frænka hennar
ein, sem er níu
árum eldri en
MANNSMYND
vinnuþýð og hefur góða skipulags-
gáfu. Eg tel hana vera mikinn per-
sónuleika, prúða en hressa og
skemmtilega. í sumar hafði fjöldi
gesta orð á því hvað hún væri
hugguleg stúlka; þægileg og hlý.
Flestum fannst þeir líka kannast
við hana og urðu steinhissa þegar
þeim var sagt að hún væri ungfrú
Island; því hún væri svo yfirlætis-
laus,“ segir Svava.___
Til skamms tíírnf hafði aldrei
hvarflað að Lindu að taka þátt í
fegurðarsamkeppni. Á Laugum var
hún þó kjörin
eftir Urdi Gunnarsdóttur
og Svein Gudjónsson
Linda og hefur þekkt hana frá því
hún var kornabam. Sem krakki var
Linda laus við allan tepruskap,
segja þeir sem til þeklg'a og hún
gekkst lítið upp í fötum eða tísku.
Henni var þó alltaf mjög annt um
að vera snyrtileg til fara.
Linda er ákveðin og stendur föst
á sínu. Einn vinur hennar nefndi
að hún ætti það jafnvel til að vera
leiðinlega þijósk en það væri alltaf
hægt að ræða málin og auðvelt að
jafna ágreining. Ætlaði hún sér
eitthvað, færi hún sínu fram. Hún
setti markið hátt og næði því með
þrjóskunni. „Linda uppsker eins og
hún sáir.“
„Ungfrú Laug-
ar“ og fékk
borða sem hún
geymir enn. En
hún tók þessa
upphefð ekki al-
Vinir hennar segja hana trausta
og trygglynda. „Hún er vinur vina
sinna og hefur alltaf reynst mér
vel,“ segir Elfa Vilhjálmsdóttir,
frænka hennar. „Linda er heima-
kær og er mikið fyrir að vera með
fjölskyldunni, þó lítill tími hafi gef-
ist til þess að undanfömu.“ Amma
Lindu, Sigríður Sigurbjömsdóttir,
hefur ekkert nema gott um dóttur-
dótturina að segja. Frá því að hún
fór út til London hefur hún sent
ömmu sinni tvö póstkort og segir
Sigríður það vott um ræktarsemi
Lindu. „Hún er sjálfstæð stúlka,
ekki feimin en hlédræg. Ég fann
enga breytingu á henni eftir að hún
hafði verið kjörin ungfrú ísland."
„Þessi stelpa er perla,“ segir
Svava Víglundsdóttir, hótelstjóri á
Vopnafírði. „Hún er vönduð og góð
stúlka, sem lætur lítið yfir sér; sam-
varlega og færðist undan því að
taka þátt í Fegurðarsa^keppni ís-
lands þegar þess var farið á leit við
hana. „Eg á engan sjens, ég er allt
of feit,“ sagði hún, en lét til leiðast
fyrir áeggjan vina og móðir hennar
hvatti hana einnig. Hún fór þó leynt
með þessar fyrirætlanir og þegar
ættin kom saman við fermingu
yngri bróður hennar, Sævars,
síðastliðið vor, vissu fæstir í ijöl-
skyldunni um þessar ráðagerðir.
Það var ekki fyrr en einhver rakst
fyrir tilviljun á forláta samkvæmis-
kjól inni í fataskáp að allt komst
upp. Hún vildi ekki upphefja sig í
augum ættingjanna vegna þessa
og bað menn um að vera hóflega
bjartsýna og helst að vera ekkert
að tala um þetta. Foreldrar Lindu,
Ása Hólmgeirsdóttir og Pétur 01-
geirsson, framkvæmdastjóri Tanga
hf. á Vopnafirði, studdu hana í
þessum fyrirætlunum eftir að hún
sjálf hafði tekið ákvörðunina. Sömu
sögu er að segja um eldri bróður
hennar, Sigurgeir, sem er 24 ára,
skipstjóri á Vopnafirði. Ekki þorði
hún að segja kærastanum sínum,
Eyþóri Guðjónssyni, að hún ætlaði
að taka þátt í keppninni um ungfrú
Austurland, fyrr en nokkrum dög-
um fyrir keppni. Hann segir það
ekki hafa komið sér á óvart, þar
sem hún hafi verið að sýna með
Módel '79. Sigur hennar í keppn-
inni sé kjörið tækifæri fyrir hana
til að ferðast og læra tungumál en
hún ætlar sér að verða löggiltur
skjalaþýðandi.
Teikning/Pétur Halidórsson
KRISTJÁIM
SIGURÐSSON:
„Linda var ein af örfáum stelp-
um sem var til í að setja á
sig beiti og glíma í leikfími
en það fínnst flestum stelpum
frámunalega hallærislegt.“
Linda var í níunda bekk og fyrsta
bekk framhaldsskóla á Héraðsskól-
anum á Laugum. Kennurum og
nemendum, sem voru samtíða
Lindu á Laugum, ber saman um
að hún hafi verið samviskusöm og
greind, án þess þó að skara fram úr
í námi. „Það má segja að hún hafi
verið fyrirmyndarnemandi, en þó
enginn afburðanámsmaður," sagði
einn kennaranna. Hún var sögð
reglusöm og snyrtileg, bæði hvað
varðaði sig og umhverfið. Á þessum
árum var hún með spengur en slíkt
þótti frekar ólánlegt. Þá var hún
farin að hugsa meira um útlitið, svo
sumum fannst nóg um. „Linda var
alls engin pempía. Hún var til dæm-
is ein af örfáum sem var til í að
setja á sig belti og glíma í Ieikfimi
en það þykir flestum stelpum frá-
munalega hallærislegt," segir
Kristján Sigurðsson, íþróttakennari
á Laugum.
Kristín Jónsdóttir, æskuvinkona
og skólasystir Lindu, segir hana
hafa verið frábrugðna flestum nem-
endunum að því leyti að hún hafi
verið komin til þess að læra og
annað hafí setið á hakanum. Skóla-
SVAVA
VÍGLUNDSDÓTTIR:
„Þessi stelpa er perla. Hún er
vönduð og góð stúlka, sem
lætur lítlð yfír sér; samvinnu-
þýð og hefiir góða skipulags-
gáfu.“
systir hennar segir nokkrar „af-
brýðisamar skvísur“ hafa átt bágt
með að þola vinsældir hennar með-
al gagnstæða kynsins en annars
hafi hún verið vel liðin.
Á Laugum kynntist Linda nöfnu
sinni Einarsdóttur, sem er ein besta
vinkona hennar enn í dag. „Það sem
mér þykir best í fari Lindu er ein-
lægnin,“ segir Linda Einarsdóttir.
„Hún er aldrei með neina uppgerð
eða leikaraskap, heldur kemur hún
til dyranna eins og hún er klædd.“
Linda fór út til Bandaríkjanna
sem skiptinemi árið sem hún varð
17 ára og bjó í Minneapolis í Minne-
sota. Henni féll vistin vel og heldur
enn góðu sambandi við fósturfor-
eldra sína og heimsótti þau nýverið
er hún var á ferð í Bandaríkjunum.
Síðastliðið sumar vann Linda í
verslunar- og þjónustumiðstöðinni
í Glæsibæ og var hún um skeið í
snyrtivörudeild SS. Inga Dóra Guð-
mundsdóttir verslunarstjóri þar ber
Lindu vel söguna sem starfskrafti.
„Hún er ósköp indæl stúlka og virð-
ist vera alveg hrekklaus og heiðar-
leg. Maður tekur yfirleitt strax eft-
LINDA
EINARSDÓTTIR:
„Hún er aldrei með neina upp-
gerð eða leikaraskap, heldur
kemur til dyranna eins og hún
erklædd.“
ir slíkum eiginleikum í fari þeirra
sem maður er að vinna með. Það
var mjög gott að vinna með henni,
hún var viljug, óeigingjörn og dug-
leg,“ sagði Inga Dóra.
Linda kynntist kærasta sínum,
Eyþóri Guðjónssyni, í kringum ára-
mótin síðustu en þá vann hann sem
dyravörður á Borginni. „Ég var í
óvenju góðu skapi og bauð henni
og vinkonu hennar upp á ópal og
tyggjó. Við spjölluðum dágóða
stund og það endaði með því að ég
keyrði þær heim. Stuttu seinna
höfðum við samband, sem þróaðist
smám saman."
Eyþór segir Lindu standa jafn-
öldrum sínum mun framar í andleg-
um þroska. Hún sé skemmtileg og
góður vinur, sem virðist hafa
ákveðnar skoðanir á flestum mál-
um. Til marks um það hversu
stressið fyrir keppnina hafi verið
mikið, segir Eyþór að hún hafi
hreinlega lagst upp í rúm daginn
áður en hún fór og grátið, eins og
fyrirrennarar hennar. En það hafi
verið afar ólíkt henni því hún sé
ákaflega sterk og láti mótbyr ekki
buga sig.