Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 5 Falsari gripinn: Stal tékkum á meðan kona brá sér frá LÖGREGLAN hafði liendur í hári tveggja ávísanafalsara á fbstudag. Annar hafði stolið 2 blöðum úr hefti og komið öðru í verð. Falsarinn, ungur maður, fékk bílfar með konu á fimmtudag. Konan brá sér úr bílnum og skildi hann einan eftir skamma stund. Maðurinn notaði tímann til að gramsa í veski konunnar og næla sér í tvö blöð úr ávísanahefti henn- ar. Síðan lét hann sig hverfa. Á föstudag sást svo til ferða mannsins á götu í miðbænum. Hann var handtekinn og var þá enn með annað ávísanablaðið á sér en hinu hafði hann komið í verð. Maðurinn hefur áður lent í hönd- um lögreglunnar. Annar ávísanafalsari var stað- inn að verki í Landsbankanum í Rofabæ. Starfsfólkinu þótti mað- urinn, sem var með félaga sínum, grunsamlegur og hringdi á lög- reglu. Heima hjá manninum fund- ust ávísanablöð, sem hann er tal- inn’ hafa komist yfir með vafasöm- um hætti. Málið er í rannsókn. Ekið á hross í Grímsnesi Selfossi. FJÖGUR hross drápust eftir að hafa lent fyrir rútubifreið skömmu fyrir miðnætti á föstu- dagskvöld á Grímsnesvegi í grennd við Seyðishóla. Engan sakaði í rútubifreiðinni sem er mikið skemmd. Rútubifreiðin var í sætaferðum með fólk á dansleik í félagsheimil- inu Borg í Grímsnesi. Hrossin fjög- ur voru í hrossahóp sem var á veginum. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem ekið er á hross á Grímsnesveginum. Sig. Jóns. Oskynsam- legt að stöðva endurnýjun fiskiskipa - segir Kristján Ragnarsson „MÉR fínnst óskynsamlegt að stöðva endurnýjun fískiskipa. Þegar það var gert safnaði það upp óeðlilegri endurnýjunar- þörf,“ sagði Kristján Ragnars- son, formaður Landssambands islenskra útvegsmanna, í sam- tali við Morgunblaðið. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði á aðalfundi LÍU á fimmtudaginn að forsendur fyrir lánveitingum vegna nýrra skipa, eða verulegra endurbóta á eldri skipum, væru brostnar vegna samdráttar í afla. „Ég held að örfá skip verði smíðuð á næsta ári. Það er búið að endurbyggja mörg skip og ég held að það verði lítið um að menn láti endurbyggja skip á næsta ári. Ég tel því óskyn- samlegt að banna mönnum það,“ sagði Kristján Ragnarsson. Alltaf söm viðsig, gamla Köben! Ef þig langar að gera þér eftirminnilegan dagamun stendur gamla, góða Köben alltaf fyrir sínu. í Kaupmannahöfn er vonlaust að láta sér leiðast. Dýrleg máltíð á góðum veitingastað, innlit í Montmartre djassklúbbinn, heimsókn í Louisiana safnið - þú finnur alltaf eitthvað skemmtilegt og nýtt. SÉRTILBOÐ kr. 14.900* * Innifalið flug, gisting í 1 nótt aðfararnótt laugardags, sunnudags eða mánudags á Absalon, morgunverður, þjónustugjald og söluskattur. Hámarkstími farseðils 7 dagar. Gistimöguleikar: Admiral eða Absalon. Leitaðu ekki langt yfir skammt. Fáðu nánari upplýsingar hjá söluskrifstofum Flugleiða, ferðaskrifstofum og umboðsmönnum um land allt. FLUGLEIÐIR Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og í Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir í síma 25 100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.