Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐEÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 Andrés Arna- son - Kveðjuorð Fæddur 2. mars 1926 Dáinn 5. nóvember 1988 Þegar ég hóf störf við hafnar- gerð, ungur maður nýkominn frá námi, kynntist ég mörgum ágætum mönnum sem höfðu þar verkstjóm með höndum. Þeir voru flestir tölu- vert eldri en ég með reynslu af lífinu og störfum sínum að baki. Þeir tóku stráknum vel, vissu hvers þeir máttu vænta af honum og hveiju þeir gætu bætt við skólalærdóminn hans. Einn þessara manna var Andrés Amason, húsasmíðameistari, sem nú er kvaddur. Hann vakti ekki at- hygii á sér með hávaða eða fyrir- gangi en vann verk sín af rólegri yfirvegun. Reyndar held ég að fæst- ir af starfsmönnum hans hafi fengið beinar fyrirskipanir um hvað þeir áttu að gera, en áður en varði var allt liðið tekið til starfa. Hann var oft undra fljótur að koma nýjum verkum af stað, að því er virtist fyrirhafnarlítið og allt vel skipulagt. Einkum virtist honum iagið að fá komimga menn til þess að starfa með sér eins og um reynda menn væri að ræða. 011 þessi einkenni Andrésar sem manns og góðs verkmanns héldust til æviloka. Hann var seintekinn við kynningu og hlédrægur, allt að því feiminn, en það breyttist með árun- um og frekari kynnum. Seinna átti Andrés eftir að starfa sem sjálfstæð- ur verktaki og loks seinasta áratug- inn við fyrirtæki sitt við framleiðslu á gluggum og hurðum, Plast- og málmgluggar í Hafnarfírði. Hann var eftirsóttur til þeirra verka sem hann starfaði að hverju sinni, vann þau af vandvirkni og útsjónarsemi. Óll þessi ár höfðum við Ándrés tölu- vert samstarf og unnum hvor fyrir annan á víxl eða sameiginlega fyrir aðra. Auk þess unnu Andrés og syn- ir hans við smíðar á heimiii mínu og synir mínir unnu hjá honum í skólaleyfum. Það fór þvi ekki hjá því að ég kynntist Andrési betur en mörgum öðrum. Hann var afskap- lega bóngóður maður og þurfti jafti- vel ekki að nefna það við hann að rétta hjálparhönd. Að loknum venju- legum vinnudegi var hann eitt sinn allt í einu mættur með verkfæri í poka og spurði hvort ekki ætti eftir að setja í hurð hjá mér. Við hjónin vorum þá að baksa við að lagfæra gamalt hús sem við höfðum keypt. Helgí Björgvinsson rakari - Kveðjuorð Fæddur 25. desember 1934 Dáinn 24. október 1988 Þá fyrst skiljum vér dauðann er hann leggur hönd á einhvem sem vér unnum. Að hann Helgi afi sé dáinn aðeins 53 ára er ótrúlegt, eins og hann var lífsglaður og hraustur. Hann var alla tíð mikill sundmaður og náði mjög góðum árangri strax á sínum yngri árum. Hann var einn af stofnendum sunddeildar Seifoss og gegndi for- mennsku fyrstu 12 árin. Eftir að hann hætti keppni hélt hann áfram að synda sína 200 metra á hveijum degi. En sundferðimar með afa og ömmu voru alltaf fastur liður frá því að ég fyrst man eftir mér. Tímunum saman sátum við afi og réðum krossgátur, spiiuðum rommý og spjölluðum saman. Ég man vel ferð sem við tvö fómm einu sinni saman á skíði í Bláfjöll, þá var hann ekki að sýna kunnáttu sína mikið í fyrstu heldur stakk hann af hinu- megin á fyallið og skoðaði útsýnið. Þannig var afi, hann naut þess að vera úti og var golf eitt af hans aðalá- hugamálum. Hann var mjög opinn fyrir því sem maður var að gera og fylgdist grannt með þvi hvemig mér gekk í skólanum. Síðustu samverustundir okkar voru þegar hann kom í heimsókn til okkar tveimur dögum áður en hann dó, og þá var endanlega ákveðið að hann og amma kæmu með okkur til Bandaríkjanna næsta sumar, og ég veit að hann verður í hugum okkar allra í þeirri ferð. Elsku amma, pabbi, Ella, Göbbi og Tryggvi, Guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg. Blessuð sé minning afa. Kallið er kornið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Unnur Gunnarsdóttir Ragnar Kjartansson — Kveðjuorð Fæddur 17. ágúst 1923 Dáinn 26. október 1988 Þegar hugmyndin að stofnun Ný- listasafiisins kom fram í október 1976 þá var hún mikið rædd á vinnu- stofu Ragnars Kjartanssonar og kom þá strax í ljós mikill áhugi hans á að styðja þessa hugmynd svo hún yrði að raunveruleika. Þótt Ragnar væri „raunsæismaður" í myndlist þá fylgdist hann grannt með því sem yngsta fólkið var að gera og var reyndar hvatamaður að þvi að kynna verk þess opinberlega, samanber Útisýniogamar á Skólavörðuholti á sínum tíma og hafði ákafiega gaman af að rifja upp ýmis skemmtileg at- vik sem þeim tengdust. Þar var hann aðiii að nokkurs konar hallarbyltingu í myndlist þjóðarinnar þegar lista- mennimir komu fram með upphaf nýrrar stefnu, hugmyndalistarinnar, en fram að þeim tíma hafði högg- myndin verið homreka á sýningum sem undirmáls- eða jaðarlist, sett upp þegar málverkið hafði fengið sitt sviðsljós. Og daginn eftir minnti hann að ein- hveiju væri ólokið úti í homi í borð- stofunni. Og hann kom oftar. Ég veit það vom fleiri sem hann aðstoð- aði svona óumbeðið. Hann var ekki sínkur á tíma sinn og vafalaust hef- ur hann líka vorkennt mér klambrið þegar ég var að smíða sjálfur. Þá brosti hann stundum en sagði fátt og tók svo til hendinni. Við ræddum oft um hin margvís- legustu málefni. Andrés var bæði vel að sér og glöggur, hafði næmt og sérstakt skopskyn og einstakt lag á að sjá hlutina frá nýju og óvenju- legu sjónarhomi, oft blandið kímni. Sérstakt hugðarefni hans var heima- byggðin, Vík í Mýrdal, og bar hann velferð sveitarinnar „heima" mjög fyrir bijósti, sérstaklega allt sem gæti stuðlað að útræði og útgerð úr Mýrdalnum. Hafði hann ýmsar hugmyndir uppi í þeim efnum og fór ekki alltaf troðnar slóðir. Það var gaman að fara austur með Andrési, hann varð allur léttari í spori og strákslegri þegar hann var kominn á æskuslóðimar. Og viðmót heima- manna við hann bar því vitni hvem mann þeir vissu að hann geymdi. Góður maður er genginn. Það er sjónarsviptir að Andrési. Við munum sakna meistarans eins og við §öl- skyldan nefndum þennan heimilisvin okkar gjaman. En minningin mun lifa um góðan dreng í bestu merk- ingu þess orðs. Ég og fjölskylda mín vottum ætt- ingjum og tengdafólki innilegustu samúð við fráfall hans. Halldór Hannesson Rakel Pálmadótt- ir — Kveðjuorð Fædd 8. október 1979 Dáin 6. nóvember 1988 Yndi varstu og eftiriæti allra þinna Sárt ég okkar sakna kynna. Gott þú vildir gera flestum, græða sárin, þreytta hugga, þerra tárin. Við leiðið þitt í litlum garði liggja feigar vonir sem að vom fleygar. (Sv. Har.) Við sitjum hljóð og hiygg, mátt- vana af sorg og skiljum ekki, skilj- um ekki. „Mamma, mamma, hún Rakel er eins og dáin, hún svarar okkur ekki.“ Dóttir mín kom hlaup- andi inn, hágrátandi með þessi orð á vörunum. Þær höfðu verið úti að hjóla nokkrar saman, eins og svo oft áður, og Rakel dottið það illa að hún missti meðvitund. Hún komst fljótt undir læknishendur og engan grunaði annað en að hún myndi jafna sig og slást í hópinn á nýjan leik von bráðar, þessi hrausta og tápmikla hnáta. í vikutíma barðist litla hjartað í bijóstinu fyrir lífi og allir báðu og vonuðu að kraftaverkið gerðist. Allt kom fyrir ekki, baminu varð ekki hugað líf. Hvers vegna var þessi lífsglaða stúlka hrifin á brott úr þessu jarðlífí svo sviplega? Við viljum svör en stöndum uppi tómhent og leiðum hugann að magnleysi mannsins gagnvart þeim öflum sem honum tekst aldrei að beisla. Ég varð þeirrar ánægju aðnjót- andi að taka á móti þessari fjör- miklu stúlku er hún hóf skólagöngu sína ásamt sjö skólasystkinum. Eft- irvæntinging skein úr andlitunum og óþreyjan eftir að fá að takast á við námsefnið og ábyrgðina, sem fylgdi því að byija í skóla, var mik- il. Þessir ungu nemendur höfðu ákveðnar skoðanir á skólanum, strax á fyrsta degi. Þetta var þeirra framtíðarvinnustaður og þama skyldi vera nóg að gera. Alltaf mætti manni gáskafull hnáta þar sem Rakel var og stutt var í einlæga brosið hennar, sem lýsti upp allt andlitið. Hún varð líka vinsæl meðal skólasystkina, sem núna sitja með spum i augum og syrgja sárt horfna vinkonu. Ekki lét hún Rakel mín sig vanta verkefnin, dugnaðurinn var henni í blóð borinn. Hún var vön að koma færandi hendi á kennarastofuna úr morgunkaffínu með mjólk og með- læti handa kennurunum með kaff- inu. Ekki var það fyrir það að henni hafi verið fengið þetta hlutverk sér- staklega, öðra nær, hún fann sér einfaldlega þama eitt verkefnið enn, sem hana langaði að inna af hendi og skilaði því af skyldu- rækni, tilbúin að rétta hjálparhönd hvenær sem tækifæri gafst. Hvert reiðarslagið á fætur öðra hefur dunið yfir okkar litla sam- félag á þessu hausti. Stór skörð Kveðjuorð: Isleiíur Einarsson Það kom mér reyndar dálítið á óvart þegar ég frétti að ísleifur hefði látist skyndilega. Þó vissi ég að hann átti við vanheilsu að stríða í nokkur ár. Hann var um áttrætt er hann lést, en þar aldurinn vel til hinstu stundar. ísleifur var fæddur og uppalinn á bænum Strandar- hjáleigu í Vestur-Landeyjum. Faðir hans dó frá ungum bömum, jafnvel frá yngsta bami sínu, ófæddu, en það var drengur. Kona hans, Ólöf Bjamadóttir, hafði það erfíða starf að annast uppeldi bamanna og halda búrekstrinum áfram. Það kom í hlut ísleifs sem var meðal hinna eldri bama hjónanna að taka snemma við ábyrgðarstörfum heima við. Öll komust bömin upp. Einn bræðranna, Bjami, lést fyrir nokkr- um áram. Snemma kom í ljós að Isleifur var mjög verklaginn maður. Snemma á árunum þeim byggði hann steinsteypuhús í Strandarhjá- leigu og í höndum hans léku pípu- og raflagnir, þó ekki hefði hann lært þessi handverk. Hann raflýsti hjá sér áður en rafmagnið var lagt um sveitina. Kom sú orka frá vindr- afstöð. Hann og móðir hans bjuggu í Strandarhjáleigu til ársins 1959, en það ár lést Ólöf, móðir hans. Hann bjó áfram þar ásamt uppeldis- systur sinni, en hún lést fyrir nokkr- um árum. Hin síðustu árin var hann þar einn á bænum. Var þá hundur- inn Snati hans tryggi fylginautur. Þegar ég kom aftur til íslands árið 1986 eftir rúmlega 20 ára ijarvera var það eitt hið fyrsta verk mitt að Ragnar Kjartansson var einn af stofnfélögum Nýlistasafnsins og þremur árum síðar gaf hann til safns- ins yfir 50 titla; skúlptúr, hreyfíverk, bækur og bókverk, grafík, málverk og kort, allt eftir Dieter Roth og árítað af höfundi „Til vinar míns“, „Með bestu kveðjum o.s.frv. 1982 var ákveðið að sýna þessa gjöf í safn- inu og var Ragnar mjög ánægður yfír því. Haft var samband við Diet- er Roth og hann beðinn um ráðgjöf og upplýsingar sem og hann varð fúslega við en bætti um betur og sendi safninu marga kassa fulla af bókverkum, skáldverkum, grafík- myndum, hljómplötum o.fl. Sýningin varð þvf mjög fjölbreytt og umfangs- mikil og vakti verðskuldaða athygli. Aðstandendur Nýlistasafiisins eru margir hveijir nemendur og vinir Ragnars Kjartanssonar og eru hon- um þakklátir fyrir stuðning og hvatn- ingu og þann sóma sem hann sýndi safninu. Félagar í Nýlistasafninu fara austur til að heimsækja ísleif í Strandarhjáleigu. Hann leit þá út eins og í gamla daga, en að vísu vora hreyfingar hans orðnar dálítið stirðari og hann orðinn vinnulúinn og svolítið boginn. Búsmalinn var þá orðinn lítill, aðeins fáeinar kindur og hross. Og svo frétti ég síðar að hann hefði misst hundinn sinn und- ir bíl. Það frétti ég síðast af hinum látna vini mínum; Isleifi, að hann hefði verið orðinn mjög veikur. Læknir hafði vitjað hans og boðað komu sína næsta dag, 14. október. Þá lést hann. Útför ísleifs fór fram frá Akureyjarkirkju 22. október að við- stöddu fjölmenni. Þeim fer fækk- andi sveitungum mínum og vinum, sem ég þekkti fyrr á áram. Óvíst er að hægt sé að fylia í skörðin. Skarðið við fráfall ísleifs er áreiðan- lega mjög erfítt að fylla. Megi góður Guð styrkja ættingja, vini og nágranna Isleifs heitins. Blessuð sé minning góðs manns. Herbert N. Beck, Moberly, Missouri, USA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.