Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 Hvað skyldu Fjöln- ísmenn hafa sagt? Fyrir tæpum tveim árum urðu tímamót í lífi mínu. Ég var hættur öllu stjórnmálavafstri eftir 8 ára setu í bæjarstjóm Seltjamamess fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Pólitík gömlu flokk- anna þótti mér orðin svo útþynnt og leiðinleg, að ég var helzt að velta því fyrir mér hvort ég ætti ekki að kjósa Kvennalistann í næstu kosningum. Engu að síður þótti mér vert að fylgjast með því, sem var að gerast, og hafði í hyggju að halda áfram að skrifa öðm hverju hvassyrtar greinar í blöðin um dægurmál líðandi stundar. Reyndar birt- ist eftir mig grein í Morgunblaðinu í desember 1986, þar sem ég fór hörðum orðum um kerfismennskuna hjá forystu Sjálf- stæðisflokksins og hversu hún væri gjörsamlega úr takt við íslenskt þjóðlíf. I þessari grein Qallaði ég m.a. um þörf fyr- ir nýja breiðfylkingu borgaralegs afls, sem veitti Sjálfstæðis- flokknum aðhald á hægri væng stjómmálanna. Ekki taldi ég þó líklegt á þeirri stundu, að til slíks kæmi. E inn síðasta vinnudag fyrir jól höldum við kennarar í Verk- fræði- og raunvísindadeild háskól- ans hina árlegu jólagleði okkar. Þar er að venju efnt til spuminga- keppni, sem fer fram með þeim hætti, að allir viðstaddir svara skrif- lega ýmsum spumingum um ástand mála að ári liðnu. Til dæmis er gjaman spurt: Hvað kostar einn lítri af mjólk 1. desember næsta ár? Allir greiða 50 kr. í sameiginlegan sjóð fyrir að taka þátt í keppninni. Einn okkar sér síðan um að ávaxta féð til næsta árs á einhveijum há- vaxtareikningi og meta svörin fyrir næstu jólagleði. Sá sem hlýtur flest stig fær svo sjóðinn að launum. í jólaspurningakeppninni 1986 hljóð- aði ein spumingin svona: Verður Júlíus Sólnes búinn að stofna nýjan stjómmálaflokk 1. desember 1987? Þetta árið kom það í minn hlut að ávaxta pottinn og meta svörin. Ég gat ekki annað en brosað þegar ég skundaði upp í háskóla með niður- stöðumar og pottinn, heilar 2.450 krónur, í miðjum önnum þingsins rétt fyrir jólin 1987. Allir höfðu svarað fyrmefndri spumingu vit- laust og ég sjálfur þar engin undan- tekning. Þessi tímamót í lífi mínu náðu hámarki er ég hélt upp á fimmtugsaf- mæli mitt í lok marz 1987. Eins og venja er við slík tækifæri fjölmenntu vinir og vandamenn ogpólit- ískir samheijar mínir, sem héldu hástemmdar ræður um þau mikilvægu störf, sem afmælis- bamið hafði unnið í þágu flokksins. Meðal annars barst mér kveðja frá Al- bert Guðmundssyni, þáverandi iðnaðar- ráðherra, sem var rétt í því að koma heim frá Kaup- UPPHÁTT / dag skrifar Júlíus Sólnes, varaformabur Borgaraflokksins mannahöfn, en moldviðrið um hann var þá rétt skollið á. Ég á víst mpður minni það að þakka, að ég kom ekki í heiminn viku síðar. Víst er, að upplitið hefði verið æði kynd- ugt á mörgum fymim samstarfs- manna minna í pólitík i afmæli- sveizlunni og stemmningin nokkur önnur. Þá var ég kominn í efsta sæti á framboðslista Borgara- flokksins í Reykjaneskjördæmi og þar með kominn á bólakaf í hring- iðu stjómmálanna. Ég er hreint ekki viss um, að konunni minni hafl líkað þessi þróun mála alls kostar vel. Við höfðum talað mikið um það, að nú væri tækifærið runnið upp. Bömin farin að heiman og upplagt að reyna eitt- hvað nýtt. Þannig voru uppi mikil áform um ferðalög út í heiminn, enn fremur var ætlun mín að sinna færðimennsku og vísindastörfum betur en tími hafði gefízt til fram að þessu. Hér á máltækið góða vel við, þ.e. enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Hvað mig sjálfan varðar er ég ekkert viss um nema mér hafí líkað þesi stefnubreyting í lífi mínu vel. Eg hef rótazt í alls kyns félagsstörfum um ævina og ein- hvem veginn haft lag á því að lenda ^__ í stjómum hinna ólíklegustu félags- samtaka. Stjómmál vora einnig stór þáttur i uppeldi mínu. Þannig minn- ist ég þess, er faðir minn leiddi mig fyrir Ólaf Thors á úti- hátíð sjálfstæðis- manna í Vaglaskógi þegar ég var líklega sex ára gamall. Þjóð í menning- arháska Ég er kominn í þá stöðu að þurfa að skipta mér af öll- um sköpuðum hlut- um og hafa skoðun á öllu, sem er að gerast. Eitt af því, sem hefur vakið mig til um- hugsunar núna nýverið, er grein, sem birtist í sunnudagsblaði Morg- unblaðsins fyrir viku. íslendingar tossar var spurt. Þar er sagt frá þekkingarprófi, þar sem kom í ljós, að maðurinn á förnum vegi virðist ekki vita nefi sínu lengra. Á einni útvarpsstöðinni í vikunni var spurt hvaða merkingu ártalið 1262 hefði í íslenzkri sögu. Um það höfðu menn hinar furðulegustu hugmynd- ir, t.d. að þá hefði Kópavogsfundur- inn átt sér stað eða Snorri Sturlu- son hefði verið drepinn það ár. Fram til þess hef ég haldið ásamt allri þjóðinni, að íslendingar væra gáfaðasta og bezt lesna þjóð í heimi. Nú hefur komið í ljós, að við eram engu betri en t.d. Bretar, sem fengu álíka háðulega útreið í hliðstæðri könnun, sem var gerð þar í landi. Það er af sem áður var, þegar er- lendir ferðamenn hér fyrr á öldum hittu fyrir bændur í afskekktum sveitum, sem töluðu við þá á lýta- lausri latínu. Því vakna upp ýmsar spumingar. Er grannskólakerflð svona lélegt? Var gamla skólakerfíð með landsprófinu hræðilega miklu betra? Lærðu bömin jafnvel miklu meira og betur, þegar öll bama- kennsla fór fram hjá farandkennur- um stuttan tíma vetrar ár hvert? Það væri gaman að fá svör við þessum spumingum. Að minnsta kosti vekur það athygli, að í könnun sunnudagsblaðsins stóðu eldri ald- urshópamir, karla og konur 40-60 ára, sig mun betur en þeir yngri. Strákar á aldrinum 15-20 ára gátu aðeins svarað um 25% af spuming- um blaðsins rétt, þrátt fyrir að þeir HÁTlDLEG STUND LÝSIR TILVERUNA Ijósmynd geymir oggleður barnamyndir (frá 2-3 mánaða) fjölskyldumyndir brúðkaupsmyndir tískumyndir... . . . í stúdíói eða heimahúsum. Studio 76 gerir þínar hugmyndir að veruleika. Suðurlandsbraut 22 2h. Ath. sama verð á laugardögum. Tímapantanir í sima 680676 Litir: Svart eða brúnt. Einnig hornsófar. Lítið við, þaö borgarsig. VALHÚSGÖGN Ármúla 8, símar 82275 og 685375. Ný sending af sófasettum með hinu frábæra ieöuriíki „ Leður lúx“, sem er ótrúiega Ifkt ieðri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.