Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 Minning: Oddný Halldórs- dóttirfrá Varmá Fædd 12. janúar 1909 Dáin 12. nóvember 1988 Hinn 12. nóvember síðastliðinn lést á sjúkradeild Hrafnistu í Hafn- arfirði elskuleg frænka, Oddný Halldórsdóttir, til heimilis á Loka- stíg 16 í Reykjavík. Með Oddnýju er gengin góð kona sem helgaði sig af alhug heimili, eiginmanni og sonum, þar til þrótt- urinn og heilsan fóru að gefa sig fyrir nokkrum árum._ Oddný fæddist að Álafossi í Mos- fellssveit 12. janúar 1909, yngsta barn foreldra sinna, þeirra Halldórs Jónssonar, verksmiðjustjóra á Ála- fossi, og Gunnfríðar Guðlaugsdótt- ur. Systkini hennar sem upp kom- ust voru Ólafur, kenndur við Varmá, bifreiðastjóri í Reykjavík, Guðrún, ljósmóðir í Reykjavík, og Þorbjörg, húsfreyja að Görðum í Bessastaðahreppi. Einn uppeldis- bróður áttu þau systkin, Grím Jóns- son, kaupmann. Þau eru nú öll látin. Oddný ólst upp að Varmá í Mos- fellssveit þar sem foreldrar hennar bjuggu lengst af eða þar til þau flytjast til Reykjavíkur á unglings- árum Oddnýjar. Stofnsetti Halldór faðir hennar verslunina Varmá á Hverfisgötu 84 og snyrtivöruversl- un þar sem Oddný aðstoðaði föður sinn. Eiginmaður Oddnýjar var Steingrímur Axnórsson, fulltrúi hjá heildverslun Jóhanns Ólafssonar, en hann lést í janúar 1972. Synir þeirra eru Gunnar, fulltrúi hjá O. Johnson & Kaaber, giftur Halldóru Óladóttur, og Halldór, aðalbókari hjá Landsbanka íslands, giftur Guðrúnu Jensdóttur. Sonardætur Oddnýjar eru tvær og bamabama- bömin orðin fjögur. Eins og fyrr segir helgaði Oddný sig manni sínum og sonum og bar heimili hennar á Laufásvegi og Lokastíg þess fagurt vitni. Naut Oddný þess að taka á móti gestum og var ávallt mikill gestagangur hjá þeim hjónum í gegnum árin. Steingrímur og Oddnýju voru ætt- fróð svo að af bar og ef svo bar undir að vinkonur komu með mér f heimsókn til frænku og eftir að Steingrímur hafði spurt um fað- emi, gat hann rakið ættir þeirra langt aftur og jafiivel fundið skyld- leika með okkur vinkonunum, sem ekki var nú verra ef vináttan var góð. Og ekki var heldur amalegt að geta sem bam státað af ætt- föður fjölskyldunnar, Þorfinni Karlsefni, sem á þeim tíma trónaði t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR KARITAS GfSLADÓTTIR, fyrrum húsfreyja í Ytra-Skógarnesi í Miklaholtshreppi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. nóvember kl. 13.30. Baldur Kristjánsson, Jens Kristjánsson, Unnur Kristjánsdóttir, Auður Kristjánsdóttir, Arndfs Kristjánsdóttir, Einar H. Kristjánsson, Jóhanna Kristjánsdóttir, Kristjana Ág. Kristjánsdóttir, Unnur Sveinsdóttir, Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Jón Skagfjörð, Gfsli Ágústsson, Anna Sigurðardóttir, Guðm. Rafn Ingimundarson, börn og bamabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTINN NIKULÁS ÁGÚSTSSON, Hjallabraut 5, Hafnarfirðl, verður jarðsunginn frá Viðistaðakirkju þriðjudaginn 22. nóvember kl. 13.30. Kristfn Stefánsdóttir, Erla Kristinsdóttir, Halldór Svavarsson, Kristín Gunnarsdóttir, Guðjón Vfðisson og barnabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir, ODDNÝ HALLDÓRSDÓTTIR, Lokastfg 16, verður jarðsungin mánudaginn 21. nóvember kl. 13.30 frá Dóm- kirkjunni. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minn- ast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Halldór Steingrfmsson, Guðrún Jensdóttir, Gunnar Steingrfmsson, Halldóra Óladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. - t Innilegar þakkir fyrir auðsýndan vinarhug og samúð við fráfall og jarðarför ÞÓRÐAR GUÐMUNDSSONAR, fyrrverandi verslunarstjóra, Háaleitisbraut 68. Margrát Sigurðardóttir, Kristfn Þórðardóttir, Guðmundur Guðmundsson, Sigurður Þórðarson, Sigrún Andrésdóttir, Hildigunnur Þóröardóttir, Finnbogi Höskuldsson, barnabörn og barnabarnabörn. á stalli í litlu tjöminni í Hljómskála- garðinum. Af slíku gátu ekki marg- ir montað sig með vissu. Ljúfar minningar koma upp í hugann þegar hugsað er til baka til þeirra ára sem samskiptin vom meiri og heimsóknir til hennar tíðari. Léttleiki og gott skap ein- kenndi hana og systkini hennar alla tíð. Aldrei gleymdi Oddný frænka afmælisdegi né öðrum merkisdög- um innan fjölskyldunnar né utan og kom hún ávallt færandi hendi og alltaf var páskaeggið hennar frænku stærst. Fyrir mér var Oddný einstök frænka sem ég nú kveð með söknuði en minningin um hana mun iifa með mér. Þegar heilsu hennar fór að hraka og hún þurfti að fara á Hrafnistu, var það henni þungbært að fara af heimili sínu sem hún unni og hafði hlúð að alla tíð. En synir henn- ar og tengdadætur hafa reynst henni einstaklega vel og reyndu að gera henni vistina léttbærari. Við systumar allar og fjölskyidur okkar vottum sonum hennar, tengdadætrum og öðmm aðstand- endum okkar dýpstu samúð og biðj- um algóðan Guð að blessa minningu hennar. Fari hún í friði. EÓ Oddný Halldórsdóttir var fædd á Álafossi í Mosfellssveit þann 12. janúar 1909. Foreldrar hennar vom hjónin Gunnfríður Guðlaugsdóttir frá Helgafelli í Mosfellssveit og Halldór Jónsson, verksmiðjueigandi á Álafossi, ættaður frá Sveinsstöð- um í Þingi. Hún ólst upp á Ála- fossi og síðar á Varmá, en þangað fluttu foreldrar hennar fljótlega, ásamt systkinum sínum, sem vom eftirfarandi: Ólafur, leigubifreiða- stjóri í Reykjavík, átti síðast Val- gerði Sigurgeirsdóttur. Guðrún, varð ljósmóðir í Reykjavík og rak þar fæðingarheimili í fjölda ár. Þor- björg, er giftist ung Guðmundi Á. Bjömssyni, og bjuggu þau í Görðum á Álftanesi, og Grímar Jónsson, fóstbróðir frá Helgafelli, en hann missti báða foreldra sína í spönsku veikinni 1918, og kom þá að Varmá og dvaldi hjá fósturforeldrum sínum meðan þau lifðu. Halldór var odd- viti sveitarinnar og ennfremur var sveitasíminn á Varmá og var því ætíð mjög mannmargt heimili og gestkvæmt. Þetta mótaði mjög Oddnýju og fylgdi henni æ síðan gestrisni og það að hafa gaman af að taka á móti fólki og veita vel. Upp úr 1924 fluttist flölskyldan til Reykjavíkur og var Halldór þá orðinn ekkjumaður. Keypti hann húsið á Hverfisgötu 90 og stofn- setti þar verzlun með snyrtivörur og ennfremur verzlaði hann að Hverfisgötu 84 með matvömr. Verzlanir sínar kenndi han við Varmá og var verzlað í Varmá þar til Grímar, fóstursonur hans lézt árið 1980, en hann tók við er Hall- dór féll frá árið 1942. Þetta var áreiðanlega síðasta verzlunin í Reykjavík, þar sem hægt var að fá steinolíu á flösku úr handdælu frá tunnu. Oddný vann við snyrtivöru- verzlunina á Hverfísgötu 90, en fór árið 1929 til Kaupmannahafnar og vann þar við fæðingarhjálp, en syst- ir hennar, Guðrún ljósmóðir, var þá að ljúka námi við Ríkisspítalann. Heim komu þær systur eftir nokkur ár, og vann Oddný þá um árabil við fæðingarhjálp hjá vinkonu sinni Helgu Níelsdóttur, sem rak þá stórt fæðingarheimili. Einnig sá hún um heimili fyrir Engilbert Hafberg, kaupmann, en hann var þá ekkju- maður. Mjög kært var ávallt síðan með henni og bömum hans, sér- staklega Einari Jens Hafberg, verzlunarmanni, en hann býr nú á Akureyri. Um þetta leyti kynnist Oddný Steingrími Amórssyni, verzlunar- fulltrúa og giftu þau sig og hófu búskap á Laugavegi 10 í Reykjavík. Steingrímur var sonur Guðrúnar Elísabetar Jónsdóttur prófasts í Stafholti og séra Amórs Þorláks- sonar prests á Hesti í Borgarfírði. Steingrímur hafði misst foreldra sína ungur og var alinn upp hjá frænku sinni Sigurbjörgu J. Þor- láksdóttur. Hún ól ennfremur upp þá Svein Pétursson, lækni og Ingva P. Grétar, nú búsettan í Banda- ríkjunum. Steingrímur lauk námi í 4. bekk í Menntaskólanum í Reykjavík og fór síðan til náms í verzlunarfræðum til Liibeck í Þýzk- Minning: Guðrún I. Sigurðar- dóttir VíkíMýrdal Fædd 7. janúar 1899 Dáin 9. nóvember 1988 Á morgun, mánudag, kveðjum við í hinsta sinn ömmu okkar, Guð- rúnu Ingibjörgu Sigurðardóttur, Vík í Mýrdal, sem lést þann 9. nóv- ember sl. að Ljósheimum, Selfossi. Amma var fædd 7. janúar 1899 á Eskifírði, en fluttist með afa, Þórði Stefánssyni, f. 25. júlí 1894 í Norðfirði, d. 7. apríl 1981, til Víkur er þau gengu í hjónaband, 28. maí 1921. Með vinnusemi og dugnaði eign- uðust þau fallegt og gott heimili á Víkurbraut 18. Þau áttu 7 böm. Þau em: Vilborg f. 1922, Jóna f. 1923, Unnur f. 1926, Kristbjörg f. 1928, Stefán Ármann f. 1929, Sigríður f. 1931 og Ólafur f. 1937. Bamabömin em 16 og bamabama- bömin em orðin 24. Margar æskuminningar eigum við úr Víkinni, sérstaklega er við 5 og 6 ára gömul dvöldum um nokk- urra mánaða skeið hjá ömmu og afa meðan foreldrar okkar vom erlendis. Þá hugsaði amma um að frumþörfum okkar væri fullnægt og vel það, afi var óþreytandi að spjalla við okkur og segja okkur sögur. Aldrei heyrðist skammaryrði frá þeim, þótt við borgarbömin tækjum upp á ýmsum tiltækjum og eflaust hafa þau oft verið hrædd um okkur, þegar við lékum okkur niður við sjó. Amma var mikil hannyrðakona og kenndi m.a. hannyrðir í nokkur ár við bamaskólann í Vík. Hún starfaði í áratugi fyrir kvenfélagið í Vík og var gerð að heiðursfélaga þess. Afi ver verkamaður og bóka- vörður við sýslubókasafn Vestur- Skaftafellssýslu. Hann var einn af stofnendum Verkalýðsféiagsins Víkingur í Vík 1934 og gegndi þar ritarastörfum. Þá var hann í sókn- amefnd Víkurkirkju og safnaðar- fuiltrúi. Marga góða og trygga vini eign- uðust þau á lífsferli sínum og sl. sumar er amma fór í nokkra daga heim til Víkur, sást vel á fjölda gesta hve tryggir þeir voru henni. Sl. 3>/2 ár dvaldi amma á Ljós- alandi. Eftir heimkomuna vann hann fyrst hjá frændum sínum hjá • J. Þorláksson & Norðmann, en frá árinu 1925 til dauðadags árið 1972 vann hjá Jóhanni Ólafssyni & Co. h.f. Oddný eignaðist tvo sonu. Eldri er Gunnar Steingrímsson, sem verið hefír fulltrúi hjá O. Johnson & Ka- aber hf. um 35 ára skeið. Hann er kvæntur Halldóru Óladóttur og er hún ættuð frá Raufarhöfn. Þau búa í Garðabæ og eiga tvær dætur. Sú eldri er Sigríður, gjaldkeri, var gift Hrafnkeli Óskarssyni, lækni. og eiga þau tvær dætur, og Oddnýju, bankastarfsmanni, og er hún gift Herði E. Sverrissyni, viðskiptafræð- ingi og eiga þau tvö böm. Yngri sonurinn er Halldór Steingrímsson, forstöðumaður bókhalds hjá Lands- banka íslands. Hann er kvæntur Guðrúnu Jensdóttur, er vinnur hjá Skeljungi hf. og er ættuð frá Drangsnesi, og á eina dóttur, Bjar- neyju frá fyrra hjónabandi. Arið 1952 fluttu þau Oddný og Steingrímur á Lokastíg 16 og bjuggu þar upp frá því. Heimili þeirra var gróið menningarheimili, ekki nýtízkulegt, en mjög vel búið og traust. Steingrímur var að eðlis- fari dulur maður, en starfaði samt í fjölda félaga. M.a. hélt hann ávallt sambandi sínu við þýzka tungu og menningu og var um ára- bil í stjóm Germaníu, félags þýzku- mælandi manna á íslandi. Hann starfaði einnig mikið í Oddfellow- reglunni og bæði störfuðu þau í félögum Sjálfstæðisflokksins, og var frænka mín stundum mjög hörð í pólitíkinni. Eftir lát Steingríms árið 1972 bjó Oddný ein þar til fyrir fjórum árum að heilsu hennar hafði hrakað mjög og fór hún þá til dvalar á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnar- firði og þar dó hún aðfaranótt 12. þ.m. Þökkuð er sérstök umönnun starfsfólks eftir að halla tók undan. Við Eggert bróðir urðum aðnjótandi gæsku hennar og góðvildar alla tíð og þó sérstaklega eftir að móðir okkar og systir hennar, Þorbjörg, dó árið 1934. Mikið óskaplega var nú gott í lífsins ólgusjó að eiga frænku, sem aldrei, aldrei, trúði nema því bezta og ávallt var tilbúin að greiða úr flækjunum. Nú er flest af eldra venzlafólki hennar farið. Eftir er ekkja Grímars fóstbróður hennar, Guðríður Guðjónsdóttir og býr hún að Kleppsvegi 4 í Reykjavík. Útför Oddnýjar Halldórsdóttur frá Varmá fer fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík, mánudaginn 21. nóvember 1988 kl. 13.30. Blessuð sé minning hennar. Fari hún um Guðs vegu. Halldór Guðmundsson frá Görðum. heimum, hjúkranarheimili Sjúkra- húss Selfoss, þar fékk hún góða og alúðlega umönnun, sem er þakkar- verð. Við söknum ömmu sárt, en við vitum að nú er hún farin á fund afa. Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Kristín og Þórður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.