Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 44
NÝTT FRÁ RAFHLAÐA SEM ENDIST OG ENDIST SYKURLAUST FRÁ WRIGLEY’S MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVlK TELEX 2127, PÓSTFAX 621811, PÓSTHÓLF 1655 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Rjúpnaskyttur stálu strætó TVEIR Norðmenn, hingað komn- ir til að skjóta rjúpur, reyndu að stela strætisvagni á Akranesi um klukkan 5 á laugardagsmorg- un. Mennimir dveljast í sumarbústað í Borgarfirði en gerðu sér dagamun á Akranesi á föstudagskvöld. Þeir voru boðnir í samkvæmi í heimahús í bænum og á leið þaðan sáu þeir strætisvagn bæjarins, sem stóð við heimili vagnstjórans. Rjúpnaskytt- umar, sem að sögn lögreglu vom allölvaðar, fóru inn í vagninn og reyndu sem óðast að gangsetja far- artækið. Áður en það hafði tekist bauðst skyttunum hins vegar far með lögreglubíl og gisting í lög- reglustöð bæjarins. Léttvín vin- sæl í Mjódd „ÉG TEL víst að viðskiptavinir okkar séu á- nægðir með þá nýjung að bjóða upp á gott úrval léttvína í verslun okkar í Mjódd- inni og salan er góð,“ sagði Gústaf Níelsson, hjá ATVR. ÁTVR opnaði áfengisútsölu í nýju húsnæði í Mjóddinni 20. sept- ember. I versluninni eru á boðstól- um þær tegundir léttvíns sem ÁTVR flytur inn. „Það mælist vel fyrir að hafa slíka verslun, en auk léttvínanna seljum við nokkrar teg- undir af sterku, það er tegundir sem við framleiðum og örfáar erlendar að auki,“ sagði Gústaf. Bylgjan og Stjarnan: Viðræður um sameiningu VTÐRÆÐUR um sameiningu útvarpsstöðvanna Bylgjunn- ar og Stjömunnar hafa átt sér stað að undanförnu. Stjarnan mun hafa átt frum- kvæðið að viðræðunum nú, en áður hefúr Bylgjan hafið þreifingar um hugsanlega sameiningu stöðvanna. Samkvæmt heimildum blaðs- ins er gengið út frá því í þessum viðræðum af hálfu forsvars- manna Stjörnunnar að um helmingseignaskipti verði að ræða. Á það hafa Bylgjumenn ekki fallist. Sjá fjölmiðlaopnu, C 24. íslenzk vöðva- flöll efst ÞEIR Hjalti Úrsus Árnason og Magnús Ver Magnússon urðu í efstu sætum á kraftamóti í Montreal í Kanada í fyrrinótt. Keppt var í fjórum greinum og vakti frammistaða íslenzku vöðva- fjallanna mikla athygli. Kanada- maðurinn McGhee hefur verið ill- sigrandi í mótum sem þessum, en mátti gera sér þriðja sætið að góðu að þessu sinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gertaðsárum Perlu Skipasmiðir i Slippnum í Reykjavík eru þessa dagana að gera við skemmdir á botni Perlu, sanddæluskips Björgunar hf. Fyrir skömmu steytti Perla á blindskeri á milli Viðeyjar og Gufúness og kom nokk- urra metra rifa á botn hennar. Skerið er þekkt, sérstaklega meðal smábátaeigenda, enda mun það oft hafa sett göt á botn smábátanna. Ævintýri Hoffinanns í Þjóðleikhúsinu: Stofiikostnaður yfir 30 milljónir ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefúr orðið að leggja í mikinn stofnkostnað vegna uppfærslunnar á óperunni Ævintýri Hoffmanns. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins er stofiikostnaðurinn á Qórða tug milljóna. Gísli Alfreðsson, þjóðleikhússtjóri, segir að kostnaðurinn sé ekki svo mik- ill, en segist ekki upplýsa hver hann er á þessu stigi. Sýningin er fjölmenn og koma hátt í tvö hundruð listamenn og starfsmenn við sögu. Þuríður Páls- dóttir, formaður þjóðleikhúsráðs, segir það vera höfuðástæðu mikils stofnkostnaðar. Sérhannaðir og saumaðir búningar vegna uppfærsl- unnar eru um 300 talsins og er mikill kostnaður af búningahönnun- inni og gerð. Aðsókn að Hoffmann hefur verið góð og nýtingin á húsinu verið langt umfram meðaltal á þeim sýningum sem þegar hafa verið. Sýningar verða 21 fyrir áramót og líklega nokkrar á nýju ári, að sögn þjóðleik- hússtjóra. Talsverður kurr er í leikurum Þjóðleikhússins vegna þess að þeir telja að uppfærsla íslensku óper- unnar og Þjóðleikhússins hafi ýtt öðrum verkefnum til hliðar. Verk- efnum sem jafnvel séu nú fullæfð og tilbúin til frumsýningar. Sjá Milljónaævintýri Hoff- manns á bls. 14 og 15. Þúsund íslending- ar sækja í sól eða á skíði umjólin MARGIR íslendingar verða á faraldsfæti um jólin eins og venjulega. Búist er við að um eða yfir 1000 íslendingar fari í svo- kallaðar jólaferðir á vegum ferðaskrifstofa og enn aðrir heimsækja vini og ættingja og koma hvergi nærri hefðbundnum ferðamannastöðum. Hjá nokkr- um ferðskrifstofúm fengust þær upplýsingar, að síðustu árin hefði það færst mjög í vöxt að íslendingar færu til útlanda á þessum tíma. Flestir verða íslendingarnir á Kanaríeyjum, á fjórða hundruð manns, og um 200 íslendingar ferð- ast til skíðasvæðanna í Austurríki. Costa Del Sol og Majorka njóta einnig vinsælda og á annað hundrað Islendinga ferðast á hvorn stað. Þá er vinsælt að eyða hátíðunum í Orlando í Flórída. Er þar jafnan að finna nokkra tugi íslendinga. Þá er efnt til sérferða til þriggja stór- borga Evrópu, Vínarborgar, Amst- erdam og Hamborgar. Að sögn talsmanna ferðskrifstofa er það ákveðinn hópur sem heldur jól með þessum hætti. Einkum mið- aldra og eldra fólk. Innbrota- faraldur INNBROT hafa verið framin í nokkur íbúðarhús í Fossvogi að degi til undanfarnar 2-3 vikur og stolið þaðan ýmsum verðmæt- um. Alls konar verðmætum hefur verið stolið en skemmdir hafa ekki verið unnar. Oftast hefur verið um einbýlishús í götum syðst í dalnum að ræða. Veiddu loðnu fyrir 160 milljónir kr. á tólf tímum eftir Friðrik Indriðason EFTIR dræma veiði undanfarnar vikur kom mikill kippur í loðnuveiðarnar aðfaranótt fóstudagsins. A tólf tímum veiddu 30 loðnuskip samtals 23.410 tonn af loðnu. Sam- kvæmt upplýsingnm frá Síldarverksmiðjum ríkisins er út-. flutningsverðmæti þessa afla um 161 milljón krónur. Erlingur Páls- son stýrimaður á Víkingi sagði í spjalli í gærmorg- un, er skipið var statt út af Amarfírði á leið í land, að mikíð væri af loðnu við Kol- beinsey. Raunar væri loðnan eins og teppi austur af eynni. „Þessi mikla loðna er himnasending fyrir okkur. Skip hafa verið að leita áð loðnunni um nokkurt skeið við Kolbeinsey en það er ekki fyrr en nú sem stóra loðnan, eða göngu- loðnan, hefur myndað torfur og gengið austur fyrir eyjuna," segir Erlingur. Erlingur segir að loðnan sé mun seinna á ferðinni í ár en í fyrra. „Við byijuðum að landa 1. nóvem- ber í fyrra og vorum í kraftveiði fram að jólum. Hinsvegar er þetta fyrsta löndunin okkar í ár, um þremur vikum seinna en í fyrra,“ segir hann. „Þessi óhemjumikla loðna virðist bundin við svæðið norðaustur af Kolbeinsey, því við höfðum fregnir af því að færeysk- ur loðnubátur á leið frá Jan May- en hefði ekki orðið var við neina loðnu fyrr en hann kom í grennd við Kolbeinsey." Markaðsverðið óljóst Jón Reynir Magnússon for- stjóri Síldarverksmiðja ríkisins segir að óljóst sé hvaða verð fáist fyrir loðnuafurðir nú. Loðnuveiðin hingað til hefur verið það lítil að menn hafa átt í vandræðum með að uppfylla fyrirfram samninga sína um mjöl og lýsi . . . „Það er ekkert farið að selja af afurðum utan þessara samninga og því er lítið hægt að segja um hvaða verð fæst," segir Jón Reynir. > I gærmorgun tilkynntu fimm skip um afla. Það voru ísleifur með 750 tonn, Víkingur með 1350 tonn, Hólmaborg með 1420 tonn, Háberg með 650 tonn og Svanur með 700 tonn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.