Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBÉR 1988 21 hollt að fá fleiri þætti á öðrum tungTjmálum en ensku. Bezt væri að sjálfsögðu ef hægt væri að bjóða upp á fjölbreytilegt úrval íslenzks sjónvarpsefnis. Hér er erfitt um vik, þar sem kostnaður við slíka dagskrárgerð er mikill. Hér hefur oft verið hugsað til þess ef við gætum framleitt sjónvarpsþætti í röðum úr heimi fornsagnanna. Hugsið ykkur að sjá t.d. 24 þátta röð um Laxdælasögu, Egilssögu eða Sturlungu svo dæmi séu tekin. Engin þjóð hefur lagt eins mikla áherzlu á að framleiða og sýna sjón- varpsþáttaraðir með sögusvið sitt að bakgrunni og Japanir. Þeir sem hafa horft á japanskt sjónvarp þekkja vel hina æsispennandi og skemmtilegu þætti um Samurai- tímabilið. Ef til vill ættum við að leita eftir samvinnu við Japani og fá þá til að hjálpa okkur við að fram- leiða sjónvarpsþætti upp úr íslend- ingasögunum. Annars erum við ekki einir um „Það er ekki nokkur vafi á því, að kunnáttu al- mennings í íslenzkri tungu, móðurmálinu, hefur hrakað mjög upp á síðkastið. Málfar manna er almennt orðið draslaralegt og f lestir hættir að vanda sig. Kemur það reyndar fram í áður- nefndri könnun, þar sem 60% aðspuröra gátu ekki beygt orðið kýr. Reyndar svo komið, að flestir forðast að nota orðin kýr og ær og nota í þess stað beijá og rolla. Mönnum gengur ef til vill betur að muna fallbeygingu þeirra." eru væntanlega að læra þessa hluti í skólunum, skulum við vona, þessi árin. Svipaða sögu er að segja um málkennd okkar. Það er ekki nokk- ur vafi á því, að kunnáttu almenn- ings í íslenzkri tungu, móðurmálinu, hefur hrakað mjög upp á síðkastið. Málfar manna er almennt orðið draslaralegt og flestir hættir að vanda sig. Kemur það reyndar fram í áðurnefndri könnun, þar sem 60% aðspurðra gátu ekki beygt orðið kýr. Reyndar svo komið, að flestir forðast að nota orðin kýr og ær og nota í þess stað belja og rolia. Mönnum gengur ef til vill betur að muna fallbeygingu þeirra. Flestir íslendingar virðast hins vegar geta stafað hin flóknustu ensk orð og farið rétt með ensk hugtök. Með sjónvarpsbyltingunni hafa ensk áhrif aukizt verulega og ensk tunga heyrist jafnvel -meir en íslenzka í þessum mikilvæga fjölmiðli. Það er því ekki nema von, að fólki sé jafn- vel að verða tamara að bregða fyr- ir sig enskum orðum en íslenzkum. Það var því ánægjuleg tilbreyting, að Sjónvarpið tók upp á því að sýna dönsku þættina Matador. Bæði er mikil hvíld í því að hlusta á annað tungumál en ensku og ekki er síður, að dönsk kímnigáfa er einstök. Það er hins vegar skondin tilhugsun, að aukin áhrif danskrar tungu á íslandi gætu ef til vill orðið þess að hamla gegn innrás enskunnar. Hvað skyldu Fjölnismenn hafa sagt við þessu? Líklega eru áhrif sjónvarpsstöðv- anna á menningu okkar meiri en nokkum grunar. Því skiptir dag- skrárgerð þeirra miklu máli. Ef ein- göngu verður lögð áherzla á afþrey- ingarþætti frá Bretlandi og Banda- rílqunum fer áreiðanlega illa fyrir málinu að lokum. Þess vegna er að hafa áhyggjur af þessari þróun. Evrópuráðið í Strasbourg hefur nýlega beitt sér fyrir stofnun dag- skrárgerðarsjóðs í tilefni af evr- ópska sjónvarps- og kvikmyndaár- inu 1988, sem er ætlað að styðja samvinnu um evrópska dagskrár- gerð fyrir sjónvarp til að efla evr- ópska menningu. Það eru nefnilega fleiri þjóðir en við, sem hafa áhyggj- ur af því, að að 50—100 árum tali allir einhvers konar ensku. Þar fyrir utan þurfum við ekki að hafa miklar áhyggjur af menn- ingarlífi okkar. Engin þjóð býður úpp á jafnmargar málverkasýning- ar, og leikhúslíf á ísiandi er með miklum blóma. Þótt bókaflóðinu sé eitthvað að Iinna er það þó áreiðan- lega heimsins mesta miðað við fólksfjölda. Ekki er allt svartnætti í menningarmálum þjóðarinnar. Stærðir: 38 - 52 2 víddir: París - Róm pQri/| rom TZtandkK, H 'Btandfoc v/Laugalæk S. 33755. \\u skipaplötur til innréttinga í skipum ||i]JJ eldhúsborðplötur harðplast límt á spónaplötur. LAMETT gólfplötur 8 mm þykkt 120 og 240 cm. JjU baðherbergisplötur á veggi og í loft. JJJJ borðplast í mörgum litum. |ji]i| sólbekkir. er norskt gæðavörumerki landsþekkt í mörg ár. Komið og skoðið |ji]i) » nýrri verslun okkar í ÁRMÚLA29. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Byggingavöruverslun. 1 RYKSUGA-VIFTA I KAUPBÆTI. Efþúkaupir innréttingu + heimilistceki fyrir t.d. kr. 200.000,- eða meira, fœrðu 10% afslátt sem samsvarar verði ryksugu og viftu.... Verslaðu þar sem sameinast hagstætt verð og vandaðar vörur LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI 50022

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.