Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 KORFUKNATTLEIKUR / NBA Ertu af lögufær? Um ótrúleg laun leikmanna í NBA- deildinni. Drekkur Patrick Ewing mjólk? BESTU leikmenn NBA-deildar- innar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða uppi- skroppa með skotsilfur hjá kaupmanninum á horninu eða berjast við að öngla saman fyr- irtékkaheftinu. Laun í NBA- deildinni eru nefnilega ekki eft- ir Dagsbrúnartaxta og líkari fjárlagafrumvarpi en launum eins manns. Nýlega var gefinn út listi yfir tíu launahæstu leikmenn NBA-deildarinnar. Þeir eru allir á langtíma samningi og uppgefnar tölur eru aðeins föst laun. Við þau bætist uppbót ef vel gengur og tekj- ur af auglýsingum og ýmsu öðru. Fyrir eitt ár fær Patrick Ewing um 3,2 milljónir dollara eða um 160 milljónir íslenskra nýkróna! Hann samdi til tíu ára og fékk fyrir það 32,5 milljónir dollara eða 1,6 millj- arða króna. Fyrir þetta getur hann keypt 28.880.866,42 lítra af mjólk (28 milljónir) og það á íslensku verði. Og svo er alls ekki víst að hann drekki mjólk! Það skal tekið fram að Patrick Ewing er alls óskyldur þeim bræðrum Bobby og J.R. Hjá sumum leikmönnum eru launin frá félögunum aðeins vasa- peningar miðað við tekjur af auglýs- ingum. Michael Jordan var t.a.m. með lág laun hjá Chicago Bulls áður en hann samdi í vor. Hann hefur auglýst gosdrykki, hamborg- ara og jafnvel hársnyrtivörur þrátt fyrir að vera nær sköllóttur. Fyrir þetta fékk hann miklu meira en frá félaginu. En listinn yfir tíu efstu er þannig: 1. Patrick Ewing, New York Knicks. Hann er á 4. ári á tíu ára samningi sem hljóðar uppá 32,5 milljónir dollara. Árslaun: 3,25 milljónir. 2. David Robertsson, San An- tonio Spurs. Hann er á 1. ári á átta ára samningi sem færir honum 26 milljónir dollara. Árslaun: 3,2 milljónir. 3. „Magic“ Johnson, Los Ange- les Lakers. Á fyrsta ári á átta ára samningi. Johnson fær 25,2 milljón- ir dollara. Árslaun: 3,19 milljónir. 4. Michael Jordan, Chicago Bulls. Á fyrsta ári á átta ára samn- ingi fyrir 25 milljónir dollara. Árs- laun: 3,13 milljónir. 5. Larry Bird, Boston Celtics. Á fyrsta ári á fjögurra ára samningi fyrir 12 milljónir dollara. Árslaun: 3 milljónir. 6. Kareem Abdul-Jabbar, Los Angeles Lakers. Fær fímm milljónir fyrir tveggja ára samning sem hann er að ljúka. Árslaun: 2,5 milljónir. 7. Ralph Sampson, Golden State Warriors. Á öðru ári með sex _ára samning fyrir 14,5 milljónir. Árs- laun: 2,42 milljónir. 8. Isiah Thomas, Detroit Pistons. Á 1. ári á átta ára samningi fyrir 16 milljónir. Árslaun: 2 milljónir. 9. Kevin Duckworth, Portland Trail Blazers. Á fyrsta ári á 8 ára samningi til 16 ára. Arslaun: 2 milljónir dollara. 10. Akeem Olajuwon, Houston Roekets. Á fimmta ári á 14 _ára samningi fyrir 27 milljónir. Árs- laun: 1,93 milljónir dollara. Fyrir okkur hér heima sem beij- umst við að ná endum saman — það er aldrei of seint að byija að æfa! Patrlck Ewlng fær 32,5 milljónir dollara fyrir 10 ára samning. Drekkur hann mjólk? SÍÐUMÚLI 32 REYKJAVÍK S 31870 TJARNARGÖTU 12 KEFLAVÍK ® 92-12061 -ánjjjmsitið SÍÐU NltM-I « rr II111 • r ■ • \m jolm0j áramotin Brottför: 21. og 27, des, Heimkoma 3, jan. Mikil og sívaxandi eftirspum hefur verið á jóla- og áramótaferð Faranda til Vínar. Fyrri brottför hentar þeim vel sem vilja halda róleg og notaleg jól, fjarri peningavafstri og ofáti í ótal heimboðum. Farandi sér um sína gesti í Vín og stendur m.a. fyrir sameiginlegri hátíðamáltíð á aðfangadagskvöld og einnig á gamlárskvöld. Einnig önnumst við bókanir aðgöngumiða á Eurovision-konsertinn í Musikverein, Óperuna og á 9. sinfóníu Beethovens á nýársdag. Verd; Fyrri brottför: kr. 55.000.* Seinni brottför:kr. 46.000,- Ath. Getum útvegað leiguíbúðir i hjarta Vinarborgar á mjög góðu verði allt árið um kring. Frankfurt m u llrl7,dcs.| Salznuri Brottför 11, des til Frankfurt. Heimkoma 17. des frá Salzburg. Nú- og svo förum við 11. des til tveggja annarra heillandi borga í Evrópu, sem á þessum tíma skarta hinum fegursta vetrarskrúða; vel til verslúnar fallnar, og koma fólki í sannkallað jólaskap fyrir hátíðina miklu. Flogið verður til Frankfurt og dvalið þar í 4 daga (auðvitað á 4ra stjörnu hóteli), síðan er farið með lest (1. farrými) til Salzburg þar sem við verðum í 2 daga og fljúgum þaðan heim þann 17. des. Verð; kr. 29.900,- V Ferðaskrifstofan aiandi VESTURGOTU 5, RVK. S: 622420

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.