Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 23' Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Svelnsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Leitin að sökudólginum Ræða Steingríms Her- mannssonar, formanns Framsóknarflokksins, við upphaf þings flokksins í fyrradag einkenndist að verulegu leyti af þeirri svart- sýni, sem setur sterkan svip á allan málflutning forsætis- ráðherra um þessar mundir. Eins og kunnugt er sér hann fyrir sér stórfellt atvinnu- leysi og telur þjóðina því sem næst á barmi gjaldþrots. Jafnframt hefur hann gefið til kynna, að þetta hafi fyrst runnið upp fyrir honum nú fyrir skömmu. Að hinu leytinu vildi Steingrímur Hermannsson skjóta Framsóknarflokknum undan ábyrgð og þá helst á þróun peningamála í landinu. Um langt skéið hef- ur formaður Framsóknar- flokksins talað á þann veg, að versta meinið í íslenskum efnahagsmálum sé frjáls- ræði í bankamálum, láns- kjaravísitalan og sú stað- reynd, að stjómmálamenn hafa ekki í hendi sér að ákveða vexti og önnur kjör á fjarmagnsmarkaðinum. Reiði forsætisráðherra í garð OECD, Efnahags- og fram- farastofnunarinnar, stafar af því að sérfræðingar henn- ar telja forsjárhyggjuna í peningamálum sem nú er orðin að einskonar trúarat- riði hjá forsætisráðherranum og stjóm hans af hinu illa. í ræðu sinni lagði Stein- grímur Hermannsson hvað eftir annað lykkju á leið sína til að sýna fram á, að fram- sóknarmenn bæru litla sem enga ábyrgð á því, hvernig komið væri í atvinnulífinu, þótt þeir hefðu setið tæp 17 ár í ríkisstjóminni og þar af farið í 8 ár með stjóm sjávar- útvegsmála, svo að dæmi sé tekið um opinbert forræði þess atvinnuvegar sem nú berst í bökkum, ef marka má lýsingar forráðamanna hans. Tilraun til að skyggn- ast aftur í söguna hefði ef til vill orðið til þess að for- maður Framsóknarflokksins mildaði ásakanir sínar. Lítum til dæmis á tilurð láns- kjaravísitölunnar, sem for- sætisráðherra telur nú und- irrót alls ills. í íslenskri stjómmálasögu er sjaldgæft að lög séu kennd við einstaka menn. Kunnasta undantekning síðustu ára eru Ólafslög, sem kennd eru við Ólaf Jóhannes- son, sem var formaður Framsóknarflokksins næst- ur á undan Steingrími Her- mannssyni og forsætisráð- herra í ríkisstjóm Framsókn- arflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags sem sat í um það bil ár frá haustinu 1978. Meðal helstu afreka þeirrar stjómar, þar sem Steingrímur Hermannsson varð ráðherra í fyrsta sinn, var einmitt að setja Ólafslög. í lögunum var mælt fyrir um að sparifé skyldi verðtryggt og þau heimiluðu að mynda sparifjárreikninga og stofna til lánsviðskipta með ákvæð- um þess efnis, að greiðslur, þar með taldir vextir, skyldu breytast í hlutfalli við verð- vísitölu eða gengi erlends gjaldeyris. A grurtdvelli þéssara laga heimilaði Seðlabankinn síðan í júní 1979, á meðan vinstri stjóm- in sat ennþá, að verðtrygg- ing lána miðaðist við sér- staka vísitölu, lánskjaravísi- tölu. Þar með var brautin rudd fyrir frekari breyting- um á fjármagnsmarkaðinum og auknu frjálsræði þar. Að kenna þessa lagasetningu við eitthvert „frjálshyggju- lið“ eða Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega er út í hött. Leit framsóknarmanna að sökudólginum í íslenskum stjómmálum eftir að þeir hafa setið manna lengst á valdastólunum og vilja þar engu sleppa, hvað sem það kostar, er aðeins til marks um ofurkapp þeirra við að skella eigin skuld á aðra. Ræða formanns flokksins við setningu þings hans er enn til marks um viðleitni til að hverfa frá veruleikanum. Framsóknarmenn sitja hins vegar uppi með það, að veru- leikinn breytist ekkert við það. Og svo er það þjóðin öll sem verður að borga brús- ann að lokum. atriði sem koma og fara einsog myndir á sjónvarpsskermi sem er raunar ekki áþreifanlegri miðill en sá draumskynjandi veruleiki sem svefninn er. Stundum óttast ég ver- öld draumsins. Stundum stendur mér ógn af þeim heimi sem birtist þama á hvítu tjaldinu, en það er ekki meira á mig lagt en ég get axlað. Skáldið talar um deyjandi roða dagsins, ekki í sólsetrinu, held- ur innra með honum sjáifum. Það er þar sem allt gerist í raun og veru; afturelding, dagur, nótt. En þrjú glös af hvítvíni geta breytt öllu umhverfí. Breytt öllum umbúð- um hugsana okkar. Veruleikanum sjálfum. En draumurinn breytist ekki. 6 0G NÚ HRINGJA klukkurnar í veglegri kirkj- • unni hér skammt frá. Það er þó nokkur móða yfír borginni en það breytir engu um tígulsteins- rautt umhverfíð, þökin og kúplana og kirkjumar sem taka á sig mjúk- ar línur skógi vaxinna hæða og minna á fortíðina einsog þær. Þessa fortíð sem enn gerir tilkall til at- hygli einsog bláhærði pilturinn eða stúlkumar í sirkusfötunum sem em jafnhlutgeng nú og áður. M. (meira næsta sunnudag) 5SALUMESS- an yfir Rossini • ósungin, óheyrð; en dúfumar kurra við kirkju heilags Petróníusar. Karl V og Jón Arason horfnir úr huga mínum og þó hef ég upplifað krýningu þess fyrr- nefnda hér í Bolonía og þá sérkenni- legu nautn sem er samfara sak- lausri forvitni. Ég velti því fyrir mér hvað stóð i bréfínu sem Jón Arason skrifaði keisaranum áður en hann var leiddur á höggstokkinn í Skálholti fyrir óhlýðni við danskan kóng sem auk þess var trúníðingur o g fyrirlitinn af keisaranum. Kannski hef ég eytt of löngum tíma í bréfíð því að leyndardómar þess lukust ekki upp fyrir mér og ég á þá eftir óráðna. Hitt er nokkum veginn víst að mér tókst að lifa mig inní öld sem var löngu á enda og mannlíf sem er mér eins fram- andi og bláhærður piltur sem ég mæti á Via Ugo Bassí. Þá hélt ég svo sannarlega mig væri að dreyma. Pilturinn svona álíka óraunveruleg- ur og eggið mikla sem mig dreymdi nokkrum nóttum áður. Ég var víst að hugsa eitthvað um þungt vatn, ég veit raunar ekki af hveiju og engin skýring á fyrirbærinu þar sem ég er ekki eðlisfræðingur, en þá var mér sýnt þetta mikla egg og ein- HELGI spjoll hver sagði, Þetta er þungt egg(!) Þá bylti ég mér og sýn- in hvarf. En ég hef samt hugsað mikið um eggið og leyndardóm þess. En ég ætla ekki að lýsa því frekar því ég er þeirrar skoðunar að lýsingar eigi að falla óaðfinnanlega inní frá- sögnina svo að hvergi hatti fyrir einsog í Norðrið kallar eftir Jack London. Eggið þunga er mér ráð- gáta og ég þekki hvorki eðli þess né uppruna. Þá ætla ég einnig að sleppa öllu frekara samtali við þann sem sagði við mig í draumnum, Þetta er þungt egg(!), minnugur þess sem Borges sagði eitt sinn við mig, Viltu kaupa af mér minninj Shakespeares fyrir vikudvöl á landi — og einnig minnugur þess að ekkert er eins tilgerðarlegt og óekta og skrifborðssamtöl í ritaðri frásögn. Ég hef ofnæmi fyrir þess- um liðamótalausa samtalsstíl sem veður hvarvetna uppi í bókmáli, nei ég hef ímugust á honum(!) Og þess vegna læt ég þessa einu setningu nægja, óbreytta einsog hún var sögð við mig. Annars er erfitt að einbeita sér í þessum hita og þess vegna er hugsun mín einsog strokuhestur og hverfur útí buskann, umhugsunar- laust. Ég hendi einungis á lofti örfá T TAP og HAGNAÐUR nokkurra frystihúsa fyrstu 8—9 mánuði ársins 1988 3,1% Stjórnun o.fl. 3,8% Umbúöir AFKOMA FRYSTINGAR FYRIR AFSKRIFTIR OG FJÁRMAGNSKOSTNAÐ Frystihúsin eru komin á heljarþröm. Það er alveg ljóst eftir þær upplýsing- ar, sem fram komu á aukafundi Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna fyrir nokkrum dögum. Á þeim fundi lýsti Jón Ingvarsson stjómarformað- ur samtakanna vanda frystiiðnaðarins með þessum hætti: „Þessi langvarandi rekstrarvandi, sem raunar hefur staðið yfir í mörg ár, ef und- an er skilið árið 1986 og fyrri helmingur síðasta árs, hefur eytt eiginfé flestra fyrir- tækja í frystihúsarekstri og ég vil leyfa mér að fullyrða, að ástandið hefur aldrei verið jafn ískyggilegt og nú og vonleysi þeirra, sem standa fyrir rekstri frystihús- anna og reyndar annarra fiskvinnslufyrir- tækja er slíkt, að flestir þeirra vita ekki sitt ijúkandi ráð . . . Rekstrarvandi sá er frystihúsin standa nú andspænis er nú orðinn svo alvarlegur, að hann snertir ekki einungis eigendur frystihúsanna, starfsfólk þeirra og nánasta umhverfi þeirra, heldur allt þjóðfélagið." Síðar í ræðu sinni sagði Jón Ingvars- son: „Ég tel þó, að vandinn sé svo mikill, að það stoði lítt og komi frystihúsunum að litlu gagni að fá lán til lausnar á vandan- um. Þau em nú flest nú þegar svo skuld- sett vegna langvarandi rekstrarvanda og síendurtekinna skuldbreytinga, að eitt lán- ið nú er aðeins frestun á vandanum. Enda hefur manni sýnst, að flestar þær skuld- breytingar, sem gerðar hafa verið undan- farin ár hafi fyrst og fremst komið við- skiptabönkunum til góða að því leyti, að skuldir fyrirtælq'anna við bankana hafa notið algers forgangs. Skuldir við aðra viðskiptamenn hafa því verið látnar mæta afgangi . . . Það er óafsakanlegt að láta það viðgangast að skapa undirstöðuat- vinnuvegi þjóðarinnar svo ömurleg skil- yrði, að hann sé nánast allur í rúst. Þessi atvinnuvegur, sem er uppspretta velmeg- unar hlýtur að verða að lifa við þau rekstr- arskilyrði, að hann geti gegnt því hlut- verki sínu að vera undirstaða atvinnulífsins 'víðs vegar um landið í framtíðinni sem hingað til. Það má ekki skilja orð mín þannig, að verið sé að biðja um það, að illa reknum frystihúsum séu sköpuð skil- yrði til áframhaldandi reksturs. Þvert á móti er aðeins farið fram á, að meðalfrysti- húsi séu sköpuð viðunandi rekstrarskil- yrði.“ I þessari ræðu Jóns Ingvarssonar koma fram meginsjónarmið frystihúsamanna um þessar mundir. Amar Sigurmundsson, sem talaði fyrir hönd Samtaka fískvinnslu- stöðva á fundinum, lýsti þeirri skoðun sinni að frystingin væri komin í spmu stöðu og hún var þegar verst gekk á árunum 1980 og 1984. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, lýsti svipuðum skoð- unum og sagði að hallinn á veiðum og vinnslu væri nú um 6% af tekjum. Margvíslegar upplýsingar komu fram um stöðu atvinnugreinarinnar á þessum fundi. Bent var á, að raungengi krónunnar hefði lækkað mikið á árabilinu 1983 til 1986 en þá hefði það snarhækkað og væri nú hærra en nokkru sinni fyrr á þess- um áratugv Jón Páll Halldórsson, forstjóri Norðurtanga á ísafírði, líkti þessari hækk- un raungengis við gengishækkun þá, sem framkvæmd var árið 1927. Hann sagði, að sú aðgerð hefði valdið hruni útgerðar og fiskyinnslu víða um land og bætti því við, að ísafjörður hefði aldrei náð sér eftir þá gengishækkun. Afurðaverð er nú yfirleitt talið um 10% lægra en það var í upphafi ársins, en Þórð- ur Friðjónsson benti á, að síðustu fréttir um þróun þess bentu til þess, að það hefði náð'botni og færi nú hækkandi. Ólafur B. Ólafsson, varaformaður stjómar SH, gerði stöðuna á Suðurnesjum sérstaklega að umtalsefni og sagði, að samdrátturinn þar hefði hafizt árið 1974, þegar mikill aflabrestur varð. Hann benti jafnframt á, að frystihúsum hefði fækkað um helming á svæðinu, þau hefðu verið 15, þijú hefðu orðið gjaldþrota og fimm dregið mjög saman seglin. Niðurstaða fundarmanna á aukaþingi SH var sú, að ekki væri um annað að ræða en umtalsverða gengislækkun til þess að bjarga þessari undirstöðuatvinnu- grein þjóðarinnar og þeirri gengislækkun yrðu að fylgja strangar hliðarráðstafanir. Með því er átt við, að komið verði í veg fyrir að verðhækkunaráhrif gengislækkun- ar komi fram í kaupgjaldi. Á venjulegu máli þýðir það mikla kjaraskerðingu. Viðbrögð stjórn- málamanna í Morgunblaðinu í gær, föstudag, má sjá viðbrögð stjóm- málamanna við þeirri dökku mynd, sem dregin var upp á aukafundi SH og raunar hjá Sambands- mönnum einnig, en þeir funduðu sama dag um vandamál frystihúsanna. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, sagði í viðtali við Morgunblaðið: „Það hefur sýnt sig hvað eftir annað, að gengisfelling dug- ir ekki til að bæta hag útflutningsatvinnu- veganna, ef víxlverkanir em í sambandi, bæði hvað varðar gengistryggð lán og lánskjaravísitölu á innlendum lánum . . . Eins og sjávarútvegsráðherra hefur sagt er skuldastaða margra fískvinnslufyrir- tækja þannig, að líklegt er, að um þessar skuldir þurfi menn að semja eða menn þurfí að falla frá einhveijum af þessum kröfum. Gengisfelling dugar lítt fyrirtæki, sem er með skuldir töluvert meiri en tekj- ur.“ Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, sagði: „Mér finnst það mjög merkilegt, að SH skuli gera kröfu um gengisfellingu. Það liggur meðal annars fyrir frá nýlegri forstjóranefnd, að slíkt væri einhver mesti ógreiði, sem hægt væri að gera útflutn- ingsatvinnuvegunum vegiía þéss hvað þeir em með mikið bundið í erleridum skuld- bindingum. Ég sé ekki áð gengisfelling leysi þennan vanda.“ Albert Guðmundsson, Iformaður Borg- REYKJAYIKURBREF Laugardagur 19. nóvember araflokksins, sagði: „Hvað þýðir gengis- felling fyrir 150 milljarða þjóðarskuld? Hvað gefur svo aftur sá gjaldeyrir, sem við getum aflað við gengislækkun? Segjum svo, að 10% græðist í gjaldeyristekjum en hins vegar yrði tapið 20% af skuldum í krónutölu. Hvaða vit er þá í gengislækk- un?“ Guðrún Agnarsdóttir, talsmaður Kvennalistans, sagði, að ef til gengislækk- unar kæmi, væri nauðsynlegt að draga úr áhrifum hennar með hliðarráðstöfun- um:„ Urræði í þeim efnum era til dæmis að afnema matarskattinn og hækka skatt- leysismörk til þess að mæta þeim þreng- ingum, sem á launafólki myndu mæða.“ Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, er hins vegar annarrar skoðun- ar. Hann sagði: „Það lá fyrir í ágúst, að þetta þyrfti að gera. Ef um það hefði tekizt samstaða þá hefði eflaust verið hægt að komast af með minni gengis- breytingu en núna. Vandinn verður því meiri og erfiðari viðfangs, sem hlutimir em látnir dragast.“ Afstaða Jóns Sigurðssonar, viðskiptaráð- herra, virðist ekki alveg ljós, ef marka má ummæli hans í samtali við Morgun- blaðið. Hann yildi ekki ræða gengisfellingu en benti á að huga þyrfti að fjárhagslegri endurskipulagningu útflutningsfyrirtækj a. „Þar kæmi til greina sameining fyrirtækja og samstarf, endurskipulagning á rekstri og lenging lána, jafnvel viðurkenning á því að lánin þyrfti að gefa eftir.“ Dugar gengislækk- un? Þá ályktun má draga af þessum ummælum stjórn- málamannanna, að þeir í þessum hópi, sem em andvígir gengislækkun séu það ekki vegna þess, að þeir telji hana útilokaða yfirleitt heldur vegna þess, að þeir hafa ekki trú á, að hún dugi til þess að ráða bót á vandamál- um frystihúsanna. Þeir geta annars vegar vísað til fenginnar reynslu af gengislækk- unum á þessu ári svo og til þess að hin svonefnda forstjóranefnd var ekki tilbúin til að gera tillögur um gengislækkun held- ur benti á niðurfærslu. ÞorsteinirPálsson er hins vegar þeirrar skoðunar, að gengislækkun sé óhjákvæmi- leg og fara sjónarmið hans og frystihúsa- manna saman í þeim efnum. Það hefur verið allútbreidd skoðun síðustu misseri, að gengisbreytingar séu ekki lengur sú björgun fyrir undirstöðuatvinnuvegi þjóð- arinnar, sem þær vom í eina tíð. í þeim efnum er vísað til erlendra lána frystihús- anna, lánskjaravísitölu o.s.frv. Eigandi að stóra frystihúsi sagði hins vegar í samtali við höfund Reykjavíkurbréfs nú í vikunni, að þótt erlendu lánin hækkuðu vegna gengislækkunar yrðu menn að taka því. Það sem máli skipti nú væri að leysa að- kallandi vanda og þá lausn þyrfti að finna núna strax. Frystihúsamennirnir sjálfir hafa gert hreint fyrir sínum dymm. Þeir hafa lagt fram upplýsingar um stöðu fyrirtækja sinna, sem ekki hafa verið dregnar í efa. Þeir hafa lagt fram tillögu um vemlega gengisfellingu. Þeir þurfa næstu daga að koma fram á sjónarsviðið með sín rök fyr- ir því, að gengisbreyting muni duga til þess að leysa vanda frystihúsanna, þrátt fyrir erlendu lánin, sem hækka o.s.frv. Það er ekki úr vegi, að um þetta kjarnaatriði fari fram rækilegar umræður í landinu, þannig að fólki sjái rökin með og á móti. Um hitt þarf enginn að efast, að frystihús- in era að því komin að stöðvast. Forsvarsmenn frystihúsanna hafa verið viðkvæmir fyrir umfjöllun Morgunblaðsins síðustu mánuði og misseri um málefni þessarar atvinnu- greinar. Að undan- Gagnrýni frystihúsa- manna á Morgnn- blaðið fömu hafa þeir notað hvert tækifæri, sem gefizt hefur til þess að gera athugasemdir við skrif blaðsins. Þannig sagði Jón Ing- varsson m.a. í ræðu sinni á aukafundi SH: „Ekki bætir það heldur úr skák, hvernig ýmsir fíölmiðlar hafa fram að þessu tekið á þessum málum. Þeir hafa margir hveijir velt sér upp úr vanda fiskvinnslunnar og þá frystingarinnar sérstaklega með þeim hætti, sem tæpast er sæmandi ábyrgum aðilum. Einu úrræðin, sem þeir hafa bent á er, að enn frekari hagræðingar væri þörf í frystihúsunum án þess þó að skil- greina það frekar nema að því leyti, sem felst í sameiningu fyrirtækja í sjávarút- vegi. Auk þess hefiir þeim verið afar tíðrætt um ágæti aukins útflutnings á ferskum fiski, sem öllu á að bjarga.“ Þessum orðum Jóns Ingvarssonar er beint að skrifum Morgunblaðsins m.a. hér í Reykjavíkurbréfí. Þrátt fyrir þessar at- hugasemdir og aðrar sagði stjórnarfor- maður SH í sömu ræðu: „Ekki skal ég draga í efa, að sums staðar á landinu hagar svo til, að skynsamlegt og hag- kvæmt sé að sameina rekstur tveggja eða jafnvel fleiri fiskvinnslufyrirtækja. Alls ekki er þó sjálfgefið, að stærri einingar hljóti ávallt að vera hagkvæmari heldur en þær minni.“ í máli Sigurðar Stefánssonar, endur- skoðanda, á aukafundi SH kom fram, að minni frystihúsin væra tiltölulega verr sett en þau stærri og átti hann þá við hús, sem væru með undir 150 milljón króna veltu. Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fískvinnslustöðva, sagði í sam- tali við Morgunblaðið sl. fimmtudag: „Afla- samdráttur á næsta ári rýrir tekjur fisk- vinnslunnar veralega. Hann gerir erfiðan rekstur fiskvinnslufyrirtækja enn erfiðari og hefur í för með sér fækkun fiskvinnslu- fyrirtækja og samrana þeirra. Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri Hraðfrysti- stöðvar Vestmannaeyja, sagði á SH-fund- inum, að kannski væri ekki æskilegt, að öll fyrirtækin kæmust út úr vandanum. Það yrði að skoða hvert einstakt dæmi betur og það yrði að stöðva lánveitingar til tapreksturs. Á Fiskiþingi, sem haldið var fyrir skömmu, var samþykkt ályktun, sem gerir ráð fyrir fækkun fiskvinnslustöðva. í sam- tali við Morgunblaðið sl. fímmtudag, sagði Jakob Jakobsson, að fiskifræðingar hefðu í hinni svonefndu Svörtu skýrslu bent á, að þá þegar hefði fiskiskipastóllinn verið orðinn nægilega stór, miðað við það aflamagn, sem óhætt væri að veiða. Þegar á þetta er litið er spurning, hvort í raun og vera sé jafn mikill skoðanamun- ur á milli Mo.rgunblaðsins og frystihúsa- manna og sumir forsvarsmenn þeirra hafa viljað vera láta. Auðvitað dettur hvorki Morgunblaðinu né öðram í hug, að hægt sé að leysa aðkallandi vanda frystihúsanna með aðgerðum af þessu tagi. En jafnhliða lausn aðsteðjandi rekstrarvanda er nauð- synlegt að vinna að langtímastefnumörkun fyrir frystiiðnaðinn í landinu. Slík stefnu- mörkun getur komið í veg fyrir, að sömu vandamál hijái frystiiðnaðinn til frambúð- ar. Morgunblaðið/Rúnar Þór „JónPáll Hall- dórsson, forsljóri Norðurtanga á ísafírði, líkti þess- ari hækkun raun- gengis við gengis- hækkun þá, sem framkvæmd var árið 1927. Hann sagði, að sú að- gerð hefði valdið hruni útgerðar og fiskvinnslu víða um land ogbætti því við, að Isa- Qörður hefði aldrei náð sér eft- ir þá gengishækk- un.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.