Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 KENNINGARNAR UM eftir Guðm. Halldórsson Tuttugu og fímm árum eftir að John F. Kennedy forseti var myrtur í Dallas í Texas, 22. nóvember 1963, hefur enn verið reynt að bera brigður á þann úrskurð nefhdar Earls Warrens hæstaréttarforseta, sem rannsakaði morðið, að Lee Harvey Oswald hefði myrt forsetann og verið einn að verki. Kennedy: Erjur við Kúbu. Oswald: Trafficante: PIRONTI: Vinir frá Kúbu. „Misminni." Herskylda M ú er því haldið fram að þrír leigumorðingjar úr korsísku mafíunni í Marseille hafi verið fengnir til að myrða forsetann. Gefíð er í skyn að mikilvæg gögn hafi verið fölsuð, að ljósmyndir af forsetan- um látnum hafi verið falsaðar og að mikilvæg vitni hafi ákveðið að segja allt af létta. Asak- animar komu fram í tveggja tíma heimildaþætti brezka sjónvarpsins, Central Television, Mennirnir sem myrtu Kennedy. Einn hinna frönsku glæpamanna, Sauveur Pironti, gat sannað að hann gegndi herskyldu frá 16. októ- ber 1962 til 16. apríl 1964 og var í tundurduflaslæðara á hafi úti þeg- ar morðið var framið. Hinir glæpamennirnir tveir, sem voru ásakaðir, Jósef Bocognani og Lucien Sarti, virðast einnig hafa fjarvistarsannanir. Bocognai sat í fangelsi þegar Kennedy var myrtur og mun nú búa í Kólombíu. Sart er gefið að sök að hafa hleypt af kúlunni, sem varð Kennedy að bana, en hann var svo sjóndapur að hann var sviptur ökuskírteini í desember 1962. Hann var myrtur í Mexíkó- borg 1972. Höfundur sjónvarpsþáttarins, Nigel Tumer, vitnar einkum í Steve Rivele, sem hefur upplýsingar sínar aðallega frá Christian David, fv. leiðtoga útibús korsísku mafíunnar í Suður-Ameríku. Rivelle hafði upp á honum í alríkisfangelsi í Kansas og fv. eiturlyfjasali, Michel Nikoli, tekur undir staðhæfingar hans. Samsæri gegn Castro Ásakanir um að mafían hafi ver- ið viðriðin morðið á Kennedy eru ekki nýjar af nálinni. Þær voru al- gengar fyrir 10-20 árum og þá var bandaríska leyniþjónustan CIA oft nefnd í sömu andránni. Bróðir for- setans, Bobby Kennedy dómsmála- ráðherra, gekk fram af mikilli hörku í því að knésetja mafíuna, kunna foringja hennar eins og Sam Gian- cana og mafíumenn, sem töldu sig hafa tryggt sér vernd með því að hjálpa CIA að ráða Fidel Castro Kúbuleiðtoga af dögum. Ýmsir veltu því fyrir sér hvort þess at- hafnasemi Bobbys hefði leitt til þess að mafían hefði myrt forset- ann. Einnig var spurt hvort morðið hefði átt rætur að rekja til aðgerða Bobbys gegn Jimmy Hoffa, leiðtoga vörubílstjórasambandsins, og giæpamönnum, sem hann stóð í tengslum við. Sumir spurðu jafnvel hvort morðið hefði stafað af því að San Giancana hefði orðið afbrýði- samur vegna þess að hjákona hans, Judith Campbell, svaf hjá forsetan- um. Árið 1977 sagði kúbverski út- lagaleiðtoginn José Aleman starfs- mönnum þingnefndar, sem kannaði Kennedy-morðið, að fv. yfirmaður , spilavíta mafíunnar í Havana, Santo Traffícante, hefði sagt í samtali um Kennedy 1963 að „hann yrði fyrir skoti“. Yfírlýsing Alemans virtist styðja þá kenningu að menn úr mafíunni hefðu áformað að myrða Kennedy vegna baráttu stjórnar hans gegn skipulagðri glæpastarf- semi. Þegar Aleman mætti fyrir nefnd- ina kvaðst hann ekki hafa munað þetta rétt. Trafficante hefði líklega aðeins átt við að Kennedy „yrði fyrir áfalli" í kosningunum 1964. Áleman játaði að hann væri hrædd- ur við Trafficante. Trafficante viðurkenndi að hafa talað við Aleman, en neitaði að hafa sagt að forsetinn „yrði fyrir skoti“. Misskilningurinn stafaði kannski af því að að hann talaði spænsku og hann hefði ekki vitað ,að Kennedy yrði myrtur. Hann ját- aði hins vegar að glæpamaðurinn John Roselli hefði fengið hann til að taka þátt í morðsamsæri CIA og fleiri aðila gegn Castro upp úr 1960, en sagðist ekki vita hvort Castro hefði reynt að hefna sín á Kennedy með því að myrða hann eins og ýmsir hafa getið sér til. Útlagar frá Kúbu? Einnig hefur verið spurt hvort morðið hafi verið verk kúbverskra útlaga. Alríkislögreglan, FBI, gerði enga tilraun til að kanna hvort stuðningsmenn eða andstæðingar Castros hefðu verið viðriðnir tilræð- ið og lýsti Oswald sekan. Hvorki FBI né CIA sögðu Warren-nefnd- inni frá tilraunum CIA til að myrða Castro, en Allen Dulles, fv. yfirmað- ur CIA og fulltrúi í nefndinni, vissi um nokkrar þeirra. Nokkrir kenningasmiðir héldu því blákalt fram að CIA hefði borið ábyrgð á dauða forsetans. Skömmu eftir morðið spurði Bobby Kennedy þv. yfírmann CIA, John A.Mc- Cone,„hvort þeir hefðu drepið bróð- ur minn ... Ég spurði þannig að hann gat ekki logið að mér, en hann sagði að þeir hefðu ekki gert það.“ Þótt stjórn Kennedys forseta reyndi að draga úr spennunni við Sovétríkin eftir Kúbudeiluna í nóv- ember 1962 var CIA skipað að auka leyniaðgerðir gegn Kúbu í janúar 1963 fyrir áhrif Bobby Kennedys. Útlagaleiðtoginn Rol- ando Cubela majór var fenginn til að taka þátt í áætlun um að steypa Castro og áform um að myrða hann voru rædd. „Cubela-samsærið“ virðist hafa verið kveikjan að þeirri yfirlýsingu Castros skömmu síðar að bandarískir útsendarar sætu á fundum með hryðjuverkamönnum og legðu á ráðin um morð á kúb- verskum leiðtogum, en Kúbveijar mundu „svara í sömu mynt“. „Leiðtogar Bandaríkjanna ættu að hafa hugfast að ef þeir styðja fyrirætlanir hryðjuverkamanna um að útrýma leiðtogum Kúbu verða þeir ekki sjálfir óhultir," sagði Castro síðan aðeins 10 vikum áður en Kennedy var myrtur. Yfírlýsing- ar hans voru taldar styðja þá kenn- ingu að hann hafi staðið á bak við morðið. Sjálfur sagði Castro fulltrúum bandarískum þingnefndar 15 árum síðar að þetta hefði aðeins verið ábending til Bandaríkjamanna um að hann vissi að þeir brugguðu honum launráð. „Hver ykkar gæti stjórnað jafn vandmeðförnu máli og morði á forseta Bandaríkjanna og skipulagt það? Það hefði veitt Bandaríkjamönnum fullkomna ástæðu til að gera innrás í land okkar og það hef ég alla tíð reynt að forðast ... Hvernig gætum við grætt á stríði við Bandaríkin? Við yrðum fyrir eyðileggingunum.“ Rússlandsdvöl Lee Harvey Oswald umgekkst bæði stuðningsmenn og andstæð- inga Castros og hafði verið í Sov- étríkjunum. Hann hafði „strokið" þangað 1959 að lokinni herþjónustu í Landgönguiiðinu, en kom aftur til Bandaríkjanna í júní 1962 ásamt rússneskri eiginkonu, Marinu Os- wald, og var þá orðinn marxisti. FBI yfírheyrði hann þrívegis þar til í september 1963. Seinna kvaðst Marina sannfærð um að Oswald hefði myrt forset- ann. Hún sagði að hann hefði senni- lega drýgt morðið af því hann hefði verið brenglaður, en ekki af pólitískum ástæðum. Eftir heimkomuna 1962 fór Os- wald til Mexíkóborgar og heimsótti sendiráð Sovétríkjanna og Kúbu. Seinna neitaði ræðismaður Kúbu, Eusebio Azcue, þeim staðhæfingum brezks blaðamanns, Comers Clarks, að Oswald hefði rætt áform um að myrða Kennedy og að Castro hefði verið látinn vita, en ekkert aðhafzt. Castro vísaði líka staðhæfingum Clarks á bug, en Warren-nefndin sagði að „kjarninn" í þeim væri réttur og þau ummæli þóttu dular- full. Bandaríski sendiherrann í Mexíkó var sannfærður um að Castro væri viðriðinn morðið. Oswald sást í fylgd með KGB- manni, en vegna samstarfserfíð- leika CIA og FBI var hann ekki yfirheyrður, þegar hann kom aftur til Bandaríkjanna. Hann sást einnig með mönnum úr samtökum stuðn- ingsmanna og andstæðinga Castros í marga mánuði. Hann var m.a. handtekinn í New Orleans fyrir að dreifa flugmiðum nefndar stuðn- ingsmanna Kúbu. Viku fyrir morðið sendi hann fulltrúum FBI í Dallas hótun um að sprengja stjómarbygg- ingu í Joft upp, ef þeir hættu ekki að yfirheyra Marinu. Sex dögum eftir morðið refsaði J. Edgar Hoov- er, yfirmaður FBI, 17 lögreglu- mönnum FBI fyrir alvarlega van- rækslu í rannsókn Oswald-málsins, en Warren-nefndinni var ekki sagt frá því. Nefndinni var heldur ekki skýrt frá tengslum Oswalds við andstæð- inga Castros. Eftir Svínaflóainnrás- ina hafði CIA ráðið Kúbveija, sem höfðu ekki verið viðriðnir hana, til starfa og eftir morðið vildi leyni- þjónustan forðast að vekja grun- semdir um að hún hefði fengið vitn- eskju um fyrirætlanir Oswalds frá kúbverskum starfsmönnum. Sam- kvæmt bók Johns Ranelaghs, The Agency: The Rise and Deciine of the CLA (1986), bendir ekkert til þess að CIA hafi vitað um fyrirætl- anir Oswalds. CIA-menn, sem unnu með Cub- ela, sögðu í yfirheyrslum Church- nefndar öldungadeildarinnar 1975 að þeir hefðu ekki talið að samstarf- ið við Cubela majór kæmi forseta- morðinu við. Aðrir CIA-menn, sem höfðu stjórnað „innanhússrann- sókn“ á morðinu, sögðu að þeir kynnu að hafa komizt að annarri niðurstöðu, ef þeir hefðu vitað um samstarf CIA við Cubela. KGB-maðurinn Þegar starf Warren-nefndarinn- ar stóð sem hæst gekk KGB-foring- inn Júríj Ivanovitsj Nosenko CIA á hönd og lýsti því yfir að KGB hefði ekki staðið í tengslum við Oswald. Norenko hafði fyrst sett sig í sam- band við CIA vorið 1962 í Genf. Þá vildi hann njósna fyrir CIA í Rússlandi, en ekki flýja vegna fjöl- skyldu sinnar. Hann hafði aftur samband við CIA í Genf 20. janúar 1964. Nosenko kvaðst hafa haft það starf með höndum að fylgjast með sambandi KGB við Lee Harvey Oswald. Tveir mánuðir voru liðnir frá morði Kennedys. Skyndilegur áhugi Nosenkos á því að hlaupast undan merkjum vakti tortryggni. Að sögn Nosenkos hafði KGB ályktað að Oswald skipti engu máli,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.