Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 2 FRÉTTlR/iNNLENT Slagsmálá skólaballi SL AGSMÁL brutust út milli nem- enda Ölduselsskóla og Seljaskóla í Breiðholti á föstudagskvöld. Slagurinn kom upp á skólaballi í Ölduselsskóla þar sem staddir voru um 200 unglingar, að sögn lögreglu. Fimmtán rúður voru brotnar í skólanum. Lögreglan þurfti frá að hverfa í fyrstu vegna þess að hópurinn veitt- ist að henni en lét aftur til skarar skríða og handtók 7 unglinga sem færðir voru á lögreglustöð. Eins og ég sérétt að byrja - sagðiDagfinn- ur Stefánsson Kcflavík. „MÉR finnst eins og ég sé rétt að byija,“ sagði Dagfinnur Stefánsson flugstjóri hjá Flug- leiðum sem flaug sína síðustu áætlunarferð í gær frá Or- lando í Bandaríkj unum til Keflavíkur. Dagfinnur sem verður 62 ára 22. nóvember hefúr starfað sem flugmaður og flugstjóri I 41 ár, fyrst hjá Loftleiðum og síðan Flugleið- um og á að baki 30 þúsund flugtíma. Dagfinnur tók flugpróf þegar hann var 20 ára og ári síðan réðst hann til Loftleiða. Hann sagði að mörg atvik kæmu upp í hugann á stundu sem þess- ari, en eftirminni- legustu atburðimir Dagfinnur væru Geysisslysið Stefánsson á Vatnajökli, þar sem hann hefði verið aðstoðar- flugmaður, og þegar DC8-þota Flugleiða fórst á Sri Lanka fyrir nokkrum árum, en þar hefði hann beðið á flugvellinum til að taka við stjóm vélarinnar. „En burtséð frá þessum at- burðum hef ég notið hverrar stundar og ég hefði gjaman vilja starfa lengur," sagði Dagfinnur ennfremur. BB Framsókiiarflokkurinii: Breytingar á miðstjórn NÆR helmingur þeirra mið- stjórnarmanna, sem kjörnir voru á síðasta flokksþingi Framsókn- arflokksins, eða 11 af 25, gáfú ekki kost á sér við miðstjórnar- kjör á laugardag. Þar á meðal var Dagbjört Höskuldsdóttir, sem varð í öðru sæti í miðstjórn- arkjöri á flokksþingi framsókn- armanna 1986. Guðjón B. Ólafs- son forsfjóri Sambandsins var í kjöri til miðsfjórnarinnar á laug- ardagf. Nokkurrar óánægju gætti meðal framsóknarmanna í þéttbýlinu eftir miðstjómarlgör á flokksþinginu 1986, en þá féllu margir frammá- menn flokksins af höfuðborgar- svæðinu úr miðstjóminni. Þar má nefna Erlend Einarsson fyrmrn for- stjóra Sambandsins, Sigrúnu Magn- úsdóttur borgarfulltrúa og Helga Bergs bankastjóra, en þau vom öll aftur í framboði við miðstjómar- kjörið nú. Flokksþingið kaus 25 manns í miðstjóm en á framboðslistanum á þinginu vom 100 nöfn. , tötöl, ^ tkehe rísch. Frá mótmælum Grænfriðunga í Hamborg í Vestur-Þýskalandi I gær. Á skiltunum stendur meðal ann- ars: „Við kaupum ekki fisk frá íslandi á meðan fslendingar drepa hvali!“ Flokksþing Alþýðnflokksins: Jón Baldvin endurkjörinn STJÓRN og framkvæmdastjóm Alþýðuflokksins vora kjörin i gær á flokksþmginu, sem nú er haldið á Hótel íslandi. Vora allar tillögur nefndanefhdar sam- þykktar með þorra atkvæða. Jón Baldvin Hannibalsson var endurkjörinn formaður með 190 atkvæðum af 206, Jóhanna Sigurð- ardóttir varaformaður með 202 atkv. af 209, Lára V. Júlíusdóttir ritari, Eyjólfur K. Siguijónsson gjaldkeri og Elín Alma Arthúrs- dóttir formaður framkvæmda- stjómar. Að lokinni kosningunni sagði Jón Baldvin, að átt hefði sér stað „hljóðlát kvennabylting í for- ystu flokksins". Ný Toyota bíður Lindu TOYOTA Motor Corporation í Japan hefúr ákveðið, í samvinnu við Toyota-umboðið á íslandi, að færa Lindu Pétursdóttur að gjöf Toyota-bifreið. Bifreiðin er af gerðinni Toyota Corolla GTi og verður afhent Lindu á Keflavík- urflugvelli þegar hún kemur heim. Grænfriðungar hjálpa fólki að þekkja íslenskan fisk Freiburg og Trier I Vestur-I’ýskalandi. Frá Önnu Bjaraadóttur og Steingrimi Sigurgeirssyni, fréttariturum Morgunbladsins. GRÆNFRIÐUNGAR í Freiburg í suðvesturhluta Vestur-Þýskalands voru meðal umhverfissinna í yfir 50 vestur-þýskum borgum sem upplýstu vegfarendur um hvalveiðar íslendinga í gær. Þeir hvöttu fólk til að sneiða hjá íslenskum sjávarafúrðum í mótmælaskyni og dreifðu blaði með myndum af karfa-, ufsa- og þorskflökum firá Iglo, Miramar, Iceland Waters, vörumerki Sölustofiiunar lagmetis, og Almare Island-rækjum til að hjálpa fólki að þekkja vörurnar. Strik- að var yfir mynd af vörumerki Nordsee, þar sem fyrirtækið er hætt að kaupa frosinn karfa frá Islandi. Þó nokkrir skrifuðu undir mót- mæli gegn hvalveiðistefnu íslend- inga þá stund er fréttaritari Morg- unblaðsins fylgdist með Grænfrið- ungum í Freiburg. Fólk sagðist trúa upplýsingum Grænfriðunga um hvalveiðar. Ung hjón sögðust ekki skilja af hveiju Islendingar gætu ekki gert rannsóknir á lifandi hvöl- um og sögðu að sala hvalkjöts til Japans benti til að veiðamar væru gerðar í ágóða- en ekki rannsóknar- skyni. Þau sögðust ekki styðja her- ferð Grænfriðunga en vonuðu að undirskriftir þúsunda borgara myndu hafa áhrif á hvalveiðistefnu íslendinga. Grænfriðungar eru með upplýs- ingaborð í miðbæ Freiburg á hveij- um laugardegi og í gær var sérstak- ur hvaladagur. Flestir þeirra, sem tóku við upplýsingum frá Grænfrið- ungum, sögðust ekki geta sýnt and- úð sýna á veiðunum í verki af því að þeir borði sárasjaldan fisk. Grænfriðungar sögðu að öðru máli gegndi í norðurhluta Vestur-Þýska- lands. Ung kona, Dr. Andrea-Silvia Vegh, sagðist stundum kaupa fros- inn físk frá Iglo. „En ég geri það ekki héðan í frá,“ sagði hún. „Ég nota helst ferskan físk. Nú spyr ég físksalann hvaðan hann er og gæti þess að kaupa ekki íslenskan, fisk.“ Hún var í minnihluta. Stór meiri- hluti vegfarenda virti Grænfriðunga ekki viðlits og sýndi lítinn áhuga á afdrifum hvalsins. Og afgreiðslu- kona á matstað Nordsee-keðjunnar sagðist ekki hafa hugmynd um hvort að hún væri að selja íslenskan físk eða ekki. Þegar íbúar borgarinnar Trier í Suðvestur-Þýskalandi fóru að gera helgarinnkaupin í gærmorgun voru þeir hvattir til að sniðganga ís- lenskar fískafurðir. Á aðaltorgi borgarinnar höfðu Grænfriðungar sett upp áberandi bás með upp- blásnum hvölum og skiltum þar sem megininntakið var áskorun til al- mennings um að kaupa ekki ís- lenskar fískafurðir. Á undirskriftalistum, sem lágu frammi, var fólk hvatt til að kaupa ekki íslenskar fiskafurðir á meðan íslensk stjórnvöld hafí ekki gefíð út, opinbera yfírlýsingu um að þau muni hætta hinum „ólöglegu“ hval- veiðum sínum. Auk þess var fólk hvatt til að skrifa sendiráðum Is- lands og Japans til að láta í ljós andúð sína á hvalveiðum og dreift var póstkortum sem á var skráð: „Við kaupum ekki físk frá íslandi á meðan íslendingar drepa hvali!“ Þing Alþýðusambandsins hefst á morgun: Fimm tonn af pappír Á 36. þingi ASÍ sem sett verður á morgun, mánudag, verður margt mála til umræðu og fjöldi ályktana. Allur þessi málaljöldi krefst mikils pappírs til að koma honum á framfæri. Ekki er vitað nákvæmlega hver fjöldi fúlltrúa verður á þinginu, en reiknað með að þeir verði 470-480 talsins af 512 sem rétt eiga á þingsetu. Sam- kvæmt upplýsingum frá Kristínu Mántylá skrifstofustjóra ASÍ fær hver fiilltrúi við upphaf þingsins möppu með 3-4 kílóum af pappir. Síðan verður stöðugt prentað af ýmsum tillögum og ályktunum eftir því sem líður á þingið. Reiknaði Kristín með að þegar upp væri staðið í þinglok á fostudag hefiði hver fúlltrúi fengið í hend- ur um 10-12 kg af pappír. Það gera í kringum fimm tonn í heildina. Mikið umstang fylgir þingi sem þessu og kostnaður ASÍ af því er um 5 milljónir króna. ASÍ borgar allan beinan kostnað við þingið en fulltrúar á því, það er þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins, verða sjálfir að sjá um uppihald sitt. Þeir munu ann- aðhvort búa á hótelum eða hjá ættingjum og vinum en flestir þeirra munu bókaðir á Hótel Loftleiðum. Eins og á fyrri þingum ASÍ BAKSVID eftir Friðrik Indrióason liggur mikill fjöldi mála fyrir. Helstu málaflokkar eru auk laga- breytinga, öryggis- og félags- mál, skipulagsmál, lífeyrismál, kjara-, atvinnu- og efnahagsmál, vinnuvemd, fræðslu- og menn- ingarmál og friðar- og mannrétt- indamál. Mest öll vinnan í þessum mála- flokkum fer fram í nefndum. Raunar byggir þinghaldið að mestu leyti á vinnu í nefndum ■■■■■■■ sökum þess hversu fjöl- mennt þingið verður. Af einstökum dögum þingsins er mest spenna tengd miðviku- deginum er kjör forseta og vara- forseta fer fram. Fastlega er búist við að Ásmundur Stefáns- son bjóði sig áfram til starfa næstu 4 árin sem formaður og að hann fái ekki mótframboð. Hann hefur þó neitað að segja nokkuð um framboð sitt til eða frá. Varaforsetamir tveir eru meiri spuming en þar hafa ýms- ir verið nefndir til sögunnar. Hvorugur af núverandi varafor- setum gefur kost á sér til endur- kjörs. Vitað er að Karl Steinar hefur hug á öðrum stólnum en auk hans eru á lofti nöfn þeiira Hrafnkels A. Jónssonar, Þom Hjaltadóttur, Vilborgar Þor- steinsdóttur og Grétars Þor- steinssonar svo dæmi séu tekin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.