Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐE) AFIWIÆLI SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 37 Afinæliskveðja: Gísli Ólafsson bakarameistari Á morgun, mánudaginn 21. þm., verður 90 ára Gísli Olafsson bak- arameistari. Hann er fæddur á Gamla-Hrauni við Eyrarbakka 21. nóvember 1898. Foreldrar hans voru: Ólafur Áma- son, sjómaður og verkamaður, og Guðrún Gísladóttir, húsmóðir. Systkini Gisla em: Magnea, húsfrú, gift Ferdinant Eiríkssyni, skósmið, Ami, loftskeytamaður, Guðni apó- tekari, Sigríður kaupkona og Sigur- jón myndhöggvari, Ólafsson. Gísli hóf vinnu við trésmíðar eft- ir ferminguna, en fór síðan í bakarí- ið á Eyrarbakka. Þaðan fór hann til Reykjavíkur og nam þar bakara- iðn hjá Valdimar Petersen. Sveins- prófi lauk hann 1920. Hann vann næstu 3 ár í Bjömsbakaríi. Bakara- meistari í Reykjavík var hann á ámnum 1923 til 1963, eða í 40 ár. Hann rak bakarí sitt fyrst að Þing- holtsstræti 23, en síðustu árin að Bergstaðastræti 48. Eftir það gerð- ist hann starfsmaður Landsbanka íslands og kennari við Verknáms- deild bakaranema við Iðnskólann í Reykjavík, allt til ársins 1976. Við verknámsdeild bakara vann hann brautryðjendastarf og tók saman þætti um efnisfræði fyrir bakara. Það er á þessum ámm sem undir- ritaður kynnist Gísla persónulega. í Landsbankanum var hann hægri hönd Jóns Leós. Það var einstaklega gott að njóta þjónustu þessara manna, hinn mannlegi þáttur og trúnaðartraust í hávegum haft. Hans góða rithönd kom sér vel í þvýstarfi. Á uppvaxtarámm Gísla var á Eyrarbakka mikið menningarlíf. Þama var eina verslunarplássið austan fjalls á þeim ámm. Danskir kaupmenn ráku þar verslun mann fram af manni og bar sú síðasta nafnið Lefolisverslun. Bændur komu úr nærsveitum og lögðu inn ull og tóku síðan út vömr. Biðröð myndaðist oft á tíðum, það tók jafn- vel 2—3 daga að fá afgreiðslu. Vín var selt í versluninni, það var því lítið annað að gera en að drekka brennivín meðan beðið var eftir afgreiðslu. Upp úr aldamótunum var stofnuð Góðtemplararegla á Eyrarbakka og kom hún því til leið- ar að hætt var að selja vín þar. Gísli gekk í barnastúku og „þóttist maður að meiri“ eins og hann segir í endurminningum sínum er út komu á vegum Iðnskólaútgáfunnar 1987. Auk þeirra starfa, sem hér að framan er getið, gaf hann sér tfma til að sinna félagsmálum stéttar sinnar og iðnaðarmanna. Hann gekk í Iðnaðarmannafélagið í Keykjavík 1925, var í stjórn félags- ins á ámnum 1952—62, fyrst sem vararitari, síðan sem ritari. Gísli hafði styrka og góða rithönd, sem áður er getið, góðan smekk fyrir uppsetningu og kom öllu vel til skila, sem sagt var á fundunum. Hann var heilsteyptur í skoðunum og einarður um allt er varðaði menntunarmál iðnaðarmanna. Hann gengur einmitt til liðs við Iðnaðarmannafélagið þegar um- ræður stóðu sem hæst um nýja iðn- löggjöf og lög um iðnaðarnám. En þau vom samþykkt 1928. í riti sem gefíð var út á sl. ári, á 120 ára afmæli Iðnaðarmannafélagsins, er viðtal við Gísla, þar sem hann rekur þessi mál öll skilmerkilega. Hann var gerður að heiðursfélaga og sæmdur gullmerki Iðnaðarmanna- félagsins 1967. Gísli var í stjóm Bakarameistarafélags Reykjavíkur í 22 ár þar af formaður í 18 ár, á ámnum 1943—62. Fulltrúi félags- ins á Iðnþingum var hann um 30 ára skeið. Hann var gerður að heið- ursfélaga og sæmdur gullmerki fé- lagsins 1960. Þá var hann sæmdur gullmerkjum félagssamtaka bak- arameistara í Finnlandi og Svíþjóð 1978. Á þessu ári var hann sæmd- ur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Árið 1923 kvæntist Gísli Kristínu Einarsdóttur. Foreldrar hennar vom hjónin Einar Einarsson, versl- unarmaður í Reykjavík og Anna M.S. JÓnsdóttir frá Ártúni við Hofs- ós, Skagafírði. Frá því að ég kynnt- ist Gísla hafa þau hjón búið á Berg- staðastræti 48 hér í borg. Mér em ennþá minnistæðar móttökumar á 75 ára afmæli Gísla, er við félagar hans úr Iðnaðarmannafélaginu heimsóttum þau hjón. Þar er útsýni fagurt til suðurs, líkt og frá Toyota Carina II er bíll í algerum sérflokki fjölskyldubíla. Sparneytni og feikigott rými eru aöalsmerki þessa sportlega bíls. Með nýju 16 ventla vélinni er krafturinn og snerpan meiri en áöur. Carina II er bíll fyrir athafnasaman lífsstíl nútíma fjölskyldu. Carina II er fáanlegur í 5 dyra Liftback-útgáfu, XL- og GL-gerö. Og verðið er mjög gott: Verðfrá kr. 829.000,-* eins og íþróttafrömuðir sögðu á uppvaxtarámm Gísla. Hann lætur sig ekki vanta þegar boðað er til funda eða skemmtiferða í Iðnaðar- mannafélaginu. Á sl. sumri fór félagið um bemskustöðvar hans, Eyrarbakka og opnaði hann þá hús sitt þar fyr- ir okkur. Við þökkum Gísla fyrir mikið og farsælt starf fyrir iðnaðar- menn. Við væntum þess að mega sjá hann sem oftast á samkomum okkar iðnaðarmanna. Á þessum tímamótum vil ég fyr- ir hönd Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík færa Gísla og ijölskyldu hans heilla- og hamingjuóskir. Gissur Símonarson Gísli og kona hans, frú Kristín Einarsdóttir, taka á móti gestum í fundarsal Iðnaðarmannahússins, Hallveigarstíg 1, kjallaranum á morgun, afmælisdaginn kl. 16—19. ' Verö getur breyst án tyrirvara. TOYOTA TOYOTA FjOLVENTLA VÉLAR bemskustöðvum Gísla á Eyrar- bakka. Kristín bjó manni sínum einkar smekklegt heimili. Kristínu og Gísla varð þriggja bama auðið, þau eru: Anna, kennari við Iðnskól- ann í Reykjavík í bóklegum fögum fyrir bakara og kjötiðnaðarmenn, Einar Ólafur, flugstjóri og Erlingur Gísli leikari við Þjóðleikhúsið. Á yngri árum lagði Gísli stund á fímleika, hann var í sýningarflokki ÍR er fór til Norðurlanda 1927, og sýndi þar fímleika í mörgum borg- um. Þá var hann í lúðrasveitunum Gígjunni og Hörpunni, sem síðar sameinuðust. Kynni okkar Gísla hafa verið góð, hann ber aldurinn vel, er ung- ur í anda, hógværð og prúðmennska em honum í blóð borin, það má segja að þar fer heilbrigð sál í hraustum líkama þar sem Gísli fer, NÝJAR LINUR MEIRA AFL!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.