Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 25 Morðið í Dallas: Lífseigar efasemdir. þegar hann sótti um sovézkan ríkis- borgararétt 1959, og hvatt hann til að fara aftur til Bandaríkjanna. Þá reyndi Oswald að fyrirfara sér og KGB leyfði honum að dveljast í Minsk til 1962. Þegar Oswald kom í sovézka sendiráðið í Mexíkóborg í septem- ber 1962 sótti hann um vegabréfs- áritun til Rússlands. Umsóknin var send KGB og Nosenko kvaðst hafa Iagt til að henni yrði hafnað. Hann sagði að skelfing hefði gripið um sig í Moskvu þegar Oswald skaut Kennedy og honum hefði verið falið að stjóma rannsókn á sambandi KGB við Oswald. Nosenko hélt því þar með fram að hann væri einn örfárra manna, sem gætu talað af þekkingu um Oswald og KGB, og bauðst til að mæta fyrir Warren- nefndina. Nosenko var sendur til Was- hington 4. febrúar 1964 og FBI yfirheyrði hann um Oswald og Kennedy-morðið. Sovézkur heim- ildamaður FBI hjá SÞ, „Feodora", staðfesti hluta vitnisburðar hans. Seinna kom í ljós að heimildamaður- inn lék tveimur slqoldum. Satt eða logið? J. Edgar Hoover sendi Warren- nefndinni yfirlýsingu Nosenkos án þess að bíða eftir staðfestingu CLA. og olli þar með rimmu við CIA. Á þessum tíma kannaði Warren- nefndin hugsanlega aðild Rússa og Kúbveija að forsetamorðinu. „Þar sem Nosenko var á valdi CLA var þetta eitt erfiðasta málið, sem stofnunin hafði staðið frammi fyr- ir,“ sagði Richard Helms, þv. að- stoðarforstjóri CIA. „Forseti Bandaríkjanna hafði verið myrtur og... frá Sovétríkjunum kom ieyni- þjónustuforingi og sagði að KGB ... hefði aldrei staðið í sambandi við þennan mann og vissi ekkert um hann. Við áttum bágt með að trúa þessu þá. Við eigum bágt með að trúa því nú.“ Helms ákvað að segja Warren-nefndinni frá efa- semdum CIA um fullyrðingar Nos- enkos. CIA áleit tvennt koma til greina. Annar möguleikinn væri sá að Nos- enko væri raunverulegur liðhlaupi, KGB hefði vitað hvað hann hygðist fyrir áður en hann flúði og skáldað söguna um Oswald, svo að Nosenko segði frá henni í mesta sakleysi, þegar hann stryki. Hinn möguleik- inn væri sá að Nosenko væri út- sendari KGB og hefði það hlutverk að dreifa villandi upplýsingum. Ósamræmi í frásögn Nosenkos af ferli hans virtist styðja þá skoðun að hann væri á vegum KGB og ætti að vekja vantrú á framburði annarra strokumanna og veita Warren-nefndinni villandi upplýs- ingar um Oswald. Að lokum ákvað nefndin að minnast ekki á vitnis- burð hans í skýrslu sinni og yfir- heyra hann ekki beint. Nosenko var hafður í einangrun þar til í september 1967 og varð að þola harðræði. Við því fékkst ekkert svar hvort hann segði satt eða færi með lygi. Helms og David Murphy, yfirmaður Rússlandsdeild- ar CIA, trúðu honum ekki. Aðrir yfirmenn töldu hann segja satt og rétt frá. Rússlandsdeildin komst að þeirri niðurstöðu í 900 blaðsíðna skýrslu 1967 að Nosenko gegndi því hlut- verki að dreifa villandi upplýsing- um. Ári síðar var skýrslan stytt um helming og send Helms, sem komst í bobba: Ef það væri starf Nosenkos að dreifa villandi upplýsingum hafði KGB staðið í nánara sambandi við Oswald en viðurkennt hafði verið. Þá kynni KGB að hafa átt einhvem þátt í morði Kennedys forseta. Því yrði að leggja skýrslu Warren- nefndarinnar á hilluna. Taka yrði þá niðurstöðu hennar til endurskoð- unar að Oswald hefði verið einn að verki og að um ekkert samsæri hefði verið að ræða. Sambúð Bandaríkjanna og Sovétríkjanna gat komizt í hættu. Ólíkar niðurstöður Til að losna úr klípunni fékk Helms utanaðkomandi mann til að leggja nýtt mat á mál Nosenkos, Bruce Solie, starfsmann öryggis- máladeildar. Solie yfirheyrði Nos- enko í níu mánuði, þijá til fimm tíma á dag í hverri viku, leysti hann úr stofuvarðhaldi og kom vingjam- lega fram við hann. í skýrslu, sem Solie skiiaði ári síðar, komst hann að þeirri niðurstöðu að upplýsingar Nosenkos væru sennilega mark- tækar og hann væri sá sem hann segðist vera. Framhaldsrannsókn 1977 leiddi til sömu niðurstöðu. John Ranelagh segir að þannig hafi rannsóknir á sömu gögnum leitt til þess að menn hafi komizt að gerólíkri niðurstöðu. Báðir aðilar hafi getað fært sterk rök fyrir máli sínu. Málið sýni að CIA hafi skort skilning á KGB. Spurt hafi verið hvort KGB gæti þjálfað starfs- menn sína til að halda fast við rang- an framburð í yfirheyrslum og ljúga til um allt í 20 ár. Þeir sem hafi talið Nosenko dreifa villandi upplýs- ingum hafi talið þetta hægt. Þeir sem hafi haldið að treysta mætti Nosenko hafi ekki talið Rússa eins uggvænlega, röksemdafærsla þeirra hafi ekki verið eins flókin, • rökflækjur hafi verið eitur [ þeirra beinum — þeir hafi verið „amerísk- ari“ í hugsun. Ranelagh getur þess í framhjá- hlaupi að Oswald hafí greinilega fengið góða meðferð í Sovétríkjun- um og vel geti verið að hann hafi starfað fyrir KGB. En hann telur að sá grunur að KGB hafi verið viðriðið Kennedy-morðið hafi ver- ið„næstum þvi áreiðanlega ástæðu- laus“. Hins vegar hyggur hann að vera megi að Nosenko kunni að hafa verið njósnari KGB og verið sendur út af örkinni til að afstýra því að Rússar yrðu grunaðir um að vera viðriðnir morðið á Kennedy. Ýmsar kenningar hafa komið fram um tæknileg atriði í sambandi við morðið á forsetanum. Meðal annars hefur verið deilt á „einnar kúlu kenninguna“, þ.e. að sama kúlan hafí hæft Kennedy og John Connally ríkisstjóra í forsetabílnum í Dallas. Síðari rannsóknir virðast raunar hafa staðfest hana. Þrátt fyrir margar efasemdir hefur enn ekki tekizt að hnekkja þeim úr- skurði Warren-nefndarinnar að Lee Harvey Oswald hafí myrt Kennedy einn síns liðs. Nefndin vanri starf sitt óvenjuvel og ólíklegt er að fleiri rannsóknir fari fram. Samt er mörgum spumingum ósvarað og líklega verður þeim aldr- ei svarað. Samsæriskenningar munu halda áfram að dafna og svo margir voveilegir atburðir hafa gerzt síðan John F. Kennedy var myrtur að vikuritið Newaweek sagði fyrir nokkrum árum: „Dómur Warren-nefndarinnar hefur staðizt ýmsar árásir ... en varla er til sá maður, sem trúir honum lengur." HVAR VORU ÞAU OG HVERNIG VARÐ ÞEIM VIÐ? Það er lúill að sljúta tann! effir Pól Lóðvík Einarsson Pétur Gunnarsson Guðrún Ásmundsdóttir Það er búið að skjóta hann! Skjóta hvern? spurði skólastjórinn kuldalega. Kennedy forseta! í sama vetfangi fylltist kennarastofan af kennurum sem voru að ljúka kennslu og fréttin laust þá hvern af öðrum. Allir söfnuðust kringum útvarpstækið, „Hvað verður um Jacqueline og börnin?“ spurði skólastjórinn hrærður. Sumir spáðu heimsendi. (Úr bók Péturs Gunnarssonar. Punktur, punktur, koma, strik. orðið á Kennedy var minnisstæður atburður. Hve minnisstæður? Morgunblaðið spurði nokkrar persónur um hvar þær hefðu verið og hugrenningar þeirra þegar þær fréttu þessi örlagatíðindi. Pétur Gunnarsson rithöfundur „Ég var að borða kvöldmat og heyrði tíðindin í kvöldfréttunum. Þetta var eins og heimsendir. Mér fannst eins og allur heimurinn héldi niðri í sér andanum. En ég var nú ekki nema sextán ára gamall; þann- ig að heimurinn endurskapast á hveiju augnabliki." — Þú hefur ekki leitt hugann að því hvað yrði um Jacqueline og böm- in? „Nei, ég man nú ekki eftir því. En samt þessi fjölskylda var eins og ein falleg og hugljúf bíómynd. Og þarna var búið að drepa góða manninn. Kennedy var fulltrúi góðu aflanna og maður skynjaði að þau hefðu þama fengið högg. Kannski hvarflaði að manni, hvort vondi maðurinn myndi vinna." Guðrún Ásmundsdóttir leikari „Mér finnst erfitt að svara því hvernig ég brást við því ég er alltaf lengi að bregðast við. Satt best að segja man ég ekki svo glögglega hvenær ég frétti af árásinni, hvorki stað né stund. Maður vissi að annar tæki við og lífið heldi áfram. Ég man frekar eftir því hvað ég hugsaði eftir á. Þetta var allt eitthvað svo óljóst. Mér fannst þetta lýsa svo spilltu þjóðfélagi; mér fannst það greinilegt að þarna voru maðkar í mysunni þegar morðinginn var skotinn nokkru seinna. Það grípur mann alltaf vanmáttur gagnvart ofbeldinu þegar maður stendur svo greinilega frammi fyrir því í hvernig heimi við lifum og einmitt á svona tíma þegar menn eins og Kennedy, Martin Lut- her King o.fl., menn sem höfðu rétt- lætið að leiðarljósi og reyndu að breyta umhverfí sínu í anda þess, er hreinlega mtt úr vegi með byssuk- úlum úr fjarlægð. — En maður má ekki láta van- máttinn ná tökum á sér heldur vit- undina um að einmitt þessa vegna lifa þessir menn og þeirra málstaður ennþá, því hann verður ekki af- greiddur með nokkmm byssukúlum. Eg fann og vissi að þama vom miklu fleiri bak við heldur en einn morð- ingi. Frámvindan heldur áfram og máður sér skýrar og skýrar hvernig þessi voðalegi harmleikur var partur af stóm svikahjóli sem vó mann sem sjálfsagt hefur verið að fylgja sinni sannfæringu og reyna að koma hlut- um í betra horf." Sólrún Jensdóttir skrífstofristjóri „ Ég man ekki nákvæmlega hvað klukkan var þegar ég frétti þetta en mig minnir að þetta hafi verið um eftirmiðdaginn. Ég var að vinna á Morgunblaðinu í erlendum fréttum. Við vorum að vinna að fréttum næsta dags. Það kallaði ein- hver innan úr herbergi þar sem fjar- ritararnir voru. Allir viðstaddir hlupu á staðinn. Ég trúði þessu ekki, ég hélt að þetta væri vitleysa því það vom alltaf að koma fréttir af andl- áti Khrústsjovs. En eftir að það var ljóst að frétt- in var sönn kom áfallið; maður lam- aðist. Ég held að okkur öllum hafi þótt þetta svo hroðalegt." Pétur Thorsteinsson sendiherra „Ég man greinilega eftir því hvemig ég frétti af morðinu á Kennedy. Þetta síðdegi hafði ég ver- ið á fundi hjá ráði Atlantshafbanda- lagins en um kvöldið ætluðum við hjónin á hljómleika sem vom á veg- um Félags Sameinuðu þjóðanna. Eg flýtti mér heim og skipti um föt og bílstjóri sendiráðsins keyrði okkur á tónleikana. Þegar þangað kom var engin hljómsveit að spila og allir sátu steinþegjandi þótt tónleikamir hefðu átt að vera hafnir fyrir tiu mínútum. Litlu síðar kom maður fram á sviðið og sagði að það hefði verið ákveðið að halda hljómleikana þrátt fyrir það sem gerst hefði. Því það hefði Kennedy forseti viljað. Maður hugsaði margt þessar mínútur en ég minnist þess að eftir þessa tilkynningu sagði ég við kon- una mína. Hann hlýtur að vera lát- inn, hér getum við ekki verið. Það var merkilegt að þegar við komum út úr byggingunni þá beið bílstjórinn eftir okkur, þrátt fyrir að við hefðum sagt honum að fara. Hann hafði heyrt tíðindin og var viss um að við myndum vilja fara aftur í sendiráðið.“ Katrín Fjeldsted læknir „Já, ég man hvar ég frétti af morðinu. Það var niður á Skalla í Lækjargötu. Ég var í fjórða bekk MR svo að annaðhvort hefur það verið eftir skólatíma eða i löngu frimínútunum sem byrjuðu tuttugu mínútur í fjögur; ekki var til síðs að skrópa í tímum í minum bekk. Kennedy hafði persónutöfra; hreif fólk, ekki síður það yngra en það eldra. Og það er merkilegt vegna þess að á þessum árum var ekki sjónvarp. Við vorum öll mjög slegin við fréttina." Bubbi Morthens tónlistarmaður „Ég man vel eftir því þegar ég frétti að Kennedy hefði verið skotinn. Mig minnir að ég hafi heyrt fréttina milli tvö til þrjú. Ég var í fótbolta á tún- inu við blokkina sem ég bjó í við Gnoðarvoginum. Við vorum að spila á móti strákum í annarri blokk. Einn af eldri strákunum kom út á altan og kallaði niður til okkar að Kennedy hefði verið skotinn. Ef ég á að vera sannsögull þá var ég ekki harmi sleginn. Þetta var spennandi æsifrétt að forseti úti i heimi hefði verið skotinn. Fótboltinn hélt áfram, ég man vel eftir honum; útaf þessum atburði. Einn af okkur var George Best, annar var Bobby Charlton, sá þriðji Bobby Moore. Ég var Gordon Banks í markinu. Ég man ekki hvað mörkin urðu mörg en við töpuðum leiknum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.