Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 17 V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Tukthús geta líka verið tekjulind „Mútumál aldarinnar" var tekið fyrir í ítalska þinginu um síðustu mánaðamót og eftir ákafar um- ræður var það niðurstaðan, að þingið lýsti í raun velþóknun sinni á hinni aldagömlu hefð, sem Italir kalla „tangenti", það er að segja spilling og mútustarfsemi. og nú Gullnu fangelsunum eins mútumálið kallast hefur eins og svo oft áður verið kastað út í það botnlausa fúafen, sem er ítalskt réttarkerfi. „Þessi samþykkt beggja þing- deilda kemur þeim skilaboðum á framfæri við stjórnmála- og kaup- sýslumenn, að allt sitji við það sama, að þeir þurfi ekkert að ótt- ast,“ sagði ævareiður þingmaður um leið og hann lýsti óánægju sinni með þeim táknræna hætti að hvolfa úr poka með skít yfir þinghúströpp- urnar. „Þrátt fyrir allt það, sem við höfum á okkur lagt, er því bara - #^4 v * Fiw’m NU FÆ EG MER GOODYEAR ULTRA GRIP 2 ..díÉfiSW wM ' - ^ V. & EG KEMST HEIM A GOODYEAR ULTRA GRIP 2 Engin tilfinning er eins notaleg og að finna að maður hefur fulla stjórn á bílnum sínum í vetrar- færðinni. Þá er gott að vita að bíll- inn hefur staðfast grip á veginum, og þá stendur manni líka á sama um veðurspána. Goodyear Ultra Grip 2 vetrarbarðarnir eru hann- aðir með ákjósanlega eig- inleika til að veita gott hemlunarviðnám og spyrnu, hvort sem er í snjó, hálku eða bleytu, og þeir endast vetur eftir vetur. Öll smáatriði varðandi framleiðslu hjólbarðans — svo sem efni, bygging og mynstur, — hafaverið þaulhugsuð og þraut- reynd til að ná fram há- marks öryggi, mýkt og endingu. íveturvel ég öryggið — Ég nota hina rómuðu Good- year tækni. HEKLÁHF GOODpYCAR Laugavegi 170-172 Simi 695500 0' slegið föstu, að ítölsk stjómmál gangi fyrir mútum.“ Síðustu sex mánuðina hefur þingnefnd verið að rannsaka ákær- ur á hendur þremur ráðherrum, þeim Francö Nicolazzi ríkisfram- kvæmdaráðherra, Vittorio Colombo samgöngnráðherra og Clerio Darida dómsmálaráðherra. Er því haldið fram, að í meira en átta ár hafí þeir þegið mútur frá fyrirtækj- um, sem sóttust eftir samningi um smíði nýrra fangelsa. Arkitekt í Mílanó hefur játað, að aðeins hans fyrirtækið hafi greitt nærri 400 milljónir ísl. kr. í mútur og vegna þessa máls neyddist Nicolazzi til að segja af sér sem formaður sósíal- demókrataflokksins. Helsti ráðgjafi hans, Gabriele di Palma, flýði þá til Sviss og þótt hann væri að vísu handtekinn á landamærunum var honum sleppt aftur. Fer hann nú huldu höfði. Ekki skorti á sannanirnar í þessu máli en samt samþykkti ítalska þingið í síðasta mánuði með miklum meirihluta að falla frá ákæru á hendur Colombo og skipa nýja rann- sóknarnefnd í máli hinna tveggja. Jafnvel á ítalskan mælikvarða er þetta mútuhneyksli með ólíkind- um mikið. Fullyrt er, að frá 1972 til 1987 hafi stjómmálamönnum verið mútað með nærri 40 milljörð- um ísl. kr. vegna byggingar 13 nýrra fangelsa frá Torínó í norðri til Palermó í suðri. Em lægra sett- ir embættismenn sagðir hafa reikn- að sjálfum sér 1,5% af andvirði hvers samnings en ráðherrarnir ekki sætt sig við minna 15-20%. Verktakarnir létu síðan almenn- ing borga múturnar með því að til- reikna sér alls kyns kostnaðarauka og tafir og má nefna sem dæmi, að fangelsið í Torínó var 11 ár í smíðum og 33var sinnum dýrara en upphaflega var áætlað. Það tók 22 ár að ljúka við fangelsið í Avell- ino skammt frá Napólí og það kost- aði ekki tæpa Ijóra milljarða ísl. kr. eins og áætlað var heldur fer- tugfalda þá upphæð. Pólitísk spilling er ekki ný af nálinni á Ítalíu, hún hefur verið allsráðandi síðan á dögum Mac- hiavellis og raunar miklu fyrr, en hún virðist aukast með ári hveiju. Starfsmenn Catania-háskólans hafa kannað þúsundir einstakra spillingarmála og í nýrri skýrslu um það efni segja þeir, að opinberir embættismenn hafi á síðustu tíu árum notað 1.360 milljarða ísl. kr. í eigin þágu með einum eða öðrum hætti. Náttúruhamfarir geta stundum reynst mikil gróðalind. Endurreisn- arstarfið eftir jarðskjálftana við Napólí árið 1980 og flóðin í Alpa- fjöllum 1987 gáfu ýmsum tækifæri til að stinga stórum fjárhæðum í eigin vasa en annars vírðist ekkert mál vera svo smátt, að ekki megi koma þar við mútum. Nú á þessu ári voru til dæmis mörg hundruð manns, ökukennarar og prófdómar- ar, handteknir fyrir að selja öku- skírteini. Voru kaupendurnir fólk, sem hafði fallið á ökuprófinu, eða glæpamenn og þeir, sem höfðu ver- ið teknir fyrir að aka ölvaðir. Var gangverðið á ökuskírteininu 16.000 ísl. kr. -WILLIAM SCOBIE Gjafaáskrift að lceland Review treystir sambandið við vini og viðskiptamenn í útlöndum.------------------------------------- ---------------------------------------------Upplýsingar og móttaka gjafaáskrifta í síma 84966, Höfðabakka 9, Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.