Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 15 . essi sameiginlega upp- færsla Þjóðleikhússins og Operunn- ar á Hoffmann er með þeim hætti að allt listafólk íslensku óperunnar er ráðið til Þjóðleikhússins. Þar er um 15 einsöngvara að ræða, 60 manna kór og 45 manna hljóm- sveit. Auk þessa koma sjö stúlkur úr íslenska dansflokknum fram. Annað starfsfólk, svo sem sviðs- menn, förðunarfólk, hárgreiðslu- fólk, ljósamenn, umsjónarmenn búninga, hljóðmenn, tæknimenn og starfsfólk í fatageymslu, dyravörslu o.þ.h. er frá Þjóðleikhúsinu. Alls eru þessir starfsmenn um 50 talsins, þannig að hátt í 200 manns vinna við sýninguna. Af þessu sést að hér er um geysilega mannmarga og umfangsmikla uppfærslu að ræða og er það ástæðan sem forráða- menn Þjóðleikhússins tilgreina sem höfuðástæðu mikils stofnkostnaðar. Um 300 sérhannaðir glæsibúningar Allar hárkollur fyrir sýninguna eru keyptar erlendis frá, og mun kostnaðurinn við þau kaup ein nema um 700 þúsund krónum. Hvorki meira né minna en 300 leikbúning- ar voru hannaðir og saumaðir fyrir þessa sýningu þar sem bæði kórfé- lagamir og einsöngvararnir koma fram í mismunandi búningum. Öll búningagerð er einstaklega íburðar- mikil og að sama skapi kostnaðar- söm. Þórhildur Þorleifsdóttir leik- stjóri telur að um þriðjungur bún- inganna hafi verið endurhannaður úr gömlum búningum í eigu leik- hússins, en hún bendir á að slíkt þurfi ekki alltaf að vera ódýrara og þjóðleikhússtjóri segir að engir búningar hafi verið til í búninga- safninu, sem nákvæmlega hæfðu þeim stíl sem verið er að ná fram. Því hafi gerð allra þessara búninga verið nauðsynleg. Úr Þjóðleikhúsinu heyrast gagn- rýniraddir um að engar tölulegar upplýsingar séu tiltækar um samn- inginn á milli Þjóðleikhússins og Óperannar. Það hefur jafnframt verið gagnrýnt af .sömu mönnum, að engu sé líkara en ekkert þurfí að spara þegar fengnir era lista- menn erlendis frá til þess að taka þátt í eða standa að uppfærslu í Þjóðleikhúsinu. Það sýnist þeim eiga við um Hoffmann, þar sem hönnuðir búninga og leikmyndar era báðir útlendingar. Verk þeirra beggja hafa vissulega hlotið mjög góða dóma, en tilkostnaðurinn er að sama skapi mikill. Um þetta atriði segir þjóðleik- hússtjóri að erlendir leikmynda- teiknarar og búningahönnuðir fái ekki meira fjármagn úr að spila en íslenskir. Hins vegar kalli þessi ópera, eins og svo margar aðrar, á mikinn íburð. „Óperar era mjög dýrar í uppfærslu. Það er bara stað- reynd,“ segir Gísli. Hann bendir á að bæði búningar og hárkollur sem gerðar vora fyrir þessa sýningu muni nýtast fyrir aðrar uppfærslur í framtíðinni, þannig að slíkan út- lagðan kostnað megi líta á sem fjár- festingu, en ekki einungis sem stofnkostnað við Hoffmann. „Þó að leikhúsið ijárfesti af þessu tilefni, þá er alls ekki réttlætanlegt að það falli allt sem kostnaður á þessa uppfærslu eina,“ segir Gísli. Þama gefur þjóðleikhússtjóri væntanlega tóninn um það hvemig kostnaður við Hoffmann-uppfærsluna verður bókfærður, að minnsta kosti að hluta. Litlar líkur era því á að end- anlega opinbera talan á stofnkostn- aði við Hoffmann verði yfir 30 millj- ónir króna, heldur verði dijúgur hluti kostnaðar bókfærður sem fjár- ■ Stórglæsileg uppfærsla sem slær í gegn ■ Stofnkostnaðurinn óheyrilegur ■ íburður í búningum og leikmynd vegur þungt ■ Kurr í leikurum Þjóðleikhússins festing til framtíðar. Gísli segir að sé hægt að tala um braðl við Hoff- mann, þá sé það í því fólgið að leik- myndin verður rifin og lunganum úr henni hent, þegar sýningum verði hætt. Það hafí löngum verið eitt af vandamálum Þjóðleikhússins og sé enn, að engin aðstaða hafí fengist til þess að geyma leikmynd- ir. Stjóm leikhússins hafí reynt að fá menntamálaráðherra fyrr og nú til þess að taka á þessu máli, en enn hafí það ekki borið árangur. Gísli segir að væri hægt að geyma leikmyndir úr óperam, væri gerlegt að ráðast í óperaflutning með miklu minni tilkostnaði og tíðar. „Þannig væri hægt að setja upp sömu óper- ur aftur og aftur, en skipta bara um söngvara," segir Gísli. Erfítt að fó kostnaðar- legar upplýsingar að sögn leikstjórans Um kostnað við sýninguna hefur Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri ÞRJUHUNDRUÐ BDNINGAR Það hefur líklega ver- iðhandagangurí öskjunni í margar vik- ur á saumastofum Þjóðleikhússins og ís- lensku óperannar, þar sem 300 búningar voru saumaðir fyrir Ævintýri Hoffmanns. þetta að segja: „Það hefur nú reynst afskaplega erfitt að fá upplýsingar um kostnað við sýningar í Þjóðleik- húsinu, jafnvel fyrir leikstjóra. Ég held einfaldlega að Þjóðleikhúsið færi ekki þannig bókhald, að hver sýning sé gerð upp fyrir sig, að öllu leyti.“ Þórhildur segir að í bók- haldinu sé gerð grein fyrir efnis- kostnaði yfír árið á trésmíðaverk- stæði, saumastofu, o.s.frv. en ekki hvaða kostnaður fylgi hverri sýn- ingu. Hún segir að það komi erlend- um listamönnum oft á óvart, þegar þeir taka að sér verkefni í Þjóðleik- húsinu, að ekki er starfað sam- kvæmt kostnaðaráætlun. Því sé jafnerfítt fyrir hönnuðina og leik- stjóra að gera sér grein fyrir kostn- aðinum. „Ég held að það sé afar mikill ókostur að ekki er til kostnað- aráætlun sem unnið er eftir, þannig að hver og einn hafi sinn ramma til þess að halda sig innan,“ segir Þórhildur. Gísli Alfreðsson þjóðleikhússljóri segir engar kostnaðarlegar upplýs- ingar verða gefnar á meðan sýning- ar standi yfír. Slíkt geti haft nei- kvæð áhrif á aðsókn, en Þjóðleik- húsið þurfí á mikilli aðsókn að halda á svo dýra sýningu. Hann segir jafnframt að endanlegar upplýsing- ar um kostnaðarliði liggi ekki fyrir . Um samningana á milli íjóðleik- hússins og íslensku óperannar seg- ir þjóðleikhússtjóri að þeir séu þann- ig gerðir, að engar tölur séu tiltekn- ar. „Samningurinn er fólginn í því að íslenska óperan og Sjóðleikhúsið setja í samemingu upp Ævintýri Hoffmanns. Óperan er algjörlega sett upp á vegum íjóðleikhússins, fjárhagslega og sömuleiðis hirðir Þjóðleikhúsið allan aðgangseyri, eins og um reglulega sýningu í tjóðleikhúsinu væri að ræða,“ segir Gísli og bætir við að á meðan að sýningar standi hafi tjóðleikhúsið afnot af Gamla bíói fyrir eina til tvær sýningar, endurgjaldslaust. Sýningar á Hoffmann standa til 10. desember, en verða væntanlega teknar upp á nýju ári á ný, þannig að eftir áramót verði 4 til 5 sýning- ar. Sýningaíjöldi gæti þannig orðið 26 sýningar alls. Kurr í leikurum Þjóðleikhússins Enginn dregur í efa að upp- færsla á verki eins og Hoffmann er geysilega dýr. Það era hins veg- ar mismunandi skoðanir á því hvort réttlætanlegt sé að leggja jafnmikla fjármuni í eina uppfærslu og gert var hér. Meðal þeirra sem era ekki endilega þeirrar skoðunar, era ákveðnir leikarar Þjóðleikhússins, sem finnst sem þessi óperaupp- færsla hafí orðið að hálfgerðu gælu- verkefni, og öllu öðra hafí verið ýtt til hliðar, enda gangi leiksýningar á brauðfótum, að ekki sé meira sagt. Ein ástæða þess kunni að vera sú að öll bestu sýningarkvöld- in era lögð undir óperana, en þeir sem séu með önnur leikverk verði að gera sér hin kvöldin að góðu. Þá séu fullæfð leikrit tilbúin til framsýningar, svo sem Hættuleg kynni, en frumsýningu hafí verið frestað fram í janúar. Þetta hleypi illu blóði í leikarana. Auk þess hafi smíðaverkstæði og saumastofa tjóðleikhússins verið undirlögð af Hoffmann-verkefnum og annað orðið að sitja á hakanum. Þessir leikarar vilja þó ekki tala opinber- lega um skoðun sina á Hoffmann- ævintýrinu, þar sem á slíkt yrði lit- ið sem árásir á Islensku óperana og gagnrýni á þjóðleikhússtjóra. Telja þeir að opinber óánægja þeirra gæti haft áhrif á feril þeirra innan leikhússins. Einn leikarinn sagði: „Uppi í íjóðleikhúsi heitir þetta einfaldlega: Þjóðleikhúsið á að borga brúsann, en íslenska óperan fær að spreyta sig og spreða fé.“ tjóðleikhúsinu ber skylda til, lög- um samkvæmt, að setja upp óper- ur. Þeir sem era því eindregið fylgj- andi að tjóðleikhúsið uppfylli þessa skyldu sína, segja það jafnframt vera menningarlega skyldu leikhúss þjóðarinnar að ráðast í óperaflutn- ing, þar sem sýningamar séu stórar og glæsilegar. Ekkert annað hús á landinu sé í stakk búið til að gera slíkt. Það sé alkunn staðreynd að þessar uppfærslur kosti mikla fjár- muni, en við því verði einfaldlega ekkert gert. Ekki sé þar með sagt að Þjóðleikhúsið þurfí að ráðast í íburðarmiklar sýningar sem Hoff- mann á ári hveiju. Nær sé að stefna að því að setja upp eftirminnilegar glæsisýningar á tveggja til þriggja ára fresti, og gera það þá af mynd- arskap. Rifja þessir menn upp þeg- Morgunblaðið/Rax ar tjóðleikhúsið setti upp Grímu- dansleik. Það hafí verið álíka íburð- armikil og glæsileg sýning, sem hafí verið mjög dýr. „Hoffmann er hlutfallslega ekk- ert dýrari en Grímudansleikur. Þessi uppfærsla er bara miklu fjöl- mennari, og þar af leiðandi verður hún dýrari," segir Þuríður Páls- dóttir, formaður þjóðleikhúsráðs. Hún segir að þessi ópera hafí verið valin, m.a. með það fyrir augum að margir söngvarar fengju að spreyta sig og að nýtt hæfíleikafólk fengi að koma fram. Þuríður kveðst telja að tjóðleikhúsið eigi að setja upp íburðarmiklar glæsisýningar öðra hvoru, þó vissulega sé það kostnaðarsamt. „Það vilja allir sjá þessa sýningu og því fögnum við. Við erum stolt af þessari uppfærslu á Hoffmann og mjög ánægð með samstarfíð við íslensku Óperana," segir Þuríður, Garðar Cortes óperustjóri ís- lensku óperannar segir mikla ánægju ríkja innan óperannar með samstarfið og kveðst eins og Þuríð- ur vona að í framtíðinni verði fram- hald þar á. Garðar segir það ekkert launungairnál að það sé sér mikill léttir að íslenska óperan leggi til listrænu vinnuna í þessari upp- færslu, en fjármálin séu alfarið í höndum tjóðleikhússins. Garðar segir að það séu engar fréttir fyrir sig ef það verði tap á Hoffmann. „Það er engin óperasýning í heimin- um, sem ekki er tap á,“ segir Garð- ar. Hverfúr samkeppnin með svona samstarfi? Aðrir era ekki jafnsannfærðir um ágæti svona samstarfs og telja að samkeppnin á milli Óperannar og tjóðleikhússins hverfí. „Það hafa í gegnum árin aðallega verið tveir söngvarar sem fengið hafa helstu hlutverkin: Garðar Cortes og Ólöf Kolbrún Harðardóttir og með þess- ari samvinnu verður lítil breyting þar á, þó að vissulega sé það fagn- aðarefni að nýir og ungir söngvarar fái einnig að koma þama frarn," segir gamalreyndur leikhússmaður. Því er haldið fram að hvert sýn- ingarkvöld sé svo dýrt, að tekjur kvöldsins af aðgangseyri standi ekki undir sýningunni. Þjóðleik- hússtjóri segir þetta vera rangt. „Þetta era ýkjur, mjög miklar ýkj- ur. Sýningin stendur undir sér og vel það þegar húsfyllir er,“ segir Gísli. Aðsóknin að Hoffmann hefur verið feikna góð og sætanýting langt umfram meðalnýtingu. Húsið tekur 659 manns í sæti, þar af 146 á efri svölum. Samkvæmt upplýs- ingum þjóðleikhússtjóra hafa að meðaltali selst 493 miðar, sem er um 75% nýting, en meðalnýting á Þjóðleikhúsinu er á milli 53 og 54%. Gísli segir að yfirleitt seljist illa miðar á efri svalir á óperasýningar og þessi sýning sé engin undantekn- ing þar á. Væru sætin á efri svölum undanskilin, þá teldist nýtingin vera 94%. Þessar tölur sýna fram á að það era svona sýningar sem leik- húsgestir vilja sjá, að minnsta kosti öðra hvora. Miðaverð á óperasýn- inguna er 1.500 krónur, og getur það engan veginn talist hátt verð . Afsláttarverð fyrir hópa er 1.360 krónur og verð á miðum á efri svöl- um er einungis 750 krónur. Til sam- anburðar má geta þess að verð á almennar leiksýningar Þjóðleik- hússins er 900 krónur. Ijóðleikhússtjóri segir að tekjur Ijóðleikhússins af meðalkvöldi á Hoffmann séu á milli 750 og 800 þúsund krónur. Það segir hann að nægi til þess að hvert kvöld beri sig og vel það, og hlýtur það að mega teljast furðugott, þegar litið er til fjöldans sem starfar við sýn- inguna. I lokin er kannski ekki úr vegi að leggja svolítið út af og leika sér með þær tölulegu upplýsingar sem þrátt fyrir allt hafa fengist. Sýning- ar á Hoffmann verða 21 fyrir jól og íjórar til fimm eftir áramót. Náist sami flöldi leikhússgesta á þær sýningar sem eftir era, má gefa sér að 12.818 landsmenn sjái þessa ópera á 26 sýningum. Standi hvert sýningarkvöld undir sér, launalega og að öðra leyti, eins og þjóðleikhússtjóri segir, þá má finna út raunveralegt miðaverð á Hoff- mann með þvi að deila 33 milljónun- um, sem áætlaður er sem stofn- kostnaður, niður á áhorfendafjöld- ann. Þannig fæst krónutalan 2.574 sem leggst við 1.500 króna miða- verðið og niðurstaðan verður sú að um 4.000 krónur standa að baki hvers miða. Mætti ekki íhuga hvort endur- skoða beri verðlagningu á miðum á dýrar uppfærslur íjóðleikhússins, þannig að þeir sem vilja njóta þeirra greiði stærri hlut af raunveralegu miðaverði en nú tíðkast? Því ætla má, að flestir óperagestir væra reiðubúnir til þess, þegar litið er til þess að ódýra miðamir á Hoffmann — miðamir á efri svalir, sem era seldir á hálfvirði, ganga hvort eð er ekki út. Þá þyrfti enginn að býsn- ast út af háum stofnkostnaði við glæsisýningar, íburði og pijáli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.