Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VEROLD/HLAÐVARPIIMN SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 29 HÚSGflNGAR okkar á milli. .. ■ í AFDAL einum í Sviss tíðkast enn að gæða sér á osti og víni á likvöku þótt siðurinn sé stranglega bannaður. Bændur skilja eftir sig kræsingar og ætl- ast til að hinir nánustu njóti þeirra við likkistuna. Siðurinn var bannaður af því að líkvökur urðu oft að át- og drykkjarveisl- umsem enduðu með ósköpum. Áður fyrr var ostur útbúinn við fæðingu barns og látinn eld- ast fram að dauðadegi þess. Við líkvöku var ostur og vín sett í kistuna hjá hinum látna svo hann hefði nesti á leiðinni yfir móðuna miklu og haki var látinn fylgja með ef ske kynni að hann vakn- aði aftur til lífsins undir grænni torfú. AB ■ í för með forsætisráðherra Danmerkur á Húsavík var margt stórmenna, m.a. Steingrímur Hermannsson. Þegar Steingrímur og Schltiter eru á leið inn á Hótel Húsavík mæta þeir í dyrunum Matthíasi Bjarnasyni, sem var hér staddur á fúndi um heilbrigðismál. Steingrímur kynnir Matthías að sjálfsögðu fyrir danska forsæt- isráðherranum og kom þá í ljós að dönskukunnátta Steingríms var ekki á sama plani og ensku- kunnáttan, því hann segir við Schliiter: „Desværre er Matthi- as jo konservativ som du, men han er slet ikke sá dum!“ — JS rerði hægt að draga eitthvað úr ipennunni, að minnsta kosti koma ilgengustu fordómunum í frysti- ustuna. Rannsóknin er að sjálfsögðu víhliða; það ganga líka gróusögur Þjóðfræðingarnir vona að með því að sýna fólki i/ísindaiega fram á uppruna og hlutverk gróusagnanna, verði hægt að draga eitthvað úr spennunni, að minnsta kosti koma aigengustu for- dómunum í frystikistuna. um Dani meðal innflytjendanna sem þarf að raka og afhausa tU að bæta samskipti kynþáttanna. til dæmis þessi her: Pakistani kemur til kaupmanns- ins á hominu og ætlar að fá katta- mat. Kaupmaðurinn, sem þorir ekki að eiga á samviskunni að stuðla að viðhaldi frumstæðra matarvenja innflytjenda, neitar að selja katta- matinn nema hann fái að sjá kött- inn sem eigi að borða hann. Svo Pakistaninn neyðist til að fara heim og sækja köttinn. Nokkrum dögum síðar kemur hann aftur, en ætlar í þetta sinn að fá hundamat. Kaup- maðurinn þykist ekki auðblekktur og neitar að seija hundamatinn nema að hann fái að sjá hundinn. Svo Pakistaninn skundar heim og sækir hundinn. Daginn eftir kemur Pakistaninn til kaupmannsins á horninu og hefur stóran poka með- ferðis. Hann biður kaupmanninn kurteislega um að stinga hendi oní pokann. Þegar kaupmaðurinn tekur höndina uppúr pokanum aftur er lúkan full af saur. Hann byijar að kúgast. en Pakistaninn brosir og segir: „í dag ætla ég nefnilega að fá klósettpappír ...“ Gestur skrautritar. Handskrif- arættarog niðjatöl Gestur Auðunsson hefúr sett svip sinn á mannlífið í Keflavík í 45 ár og gerir enn. Gestur varð fyrir slysi árið 1930, þá 15 ára með þeim afieiðingum að hann hefúr gengið haltur síðan. Gestur er nú á 74. aldursári og hættur að vinna erfíðisvinnu, en eyðir tímanum í að skrifa ættar og niðjatöl ættfeðra sinna úr Vestur-Skaftafellssýslu. Nýlega sendi hann frá sér bók sem'hann neftiir - Niðjatal Guðmund- ar Loftssonar bónda í Holti í Mýrdal. Bókin er 375 blaðsíður og einstök að því leyti, að hún er handskrifúð af Gesti, sem vegna fötl- unar sinnar kýs að standa við skriftimar. Fró Birni Blöndal í KEFLAVÍK - I Gestur kom til Keflavíkur árið 1943 til að stunda vinnu um tíma, en hann kynntist ungri stúlku í plássinu, Friðgerði Rannveigu Kjærnesteð Björnsdóttur sem síðan varð kona hans og síðan hefur Gest- ur Auðunsson verið búsettur í Keflavík. Gestur Auðunsson er fæddur 20. júní árið 1915 að hinu foma höfuð- bóli og menntasetri, Þykkvabæjar- klaustri í Álftaveri í Vestur-Skafta- fellssýslu sem þá var tvíbýli. For- eldrar hans voru Auðunn Oddsson og Steinunn Sigríður Gestsdóttir fædd á Ljótustöðum í Skaftártung- um. Þau bjuggu í eitt ár að Snæ- býli í Skaftártungum en jörðin fór í eyði árið 1918 þegar Katla gaus. Þá flutti Gestur með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Þar gekk hann í Landakotsskóla um tíma, en 9 ára var honum komið í vist hjá Páli Sigurðssyni bónda í Þykkvabæ í Landbroti. Þar var Gestur í 6 ár, en varð þá fyrir slysi og hefur geng- ið haltur síðan. Gestur hefur lengstum fengist við smíðar og vann í mörg ár í Slippnum í Keflavík og síðustu árin í Dráttarbraut Njarðvíkur. Hann hefur haft mikla ánægju af að spila brids og var einn af stofnendum Bridsfélags Suðurnesja og .var formaður félagsins í 15 ár. Hann mætir enn á flest spilakvöld félags- ins og þykir harður keppnismaður. Gestur segist hafa verið fengin til að halda smá tölu um ættina á ættarmóti árið 1983 og síðan hafi áhuginn vaxið jafnt og þétt. Hann segist vinna 5 tii 6 tíma á dag við skriftir og hefur hann útbúið sérs- takt skrifpúlt sem hann stendur við. Hann vinnur nú að tveim niðja- tölum sem út eiga að koma innan tíðar. Annað er frá móðurafa hans, Bárði Jónssyni bónda á Hemru í Skaftártungu og hitt er niðjatal Vigfúsar Bótólfssonar bónda á Flögu í Skaftártungu. MYNDAMÓT HF FEIN RAFMAGNSHANDVERKFÆRI Fremst í sínum flokki Höggborvél —fyrir alhliöa notkun Afturábak og áfram snúningur Tvö hraðastig með stiglausum rofa Handfang sérhannað fyrir rétt átak og grip Dýptarstillir í rennigreip Hraðastjórn með snúningslæsingu. Hleðsluborvél -aflmikil og fjölhæf Afturábak og áfram snúningur Tvenns konar snúningshraði Átaksstillir fyrir skrúfuvinnu Sjálfvirkt hleðslutæki með Ijósmerki Laus hleðslurafhlaða Löng ending hverrar hleðslu Fer sérlega vel í hendi Komið og kynnið ykkur mikið úrval FEIN rafmagnshandverkfæra. Nákvæmni og öryggi SKEIFUNNI3E, SÍMAR 82415 & 82117 Umboðs- og þjónustuaðilar: Póllinn hf., ísafirði; Rafvélaverkstæði Unnars sf., Egilsstöðum; Geisli, Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.